Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1985 V Gleði og þakklæti efst í huga við vígslu Þorlákskirkju — eftir Ragnheiði Ólafsdóttur Sunnudaginn 28. júlí 1985 fór fram vígsla á Þorlákskirkju. Þann dag var fagnaðar- og sigurhátið í Þorlákshöfn. Og mikil ánægja var að sjá svo marga vini og vel- gjörðamenn kirkjunnar saman komna á þeirri heilögu hátiðar- stundu þegar biskup íslands herra Pétur Sigurgeirsson vígði kirkj- una okkar. A þeim degi var okkur gleði og þakklæti efst í huga. Gleðin yfir því að hafa nú eignast hér það athvarf, sem við þráðum, og sem okkur hafði svo sárlega vantað, og þakklætið til Guðs og góðra manna lífs og liðinna, sem ótrauðir lögðu hug og hönd á plóg- inn svo og afl þeirra hluta, sem gjöra skal fjármunina til þess að hrinda þessu mikla verki, bygg- ingu kirkjunnar, fram til sigurs. En fyrst og síðast þökkum við Guði, sem gjörði allt þetta mögu- legt. Mér er ljúft að verða við þeim tilmælum að rekja tildrög að byggingu og byggingarsögu Þor- lákskirkju, svo sem ég veit hana sannasta, þó veit ég fullvel að sú saga verður aldrei sögð að fullu. Ég bið þá lesendur að lita með mér um öxl til ársins 1974. Þá voru skráðir íbúar Þorláks- hafnar 720 manns. Og uppi voru þá þegar háværar raddir, sem sögðu þar sem engin kirkja er þar er heldur ekki það samfélag sem við þráum. Þorlákshöfn hefur um langan aldur átt kirkjusókn að Hjallakirkju í ölfusi. Formaður sóknarnefndar Hjallakirkju árið 1974 var Ingi- mundur Guðjónsson sá dugmikli bjartsýnis- og drengskaparmaður. Hann tók heilshugar undir þessa skoðun og fylgdi henni fast eftir á meðan honum entist líf til. Hann barðist hart fyrir þeirri hugsjón sinni, sem varð tilurð Þorláks- kirkju. Við minnumst hans hér og nú og ævinlega með mikilli virð- ingu og þökk. 2. mars 1974 stofnaði kvenfélag Þorlákshafnar sjóð til minningar um látinn dreng, sem lést af slys- förum 5. janúar það sama ár og skildi sjóiðurinn styrkja kirkju- byggingu í Þorlákshöfn. Ber sjóð- urinn nafn hans og heitir; Kirkju- byggingarsjóður Hlyns Sverris- sonar. Sjóðurinn hefur eflst og dafnað og verið byggingu Þor- lákskirkju góð lyftistöng. 24. apríl 1975 gaf útgerðarfélag- ið Meitillinn hf. kr. 500.000., sem skyldu fara til kirkjubyggingar í Þorlákshöfn. Á sýslufundi Árnessýslu 6. júní 1975 var samþykkt að Árnessýsla afsalaði endurgjaldslaust átján þúsund fermetra landi undir væntanlega kirkju og stækkun kirkjugarðs úr landi sínu í Þor- lákshöfn. Sýslunefndarmaðurinn Benedikt Thorarensen fór að beiðni sóknarnefndar Hjalla- kirkju með erindi þar um á fund sýslunefndar og vann síðan ötul- lega að greindum erindislokum. Þetta voru fyrstu sporin og þeir atburðir sem lyftu þessari ef til vill djörfu hugmynd til flugs, því eru þeir tilgreindir hér sérstak- lega, þvf ekki ætla ég mér þá dul, að skýra frá öllum þeim miklu og góðu gjöfum, sem streymt hafa til Þorlákskirkju eftir að bygging hennar hófst, um þann mikla stórhug ber kirkjan sjálf skýrast og best vitni, sem nú stendur hér vel búin gripum og skuldlaus að kalla öllum sínum mörgu vel- gjörðamönnum til heiðurs. Nöfn þeirra eru dyggilega skráð í bækur hennar ásamt framlagi hvers og eins og vitna um það afrek, sem hér hefur verið unnið og þann samhug og fórnarlund, sem að baki liggur. Ég held að þess verði lengi minnst. A almennam safnaðarfundi, Altaristaflan er múrrista, mikið listaverk eftir Gunnstein Gíslason. Henni hefur verið gefið heitið „Herra bjarga þú mér“. sem haldinn var 4. september 1975 var ákvörðun tekin um að byggja kirkju í Þorlákshöfn, og var þá kosin byggingarnefnd, hana skip- uðu: Benedikt Thorarensen, Guð- mundur Friðriksson, Gunnar Markússon, Sverrir Sigurjónsson og Ragnheiður Ólafsdóttir. Einnig var kosin fjáröflunar- nefnd til eins árs í senn, var talið best að hafa þann hátt á svo að sem flest safnaðarfólk kæmist í beina snertingu við starfið. Enda sýndi það sig að það var rétt, því að fjáröflunarnefndir Þorláks- kirkju hafa unnið frábært starf þessu máli til framdráttar í gegn- um árin. Á þeihi fundi var til sýnis kirkjulíkan, hugmynd ungs arki- tekts, óla Jóhanns Ásmundsson- ar, hann hafði óskað eftir að fá að leggja fram hugmynd að kirkju í Þorlákshöfn. Líkanið var fallegt verk, en talið var að á því þyrfti að gera verulegar breytingar ef það yrði fyrir valinu. 7. september 1975 kom bygg- ingarnefndin saman til síns fyrsta fundar að tilhlutan formanns sóknarnefndar, Ingimundar Guð- jónssonar, þar sem nefndin skipti með sér verkum, þannig að í hlut Ragnheiðar Ólafsdóttur kom að vera formaður hennar og ritari hennar var kosinn Benedikt Thor- arensen. Fjármál skyldu vera í höndum sóknarnefndar. Nefndar- mönnum var frá upphafi ljóst að þeim var mikill vandi á höndum, og að þeir vissu harla lítið um það hvernig standa bæri að því að byggja kirkju, en töldu sig þó vita að fjársjóðir lægju yfirleitt ekki á lausu til þeirra hluta, en voru jafnframt ákveðnir í því að gera sitt besta. Ákveðið var að reyna að ná fundi biskupsins, hr. Sigurbjörns Einarssonar, sem var auðsótt mál og sem nefndin gerði 16. septem- ber 1975. Hann staðfesti grun nefndarmanna um heldur litla sjóði til kirkjubygginga. En nefndarmenn töldu sig hafa haft bæði gagn og mikla ánægju af því að ræða við þann gagnmerka og ljúfa mann. 21. september 1975 kom Hörður Ágústsson, listmálari á fund nefndarinnar hingað til Þorláks- hafnar. Hann býr yfir mikilli þekkingu um kirkjubyggingar fyrr og nú eins og kunnugt er. Hann lagði til að efnt yrði til hugmynda- samkeppni um kirkjuna, sú leið var þó ekki farin vegna of mikils kostnaðar í okkar tilviki. Engu að síður fóru menn fróðari af fundi Harðar Ágústssonar og voru hon- um þakklátir fyrir komuna, þá hófst leitin að hinum rétta arki- tekt þvi ekki vildu hinir ágætu viðmælendur okkar benda á neinn, sem væri öðrum fremri í þeirri grein. Eftir að hafa farið um og skoðað kirkjur, sem voru verk margra arkitekta, var ákveðið að nefndin næði fundi Húsameistara ríksins, Harðar Bjarnasonar. í kynnis- ferðum sínum hafði nefndin feng- ið mjög góðar og jákvæðar um- sagnir um samstarf og samskipti við húsameistaraembættið hjá viðkomandi sóknar- og byggingar- nefndum auk þess, sem þau við- skipti voru 25% ódýrari en annars staðar var fáanlegt á hverjum tíma. Nefndin ásamt formanni sóknarnefndar náði fundi Húsa- meistara 27. nóvember 1975 og bað hann að gjöra tillögu að kirkju- byggingu í Þorlákshöfn. Eins og áréttað hafði verið á safnaðar- fundi var þarna um stóra bygg- ingu að ræða, sem rúma myndi 3—400 manns í föst sæti. 14. apríl 1976 skilaði húsameistari líkani og frumteikningum í hendur bygg- inganefndar, sem nú var haft til sýnis og auk þess kynnt fyrir sóknarnefnd og söfnuði. Og siðan lagt fyrir almennan safnaðarfund þann 10. september 1976. Sú skoð- un bærði fljótlega á sér að þessi kirkjuhugmynd yrði ofviða þeim efnahag, sem að baki lá, og var henni hafnað fyrst og fremst af þeirri ástæðu. Engu að síður var hún glæsileg, nefndin var enn ákveðin í að skipta við húsameist- araembættið, því verk sem þar voru unnin voru traustvekjandi að hennar mati. Því var enn leitað til húsameistara og honum sagðar farir ekki sléttar. Þá var það, sem húsameistari góðu heilli afhenti arkitektinum Jörundi Pálssyni málið og fól honum að gera til- löguteikningu að kirkjunni á veg- um embættisins. Tillögur nefndar- innar voru nú þær helstar að kirkjan tæki 200 manns í föst sæti, væri sem ódýrust í rekstri og byggingu, falleg án íburðar, félli vel að umhverfi sínu, væri hefð- bundin í útliti og þjóðleg. Þetta gerðist 18. janúar 1977. Nú hófst það ágæta samstarf við arkitektinn Jörund Pálsson, sem enst hefur allar götur síðan. Hann kom á staðinn og kynnti sér staðhætti og var strax mjög ánægður með kirkjustæðið. 4. mars 1977 komu frumdrög að þrem kirkjum frá Jörundi, teikn- ing númer þrjú varð fyrir valinu og var Jörundur beðinn að vinna hana þannig að hægt væri að leggja hana fram á safnaðarfundi, sem þá hugmynd að kirkju í Þor- lákshöfn, sem nefndin legði til að byggt yrði eftir ásamt grófri verk- lýsingu. Líkan var ekki gert af kirkjunni að þessu sinni vegna kostnaðar og með tilliti til og vel minnug fyrri reynslu, sem sé að ef til vill yrði hugmynd þessi ekki notuð. Á safnaðarfundi 9. júní 1977 þar sem kirkjubyggingarmálið var hið eina á dagskrá var teikning Jör- undar Pálssonar samþykkt eftir miklar umræður, sem þá allar hnigu í eina átt, sem sé að kirkjan myndi henta vel, væri falleg og félli vel að umhverfi sínu. Kirkjan er 30032 að flatarmáli, tekur 200 manns í föst sæti, stórt söngloft er fyrir hluta af byggingunni, skrúðhús, snyrtiherbergi og líkhús er einnig við kirkjuna. Bjartsýni og samhugur ein- kenndu þennan safnaðarfund, það hefur síðan sýnt sig að þarna var farin rétt leið. Ekki reynt að þrýsta fram því, sem söfnuðurinn var ekki ánægður með. Nú vildu Þorlákshafnarbúar fá kirkjuna sína á mettíma, sem var að sjálf- sögðu hagstæðast fjárhagslega ef það reyndist mögulegt. Nú urðu þáttaskil, framkvæmdir tóku við af tíðum fundarhöldum. Laugardaginn 28. apríl 1979 kl. 10:00 árdegis var fyrsta skóflu- stungan tekin að kirkju í Þorláks- höfn við virðulega athöfn þar sem vígslubiskupinn séra Sigurður Pálsson reisti kross á þeim stað, sem kirkjan skyldi standa, sem tákn þess að framkvæmdir væru hafnar. Og nú fór lánið að leika við menn. Formaður sóknarnefnd- ar, Ingimundur Guðjónsson, var sjálfkjörinn framkvæmdastjóri verksins þar sem fjármál voru í höndum sóknarnefndar, enda eng- inn maður betur fallinn til forystu þar en hann. Það tókst að fá hina mætustu menn til að taka verkið að sér, þá sem hér segir: Byggingameistara Sverrir Sigurjónsson, yfirsmið Hannes Gunnarsson, verkfræði- þjónustu annaðist Olafur Ingi- mundarson tæknifræðingur, raf- magnsteikningar vann Friðrik Guðmundsson rafvírki, arkitekt- inn Jörundur Pálsson var ævin- lega reiðubúinn til að koma og veita aðstoð sína ef til hans var leitað, þessir þættir málsins voru því í góðra manna höndum. En það var yfirlýst stefna sókn- arnefndar að kirkjan okkar yrði ekki reist á háum kirkjugjöldum eða öðrum þungum álögum, held- ur á frjálsum framlögum í ein- hverri mynd, t.d. gjafavinnu, sem var óhemju mikil við fyrsta og annan áfanga byggingarinnar, þar nutu sín vel þeir eðliskostir Ingi- mundar Guðjónssonar að höfða jafnan til hins góða í fari manna svo vel var tekið til höndum undir hans stjórn við byggingu Þor- lákskirkju og auðvitað allt endur- gjaldslaust. Þar komu margir við sögu, einstaklingar og fyrirtæki, sem of langt mál yrði upp að telja hér, en þðkk sé þeim öllum. Árið 1979 hófst kirkjubygging- in. Kirkjan er sem fyrr segir 30032 að flatarmáli. í fyrsta áfanga var steyptur grunnurinn og líkhús undir hluta af kirkjugólfi, gólf- plata í alla kirkjuna, svo og út- veggir allir og þeir innveggir sem úr steinsteypu áttu að vera svo og söngloft yfir hluta hennar, þannig að allri steypuvinnu var lokið fyr- ir áramót 1980. Það er ekki auðvelt að setja fram tölur og ætlast um leið til að fólk fylgist með og meti gildi þeirra hverju sinni mitt í þeim stórfelldu sviftingum, sem gengið hafa yfir í peningamálum íslend- inga á þeim 6 árum og 3 mánuð- um, sem á vígsludag voru liðin frá því að fyrsta skóflustunga að Þor- lákskirkju var tekin. Enda leiði ég það hjá mér að mestu, þó vil ég segja þetta: Á fundi 4. febrúar 1980 (en nú voru fundir bygg- ingar- og sóknarnefndar sameig- inlegir) skýrði hinn ágæti gjald- keri Pétur Jóhannsson frá því er hann ræddi fjárhagsstöðu bygg- ingarinnar að búið væri að vinna fyrir 15 milljónir gamalla króna og efni væri til fyrir aðrar 15 milljónir, sem biðu vinnufúsra handa, mönnum þótti þetta vera með ólíkindum góð útkoma. Og allt voru þetta gjafir í formi pen- inga, vinnu og stórfelldra efnis- flutninga, þvi ekki var stofnað til skulda. Gjafavinna var mjög mikil og öllu var haldið á hreinu, hver maður með sína vinnutima um- reiknaða á kauptaxta, sem greidd- ir voru hverju sinni. Gunnar Markússon sá um þá hlið málsins af alúð og samviskusemi. Veitt var úr kirkjubyggingarsjóði Hlyns Sverrissonar 2 milljónum króna til byggingarinnar það ár. Fjáröflunarnefndir unnu af miklum dugnaði. Þann 5. apríl 1981 var enn komið saman og rætt um framtíðina. Nú var að koma vor og þvi ákveðið að fara að huga að þvi hvað Þorlákshafnarbúar gætu látið mikla gjafavinnu i té við annan áfanga byggingarinnar, en það var að koma þakinu á kirkjuna og loka henni fyrir haustið, þetta var svo mikill áfangi og alveg vonlaus ef kaupa átti til þess vinnuflokk. Það örlaði þvi á nokkrum kvíða i þessum fá- menna hópi. Ég viðurkenni það fúslega hvað mig snertir. Stjórnum félaganna á staðnum voru send bréf þess efnis að biðja um aðstoð, árangurinn varð að sjálfsögðu misgóður en hvað um það, nógu margar vinnufúsar hendur voru á lofti og „krafta- verkið" gerðist, svo vel var unnið að kirkjunni var lokað sem fok- heldu húsi i desembermánuði 1981. Ofnar og allt varðandi hita- lögn var til, og enn var kirkjan skuldlaus og 70 milljónir gamalla króna komnar i bygginguna. Formaður sóknarnefndar leitaði beint til fjölda manna og bað um vinnu til handa kirkjunni og „alls- staðar var mér vel tekið" voru hans orð þar um. Sjálfur fórnaði hann öllum frístundum sínum og meira en það, eiginkona hans, Margrét Róbertsdóttir, studdi hann af mikilli prýði í þessu starfi sem og öllu öðru. Það segir sig sjálft að það er erfitt að byggja stórt hús upp á þennan máta þar sem svo til allir sjóðir eru gjaf- mildi góðra manna, þó að þeir sjóðir hafi reynst Þorlákskirkju óendanlega vel. 23. mars 1981 var á fundi bygg- ingar- og sóknarnefnda til um- ræðu nafngift kirkjunnar. Ingi- mundur Guðjónsson lagði fram tillögu um að hún yrði látin heita Þorlákskirkja, fyrsta og eina kirlyan, sem hér hefur staðið hét því nafni, hún mun hafa staðið hér í um það bil 250 ár, en var að lokum rifin um 1770 (sögn séra Kolbeins Þorleifssonar). Sam- þykkt var að hin nýja kirkja skyldi heita „Þorlákskirkja" eins og h'ið gamla guðshús sem hér stóð forðum daga. 13. desember 1981 komu nefnd- armenn saman til síns síðasta fundar á árinu, sem reynst hafði svo notadrjúgt kirkjubyggingunni. Nú horfðu menn fram á þriðja áfanga verksins, sem var að múr- húða kirkjuna úti og inni. Múrar- inn Hörður Hólm Garðarsson tók það verk að sér, Sigurður ólafsson hafði yfirumsjón með hitalögn, raflögn alla annaðist Guðbrandur Einarsson rafvirkjameistari, Kristófer Bjarnason sá um ein- angrun og aðra smíðavinnu á þessu stigi byggingarinnar, gjafa- vinna var mikil og vel að verki staðið. Formaður sóknarnefndar Ingimundur Guðjónsson sparaði heldur ekki krafta sína þó ekki gengi hann nú lengur heill til skógar. Sigurður Ólafsson sá um smíði á járnverki á stiga, söngloft,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.