Morgunblaðið - 26.09.1985, Page 44

Morgunblaðið - 26.09.1985, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FLMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1985 Kínverjar hafa tekið stórt stökk í vestur í lífsháttum síóustu ár. Þessi mjnd birtist nýlega í vikublaóinu L’Express því til staðfestingar. Hún sýnir unga kínverska fjölskyldu á heimili sínu. A þessu stigi er ógerlegt að segja hvaða áhrif þetta stökk á eftir að hafa á heimsástandið. Heimsástandið 1985 Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson stATE of the World 1985. A Worldwatch Institute Report on Progress Toward a Sustainable Soci- ety. Project Director: Lester R. Brown — Editor: Linda Starke ... W.W. Norton & ('ompany — New York — London 1985. 1984 kom þessi árbók fyrst út og ætlað er að gefa út samskonar rit árlega. Fyrsta ársritinu var tekið mun betur en útgefendur og höf- undar bjuggust við, eins og segir í »rmála. Bandaríska útgáfan seld- ist upp og þurfti að prenta hana upp tvisvar til að sinna eftirspurn. Ritinu er ætlað að fjalla um þau efni sem höfundar telja þýð- ingarmest til þess að mannkynið geti lifað við sæmileg kjör og aðstæður, og að bægt sé frá þeim hættum sem orsakast af offjölgun og rányrkju, eyðingu jarðvegs og mengun lofts og lagar. Þetta er úttekt á ástandinu eins og það birtist hér og nú. Fyrsta ritgerðin er rituð af Lester R. Brown um „falsaða ör- yggiskennd“ þeirra sem álíta að lítil sem engin hætta steðji að u^íiirstöðuþáttum mennskrar til- veru. Hann segir að þótt mann- kynið hafi á ferli sínum breytt umhverfinu og mótað það, hafi aldrei í sögu mannkynsins orðið aðrar eins breytingar á umhverfi og á síðari hluta þessarar aldar. „Þegar mannkynið er að nálgast fimm milljarðana, getur fjöldi þess og framkvæmdir orðið til þess að raska lífkerfi náttúrunnar í slíkum mæli að hrun verði á næsta letti..." Þetta hrun er þeg- ar hafið í Afríku. Um 1970 fram- leiddu Afríkubúar næg matvæli og fullnægðu eigin þörf. 1984 voru um 170 milljónir af 531 milljón fæddir með aðfengnu korni. Ástæðurnar eru offjölgun, sem hvergi er meiri, mjög mikil jarð- vegseyðing, og iðnvæðingarstefna stjórnmálamanna, sem virðast hafa gleymt þýðingu hins forna hefðbundna landbúnaðar. í iðn- væddu ríkjunum er eitt ískyggi- legasta merkið um þessa röskun lífríkis skógardauðinn og það sem verra er að þegar reynt er að rækta græðlinga visna þeir og deyja. Offjölgun samfara jarðvegseyð- ingu veldur víða landþrengslum. í Kína er nú svo komið að yfirvöld leitast við að fá Kínverja til þess að taka upp líkbrennslu, vegna þess að talið er að allt of mikið land tapist ef hefðbundnir greftr- unarsiðir eru iðkaðir. Það þarf mikið land undir jarðneskar leifar Kínverja og með líkbrennslu spar- ast land, sem nota má til ræktun- ar. Hækkun matvælaverðs Matvælaverð mun stórhækka á næstu áratugum, sé litið á heim- inn sem heild. Stafar það af jarð- vegseyðingu og þar af leiðandi þcrf fyrir stóraukna notkun áburðar, en með hækkandi olíu- verði verður dýrara að framleiða tilbúinn áburð og afleiðingarnar verða hækkun verðs landbúnaðar- afurða. Vélanotkunin verður dýr- ari. Kornframleiðslan jókst um 3% á ári fyrir fyrstu olíuverðs- hækkun 1973 en vöxturinn hefur verið um 2% síðan og rétt nemur þörfinni, að áliti höfundar. Hreint vatn er sums staðar orð- ið af mjög skornum skammti. Vatnsdælingar, stórkostlegar virkjanaframkvæmdir og stíflur til þess að auka vatnsmagn á viss- um stöðum hafa orðið til þess að raska jafnvæginu í jarðvatnskerfi vissra byggða. Afleiðingin er þurrkar, skógeyðing og flóð þar sem svo hagar til. Iðnaðurinn þarfnast mikils vatns og víða er skortur á vatni orðinn slíkur að frekari iðnvæðing stöðvast. Kjötframleiðslan hefur dregist saman um >/io síðan 1976. Magn fiskafurða jókst gífurlega á ára- bilinu 1950—1970. Árleg aukning var um 6%, síðan er aukningin 1%. Höfundur telur, að þetta hvort tveggja megi auka með bættri ræktun haglendis og fisk- eldi og hafbeit. Brown fjallar um veðurfars- breytingar, sem orsakast af manna völdum, mengun lofts og „gróðurhúsaveðurfar", sem. ýms merki benda til að verði, ef svo fram heldur sem horfir. Hann tel- ur, að koma megi í veg fyrir þær hættur, sem steðja að mannheimi, með pólitískum aðgerðum, hóf- legri fjölgun, stöðvun jarðvegseyð- ingar og afmengun. Hann telur, að menn verði að búa sig undir hækk- andi verðlag og minnkandi neyslu, þar til einhvers konar jafnvægi verði náð. Notkun kjarnorku sem orkugjafa telur hann meira en lít- ið vafasama, vegna óhóflegs kostnaðar vegna mengunar og að kjarnorkan sem slík sé ekki sá orkugjafi sem margir bjuggust við. Barist viö hungur Önnur ritgerðin er eftir sama höfund og fjallar um þær leiðir sem hann telur færar til þess að minnka hungrið í þróunarríkjun- um. Afríka er verst komin og allt bendir til þess að þar batni ástandið ekki nema róttækar breytingar verði í atvinnuháttum og pólitískum efnum. Aðstoðin við ríki Afríku er ekki aðeins sprottin af eðlilegum viðbrögðum við hörmungum náungans, hún er einnig ekki síður sprottin af hreinum hagsmunaástæðum. Ef riki Afríku hryndu algjörlega, þá myndi bankakerfi heimsins fylgja með. Skuldir þessara ríkja eru það miklar, að án vaxtagreiðslna það- an yrði fjöldi lánastofnana gjald- þrota. Sandra Postel skrifar um vatnsnotkun og vatnsskort, en ferskvatnsskortur er ekki lítið vandamál í mörgum ríkjum heims. Sami höfundur skrifar einnig um loftmengun. Fiskveiðar og fiskeldi Ritgerð Lester R. Brown um fiskveiðar og fiskeldi er mjög at- hyglisverð. Ur fiski fær mannkyn- ið 23% þess próteins sem það not- ar úr dýraríkinu. Eins og hann segir í inngangsgrein sinni, þá hefur ofveiði orðið til þess að viss- ar fisktegundir hafa horfið. Hrygningarsvæðin eru víða í hættu vegna mengunar og í ýms- um ríkjum þar sem hafin hefur verið fiskveiði tiltölulega nýlega, hefur ásóknin orðið til þess að þurrka upp miðin. Brown telur að V6 alls fiskaflans fáist með fisk- eldi og hafbeit. Kínverjar eiga sér 4.000 ára sögu í fiskeldi og þar er langmest fiskrækt í heimi. Minnkandi veiði má því vega upp með auknu fisk- eldi. Brown telur að fiskeldi sé mun hagkvæmara til framleiðslu próteins en t.d. framleiðsla kjúkl- inga og svínakets hvað þá nauta- kets. Það þarf 7 pund af korni til þess að framleiða pund af nauta- keti, 3,25 pund af korni til þess að framleiða pund af svínaketi og holdakjúklingar þurfa 2,25 pund. Aftur á móti þarf ekki nema 1,7 pund af kornmeti í pund af fiski. Brown ræðir sérstaklega um lax- eldi og hafbeit og þá vitneskju, sem aflað hefur verð um þann búskap á síðustu árum. Offjölgun Edward C. Wolf fjallar um þá hættu sem stafar af fækkun teg- undanna og þeirri röskun, sem af því stafar í dýraríkinu og plöntu- ríkinu. í greinum Williams U. Chandler og Cynthiu Pollock er rætt um orkunýtingu og orku- sparnað og lokagreinarnar eru um stöðvun offjölgunar og hvaða ráð séu til þess að forða því að mann- kynið kafni í eigin óþrifum. Höfundarnir fjalla um þessi efni með heiminn sem heild í huga. Ríki eru mismunandi sett hvað snertir hráefni, landbúnað- arframleiðslu, fiskveiðar og orku. En þau sem best eru sett eru tengd þeim sem lakar eru sett og framhjá því verður ekki komist að heimurinn er ein efnahagsleg heild og lífræn heild. Pólitík og efnahagslegir hagsmunir eiga sinn þátt í því hvernig komið er. Skammsýn gróðahyggja getur valdið því að fiskstofnar eyðast, eins og síldarævintýrin hér við land voru augljóst dæmi um. Svip- uð dæmi eru fjölmörg um allan heim. Pólitísk afskipti, sem reist eru á þröngri hugmyndafræði, geta ekki síður haft ófyrirsjáanlegar afleið- ingar. Samvinnu- og samyrkju- hugsjónin í Sovétríkjunum varð t.d. til þess að rústa landbúnaðar- framleiðsluna, svo að nú verða arftakarnir að brauðfæða þjóðir Sovétríkjanna með bandarísku korni. í sumum ríkjum hafa af- urðasölur reknar af auðhringum og samvinnufélögum náð kverka- taki á landbúnaðarframleiðslunni, sem þeir stjórna með eigin gróða- hagsmuni að leiðarljósi. Þetta á einkum við þar sem auðhringarnir í gervi samvinnufélaga gína yfir framleiðslunni með ríkisvaldið að bakhjarli. Fjölmörg dæmi um þess háttar pólitík gefast I þróunar- ríkjum Affiku, með hrikalegum afleiðingum. í þessu riti er að finna upplýs- ingar um fjölmarga þætti sem erf- itt er að fá upplýsingar um annars staðar, en hér liggja þær fyrir (vel unnum ritgerðum og töflum. Höf- undarnir leggja hér fram stað- reyndir um ástandið, sem þeir hafa unnið upp úr öruggum heim- ildum. Cassavetes á kasettum Gena Rowlands mundar sexhleypurnar sem Gloria. ____Myndbönd Árni Þórarinsson Þeir eru ekki margir banda- rísku kvikmyndagerðarmennirn- ir sem hafa getað skapað sér athafnafrelsi utan við stóru stúdíóblokkirnar í Hollywood til að gera þær myndir sem þeir vilja, eins og þeir vilja. John Sayles er slíkur maður og um daginn sagði ég frá nokkrum mynda hans sem fáanlegar eru hér á myndböndum. Annar slíkur og á margan hátt brautryðjandi í sjálfstæðri kvikmyndagerð vestra er leikarinn, leikstjórinn og handritshöfundurinn John *T Cassavetes. Eins og ég gat um í pistlinum um John Sayles hefur Cassavetes haft þann háttinn á að taka aö sér hlutverk illmenna í iðnaðarmyndum þar vestra, sennilega er leikur hans í Rose- mary’s Baby og The Dirty Dozen hvað þekktastur — til að afla sér fjár I framleiðslu sérstæðra mynda sem byggðar eru á eigin handritum. Fyrsta mynd Cassavetes af þessu tagi var Shadows árið 1960, og síðan komu Husbands, Faces, A Woman Under the Influence, The Killing of a Chinese Bookie, Opening Night og síðast Love Streams. Allar þessar myndir eru mjög persónulegar og ein- kennast meira af frjálsum leikspuna og áköfum persónu- krufningum en niðurnegldum söguþræði. Eiginkona Cassavet- es, Gena Rowlands, sem er fyrsta flokks dramatísk leikkona, fer jafnan með stór hlutverk í þess- um myndum, svo og vinir þeirra hjóna eins og Ben Gazzara, Peter Falk og Seymour Cassel. Þetta eru innileg, nærgöngul verk, stundum dálítið yfirspennt, sem hrár og umbúðalaus myndstíll Cassavetes magnar upp. Við- fangsefnin eru yfirleitt sam- skipti venjulegs fólks, bæling og ófullnægja daglegs lífs meðal millistéttarinnar í Bandaríkjun- um. Því miður hafa myndir John Cassavetes verið sjaldséðir gestir á íslandi, þótt kvikmyndahátíð hafi ftrekað reynt að fá bæði hann og myndir hans hingað. Ég held að A Woman Under the Influence sem sýnd var á fyrstu kvikmyndahátíðinni sé eini af- rakstur þeirrar viðleitni. Sama er að segja um myndbandamark- aðinn. Þar er ekki mér vitanlega að finna eina einustu af ofan- nefndum myndum, því miður. Aftur á móti er hér fáanleg á spólu sú mynd sem braut ísinn fyrir leikstjórann Cassavetes hvað varðar almenna dreifingu og vinsældir. Það er Gloria sem gerð er 1980. Með Gloriu tókst John Cassavetes að brúa bilið milli eigin framleiðslu og stóru kvikmyndafélaganna, þannig að Columbia lagði til fjármögnun en gaf leikstjóranum engu að síður frjálsar hendur. Gloria er blanda af dæmi- gerðri Cassavetes-mynd og hefð- bundinni glæpamynd. Gena Rowlands leikur titilhlutverkið, fyrrum kórstúlku og viðhald mafíuforingja sem situr uppi með ungan dreng eftir að mafían hefur myrt foreldra hans sem búa í næstu íbúð. Gloria leggur á viðburðaríkan flótta með drenginn undan blóðhundum glæpasamtakanna, og þarf á allri sinni hörku og útsjónarsemi að halda, en hvorutveggja hefur hún í ríkum mæli. Gloria er hörku- spennandi mynd, og þrátt fyrir götótta sögu og of langan sýning- artíma, er hún áhugaverð kynn- ing á sérstæðum kvikmyndagerð- armanni. Vonandi getur sú kynn- ing orðið ítarlegri þótt síðar verði. Stjörnugjöf: Gloria A * *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.