Morgunblaðið - 19.09.1985, Page 64

Morgunblaðið - 19.09.1985, Page 64
OSKJUHLID KEILUSALURINN OPINN 1000-00.30 TIL DAGLEGRA NOTA FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Flugvélin TF-ETE stórskemmd utan brautar eftir óhappið í gærkvöldi. Morgunblaðiö/RAX Keflavíkurflugvöllur: Flugvél skall niður utan flug- brautar — Flugmaöur og farþeg- ar sluppu ómeiddir — Flugvélin talin ónýt LÍTIL einkaflugvél med fjórum mönnum skall niður fyrir utan flugbraut eftir flugtak á Keflavíkur- flugvelli í gærkvöldi. Engan sakaði, en vélin er mikið skemmd og jafnvel talin ónýt. Flugvélin var komin á loft í flugtaki um klukkan 20 í gær- kvöldi, þegar hún af einhverjum ástæðum hrapaði niður fyrir utan flugbrautina. Starfsmenn Loft- ferðaeftirlitsins fara á slysstað í dag til að rannsaka málið. Flug- vélin, sem er eins hreyfils vél af Cessna-gerð, ber einkennisstafina TF-ETE og er í eigu flugklúbbs á Keflavíkurflugvelli. Flugvélin er mikið skemmd og óvíst talið að henni verði flogið oftar. Gott veð- ur var þegar atburðurinn átti sér stað. Breytt vörugjald gefi 750 milljónir — Gert er ráð fyrir 350 milljóna króna hækkun þungaskatts — Afnám ýmissa söluskattsundanþága talið gefa um 400 milljónir llækkun vísitölu byggingarkostnaðar: Samsvar- ar 25,6 % árshækkun VÍSITALA byggingarkostnaðar reiknuð eftir verðlagi í september er 220 stig, en hún gildir í október— desember. Vísitalan hefur hækkað um 5,86% frá júní sem jafngildir 25,6% árshækkun. Frá september 1984 til jafn- lengdar á þessu ári hefur vísitalan hækkað um 36,2%. Áætluð vísi- tala byggingarkostnaðar miðað við ágústverðlag sl. var 226,05 og hefur hún því hækkað um 1,27 stig á milli mánaða. Af þessari hækk- un stafa 0,3% af hækkun gatna- gerðargjalda, 0,2% af hækkun á verði innihurða og 0,8% af hækk- un á verði ýmiss byggingarefnis, bæði innlends og innflutts. VERÐ á kindakjöti og öðrum sauð- fjárafurðum og nautgripakjöti hækk- ar í dag. Kindakjötið hækkar um það bil um 15% slátur og innmatur um 6,8% og nautgripakjöt um 8%. Ástæður hækkunarinnar eru annars vegar hækkun verðlagsgrundvallar landbúnaðarvara um síðustu mán- aðamót og hækkun ýmissa kostn- aðarliða í heildsöluverði, m.a. slátur- og heildsölukostnaðar, sem að stærstum hhita koma inn I verðið einu sinni á árí og hinsvegar hhit- fallsleg lækkun niðurgreiðslna. ABERDEEN frá Skotlandi sigr aði Akurnesinga í fyrri leik lið- anna í Evrópukeppni meistara- liða á Laugardalsvelli í gær. Skotarnir skoruðu þrjú mörk gegn einu marki Akurnesinga. Akurnesingar náðu forystu í leiknum í fyrri hálfleik með marki Júlíusar Ingólfssonar úr vítaspyrnu en í þeim síðari skor- uðu meistararnir frá Aberdeen þrjú mörk. I*essa skemmtilegu mynd tók Júlíus Ijósmyndari Morgunblaðs- ins skömmu eftir að keppnis- knötturinn rifnaði. I>að er Karl l'órðarson, leikmaður Akurnes- inga, sem heldur á knettinum. Sjá um Evrópuleikinn á bls. 60, 61 og 63. RÁÐGERT er að hækkun þunga- skatts gefi um 350 milljónir króna af sér í ríkissjóð, samkvæmt drögum fjármálaráðherra að fjárlagafrum- varpi, en jafnframt er áformað að lækka bifreiðatolla. I>etta er einn lið- urinn í aukinni óbeinni skattheimtu, til þess að afla þeirra 1700 milljóna króna, sem gert er ráð fyrir til þess að ná greiðsluhallalausum fjárlögum fyrir árið 1986, samkvæmt áreiðan- legum heimildum Morgunblaðsins. Jafnframt er gert ráð fyrir að breytingar á tollalögum, einkum nýjar reglur um vörugjald, afli rík- issjóði 750 milljónum króna til við- bótar því sem ella hefði orðið. Af- nám á söluskattsundanþágum er talið munu gefa ríkissjóði um 400 milljónir í auknar tekjur og er þar einkum litið til ýmiskonar útseldr- ar þjónustu, sem í dag er ekki sölu- skattsskyld. Má þar nefna sölu lögfræðinga og verkfræðinga á þjónustu sinni, sölu bókhalds- og endurskoðunarfyrirtækja á þjón- ustu sinni og sölu á þjónustu gagnavinnslufyrirtækja. „Þetta er mikið aðhaldsfrum- varp, en þó að í því felist einhverj- ar umdeildar ráðstafanir verður Spánarkonung- ur lýsir áhuga á íslandsferð JÓHANN Karl II Spánarkon- ungur sagði í viðtali við Önnu Bjarnadóttur, blaðamann Morgunblaðsins, sem fylgzt hefur með opinberri heimsókn forseta íslands til Spánar, að hann og kona hans, Soffía drottning, hefðu verulegan áhuga á að heimsækja ísland, en sagði, að þau hjónin gætu eiginlega ekki ferðast til landa í einkaerindum áður .en þau hefðu komið þangað í formlegu boði. Forseti Islands og utan- ríkisráðherra sögðu í samtali við Morgunblaðið, að kon- ungshjónunum hefði verið boð- ið til íslands og þau væru vel- komin þangað hvenær sem þau hefðu tíma til. Sjá nánar um heimsókn forseta íslands til Spánar á bls. 37. aldrei um það deilt, að einhvern tíma hlýtur að koma að skuldadög- um, ef menn skulda," sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. „Meginárangurinn, sem fólginn er í þessari niðurstöðu, er að mínu mati sá, að ný erlend lán 1986 takmarkast við afborganir af eldri lánurn," sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins í samtali við Morgunblaðið I gær. Þorsteinn sagði jafnframt: „Þetta er fyrsti raunhæfi árangurinn sem náðst hefur í að takmarka erlenda skuldasöfrtun." Sjá nánar viðtöl við Albert Guð- mundsson, fjármálaráðherra, og Imrstein Pálsson, formann Sjálf- stæðisflokksins, á bls. 4. Slátur- og heild- sölukostnaður: Nemur 820 krónum á meðallamb Við ákvörðun kindakjötverðs að þessu sinni var slátur- og heild- sölukostnaður ákveðinn 56 krónur á hvert kíló kjöts. Síðasta haust var sami kostnaður 36,09 kr. og hefur því hækkað um 55% á milli ára. SÍÐASTA haust var meðalfall- þungi dilka á landinu 14,65 kg og nemur því sá slátur- og heildsölu- kostnaður sem fellur á lamb af þeirri þyngd nú 820 krónum. Kindakiötíð hækk- ar um 15 % í dag Verðlagsráð ákvað óbreytta smásöluálagningu. Ákvörðum heildsöluverðsins í fimmmanna- nefnd var samþykkt samhljóða. Fulltrúar framleiðenda og verð- lagsstjóri greiddu atkvæði með ákvörðuninni, annar fulltrúi neyt- enda sat hjá, en hinn var veikur. Georg Ólafsson verðlagsstjóri sagði að við verðlagninguna hefðu kostnaðarliðir verið framreiknað- ir með tilliti til verðlagsbreytinga en auk þess hefði verið sýnt fram á að slátur- og heildsölukostnaður hefði verið vanmetinn og slátur- húsin rekin með halla og hefði að nokkru verið tekið tillit til þess og þessi kostnaðarliður því verið hækkaður umfram verðlagsbreyt- ingar. Nefndarmenn hefðu sam- þykkt þessa verðlagningu nú en jafnfrámt hefði verið ákveðið að gera ítarlega athugun á þessum málum til að byggja verðlags- ákvarðanir á í framtíðinni því ekki hefði unnist til þess tlmi að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.