Morgunblaðið - 26.09.1985, Page 2

Morgunblaðið - 26.09.1985, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1985 Endumýjun fiskiskipaflotans: Innflutningur fiski- skipa verði leyfður — segir í tillögum Fiskveiðasjóðs STJÓRN Fiskveidasjóðs hefur nú lagt til við stjórnvöld, að við end- urnýjun fiskiskipaflotans verði inn- flutningur skipa leyfður með ákveðn- um skilyrðum. Innflutningur fiski- skipa hefur ekki verið leyfður síðast- liðin þrjú ár. Fiskveiðasjóður hefur ekki lán- Grundvöllur sfldarsöltun- ar erfiöur nú GRUNDVÖLLUR fyrir söltun sfldar hér er nú mun verri en á undanförnum ánim vegna innlendrar verðbólgu og gengisþróunar að undanfórnu auk 13% verðlækkunar í dollurum talið í sölusamningum við Sovétmenn. Gengi dollara er nú nánast óbreytt frá því útflutningur saltsfldar hófst í lok nóv- ember ■ fyrra, en verðbólga á sama tíma er um 30%samkv»mt upplýsing- um sfldarútvegsnefndar. Síldveiðar mega hefjast í lok þessa mánaðar, en samkomulag um verð hefur enn ekki náðst. Leyfileg- ur síldarafli á vertíðinni er 50.000 lestir og munu um 140 skip stunda veiðarnar. Að meðaltali koma því tæpar 360 lestir í hlut hvers skips. I frétt frá síldarútvegsnefnd segir að undanfarna mánuði hafi staðið yfir samningaumleitanir um fyrir- framsðlu á saltaðri Suðurlandssíld til hinna ýmsu markaðslanda. Gengið hafi verið frá samningum um fyrirframsölu á samtals 245.000 tunnum, 200.000 til Sovétríkjanna og 45.000 til Svíþjóðar og Finnlands. Söluverðið til Finnlands og Svíþjóð- ar sé óbreytt frá fyrra ári en verðið til Sovétríkjanna um 13% lægra en í fyrra. Þrátt fyrir þessa verðlækk- un til Sovétríkjanna sé söluverð þangað tæplega 40% hærra en verð það, sem keppinautar íslendinga hafi ýmist samið um við Sovétmenn eða boðið þeim og sé þá miðað við samsvarandi stærðar- og gæða- flokka. Þessu til staðfestingar hafi Sovétmenn lagt fram í viðræðum undirritaðan sölusamning, sem þeir höfðu þá nýlega gert við Kanada- menn, svo og skrifleg tilboð, sem þeim höfðu skömmu áður borizt frá Noregi, Hollandi og fleiri fram- leiðslulöndum saltaðrar síldar. Vaxandi offramboð sé á síld á öllum mörkuðum og hafi því verulegur hluti síldarafla keppinauta okkar farið til bræðslu. að til nýbygginga skipa undan- farin ár, en i tillögum stjórnar sjóðsins er gert ráð fyrir ákveðnu lánshlutfalli sjóðsins. í drögum sjávarútvegsráðherra að frum- varpi um stjórnun fiskveiða er ekki gert ráð fyrir því að ný skip fái aflakvóta nema önnur skip á móti hverfi úr rekstrinum. í fréttum Morgunblaðsins hefur komið fram að hægt sé að fá keypt fiskiskip erlendis, ný og notuð, fyrir mun minna fé en hægt hefur verið að byggja þau fyrir hér heima og notuð skip eru metin á hérlendis. Fiskveiðasjóður hefur nýlega keypt tvo togara á uppboði að eigin kröfu. Fyrra skipið, Sölva Bjarnason BA, keypti sjóðurinn á 146 milljónir króna en kröfur sjóðsins í skipið námu 172 milljón- um króna. Síðara skipið, Sigurfara II SH keypti sjóðurinn á 187 millj- ónir en kröfur hans i skipið námu um 290 milljónum króna. Bæði skipin munu verða yfírfarin og endurnýjuð eins og þurfa þykir áður en þau verða boðin til sölu. Við það mun leggjast meiri kostn- aður á þau en fyrir er. Kaupverð beggja skipanna er, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, tals- vert hærra en söluverð sambæri- legra skipa á erlendum markaði. { fréttum Morgunblaðsins hefur ennfremur komið fram, að tveir aðilar að minnsta kosti hafa sótt um leyfi til kaupa á skipi að utan. Annar aðilinn hefur selt skip úr landi fyrir nokkru, en skip hins aðilans brann. Hvorugur hefur fengið leyfi til kaupanna. Bifreiðin eftir áreksturinn við veghefilinn. Morgunblaíið/Xrni Arnaaon Lá við stórslysi er veghefill ók á bifreið Akranesi, 20. september. VIÐ BORÐ lá að illa færi á dögun- um þegar veghefill ók á fólksbif- reið á Reynigrund þar sem nú er verið að vinna við gatnafram- kvæmdir. Bíllinn gereyðilagðist eins og sjá má á myndinni en kona sem var ökumaður slapp að mestu við meiðsli. Fólksbifreiðinni var ekið að húsi við Reynigrund þar sem farþegi fór úr bifreiðinni. í sama mund ók veghefillinn afturábak beint framan á fólksbifreiðina og ýtti henni á undan sér eina 30 metra áður en bifreiðin sner- ist og ók þá hefillinn upp á vélar- hlífina. Þykir með ólíkindum að konan skuli ekki hafa slasast alvarlega. - JG Stóraukin skuldabréfa- kaup lífeyr- issjóðanna AÐ undaníornu hefur gætt minnkandi eftirspurnar eftir líf- eyrissjóðslánum og virðist vera beint samhengi á milli samdrátt- ar í íbúðabyggingum og lífeyris- sjóðslána. Þetta kemur fram í september- hefti fréttabréfs Sambands al- mennra lífeyrissjóða. Þar kemur einnig fram að á þessu ári hafa kaup lífeyrissjóðanna á skulda- bréfum af Byggingarsjóði ríkis- ins og Byggingarsjóði verka- manna stóraukist miðað við fyrri ár. Á tímabilinu janúar til ágúst 1985 nema kaupin 633 milljónum króna, en þau námu 269 milljón- um króna í fyrra og 212 milljón- um árið 1983. Ef miðað er við lánskjaravísitölu ágústmánaðar sl. nema kaupin í ár 680 milljón- um króna, en 375 milljónum í fyrra. Aukningin nemur því 81,3% frá því í fyrra. Sjóðirnir eiga enn eftir að kaupa skuldabréf fyrir 412 millj- ónir króna til þess að ná því sem gert er ráð fyrir í lánsfjáráætl- uninni, en þar er gert ráð fyrir að lifeyrissjóðirnir kaupi skulda- bréf af íbúðarlánasjóðum fyrir 1.045 milljónir króna. Ennfremur kemur fram í fréttabréfinu að nú þyki ljóst að verulega þurfi að hækka iðgjöld í framtíðinni ef halda á þeim lífeyrisréttindum sem þegar hafa verið ákveðin. I Iðnaðarmenn í Áburðar- verksmiðjunni sömdu IÐNAÐARMENN í Áburðarverk- smiöjunni I Gufunesi sömdu viö vinnuveitendur í gænnorgun með naumu meirihlutasamþykki um 15% hækkun launa eins og þau voru í maímánuði, sem talið er samsvara um 5% hækkun umfram samningsbundn- ar hækkanir á almennum vinnumark- aði. Þessi samningur er byggður á sáttatillögu ríkissáttasemjara, Guð- laugs Þorvaldssonar, sem hann lagði fram þann 11. september sl. en iðnað- armenn höfnuðu samhljóða þá. Guð- laugur lagði sáttatillöguna fram á ný og mæltist til þess að menn slíðruðu sverðin um sinn, svo ekki þyrfti að koma til uppsagna í verksmiðjunni. Raf- og járniðnaðarmennirnir 16 og 4 trésmiðir sem voru í samúðarverkfalli ganga því til vinnu í dag eftir tæplega „Svarti listinn" þarfnast nákvæmrar athugunar — segir Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri um niðurstöður fundar útvarpsstjóra á Norðurlöndum varðandi Suður-Afríku „ÞAÐ SEM fjallað var um á þessum fundi útvarpsstjóra á Norðurlöndum varðandi málefni Suður-Afríku var staða útvarpsstöðvanna með tilliti til ályktana Sameinuðu þjóðanna, þess efnis að hafnað skuli samskiptum við Suður-Afríku í menningarmál- um,“ sagði Markús Örn Antonsson útvarpsstjórí er blaðamaður Morg- unblaðsins spurði hann fregna af fundi útvarpsstjóra á Norðurlönd- um, sem haldinn var í Stokkhólmi í síðustu viku. Markús Örn sagði að einkum hefði verið fjallað um hvernig bregðast skuli við dagskrárþátttöku þeirra listamanna sem taldir eru styðja aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku- stjórnar. Einkanlega þeirra sem koma fram í sjónvarpsdagskrám. „Það var álit útvarpsstjóranna, að skrá sú yfir listamenn sem nefnd hefur verið „svarti listinn* sé óljós og þarfnist nákvæmrar athugunar og sé þess vegna ekki óyggjandi heimild í þessum efn- um,“ sagði útvarpsstjóri. Markús Örn sagði að sænska ríkisútvarpið hefði nú hafíð at- huganir á þessum lista og myndi láta aðrar útvarpsstöðvar vita um niðurstöður þeirra athugana. 1 höfuðatriðum hefði það verið álit útvarpsstjóranna að ef talið yrði að þátttaka tiltekinna lista- manna í sjónvarpsþáttum stríddi gegn þeim markmiðum sem Norð- urlöndin stefndu að með aðild sinni að ályktunum hjá Samein- uðu þjóðunum varðandi Suður- Afríku, þá bæri að útiloka fíutning dagskrárefnis þar sem þeir lista- menn kæmu við sögu með áber- andi hætti. Markús Örn var spurður hvort þessi háttur yrði þá viðhaföur hjá íslenska sjónvarpinu héðan í frá. „Útvarpsráð fjallaði á sínum tíma um þessi mál og „svarta listann* vegna sjónvarpsþáttar Cliff Rich- ard. Menn höfðu að vísu ekki þennan lista undir höndum en höfðu haft spurnir af honum. Þá var fjallað um það hvaða kvaðir væru á Rikisútvarpinu vegna að- ildar rlkisstjórnar Islands að ályktunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. í framhaldi af þeim umræðum ritaði ég utanríkisráðu- neytinu bréf þar sem ég fór fram á álitsgerð ráðuneytisins varðandi þetta atriði. Ég geri ráð fyrir að þegar sú álitsgerð liggi fyrir verði málið á nýjan leik tekið upp í út- varpsráði,” sagði Markús örn Antonsson útvarpsstjóri að lok- um. sjö vikna verkfall. „Þetta var samþykkt með sem- ingi, fyrst og fremst vegna starfs- félaga í verksmiðjunni sem hótað var uppsögn,“ sagði Magnús Geirs- son, formaður Rafiðnaðarsam- bands Islands, en rafvirkjar sam- þykktu tillöguna með 4 atkvæðum gegn 3. Magnús sagði að þeir væru mjög ósáttir við að ná ekki fram starfsaldurshækkunum, sambæri- legum við þær sem vélstjórar í Áburðarverksmiðjunni og stéttar- bræður þeirra á öðrum vinnustöð- um hefðu fengið. „En við sættum okkur við þetta nú, enda er þetta aðeins lognið á undan storminum. Samningar eru lausir um áramótin og þá munum við taka þessi mál upp aftur,“ sagði Magnús. I sama streng tók Guðjón Jóns- son, formaður Félags járniðnaðar- manna. Hann sagði að þetta hefði aðeins verið málamiðlunartillaga sem samþykkt var sem neyðarúr- ræði. Hákon Björnsson, forstjóri Áburðarverksmiðjunnar, sagðist binda vonir við að hægt yrði að framleiða nægan áburð fyrir næsta vor: „Við munum setja allan okkar kraft í að koma verksmiðjunni í fullan gang aftur og reiknum með að hægt verði að ljúka þeim við- gerðum sem þarf á 3-4 vikum." Hákon sagði að fyrst og fremst þyrfti að gera við sýruverksmiðj- una og væri það timafrekasta verk- efnið. Fyrir nokkrum dögum fór þjappa sem notuð er við framleiðslu köfnunarefnis, en að sögn Hákonar tekur aðeins 1-2 daga að gera við hana. Hákon sagði að til stæði að fram- leiða um 6 þúsund tonn af áburði á mánuði, og dygði það til að byggja upp 65 þúsund tonna birgðir fyrir vorið. í fyrra seldi Áburðarverk- smiðjan 62 þúsund tonn af áburði til bænda, 10% minna en árið þar á undan. Landsvirkjun tekur 2,4 milljarða lán í NÆSTTA mánuði verður undirritað- ur í London lánssamningur Lands- virkjunar, að upphæð 60 milljónir dollara, sem jafngildir rúmum 2,4 milljörðum íslenskra króna. Að sögn Halldórs Jónatanssonar, forstjóra Landsvirkjunar, er lán þetta tekið til þess að fjármagna framkvæmdir Landsvirkjunar á yfirstandandi ári og til þess að greiða upp eldri og óhagstæðari lán fyrirtækisins. Um 21 milljón dollara fer í framkvæmd- ir, en 39 milljónir dollara í að greiða upp eldri og óhagstæðari lán. „Lántaka þessi er í framhaldi af lánsfjárútboði sem Landsvirkj- un stóð fyrir nú nýverið. Alls bár- ust 15 tilboð frá ýmsum erlendum bönkum og lánastofnunum, sem flest reyndust mjög hagstæð, en tilboð Manufacturers Hannover Ltd. í London reyndist hagstæð- ast,“ sagði Halldór er hann var spurður um aðdraganda þessarar lántöku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.