Morgunblaðið - 26.09.1985, Page 14

Morgunblaðið - 26.09.1985, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1985 Hjá Ástu - meÖ Astu og um Astu _________Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Kjallaraleikhúsið, Vesturgötu 3, sýnir: Reykjavíkursögur Ástu Leikgerð og leikstjórn: Helga Bachmann Leikmynd og búningar: Steinunn l*órarinsdóuir Tónlist: Guðni Franzson Lýsing: Sveinn Benediktsson Ásta Sigurðardóttir varð eins konar goðsögn strax í lifanda lífi og þótt hún væri ekki afkasta- mikil á venjulegan rithöfunda- mælikvarða þótti tíðindum sæta ef hún lét frá sér heyra. Sögur hennar bera í sér átakanlegan tón marineskjunnar sem er utan- garðs, ekki endilega vegna ytri aðstæðna heldur ekki síður vegna eiginleika sjálfrar sín og yfirþyrmandi sektarkenndar. Það er víti ekki betra hinu. Á einum stað segir hún til dæmis eftir að góðborgarinn hefur nauðgað henni: Alls staðar varð ég til ills. Þarna kom ég eins og djöfullinn holdi klæddur til þessa manns, sem leit út eins og postuli og var ábyggilega grandvar hversdagslega." Þó svo að Ásta Sigurðardóttir geri sér grein fyrir mannlegum breyskleika og birti hann í átak- anlegum myndum í sögum sín- um, er ég á því, meðal annars vegna þess sem að ofan er vitnað til, að sögur hennar séu ekki af svörtu og hvítu fólki, eins og mér fannst þegar ég las þær fyrst fyrir hartnær 25 árum. Það er kannski umfram allt leiksýning- in sem kemur fleiri hliðum þess- ara persóna til skila og er ástæða til að lofa. Það er áreiðanlegt, að Helga Bachmann er rétta manneskjan til að fara höndum um sögur Ástu, enda ágætisgreinarkorn í sýningarskrá sem sýnir þegar áður en leiksýning hefst hversu skýran skilning hún hefur á efni sagnanna og þó umfram allt höf- undi þeirra. Enda er það alger forsenda fyrir að snyrtilega sé með efnið farið. Tvær sagnanna sérstaklega eru ansi mikið mónólóg; í Hvaða vagni og Frá sunnudagskvöldi til mánudagsmorguns og þar bygg- ist allt á mímík leikara og hvort þeir ná að halda áhorfendum. Einhvern veginn fannst mér að hefði mátt nýta betur látbragðs- Frá æfingu á Reykjavíkursögum Astu. leikinn í þessum sögum, og voru ágætir sprettir í báðum — þar á ég við hlaupin með barnavagn- ana og þátt Helga Skúlasonar í síðarnefndu sögunni. Guðrún Gísladóttir og Guðlaug María Bjarnadóttir eru sérstaklega ólíkar leikkonur og var því for- vitnilegt að fylgjast með þeim í ofangreindum þáttum. Guðlaug María átti öldungis frábæran flutning á konunni sem leitar í barnavögnunum, angistin skilaði sér án þess vottaði fyrir væmni. Gott verk það. Guðrún Gísla- dóttir hefði þurft í síðustu sög- unni að fá á sig förðun, hún náði ekki að illúdera eins og efni stóðu til að mínum dómi. Aftur á móti fannst mér það rétt að hafa hana ófarðaöa í fyrstu sögunni Gata í rigningu og þar náði hún meistaratökum á Astu. Raunar er því svo farið, sem hlýtur að skrifast á afrekaskrá leikstjóra, að leikið er á strengi sagnanna af smekkvísi án þess að væmni komi þar nærri. Helgi Skúlason lék mörg hlut- verk í sýningunni og kom þeim til skila af yfirvegun og hlýjum húmor. Helgi Skúlason er líklega búinn að leika í hátt í þrjátíu ár, og mér finnst sem hann færist í aukana með hverju ári. Mér þótti gaman að sjá Emil Gunnar aftur, hann er sem betur fer bú- inn að los sig við Þórberg, hreyf- ingar og svipbrigði í fínu lagi, en framsögnin meira að segja í Súpermanninum, þar sem hann gerði þó margt vel, var ekki nógu fagmannleg, að mínum dómi. Þorsteinn M. Jónsson lék nokkur lítil hlutverk og stóð fyrir sínu. Leikmynd og búningar Stein- unnar Þórarinsdóttur eru til fyrirmyndar og tónlistin féll ágætlega að. ívið of löng á köfl- um þó og reyndar hefði tempóið í sýningunni mátt vera ögn meira, einkum í Kóngaliljum. Hér hefur prýðilegt verk verið unnið sem er ástæða til að hvetja menn til að fara og sjá og skilja, þó svo að aðstaða og loft- ræsting séu ekki til að hrópa húrra fyrir; það verður aldrei allt fengið. Fiir Elise klætt bárujárni Janet Margolin er viðsjárverð örlagadís í Last Embrace. Litlu Hitchcockarnir Hljómplötur Siguröur Sverrisson Accept Metal Heart Portrait Accept er sennilega sú þunga- rokkssveit, sem hvað hraðast hefur vaxið fiskur um hrygg hér á landi hin síðari ár. Ralls to The Wall hét platan, sem gerði gæfumuninn og nú hafa Þjóðverjarnir fimm sent frá sér enn eina plötuna, Metal Heart. Hún sver sig nokkuð í ætt við fyrri plötur Accept en á Metal Heart sýna Udo Dirkschneider og félagar þó mætavel að þeir eru reiðubúnir að leita fanga í öðrum tónlistar- stefnum til þess að krydda lög sín fremur en að festast í viðjum „fjór- gripsins". Fyrir þá, sem ekki þekkja til Accept skal þess getið að hér er verið að ræða um hljómsveit, sem líkast til telst meðal hinna 10 stærstu í þungarokkinu. Meðlim- irnir eru þýskir, fimm að tölu, og heita: Wolf Hoffmann/gítar. Peter Paltes/bassi. Stefan Kaufmann/ Sauðfjárslátrun hjá Sölufélagi Austur-Húnvetninga hófst á Blönduósi miðvikudaginn 18. sept- ember. Áætlað er að slátra 50.437 fjár og er það 1.510 fjár minna en sláturfjárloforð síðasta árs. Fyrstu þrjá dagana var slátrað 4.235 dilkum og var meðalþungi 14,55 kg, sem er 380 g minna en trommur og Jörg Fischer/gítar auk Udo Dirkschneider sem að framan er getið og sér um söng- hliðina. Svo aftur sé vikið að Metal Heart ber hún þess merki að Accept er blessunarlega laus við þá einhæfni, sem því miður er að ná heljartökum á 99% þunga- rokkssveita um heim allan. I sjálfu titillaginu flétta þeir félagar meistaralega inn í það hinu gull- fallega stefi Beethovens, Fúr Elise, og gera það á þann máta að maður fær nánast gæsahúð af hrifningu. í laginu Teach Us to Survive er leitað á náðir jazzins og áhrifa úr honum gætir talsvert í laginu án þess það víki nokkru sinni alveg út af þungarokksbrautinni. önnur lög eru nokkuð misjöfn að gæðum, sum frábær en önnur líka aðeins í meðallagi. Metal Heart er kannski ekki besta plata Accept til þessa en hún er engu að síður miklu betri en meginþorri þess þungarokks, sem nú er á boðstólum. Því miður er fremur erfitt að verða sér úti um plötur Accept nema með sérpönt- unum en ég held að þær séu um- stangsins virði. var fyrstu þrjá dagana í fyrra. í sláturhúsi SAH vinna núna á milli 130 og 140 manns og gekk vel að fá fólk til starfa. Slátrað er 2.000 fjár á dag og er stefnt að því að Ijúka sauðfjárslátrun 24. október. Sláturhússtjóri er Gísli Garðarsson. - J.S. Myndbönd Árni Þórarinsson Á hverju ári kemur fram slatti af bandarískum bíómynd- um sem latir gagnrýnendur af- greiða með því að þær séu í „Hitchcock-stíl“. Oftar en ekki er sá timpill aðeins til marks um það hversu nafn meistarans er orðið nátengt spennumyndagerð yfirleitt. Fæstar þessara mynda komast hins vegar nálægt stíl Hitchcocks. Þó eru nokkur dæmi þess að ungir amerískir kvik- myndagerðarmenn — og evr- ópskir reyndar líka — leggi sig í líma við að líkja eftir aðferðum og efnisvali hans. Einn amerísk- ur kvikmyndagerðarmaður hef- ur meira að segja haft slíkt að aðalstarfi — Brian De Palma. Flestir láta þó nægja að gera eina Hitchcock-æfingu á ferlin- um og snúa sér svo að öðru. Þetta á við um Jonathan Demme sem um árabil hefur þótt með efnilegustu leikstjór- um Bandaríkjanna en gengur seint að komast lengra en það. Demme lenti í kvikmyndagerð fyrir slysni. Hann er menntaður dýralæknir. En eins og svo margir aðrir starfsbræður hans í leikstjórn steig hann fyrstu skrefin við færibandið hjá Rog- er Corman, B-myndakóngi, með æsiþrillerum á borð við Caged Heat (fæst hér á myndbandi) og Crazy Mama. Svo kom Citizen’s Band árið 1977 sem vakti fyrst verulega athygli á Demme, og tveimur árum síðar fékk hann Hitchcock-flensuna og stýrði myndinni Last Embrace. Roy Scheider, sá tálgaði og töff leik- ari, fer þar með hlutverk leyni- þjónustumanns sem fær tauga- áfall þegar ókunnir leigumorð- ingjar skjóta eiginkonu hans til bana fyrir augum hans án þess að hann fái rönd við reist. Þegar hann þykist hafa náð sér eftir áfallið snýr hann aftur til starfa en mætir kuldalegu viðmóti og fær á tilfinninguna að nærveru hans sé ekki óskað — reyndar að setið sé um líf hans. Ung kona hefur búið um sig í íbúð hans og hún verður mikill örlagavaldur þegar líður á myndina og leiðir Scheider á vit skuggalegrar gátu sem grafin er í fortíð hennar. Hvernig sú flétta tengist leyniþjónustustörfum Scheiders og öðrum hliðargreinum mynd- arinnar fær nú ekki skýra úr- lausn, og Last Embrace er með ansi marga lausa enda lafandi. En myndin býr yfir töluverðu seiðmagni sem helgast mjög af þeim Roy Scheider og Janet Margolin í aðalhlutverkunum, og svo skírskotunum leikstjór- ans í fjölda atriða úr gömlum bíómyndum, einkum myndum Hitchcocks á borð við Vertigo. Tilkomumikill hápunktur þess- arar spennumyndar er hins veg- ar sóttur í mynd Henrys Hatha- way, Niagara, sem sjónvarpið sýndi fyrir nokkrum mánuðum, og gerist á hengifluginu við fossana miklu. Af öllum litlu Hitchcockunum er Demme hvað smekklegastur, en enn þá er ókomin hingað næsta mynd hans, Melvin and Howard. Sú mynd, sem fjallar um sannsöguleg kynni fátæks bensínsala og milljónamærings- ins sérvitra Howard Hughes, hefur hlotið mikið lof. Nýjasta verk Jonathans Demme, Swing Shift, var á hinn bóginn sýnt í Austurbæjarbíói í sumar og lof- aði góðu um framtíð leikstjóra sem þó á enn nokkurn spöl ófar- inn í fyrsta gæðaflokk. Þangað til hann kemst þangað er gaman að skoða þrillerinn Last Em- brace. Stjörnugjöf: Last Embrace** Sláturhúsið á Blonduósi: Dilkar léttari en í fyrrahaust BlönduÓHÍ, 25. september.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.