Morgunblaðið - 26.09.1985, Side 29

Morgunblaðið - 26.09.1985, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1985 29 Fulltrúa Möltu vísað af þingi Evrópuráðsins uri* i FULLTRUA þingsins á Möltu, Dani- el MicgalefT, var meinuð seta á þingi Evrópuráðsins á miðvikudag því enginn fulltrúi stjórnarandstöðunn- ar hafði verið tilnefndur frá landi hans. Hópur kristilegra demókrata á þinginu gerði athugasemdir við þing- setuheimild Michaleffs í byrjun þingsins. Leiðtogi hópsins, Wolfgang Blenk frá Austurríki, sagði að Mich- aleff yrði ekki leyft að taka sæti sit á þinginu aftur fyrr en fulltrúi stjórn- arandstöðunnar á Möltu hefði verið tilnefndur. Malta sem er eitt 21 aðildar- ríkja Evrópuráðsins hefur ekki sent fulltrúa á þing Evrópuráðsins síðan 1981 þegar vinstrisinnaður verkamannaflokkur náði þar meirihluta. Fjölbýlishús í miðborginni sem hrundi í jarðskjálftunum, þó ekki spítalinn þar sem börnin fundusL AP/l^6ímynd Mexíkó: Tvö ungbörn finnast eftir fimm sólarhringa Mexíkóborg, 25. september. AP. TVÖ ungbörn fundust grátandi í vöggum sínum í gær í rústum spítala eftir að hafa legið þar í fimm sólar- hringa, eða frá því fyrsti jarðskjálft- inn reið yfír borgina á fímmtudag. Annað barnið er tveggja mánaða gömul stúlka, en hitt er drengur, sem aðeins var sólarhringsgamall þegar skjálftinn varð. Átta aðrar vöggur voru tómar samkvæmt upplýsingum björgunarmanna, en þeir sögðu börn- in sem björguðust við ótrúlega góða heilsu, þegar mið er tekið af því hve lengi þau höfðu iegið í rústunum. „Þau grétu allan tímann sem við reyndum að bjarga þeim, en við töluðum við þau,“ sagði einn björg- unarmanna. Hann bætti við að börnin hefðu einu sinni verið við að sofna, en læknir hefði ráðlagt að leyfa þeim það ekki. Þeir hefðu því hreyft fætur þeirra eða vöggur til að halda þeim vakandi. „Það var merkilegt að um leið og við tókum drenginn upp þá hætti hann að gráta,“ sagði hann ennfremur. Björgunarmenn sögðu að drengur- inn sex daga gamli hefði grátið hærra en stúlkan, sem hefði ef til vill verið verr haldin, sökum þess að hún var vön því að fá fæði daglega. Sá sem fann börnin heitir Migu- el Gonzalez Juarez. Hann var uppi á grjóthaug um miðnætti á mánu- dag að leita lífsmerkja er hann heyrði grát. „Það heyrðist ekki neitt vegna hávaða frá björgunar- störfunum, en um stund þagnaði allt og ég heyrði grát. Ég fór þegar að róta grjótinu í burtu í örvænt- ingu, því ég óttaðist að verða of seinn. Fjórar vöggur urðum við að hluta í sundur áður en við gátum komist að börnunum og það tók tæpan klukkutíma að bjarga þeim. Ég skil ekki hvernig þau lifðu þetta af. Þau voru í um eins metra djúpri holu, sem var um 1,5 metrar á breidd og það var grjót og steinryk á andlitum þeirra, sem hefði getað kæft þau. Stúlkan er dóttir Euelia Gasca Rojas og reyna yfirvöld nu að finna hana, en drengurinn er sonur Inez Cruz Soriano. Gert er ráð fyrir að hún hafi verið á spítalanum, en hún er ófundin og óvíst hvort hún er lífs eða liðin. Biöskákin varð jafntefli ÞEIR Karpov og Kasparov sættust á jafntefíi eftir að áttunda einvígis- skákin hafði verið tefld áfram í níu leiki í gærdag. Karpov hafði peði meira og var að tefla til vinnings, en áskor- andanum veittist auðvelt verk að halda jafntefli. Vegna mikilla uppskipta snemma tafls varð skákin aldrei spennandi. Staðan í einvíginu er nú sú að Karpov hefur 4lÆ vinning, en Kasparov 3%. Þriðjungi einvígsinser lokið, eftir er að tefla 16 skákir. Níunda skákin verður tefld í dag og hefur Kasparov hvítt. Biðstaðan: Svart: Gary Kasparov. Hvítt: Anatoly Karpov. 41. — Ke6 (biðleikur Kasparovs); 42. Kg2 - Ha2+, 43. Kf3 — Ha3+, 44. Ke2 — Hg3!, 45. Kd2 Jafnteflið blasir einnig við eftir 45. a5 — Ha3, 46. Hb5+ — Kf4. — Hg2+, 46. Ke3 — Hg3+, 47. Ke2 — Ha3, 48. Kd2 — Kg3, 49. Hc4 — Kd5. Jafntefli, því hvítur kemst ekkert áleiðis. :........................................................... " Veður víða um heim L»g«t Hait Akwsyri 5 akýiaó Amstardam 14 20 akýiaó Aþena 1« 31 haióskirt Barcatona 24 skýjaó Berim 8 15 skýjaó Brtiaaal 3 20 þoka Chtcaðð • 16 akýjaó Dubtin 10 18 akýjað Fanayjar 24 |>okumóóa Frankfurt 10 24 haiöakírt Gant 11 26 heiöakirt Helainki 4 10 akýjaó Hong Kong 24 28 akýjaó Jarúaalem vantar Kaupmannah. 3 12 akýjaó Laa Patmaa 27 lóttakýjaó Uaaabon 17 26 akýjaó London 15 20 akýjaó Los Angetea 31 35 akýjaó Lúxamborg vantar Maiaga 27 Mttakýjaó MaHorc« 21 túld Miami 24 30 akýjað Montraal 8 19 heiöakirt Moskva 2 10 akýjaó Naw York 20 24 akýjaó Oató 0 12 heiöskfri Parta 15 24 heiöakirt Pekíng 8 17 heiöakirt Raykiavik 9 rigning Rió de Janeiro 17 28 akýjaó Rómaborg 13 33 haióakírt Stokkhótmur 5 11 haióakírt Sydney 15 28 heióakirt Tókýó 19 22 ■kýjaó Vinarborg 14 24 heiöakirt Þórahötn 8 aútd Hversdagsleikinn á íslandi er kvaddur á fimmtudags- morgni. Flogið er til Luxem- borgar og streitunni leyft að líða úr skrokknum. Á flug- vellinum bíður bílaleigubíll sé þess óskað; með sölu- skatti, tryggingum og óbeisl- uðum kílómetramæli, kost- ar sá ódýrasti 1.650.- kr. í þrjá daga, fyrir fjóra í bíl. Til Daun er tveggja tíma akstur og þar er upplagt að eyða síðdeginu; slappa af, fara í sund eða tennis, spila minigolf eða billjard - allt eftir þörfum hvers og eins. Um kvöldið bjóða veitingahúsin og bjór- stofurnar ykkur velkomin, og nóttin er ávallt ljúf í rúmgóðum og glæsilegum sumar- húsunum. Á föstudegi er tilvalið að skreppa í verslunartúr til borgar- innar Trier í Móseldal. Þar er fallegt og þar má LONG HELGl I DAUN EIFEL FYRIR KR. 13.288.- gera reyfarakaup á úrvalsvarningi. Á laugardeginum er rétt að setja stefnuna á Köln - þar er ekki síður hagstætt að versla og urmull síungra menningarverðmæta gleðja augað. Ekki er úr vegi að smakka á vínframleiðslu bændanna í héraðinu og gleyma stund og stað í Fantasíulandi þar sem jafn- vel ímyndunaraflið verður , orðlaust. Á sunnudegi er öllu pakkað niður nema góða skapinu og besta hluta ferðalagsins (heimferðin - heimkoman - tollurinn) notið til hins ýtrasta. Þetta tilboð gildir frá 1. sept. - 7. okt. og aftur 13. - 30. okt. Dæmi um verð(flug og gisting án flugvallarskatts); 6 í 3ja herbergja húsi.kr. 13.288.- pr. mann 4 í 2ja herbergja húsi.kr. 13.634.- pr. mann 2 í stúdíóíbúð kr. 13.942,- pr. mann FERMSKRIFSTOFAN ÚRVAL Ferðaskrifstofan Úrval v/Austuvöll. Sími 26900.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.