Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985 Ljósmynd Gunnar Þorsteinsson Vestrænar nugvélasmiðjur telja víst að { Kína gefist mörg stór viðskiptatækifæri á næstu árum. Kínverskir stjórnarerindrekar fá því konunglegar móttökur þegar þeir skoóa vestræna tækni. Á myndinni sést Liu Pong, aðstoðarforsætisráóberra Kína, hlýða á franska samgöngumálaráðherrann útlista gæði franskra þotuhreyfla. Flugmál ekki í fína í Kína viðunandi horf fljótlega. Áætlað er að það muni kosta um 6 billj- ónir Bandaríkjadala. Margir kinverskir embættismenn eru þó bjartsýnir á að nýleg efnahags- stefna leiðtogans, Deng Xiaop- ing, komi til með að gera stjórn- endum nýju flugfélaganna kleift að reka þau með arði en til skamms tíma var svona þanka- gangur talinn jafngilda svikum við þjóðina. Sá böggull fylgir þó skammrifi að nýju flugfélögin þurfa að hefja starfsemi með út- slitnum flugvélum og úrillum starfsmönnum CAAC-ríkisflug- félagsins. Af þessum sökum spyrja eðlilega margir hvort ver- ið sé að taka raunhæft á vandan- um eða einungis dreifa honum á fimm smærri flugfélög. Flugvélakauptíð Fram til þessa hefur engum einum vestrænum flugvéla- smiðjum tekist að ná yfirhönd- sænsk/ameríska skrúfuþotan, Saab-Fairchild 340 verða keypt í tugatali, jafnvel allt að fimmtíu vélar. Eitt sterkasta vopn flugvéla- sölumanna er að bjóða Kínverj- um vöruskipti eða smiðasam- vinnu, því Kínverjar leggja nú mikla áherslu á að finna mark- aði fyrir eigin framleiðslu. Á þessu sviði hefur mesta fram- sóknin verið af hálfu McDonnell Douglas sem hefur náð að selja Kínverjum 2 nýjar MD-80-far- þegaþotur og aðrar 26 ósamsett- ar. Douglas-samningurinn hljóð- ar upp á rúma eina billjón Bandaríkjadala. Vélarnar verða settar saman í flugvélaverk- smiðjunni í Shanghai og verða fyrstu nýtísku farþegaflugvél- arnar sem settar verða saman á heimavelli Kínverja. Sterkur orðrómur hefur verið á kreiki um samstarfssamning við Frakka og ítali vegna smíði ATR-42-skrúfuþotunnar. Ef af f Kína er unnið að því að draga úr miðstýringu fiugstarfseminnar. Ríkisfiugfélagið verður lagt niður í núverandi mynd og stofnuð fimm smærri félög. Myndin sýnir írska 36 sæta skrúfuþotu af gerðinni Shorts 360 sem Kínverjar tóku í notkun fyrr á árinu. Flug Gunnar Þorsteinsson Kína er ekki land hinna stóni tækifæra fyrir vestrænar fiugvéla- smiðjur. Þar hefur nýlega opnast gríðarlegur markaður fyrir far- þegaflugvélar. Markaður sem er stór, nánast óplægður en erfiður. Aðeins nokkrar fiugvélasmiðjur hafa haft árangur sem erfiði hingað til. Austur í Kína hafa orðið stórkostlegar breytingar i stjórn- og efnahagsmálum sl. áratug. Eitt af lykilatriðunum í ríkjandi stjórnarstefnu er aðlög- un að nýja tímanum og því hefur verið lögð aukin áhersla á sam- göngur innanlands. Hvað flugið varðar má segja með sanni að það sé rétt að slíta barnsskón- um. Á tímum menningarbylt- ingarinnar varð flugið illilega fyrir barðinu á einangrunar- stefnu stjórnvalda, enda urðu þá nánast engar tækniframfarir f landinu eða þá að stigin voru skref afturábak. Á þessum árum tók flug miklum framförum á Vesturlöndum en þarna stopp- uðu Kínverjar og hafa síðan van- rækt að byggja upp trausta flugstarfsemi. Fúlt flugfélag í augum almennings í Kína telst það til munaðar og forrétt- inda að ferðast flugleiðis. Kín- verskir ferðalangar hafa orðið að sýna sérstaka pappíra til þess að mega svo mikið sem bóka far með ríkisflugfélagi landsins, CAAC, að ekki sé minnst á að rikjandi viðhorf starfsfólks fé- lagsins í garð viðskiptavinanna er að þeir skuli barasta þakka sínum sæla fyrir að fá svona yf- irleitt að fljóta með flugvélun- um. Sem sagt engar vífilengjur þar á bæ. Sem betur fer hafa útlend- ingar ekki þurft að sæta þessum fádæma afturhaldssömu tak- mörkunum en þeir hafa þó eng- an veginn komist hjá þjónust- unni dæmalausu. Útlendingarnir munu vera sérlega skelkaðir vegna tíðra óhappa og útslitinna flugvéla CAAC-félagsins. Þeir hafa einnig nefnt tíðar seinkanir sem oft skipta sólarhringum og óþolandi troðning á sölu- og bók- unarskrifstofu. „Að ferðast með kínverska flugfélaginu er eins og að taka þátt i glímukeppni," sagði einn útlendingur sem neyðist til að fljúga reglulega með CAAC vegna starfs síns. „Maður verður að olnboga sig áfram skref fyrir skref og jafn- vel troðast yfir aragrúa fólks ef ekki vill betur,“ bætti áður- nefndur útlendingur við í viðtali við vikublaðið Newsweek. Ný flugmálastefna Starfsemi CAAC-flugfélagsins þótti orðin slík hneisa að Pek- ing-stjórnin sá sér ekki annað fært en að grípa í taumana, fyrr á þessu ári. Lausnin fólst i að draga úr miðstýringunni og af- létta ríkiseinokuninni. Síðar á þessu ári verður því CAAC lagt niður í núverandi mynd, en mun starfa áfram sem flugmála- stjórn landsins. í staðinn koma Fimm smærri flugfélög sem verða mjög sjálfstæð á kínversk- an mælikvarða. Undanfarið hafa Kínverjar unnið af kappi við endurskipu- lagningu flugmálanna en það er viðbúið að leiðin að lokatak- markinu verði erfið. Peking- stjórnin hefur kunngert að hún geti ekki lagt til þær himinháu fjárhæðir sem talið er að þurfi til að koma flugmálum landsins í inni heldur hafa Kínverjar boðið bæði Evrópu- og Bandaríkja- mönnum að finna smjörþefinn af markaðinum. Þannig hafa þeir getað kynnst og prófað framleiðslu mismunandi aðila. Annars er það svo, að þegar um mikilvæg utanríkisviðskipti er að ræða, þá er ekki flanað að neinu í Peking. Kfnverskum stjórnvöldum er ekki sama um hvernig og hvert peningarnir fara og flugvélasölumönnum er því nánast ómögulegt að geta áer til um hvað sé að brjótast um í höfði þeirra kínversku stjórnar- erindreka sem hafa flugmál á sinni könnu. Boeing-fyrirtækið hefur náð ágætis árangri á kinverskum markaði og selt þangað flugvélar og tækni fyrir mörg hundruð milljónir dollara, þ. á m. 10 B-737-þotur og eitthvað af nýju B-767-vélunum. Annars hefur verið skammt stórra högga á milli. Fyrr á árinu keyptu Kín- verjar 8 litlar skrúfuþotur af gerðinni Shorts 360, þrjár Air- bus 310—300-farþegaþotur og tíu British Aerospace 146-100- farþegaþotur. Auk þess er vitað að keyptar hafa verið sovéskar skrúfuþotur og miklar líkur á að innan fárra mánaða muni þessari samvinnu verður í nán- ustu framtið er gert ráð fyrir að Kínverjar gerist undirverktakar við framtíðarsmiði vélarinnar og framleiði ýmsar dyr og væng- hluta. í staðinn er gert ráð fyrir að þeir kaupi vélina i stórum stíl. Þeir bjartsýnustu giska á milli 1—200 vélar. Úreltar flugvélasmiðjur Rannsóknir og samstarf við vestrænar þjóðir á sviði flugsins er Kínverjum brýn nauðsyn. Þar í landi er eitthvað á annan tug úreltra flugvélasmiðja sem að stofni til eru frá upphafi fjórða áratugarins þegar Japanir réðu landinu. Síðar voru þær endur- bættar með hjálp Sovétmanna eftir valdatöku kommúnista og i þeim eru nú einkum framleiddar eftirlíkingar af sovéskum her- flugvélum. Flugvélar þessar líta út fyrir að vera að a.m.k. 20 ár á eftir tímanum. En skyldi sá dagur einhvern tíma renna upp að nýtísku vest- rænar orrustu- og sprengjuþotur streymi frá kinverskum flug- vélasmiðjum? Enginn getur úti- lokað þann möguleika miðað við bjartsýni vestrænna flugvéla- smiðja. — G. ÞorsL tók saman. Flugmenn til Danmerkur Þann 10. september nk. haida 6 íslenskir flugmenn til tímabund- inna starfa hjá danska leigufiug- félaginu Sterling Airways. Um er að ræða flugmenn Flugleiða á Boeing 727-þotum og munu þeir starfa þar ytra í 5—6 vikur. íslenskir atvinnuflugmenn eru fyrir löngu orðnir eins og hver önnur útflutningsvara. Þeir hafa um árabil flogið fyrir erlenda aðila og verið staðsettir ytra um lengri tíma. Aðallega hafa þetta verið Flugleiðaflugmenn á Douglas DC 8-þotum og flug- menn Arnarflugs. En það hefur verið mun sjalfgæfara að Boeing 727-flugmenn leggist í „útilegur", eins og flugmenn kalla gjaman langdvalir fjarri heimahöfn. ís- lenskir B 727-flugmenn munu þó hafa flogið leiguflug fyrir aðila í Guatemala í M-Ameríku og einnig í Nígeríu og Guineu á vesturströnd Afríku. Sterling Airways er dótturfyr- irtæki dönsku ferðaskrifstofunn- ar Tjæreborg og hefur á hendi umfangsmikið leiguflug á öllum Norðurlöndunum. íslensku flug- mennirnir verða staðsettir í Stokkhólmi og munu sinna Ieigu- flugi til S-Evrópu: Aþenu, Róm- ar, Nice, Palma á Mallorka og Larnaca á Kýpur. Danska fyrirtækið Flight Training Center á Kaupmanna- hafnarflugvelli er í eigu Sterling og þar hefur þjálfun Boeing— flugmanna Flugleiða farið fram í mörg ár. Næsta vetur verða Douglas DC 8-flugmenn Flug- leiða einnig komnir í þjálfun til þessa sama fyrirtækis. fslenskir fiugmenn á vinnustað í stjórnklefa Boeing 727-þotu. Innan skamms halda nokkrir til tímabundinna stafa í Danmörku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.