Morgunblaðið - 19.09.1985, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985
„Ávallt
viöbúinn"
Newenl, Englandi, 18. september. AP.
FREDERICK Cooper, sem er 85 ára
að aldri, vissi upp á hár, hvað hann
átti að taka til bragðs, þegar stiginn
hans féll til jarðar og hann sat bjarg-
arlaus uppi í háu tré, sem hann var
að grisja.
Hann dró þráðlausan síma upp
úr vasa sínum og hringdi á slökkvi-
liðið.
En þar trúðu menn honum ekki.
Þegar hann var búinn að bíða
árangurslaust eftir þeim í u.þ.b.
hálfa klukkustund, hringdi hann á
lögregluna. Og þeir trúðu sögunni.
Sendu þeir þegar tvo menn á vett-
vang og hjálpuðu gamla mannin-
um niður.
Bæjarblaðið Dean Forest Merc-
ury sagði frá því í dag, að það
hefði spurt Cooper að því heima í
Newent í Gloucester-skíri, hvernig
það hefði viljað til, að hann hafði
síma með sér upp í tréð.
„Eg var skáti, þegar ég var
ungur,“ sagði hann, „og kjörorð
skátanna er „Avallt viðbúinn“.“
Frakkland:
Flugið
lamað
París, 18. september. AP.
NÆRRI ekkert var um innanlands-
flug í Frakklandi í dag og mikilar
truflanir á utanlandsfluginu einnig
vegna tveggja daga verkfalls flugum-
ferðarstjóra, sem hófst í dag.
Að sögn flugmálayfirvalda er
það aðeins flug á langieiðum, sem
er ótruflað, innanlandsflug til
eyjarinnar Korsíku. Verkfall flug-
umferðarstjóranna tekur einnig til
erlendra flugvéla, sem fara yfir
Frakkland, og hefur spænska flug-
félagð Iberia af þeim sökum hætt
við margar ferðir til Norður—
Evrópu.
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sett í fertugasta sinn:
Alvarleg vanda-
mál blasa við
New York, 18. september. AP.
ALLSHERJARÞING Sameinuðu þjóðanna var sett í gær í fertugasta
sinn. Forseti þingsins, Jaime de Pinies, sagði í upphafi þingsins, að
það stæði frammi fyrir alvarlegum vandamálum og sagði eigingirni
aðildarríkjanna vera orsökina, fremur en samtökin sjálf. Þá sagði hann
stórveldin augljóslega ekki líta svo á að Sameinuðu þjóðirnar væru
nauðsynlegar til varnar hagsmunum þeirra. „Sameinuðu þjóðirnar gera
hvorki meira né minna en aðildarríkin vilja að þær geri... Ef aðildar-
ríkin reyndu að bera sameiginlega hagsmuni mannkyns fyrir brjósti í
stað þess að láta eiginhagsmuni ráða ferðinni, værum við á leið til
lausnar margra vandamála," sagði hann ennfremur.
Talið er að eitt aðalmál þings- Þá er búist við að ástandið í
íns verði tillaga Bandaríkja-
manna um að aðildarþjóðirnar
hafi áhrif á fjárhagsáætlun
Sameinuðu þjóðana í samræmi
við framlag sitt, en þeir greiða
nú fjórðung af útgjöldum Alls-
herjarþingsins. Með Japönum,
Vestur-Þjóðverjum og Frökkum
myndu þeir þannig hafa meiri-
hlutavald yfir útgjöldunum, en
samkvæmt núverandi reglum
hefur sérhvert ríki eitt atkvæði.
Suður-Afríku beri mjög á góma
og Sovétríkin munu ýta á eftir
tillögu sinni um að hernaðarum-
svif í geimnum verði bönnuð áður
en til fundar stórveldana í nóv-
ember í Genf kemur. George P.
Schultz, utanríkisráðherra, er
annar ræðumaður þingsins eftir
að almenn umræða hefst næsta
mánudag. Daginn eftir mun
Shevardnadze, sovéski utanríkis-
ráðherrann, taka til máls.
Afvopnimarvióræóumar í Genf:
Soyétmenn beðn-
ir um afdráttar-
lausar tillögur
í.pnf. 1K Mpntpmhpr AP ^ ^
(jíenf, 18. september. AP.
VILJI Bandaríkjamanna til aö kom-
ast aö samkomulagi viö Sovétmenn
er óbreyttur þrátt fyrir yfirlýsingu
Ronalds Reagan um að rannsóknum
varðandi geimvarnaráætlun Banda-
ríkjamanna veröi haldið áfram, sagöi
Max M. Kampelman í upphafi þriöja
samningarfundar Sovétríkjanna og
Bandarfkjanna í Genf á miðvikudag.
Max Kampelman, sem er aðalsamn-
ingamaður Bandaríkjamanna í af-
vopnunarviöræðunum, sagöi aö á
fundinum yröi unniö aö undirbúningi
tillagna um afvopnunarmálin fyrir
fund Regans og Gorbachevs dagana
19.—20. nóvember.
Yfirvöld í Sovétríkjunum hafa
lýst yfir vilja sínum um að „gera
allt sem í þeirra valdi stæði" til
að árangur næðist á ráðstefnunni,
þrátt fyrir „að Bandaríkin hefðu
gert allan árangur óhugsandi".
„Því miður leggja Bandaríkin allt
kapp á geimvopnaáætlanir sem
gerir okkur ómögulegt að ná
árangri í samningaviðræðum,"
sagði Viktor P. Karpov, aðalsamn-
ingamaður Sovétmanna er hann
kom til fundarins á þriðjudag.
Kampelman beindi því til Sovét-
manna að þeir stæðu víð fyrri
yfirlýsingar og legðu fram skil-
merkiiegar tillögur. Talið er að
hann hafi átt við viljayfirlýsingar
Sovétmanna um að þeir séu til-
búnir til að draga verulega úr
vígbúnaði sínum slái Bandaríkja-
menn geimvarnaáætlun sinni á
frest.
Agca ákærir
Hvíta húsið
og Páfagarð
Róm, 18. september. AP.
MEHMET Ali Agca, sá er reyndi
morðtilræöi við páfa, sagði við réttar-
höld í dag aö aðild Búlgara að tilræð-
inu megi rekja til leynilegs sam-
komulags milli Hvíta hússins og
Vatikansins, sem vilji ráða yfir ver-
öldinni meö lygum, en réttarhöldin
hófust í dag á nýjan leik eftir átta
vikna hlé.
Agca, sem nú er eitt aðalvitni
ríkisins, er ástæðan fyrir því að
réttarhöld eru hafin yfir þremur
Búlgörum og fjórum Tyrkjum, en
þeir eru ákærðir fyrir að hafa átt
hlutdeild að tilræðinu við páfa.
Agca sagði einnig að hlutdeild
Búlgara í samsærinu væri einungis
hluti sannleikans.
7 farast í járnbrautar-
slysi í Tékkóslóvakíu
Prag, TékkÓNlóvakíu, 18. september. AP.
SJÖ MANNS létu lífið og tíu slösuö-
ust á mánudagskvöld er lest rakst á
dráttarvél meö tengivagni sem flutti
hóp manna, aö sögn DTX-fréttastof-
unnar.
Allir farþegar lestarinnar
sluppu ómeiddir. Slysið varð ná-
lægt Pelhrimov um 100 km suð-
austur af Prag. Fullyrt var að öku-
maður dráttarvélarinnar hefði
valdið slysinu með því að virða
ekki umferðarreglur við járn-
brautarteinana.
Eftir sænsku kosningarnar:
Hægrimenn áfellast frjáls-
lynda fyrir að bregðast í bar-
áttunni gegn jafnaðarmönnum
Lundi, 18.september, frí Pétri Péturssyni.
SEINUSTU skoöanakannanirnar um fylgi flokkanna fyrir kosningarnar
nú 15. september reyndust hafa svipað gildi og áöur. Þær gáfu nokkuð
örugga vísbendingu um stööu fylkinganna tveggja, en reyndust ekki
standast þegar um fylgi borgaraflokkanna innbyröis var að ræöa. Frjáls-
lyndi þjóðarflokkurinn fékk næstum því 4% meira fylgi en SIFO stofnun-
in reiknaði með þremur dögum fyrir kosningar, móderatar 3% minna
og Miöflokkurinn u.þ.b. einu prósenti minna en skoðanakönnunin benti
ta.
Bjartsýni á
hægri vængnum
Sé miðað við úrslit kosning-
anna næst á undan, sem er öllu
raunhæfara, kemur í ljós að
mikil hreyfing hefur orðið á fylgi
borgaraflokkanna innbyrðis.
Móderataflokkurinn er ekki
lengur stærri en miðflokkarnir
báðir til samans. Við kosning-
arnar 1982 fékk Móderataflokk-
urinn 23,6% atkvæða og 86 þing-
sæti, en nú 21,4% og 76 þingsæti.
Þetta er fyrsta áfall flokksins í
kosningum allt frá 1970, en síðan
þá hefur hann sífellt fengið aukið
hlutfall atkvæða. En flokkurinn
tekur þetta áfall alvarlegar en
tölurnar gefa tilefni til vegna
þess að miðað er við fylgið sam-
kvæmt skoðanakönnunum fyrr á
þessu ári. í júní bentu kannan-
irnar til þess að flokkurinn nyti
stuðnings rúmlega 30% kjós-
enda. Það var mikill hugur í
móderötum að fylgja þessu fast
eftir í kosningabaráttunni og
leiða fylkingu borgaranna til
sigurs. Formaðurinn lagði sig
allan fram og mikil stemmning
ríkti á kosningafundum flokksins
— allir lögðu sitt fram til þess
að borgaraleg stjórn tæki við
stjórnartaumunum undir forystu
móderata. Kosningabarátta
flokksins var skipulögð með
þetta fyrir augum — flokksfor-
inginn, tilvonandi forsætisráð-
herra, reyndi að breiða yfir þau
mál sem borgaraflokkana
greindi á um, og beindi spjótum
sínum aldrei að þeim, heldur að
jafnaðarmönnum og stuðnings-
flokki þeirra, kommúnistum.
Stjórnlist sem brást
I upphafi kosningabaráttunn-
ar virtist þetta vera rétta leiðin,
en þegar á leið brást hún. Olof
Palme og jafnaðarmenn fengu
hagstætt tækifæri til þess að
bera sig saman við uppáhalds-
andstæðing sinn og settu allt á
móti. Miðflokkarnir reyndusl
ekki eins fylgisspakir og forystu-
menn móderata reiknuðu með.
Torbjörn Fálldin neitaði að vera
með um sameiginlega stefnuskrá
og þegar á leið gerði Bengt
Westerberg, formaður Þjóðar-
fiokksins, kjósendum skilmerki-
lega grein fyrir muninum á sín-
um flokki og móderötum og
gagnrýndi ýmislegt í stefnuskrá
þeirra.
Forystumenn Móderata-
flokksins vonsviknir
Gösta Bohman fyrrverandi
formanni flokksins hitnaði í
hamsi er líða tók á kosningavök-
una — en hann á enn sæti á þingi
eftir þessar kosningar. Honum
þótti ekki verst að Bengt Wester-
berg hefði tekið eitthvað af at-
kvæðum frá sínum flokki, heldur
það að hann hefði svikið sam-
stöðu borgaraflokkanna þegar
mest á reyndi. Að hans mati var
kosningaáróður jafnaðarmanna
gegn móderötum óheiðarlegur og
fjölmiðlar brugðust þeirri sjálf-
sögðu skyldu sinni að fietta ofan
af því sem Bohman kallaði hrein-
ar lygar. Áróðursherferð jafnað-
armanna við þessar aðstæður
hafði sín áhrif á kjósendur þegar
á leið, en í stað þess að snúa
AP/.SÍmamjnd
Bengt Westerberg, leiötogi Frjálslynda þjóöarflokksins, hafði sigurmerkiö
tvöfalt þegar hann fagnaði kosningaúrslitunum og ekki að ástæðulausu
því að fylgi flokksins tvöfaldaðist og meira en þaö. Þótti Westerberg
bera af öörum frambjóöendum í kosningabaráttunni fyrir hófsaman en
rökfastan málflutning.
bökum saman við hina borgara-
fiokkanna snerist Westerberg og
tók undir árásirnar frá jafnaðar-
mönnum. Bohman gekk jafnvel
svo langt að tala um að þarna
hefði formaður Þjóðarflokksins
rekið rýting í bak móderata þrátt
fyrir það að hann hefði marglýst
því yfir að þeir þyrftu að vinna
saman að því að fella stjórn
jafnaðarmanna.
Ulf Adelsohn vildi ekki nota
sömu orð en tók undir það að
Þjóðarflokkurinn hefði háð sína
kosningabaráttu í upphafi í
skjóli Móderataflokksins sem
einn hefði tekið á sig orrahríðina
frá Olof Palme og áróðursmask-
ínu jafnaðarmanna.
Kom, sá og sigraði
Það er ekki laust við að nokkuð
sé til í þessu. Fyrr á þessu ári
bentu skoðanakannanirnar til
þess að móderatar hefðu rúmlega
30% af fylginu, og jafnaðarmenn
væru á niðurleið, undir 40%. Það
var því sjálfsagt að móderatar
yrðu aðalanstæðingar jafnaðar-
manna. Olof Palme hefur sjaldan
lagt sig eins mikið fram og í
þessari kosningabaráttu. Hann
hamraði sífellt á því að móderat-
ar væru hættulegir velferðarrík-
inu og félagslegu öryggi þeirra
sem verst eru settir í þjóðfélag-
inu. Ýmis gáleysisleg ummæli
Ulfs Adelsohn, voru notuð til
hins ítrasta til að undirstrika að
formaður Móderataflokksins
væri ábyrgðarlaus og óhæfur til
að taka við stjórnartaumunum.
Þetta hafði sín áhrif á loka-
spretti kosningabaráttunnar og
þá kom Bengt Westerberg fram
sem ábyrgur og traustvekjandi
valkostur. Hann kom vel fyrir,
var einbeittur og öruggur í mál-
flutningi. Þegar hann tók að
gagnrýna stefnu móderata dugði
ekki hin vonumglaða kosninga-
barátta þeirra til. Fylgið hrundi
af flokknum og færðist yfir á
Bengt Westerberg og Þjóðar-
flokkinn. Þessi hreyfing fylgisins
hefur þó vart breytt nokkru um
styrkleikahlutföll höfuðfylking-
annatveggja.