Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985 59 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Flokkur mannsins og Sam- hyggð eru ekki það sama Félagi í Flokki mannsins skrifar: Mig langar að svara grein konu úr Garðabænum sem birtist í Velvakanda föstudaginn 13. sept- ember síðastliðinn. Flokkur mannsins var stofnaður í 50 löndum 25.6.1984. Undirskrift- um með atvinnu gegn atvinnuleysi var safnað 1.5. til 1.6. sama ár af Samhygð en ekki Flokki mannsins, sem er tvennt ólíkt. Dæmi: Sam- hygð var stofnað árið 1969 og er einstaklingsbundin, það er að segja að samtökin reyna að hjálpa fólki að öðlast trú á sjálft sig og svo framvegis. Flokkur mannsins vinnur hins vegar fyrir þjóðfélagið í heild og var stofnaður út frá Samhygð. Flokkur mannsins er að sjálf- sögðu pólitískur eins og ■ hinir flokkarnir en ætlar að starfa öðru- vísi. Samhygð er hins vegar allt annað fyrirbæri. Meðalaldur flokksfélaga er 25 til 35 ára, krakkaskríll er líka fólk, ekki satt, fólk sem ekki vill svínarí. Flokkur mannsins hefur bjargað fjölda fólks frá því að fremja sjálfsvíg, fólki sem er mjög ugg- andi í dag, einmitt á íslandi sem og annars staðar í heiminum. I Flokki mannsins eru fimm þúsund félagar á íslandi í dag, sem er mjög gott miðað við aldur flokksins. Það er rétt hjá konunni úr Garðabænum að flokkurinn er alþjóðlegur því hann er starfandi í 50 til 60 öðrum löndum og von- andi á hann eftir að breiðast til jafnmargra landa til viðbótar í framtíðinni. Að lokum langar mig til að svara H.K. sem skrifar í Velvakanda þriðjudaginn 10. september síðast- liðinn. Þar stóð stórum og skýrum stöfum: Varað við Flokki manns- ins. Við hverju er verið að vara? Auðvitað er verið að vara við hornsteinunum fimm. Þ.e.a.s. að verið er að vara við samvinnu, and-ofbeldi, manngildi ofar auð- gildi, frjálsu vali og að komið verði í veg fyrir einokun. Okkur í Flokki mannsins finnst mjög gott að heyra í ykkur lands- mönnum og ég vil þakka þessum tveimur hugrökku pennavinum fyrir skrifin á þessum tveimur greinum í stærsta blaði okkar ís- lendinga í dag, Morgunblaðinu, og vona að þeir láti í sér heyra í framtíðinni um þetta mikilvæga mál okkar í dag. Baráttukveðjur til ykkar allra í von um áfram- haldandi samstarf, því þetta höfð- ar einnig til þeirra sem enn eru að velta fyrir sér hvort þeir ætla að vera með eða ekki. Svo langar mig að bæta inn í dálitlu að lokum. Ef einhverjir af ráðamönnum þjóðarinnar lesa þessa grein þá langar mig að beina þessum til- mælum til þeira að leyfa okkur í Nanna Rósa Magnúsdóttir, Vest- mannaeyjum, skrifar: Vikuna 11. til 18. ágúst fórum við 23 konur víðsvegar að af landinu í kvennaferð til Parísar, á Er til efni sem leysir ryð úr fatnaði? Inga skrifar: Heill og sæll Velvakandi góður! Þú sem leysir svo margan vandann, viltu ekki vera svo góður að finna pláss fyrir það litla vandamál sem ég hef á minni könnu. Svo er mál með vexti að mig vantar efni til að leysa ryð úr fötum. Þetta efni sem um ræðir heitir: „Magica, Rust Spot Remover". Ég er búin að fara búð úr búð í leit að þessu efni en allstaðar fengið sama svarið: „Því miður, þetta efni eigum við ekki til.“ Ef einhver gæti gefið mér upplýsingar um hvar þetta efni er að fá þá væri það vel þegið að fá vitneskju um það í þessum lesendadálki, því allir lesa þá sér til gagns og gamans. Flokki mannsins að taka þátt í flokkspólitíkinni, þ.e.a.s. að koma fram í umræðuþáttum og öðru þvíumlíku. Við þurfum ekki nema um fimmtán mínútur til að koma okkar stefnumiðum á framfæri og svo megið þið eiga það sem eftir er af þessum þáttum. Þetta er gert til þess að fólk geti fylgst betur með okkur en það á kost á í dag. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. vegum Samvinnuferða — Land- sýnar. Er lent var á Orly-flugvelli tóku á móti okkur fararstjórarnir, þær Helga Thorberg og Guðrún Al- freðsdóttir. Og nú hófst ævintýrið, ævintýri sem seint mun gleymast. Gaman var að kynnast ferðafélög- unum, svo kátum og áhugasömum, hverri með sín mismunandi áhuga- mál. Helga og Guðrún voru einstak- lega sniðugar að koma okkur aí stað til að uppgötva þessa spenn- andi og stórkostlegu borg, París. Af nógu var að taka, en tfminn naumur. Sumar skoðuðu söfn, aðrar búðir, skemmtistaði, frægar byggingar, þetta margbreytilega iðandi götu- og mannlíf, o.fl. o.fl. Vikan var alltof fljót að líða, en er heim var komið, höfðum við eignast perlu í reynslu- og minn- ingasafnið. ógleymanleg ferð, yndisleg borg og frábærir farar- stjórar, þær Guðrún og Helga. Væri illa farið ef ekki verður haldið áfram með þessar kvenna- ferðir. Skora ég á Samvinnuferðir — Landsýn að svíkja ekki okkur konur um svo frábært tækifæri til að eignast viku í París. Víst er, að margar okkar munu fara aftur til Parísar eftir þessi yndislegu kynni af borginni. Sendi ég kátar kveðjur til ferða- félaganna og þakkir til fararstjór- anna Helgu og Guðrúnar fyrir snjalla og skemmtilega farar- stjórn og góða viðkynningu. Ævintýraleg kvenna- ferð til Parísar Kálgarðsbörnin hafa sjálfsagt veriö vinsælt gjafaefni. Þau vilja hins vegar eins og önnur börn eiga löglega „foreldra" og vilja því aö ættleiöingin gangi fyrir sig hiö fyrsta. Ekkert frést af umsókninni um ættleiðingu Kálgarðsbarnsins Guðrún hringdi og hafði eftirfar- andi aðsegja: Svo er mál með vexti að dóttir mín fékk svonefnt „kálgarðsbarn" í jólagjöf á síðasta ári og með því átti að fylgja umsókn fyrir ættleið- ingu svo börnin hefðu það nú svart á hvítu að þau ættu nú kálgarðs- barnið. Umsóknareyðublaðið fylgdi svo það var ekki um annað að ræða en að fylla það út og senda á: Kálgarðsbörn, pósthólf 4043,124 Reykjavík. Þetta var gert og síðan leið og beið, en ekkert bólaði á svari við umsókninni og dóttir mín var orðin svolítið óþolinmóð að fá ekki svar. Svo var það u.þ.b. mán- uði síðar að ég hringdi í verslunina þar sem brúðan var keypt og fékk þar uppgefið að það væri fyrirtæk- ið Tölvuspil hf. sem hefði með þetta að gera og þangað hringdi ég. Þar var þau svör að fá að ein- hverju hefði seinkað að utan og við því fátt að gera en nú hefðu sem sagt öll gögn borist til lands- ins óg nú væri verið að vinna að því að fylla umsóknareyðublöðin út, þetta væri bara talsverð vinna. Síðan hefur bara ekkert frést af þessum umsóknum og það komið fram í september. Eg hef hringt hvað eftir annað í þetta símanúmer sem ég fékk þessar upplýsingar í á sínum tíma en það svarar enginn. Dóttir mín er að vonum orðin langeyg eftir því að úr rætist með umsóknina og því langar mig að spyrja að því hvort þetta hafi bara verið gabb eða hvort þetta fyrir- tæki ætli raunverulega að standa í skilum með það sem það lofaði í upphafi. Það var sagt að dúkkurn- ar ættu að fá kveðju á eins árs afmælinu sínu en það eru litlar horfur á því fyrst ekki hafa ætt- leiðingaskjölin borist ennþá. Þetta eru því ekkert nema svik af hálfu fyrirtækisins og langar mig til að heyra viðbrögð annarra um þetta mál. Viltu losna við bakverkinn og eymslin í hálsinum? Þá skaltu reyna heilsudýnu og -kodda frá Bay Jacobsen, viðurkennda frainleiðslu sem skilar ótrúlegum árangri. Dýnan sér um að dreifa þunga líkamans í svefninum, þannig að blóðstreymi haldist jafnt um allan skrokkinn, hún heldur góðum hita á bakinu og hefur notaleg nuddáhrif á vöðvana. Ummál: 70/80/90x190 cm. Þykkt: Aðeins 3 cm og því leggst hún ofan á dýnu sem fyrir er. Þyngd: 1,9 kg. Verð: 3.600.- kr. r Koddinn tryggir höfðinu og hálsinum rétta hvíldarstöðu og réttur þéttleiki ásamt góðum hita gerir það að verkum að þú vaknar með slaka háls- og axlarvöðva eftir góðan nætursvefn. Ummál: 45x55 cm. Þykkt: 9-11 cm. Verð: 1.390,- kr. O Vinsamlegast sendið mér: □ stk. heilsudýnu, breidd .. cm x 190, á kr. 3.600 □ stk. kodda á kr. 1.390.- Nafn: Símanr. Heimili: Póstnr.: Sveitarfél. Klippið seðilinn út og sendið með pósti til: Bústod Pósthólf 192. 230 Keflavík V_________________________________________________________J Hvernig væri að slá til strax í dag og senda okkur útfylltan pöntunarseðilinn og við sendum þér vöruna um hœl ípóstkröfu. 14 daga skilafrestur. DREIFING A ISLANDI BUSTOÐ Sími: 923377 230 Keflavík Bladburðarfólk óskast! Kópavogur Austurbær Skjólbraut Laugavegur 34—80 Fálkagata Hverfisgata 63—120 1—51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.