Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985
& Sálfræðistöðin
/ • Einkaviðtöl. • Námskeið og fræðsla. • Önnumst starfsmannamat og starfs- ráðgjöf, fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Nánari upplýsingar veita sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal í síma Sálfræðistöðvarinnar Bolholti 6, milli kl. 10-12 f.h. Síminn er 68 70 75
TÖLVUEIGENDUR
OKIMATE ^>0
LITAPRENTARINN ER BYLTING!
OKIMATE uses a 3-color
ribbon. It can create
more than 180
shades by
mixing colors
liRe a painter.
Let OKIMATE show
yo« I»ow.
OKIMATE 20 er hitaprentari. Þessi
texti er skrifaóur meó OKIMATE 20,
laglegt ekki satt? OKIMATE 20
prentar á venjulegan pappir og á
gl*rur! OKIMATE 20 getur prentaó
skjámyndir í lit frá IBM-PC og
samb*rilegum tölvum.
Breytilegar staf as t æ ir~ <3 i r~
* 3 A mnra mmni
* 80 stafir á sekúndu
* 40 st/sek í g*ðaletri
* 144 x 144 punktar í grafík
* Kostar aóeins Kr. 15.900.-
wmmmmm m mmmmmmmmmm m mm
IVIÍKROl
Skeifunni11 Sími 685610
Kennsla hefst í byrjun október
Byrjendur (yngst 5 ára) og framhalds
nemendur. Innritun í síma 72154
Royal Academy of dancing
Russian method
Kennarar:
Sigríöur Ármann
Ásta Björnsdóttir
Opið bréf til framkvæmda-
stjóra Umferðarráðs
Herra framkvæmdastjóri Um-
ferðarráðs, Óli H. Þórðarson.
Nökkrar línur langar mig að
senda þér um hið margrædda mál,
notkun bílbelta.
Þegar þú varst spurður álits á
afgreiðslu Alþingis, þar sem felld
var tillaga að beita sektarákvæð-
um gagnvart þeim, sem ekki nota
bílbeltin, lýsir þú vonbrigðum þín-
um yfir málalokum, en vonaðir að
málið yrði tekið upp að nýju og
fengi þá jákvæða meðferð, að þínu
mati.
Þetta fór á annan veg með mig.
Ég var ánægður með þessa niður-
stöðu og vona að hún verði endan-
leg og mun ég nú leitast við að
styðja þá skoðun mína.
Ég er búsettur í Austurlands-
kjördæmi, nánar tiltekið á Höfn í
Hornafirði. Á leiðinni frá Höfn að
Egilsstöðum eru nokkrar dauða-
gildrur, sem ég skal reyna að
nefna: Vegurinn yfir Almanna-
skarð, Hvalnesskriður, Þvott-
árskriður, Selnesskriður, Kamba-
skriður, Staðarskriður og Vatta-
nesskriður. Á öllum þessum stöð-
um er voðinn vís, ef bílstjóri og
farþegar losna ekki við farartækið
á fyrstu metrunum, ef lent er út af
vegi á þessum leiðum, þar sem
snarbrattar skriður taka við utan
vegarins og flestar alveg í sjó
fram.
Ég hlustaði á þátt í síðdegisút-
varpi 5. júlí, þar sem þessi mál
voru tekin til umfjöllunar, þar lét
einn þátttakandinn sig hafa það,
að fullyrða, að það fólk sem drægi
í efa ágæti bílbelta í öllum tilvik-
um, stæði rökþrota, ef beðið væri
um dæmi, máli sínu til stuðnings.
Ég skal nefna dæmi, sem allir hér
um slóðir þekkja.
Tveir menn eru á ferð um Al-
mannaskarð, af einhverjum
ástæðum missa þeir vald á bílnum
og hann út af ofarlaga I Skarðs-
götunni. Fyrir einhverja heppni
lentu mennirnir út úr bílnum í
fyrstu veltunni og sakaði ekki. En
hvað um bílinn? Það fannst eitt og
eitt stykki dreift um skriðuna og
að allra dómi engin lifsvon, ef
þessir menn hefðu verið fastir við
hann.
Annað dæmi má nefna, maður
er sendur frá Höfn með pakka,
sem nauðsynlega þurfti að komast
til Fáskrúðsfjarðar. Bílstjórinn
setur á sig beltið og ekur af stað
sem leið liggur austur til Breið-
dalsvíkur, þar skal tekið bensín,
en svo gæfusamlega tekst til, að
hann gleymir að spenna á sig belt-
ið, þegar hann fór frá Breiðdals-
vík, nema það að hann missir bíl-
inn út af i Selnesskriðum, hentist
út í fyrstu veltunum og slapp að
mestu ómeiddur, en billinn hélt
áfram sina leið niður snarbratta
skriðuna og hafnaði niður í fjöru,
sundurtættur og ónýtur, og taldi
þessi ferðamaður að hann hefði
Ársæll Guðjónsson
ekki orðið til frásagnar um þessa
eftirminnilegu ferð, ef hann hefði
ekki gleymt að setja á sig bilbeltið
á Breiðdalsvík.
Svipað skeði í Staðarskriðum
fyrir fáum árum. Sveitarstjóri frá
Fáskrúðsfirði er að fara í flug og
þarf að fara til Egilsstaða. Maður
og bíll fannst niður í fjöru undir
Staðarskriðum en þar var enginn
til frásagnar.
Nú skal nefna hvað það var sem
kom mér til að fara að hugsa um
þetta bílbeltamál. Það atvikaðist
þannig að synir mínir tveir þurfa
að fara frá Höfn til Reykjavikur,
sem ekki þykir mikill viðburður
nú til dags. Þeir fara að morgni
dags í góðu veðri og ekki er búist
við öðru en allt gangi vel. Farar-
tækið er Range Rover-jeppi í góðu
lagi. Um miðjan þennan sama dag
fæ ég upphringingu, þar er kom-
inn annar bræðranna í símann og
segir þeirra farir ekki sléttar,
hann segir að þeir hafi velt bílnum
og séu algerir strandaglópar og
hvort ég hafi ekki tök á að sækja
þá. Ég dreif mig af stað og þegar
ég kom á slysstað er ófagurt á að
líta, bílinn gjörsamlega saman
rúllaður og ónýtur og mér verður
fyrst fyrir að spyrja hvernig það
hafi mátt ske, að piltarnir séu
þarna svo til ómeiddir. Skýringin
er sú að hvorugur er í belti. Annar
kastaðist út áður en billinn lagðist
saman, en hinn hnoðaðist niður á
milli mælaborðsins og sætisins og
slapp þar með að fá toppinn ofan á
sig.
Ég held að allir sem sáu þetta
bílflak hafi undrast að piltarnir
skyldu sleppa frá þessu og ég
spurði lögregluþjón, sem kom
þarna á slysstað, hvort hann vildi
ekki segja mér sitt álit, hvort
betra hefði verið fyrir piltana að
vera í belti eða ekki. Ég segi ekk-
ert um það, svaraði maðurinn, ég
á kannski eftir að þurfa að sekta
menn í svona tilvikum, og ég skildi
manninn ofurvel.
Við skulum athuga þetta örlítið
nánar. Þessi dæmi, sem ég hef nú
nefnt eru sjálfsagt brot af þvi sem
alltaf er að gerast og því er mín
spurning sú. Höfum við leyfi til að
taka þá lífsmöguleika af þvi fólki,
sem lendir í þessu eða svipuðu?
Svarið er oftast þetta: Það eru
fleiri sem beltin bjarga en hinum
sem þau verða að fjörtjóni. Mér
dettur ekki í hug að mótmæla þvi
að beltin geti komið að góðu gagni,
ekki síst í miklu umferðarþvargi,
þar sem árekstrar eru tíðir, en það
réttlætir það ekki, að fólk sem
þarf að ferðast við þær aðstæður,
sem áður er lýst, fái ekki að meta
það sjálft hvort það setur á sig
belti eða ekki.
í Morgunblaðinu frá 28. júni
stendur þetta um öryggismál:
„Notkun bilbelta er lögboðin og
ætti engum að blandast hugur um
gagnsemi þeirra, hvort sem ekið
er í þéttbýli eða úti á vegum.
Spennið beltin, en það er ekki ætið
nóg, það er ekki síður nauðsynlegt
að vita hvernig á að opna lásinn.
Þess kann að gerast þörf í skyndi
við hinar verstu aðstæður. Frá-
gangur og búnaður bílbelta er ekki
ávallt hinn sami. Hann getur sem
best verið með allt öðrum hætti í
öðrum bílum, en þú átt að venjast
í þínum. Spennið beltin og kynnið
ykkur ávallt hvernig lásinn virk-
ar.“
Mér finnst að þessi tilvitnun úr
Morgunblaðinu staðfesti að það
geti verið lifshættulegt að vera
fastur í belti. Það er svo sérfræð-
inga að dæma hvaða möguleika
fólk hefur á að losa beltin, eftir að
óhappið hefur gerst. Mér heyrist á
því fólki sem sloppið hefur úr bíl-
veltum að það viti lítið fyrr en
eftirá og allt er um garð gengið.
Það er hálf grátbrosleg tilviljun
að Alþingi er að fást við bílbeltin,
hvor beita skuli sektum við það
fólk sem ekki notar beltin, og svo á
sama tíma bjórfrumvarpið, hvort
leyfa skuli sölu á sterku öli eða
ekki.
Þessi tvö frumvörp eru í eðli
sínu skyld, hvað slysahættu
áhrærir.
Nú er það vitað mál, að fjöldann
allan af bílslysum má rekja til
neyslu áfengra drykkja. Þrátt
fyrir það sóttu sumir þingmenn
það mjög fast að bjórnum yrði
bætt við áfengismagn sem fyrir
er. Þessir sömu menn eru svo
hneykslaðir á fólki sem ekki
spennir beltin og krefjast þess að
beitt skuli sektarákvæðum, og svo
langt getur ofstækið gengið, að
bent er á fólk, sem orðið hefur
fyrir þeirri ógæfu að lenda f hjóla-
stólum og segja:
Þarna sjáið þið afleiðingarnar
af að nota ekki beltin!
Meðan þetta þvarg var um bjór
og belti heyrðist aldrei minnst á
hjólastól og áfengi, að þar væru
nein tengsl á milli, en algengt er
að fréttir segi, þegar sagt er frá
slysum, að grunur leiki á að við-
komandi ökumaður hafi neytt
áfengis.
Ég held að þau samtök og ein-
staklingar, sem vilja í alvöru berj-
ast fyrir fækkun slysa og þar með
færri hjólastólum í notkun, ættu
að leggja meiri áherslu á frumor-
sökina, sem er of hraður akstur og
notkun áfengra drykkja.
Maður sem setur á sig belti ein-
hverra hluta vegna, er umhverfi
sínu ekki hættulegur, en þeir sem
aka á miklum hraða og þeir sem
aka undir áhrifum vímuefna,
hvort sem það er brennivín eða
bjór, þeir eru sjálfum sér og öðr-
um miklu hættulegri, en þótt bíl-
belti vanti.
Þú álítur máske eftir þennan
lestur að ég sé eitthvað fanatískur
út í notkun bílbelta, það er alls
ekki. Ég álft að beltin eigi fullan
rétt á sér, þar sem við á, eins og ég
hef áður tilnefnt, í mikilli umferð
í þéttbýli, þar sem árekstrar eru
tíðir. En mín skoðun er sú að hver
ökumaður verði að hafa þá dóm-
greind að meta hvenær þess sé
þörf og hvenær það sé hættulegt,
án þess að eiga sektarákvæöi yfir
höfði sér.
Þingmaður úr hópi stjórnar-
andstöðunnar var spurður, hvers
vegna hann hefði greitt atkvæði
með stjórnarflokkunum f tilteknu
máli, svarið var á þessa leið: „Ég
lét skynsemina ráða.“
Nú fór það svo að sektarákvæði
um frumvarp um notkun bílbelta
var fellt á jöfnum atkvæðum á
nýloknu þingi. Ég býst við að þeir
þingmenn, sem tóku þátt I at-
kvæðagreiðslu um málið, hafi haft
það í huga að láta skynsemina
ráða og er því ekki undravert þó
okkur greini á um leiðir i þessu
viðkvæma máli.
Ég vil svo þakka þér áhuga þinn
á bættri umferðarmenningu og
fækkun slysa og vona að málið
leysist sem sársaukaminnst fyrir
sem flesta, ég vona einnig að þú
sjáir þér fært að senda mér línu,
sem svar við þessum hugleiðing-
um mínum.
Virðingarfyllst,
júlí 1985
llöfundur er fjrnrernndi útgerðar-
maður á Hornafirði.