Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985 Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins: Skuldasö fnunin stöðvuð Þingflokkur sjálfstæðismanna tók af skarið „Mcginárangurinn, sem fólginn er í þessari nióurstöðu, er aö mínu mati sá, að ný erlend lán 1986 takmarkast við afborganir af eldri lánum. Vextir af eldri lánum verða með öðrum orðum greiddir af tekjum. Og það verða ekki tekin erlend lán til neyzlu eða opinberrar þjónustu. Þetta er fyrsti raunhæfi árangurinn sem náðst hefur í því að takmarka erlenda skuldasöfnun." Þannig komst Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, að orði, er Morgun- blaðið innti hann eftir megin- þáttum samkomulags stjórnar- flokkanna um fjárlagagerð fyrir komandi ár. Hann sagði enn- fremur: „Sjálfstæðismenn hafa jafnan lagt áherzlu á ábyrga fjármála- stjórn, sem felst í því, að jöfnuð- ur sé á milli gjalda og tekna ríkisins og að erlendar lántökur séu takmarkaðar. Með þessu samkomulagi hefur náðst mjög veigamikill árangur í þessa veru. Auðvitað kostar þessi ákvörðun það að menn verða að víkja til hliðar eða sætta sig við að ná ekki jafn langt á öðrum sviðum fjárlagagerðarinnar, en í ljósi þeirrar aðstöðu sem við búum nú við þá skiptir mestu máli að stöðva erlendu skuldasöfnunina, svo mjög sem hún hefur veikt samkeppnisstöðu sjávarútvegs- ins. Þess vegna er ástæöa til þess að fagna þessari niðurstöðu. „Það er Ijóst,“ sagði Þorsteinn Pálsson, „að umfang ríkisút- gjalda verður því sem næst óbreytt á næsta ári frá því sem það er í ár. Auðvitað hefðum við gjarnan viljað sjá meiri árangur í því að minnka umsvif ríkisins, en við þessar aðstæður tel ég að það sé viðunandi niðurstaða að halda ríkisútgjöldunum sem óbreyttu hlutfalli af þjóðar- framleiðslu. Meginástæðurnar fyrir því að útgjöldin eru að þessu leyti óbreytt eru þrjár: • 1) að launahækkanir hafa orð- ið meiri en ráð var fyrir gert á þessu ári, en laun eru lang stærsti útgjaldaþáttur ríkis- sjóðs, • 2) útgjöld til vegamála aukast umfram hækkun verðlags, • 3) að vaxtagreiðslur eru nú orðnar miklu meiri en áður, verða svo dæmi sé tekið 500 m.kr. hærri 1986 en 1985. Vaxtaþátturinn vegur þungt I þessu dæmi. Hann sýnir að það eru síðustu forvöð að taka í taumana því að ef haldið hefði verið áfram óbreyttri söfnun er- lendra skulda hefði vaxtahlut- fallið stöðugt farið vaxandi og þar af leiðandi þrengt enn frekar að rekstri og opinberum fram- kvæmdum. Með þessum ráðstöf- unum er í stuttu máli verið aö koma í veg fyrir frekari skatta- hækkanir í framtíðinni.“ Aðspurður um niðurskurð á ríkisútgjöldum, sagði Þorsteinn: „Það hefur verið aðhald á mörgum sviðum í opinberum Þorsteinn Pálsson rekstri undanfarið, þó að vafa- laust megi gera miklu meira í því efni, þannig að það skili árangri i lækkun útgjalda. Það er hinsvegar niðurstaða af þeirri vinnu, sem unnin hefur verið, og samkomulag hefur verið gert um, að ríkisstjórnin, á þessu stigi máls, komizt ekki lengra en raun ber vitni, og að mínu mati er það viðunandi niðurstaða, eins og fyrr segir, að halda út- gjöldunum óbreyttum." Aðspurður um skattamál sagði formaður Sjálfstæðis- flokksins: „Við höfum gert ráð fyrir því að afnema tekjuskatt af almenn- um launatekjum í þremur áföng- um og annar áfanginn verður stiginn í þessu fjárlagafrum- varpi. Við hefðum að vísu kosið að hafa hann stærri en raun ber vitni. Staðreynd er hinsvegar að það var meginatriði að fjárlögin yrðu því sem næst hallalaus og skuldasöfnun yrði stöðvuð. Ég lít þess vegna svo á að fjármálaráð- herra hafi sýnt mikla ábyrgð í því að leggja fram frumvarp, sem byggt er á þessum forsend- um, þó það kosti að hann verði að leggja til aukna tekjuöflun í formi neyzluskatta.“ Þorsteinn Pálsson sagði að lokum: „Það er Ijóst að mál stóðu á þann veg í síðustu viku að veru- lega skorti á að innan ríkis- stjórnarinnar hefði verið tekin forysta um að leiða mál þar til lykta og fjármálaráðherra stóð þess vegna frammi fyrir miklum erfiðleikum. Þingflokkur sjálf- stæðismanna tók þess vegna þá ákveðnu afstöðu á fimmtudag i sl. viku að krefjast þess af rikis- stjórninni að hún kæmi sér sam- an um niðurstöðu áður en tillög- ur yrðu lagðar fyrir þingflokk- ana. Með þessu tók þingflokkur- inn mjög ákveðna forystu, sem leiddi til þess að samkomulag náðist og fjármálaráðherra fékk með því í raun og veru grundvöll til þess að hnýta þessa enda saman.“ Stúlkan sem beið bana á Öxnadalsheiði STÚLKAN sem beið bana í um- ferðarslysi á Öxnadalsheiði sl. laugardag hét Eygló Vilhjálms- dóttir frá Sílalæk í Aðaldal. Hún var 18 ára gömul, fædd 24. október 1966. Höfundi Nafns rósarinnar boð- ið til íslands DEILDARRÁÐ heimspekideildar Háskóla Islands hefur boðið ítalska táknfræðingnum og rithöfundinum Umberto Eco til landsins næsta vor. Umberto Eco varð heimsfrægur fyrir skáldsögu sína Nafn rósarinnar, sem kom út í íslenskri þýðingu Thors Vilhjálmssonar í fyrrahaust. Það er eina skáldsagan sem Eco hefur skrif- að, en eftir hann liggja fjölmargar fræðibækur um táknfræði. Hann er núverandi forseti Alheimssamtaka táknfræðinga. Það var Keld Jörgensen lektor í dönsku sem skrifaði Eco, en hann og Árni Sigurjónsson bókmennta- fræðingur verða með námskeið í táknfræði í háskólanum á vorönn, hið fyrsta sinnar tegundar hér- lendis. Þeir koma til með að nota þrjár undirstöðubækur eftir Eco, auk þess sem Nafn rósarinnar verður lesin á námskeiðinu. Mein- ingin er að Eco haldi fyrirlestur tengdan námskeiðinu, og kemur hann þá næsta vor ef hann þekkist boðið. Starfsmaður á borgarskrifstofunum tekur við bréfinu til Davíðs. Getur þú gjört svo vel að búa til girðingu? SJÖ ARA nemendur í Langholts- skóla hafa áhyggjur af umhverfi skól- ans og fjölmenntu þau að borgar- skrifstofunum og afhentu þar svo- hljóðandi bréf til Davíðs Oddssonar borgarstjóra: „Kæri borgarstjóri. Getur þú gjört svo vel að búa til girðingu fyrir okkur? Það er mold á leik- svæðinu okkar og gröfur og vöru- bílar. Þetta er bæði hættulegt og jafnvel getur orðið slys. Síðan koma líka krakkarnir skítugir inn í skólann. Við viljum helst halda skólanum hreinum. Viltu gjöra svo vel að flytja leiktækin inn á skóla- lóðina? Vertu sæll kæri borgar- stjóri.“ Undirskriftin var: 7 ára nemendur í Langholtsskóla. Jarðraskið á skólalóðinni og slysahættan þvf samfara kemur Jenný litli þannig fyrir sjónir. Albert Guðmundsson fjármálaráðherra: „Erum aö glíma við uppsafnaðan vanda síðustu fímmtán ára“ Segir frumvarpið mikið aðhaldsfrumvarp, enda sé gert ráð fyrir stöðvun á erlendri skuldasöfnun „Stjórnarflokkarnir undir for- ystu formanna þeirra komu sér saman um ákveðinn ramma, sem ég samþykkti að miða við, við gerð fjárlaganna," sagði Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra í sam- tali við Morgunblaðið í gær um fjárlagafrumvarpsgerð. „Sú stefna sem mótuð er með þeim ramma, eru mjög miklar takmarkanir á er- lendum lántökum, sem takmark- ast af afborgunum á erlendum lán- um eingöngu, sem þýðir auðvitað stöðvun á erlendri skuldasöfnun," sagði fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra sagði að auk þess hefði rammasamkomu- lag stjórnarflokkanna kveðið á um að útgjöld, sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, skyldu ekki verða hærri, en fyrir árið í ár, eða 28,2% af þjóðarframleiðslu. Við þetta yrði staðið. Auk þess væri beggja takmark að stefna að greiðsluhallalausum, eða a.m.k. greiðsluhallalitlum fjár- lögum. „Því við erum jú að glíma við uppsafnaðan vanda, líklega síðustu 15 ára,“ sagði Albert, „og einhvern tíma verður að koma til kjarkur til þess að takast á við vandann." Albert sagði að fjárlagaramm- Albert Guðmundsson inn væri að vísu mjög þröngur, en flokkarnir hefðu engu að síð- ur orðið sammála um að taka á sig það erfiði sem slíkum fjár- lögum fylgdi, þó að svo kynni að fara að það yrði á kostnað vin- sælda og á kostnað einstaka mála sem einstakir þingmenn bæru fyrir brjósti. „Þetta er mikið aðhaldsfrum- varp, en þó að í því felist ein- hverjar umdeildar ráðstafanir, þá verður aldrei um það deilt að einhvern tíma hlýtur að koma að skuldadögum, ef menn skulda. Ég sem fjármálaráðherra vil horfast í augu við þá staðreynd, og gera mitt til þess að hefja aðhaldsaðgerðir, í stað þess að ýta vandanum á undan mér og láta einhvern eftirmann minn um það að glíma við þeim mun stærri vanda," sagði Albert. Fjármálaráðherra sagði að lokum: „Auðvitað hefði ég kosið að umræðan um fjárlögin al- mennt hæfist fyrst á Alþingi, þegar fullmótuð fjárlög eru komin þar fram, en íslendingar eru bráðlátir og umræðan um fjárlögin er hafin, án þess að menn þekki til allra staðreynda í fjárlagagerðinni. Ég legg hins vegar áherslu á, að menn geri sér grein fyrir þvf að við erum að glíma við vanda, sem verður ekki leystur, nema með sameiginlegu átaki fólksins í landinu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.