Morgunblaðið - 26.09.1985, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 26.09.1985, Qupperneq 64
FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1985 KEILUSALURIWW OPIWW 1000-00.30 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. MorRunblaðiö/RAX Daudar endur, tífandi áll og mörg skilríki úr Tjörninni HÓPUR félaga í Lionsklúbbnum Víðari tók sig saman síðdegis í gær og hreinsaði til við bakka Tjarnarinnar í Reykjavík. Hríf- ur, skóflur og svartir plastpokar voru helztu vopnin og er hrein- gerningunni lauk voru tugir svartra poka orðnir fullir af drasli. Mikið var af plastpokum með brauði í Tjörninni og í mörgum þeirra voru dauðar endur að sögn Reynis Þorgríms- sonar, formanns klúbbsins. Þarna fannst seðlaveski með ökuskírteinum margra manna, greiðslukortum og margvíslegum persónuskilríkjum auk 500 króna danskra. Gamalt dekk kom upp úr krafsinu og í því reyndist vera lifandi 50 sentimetra langur áll. Á myndinni sjást nokkrir hreins- unarmannanna og á bakkanum er sýnishorn af því sem borgar- búar hafa skilið eftir í Tjörninni á undanförnum mánuðum. Mótmælaherferð í Bandaríkjunum gegn hvalveiðum íslendinga: Þúsundir bréfa og látlaust hringt — Gæti skaðað íslenska hagsmuni segir Hörður Bjarnason í íslenska sendiráðinu í Washington SÍMINN hringir látlaust þessa dagana í íslenska sendiráðinu í Washington DC og undanfarna viku hafa borist þangað um tíu þúsund bréf - allir eru að mótmæla fyrirhuguðum hvalveið- um íslendinga í vísindaskyni. „Þetta er áhyggjuefni og enginn vafi á að þessi herferð gæti skaðað íslenska hagsmuni,“ sagði Hörður Bjarnason sendiráðunautur í Washington í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. „Það eru linnulausar hringingar hingað allan daginn frá fólki, sem mótmælir fyrirhuguðum hvalveið- um okkar," sagði Hörður. „Það lýs- ir yfir megnri andstöðu við þessar fyrirætlanir og telur þær hreint yfirskyn til að halda áfram veiðum í atvinnuskyni. Margir segjast ætla að taka þátt í skipulagningu aðgerða gegn okkur á viðskipta- sviðinu - til dæmis með því að hvetja fólk til að kaupa ekki ís- lenskan fisk eða að ferðast ekki með Flugleiðum. Auk þess hafa borist hingað um tíu þúsund sér- prentuð póstkort með almennum mótmælum gegn hvalveiðum okk- ar.“ Hann sagði herferð þessa skipu- lagða af Greenpeace-samtökunum. „Við höfum séð dreifibréf frá samtökunum, þar sem vakin er athygli á þvi að íslendingar og Suður-Kóreumenn hyggist veiða 1600 hvali á næstu fjórum árum. Fólk er hvatt til að mótmæla við okkur og í bréfinu er gefið upp símanúmer sendiráðsins og heim- ilisfang," sagði Hörður Bjarnason. „Það fer ekkert á milli mála, að þetta dreifibréf hefur haft mikil áhrif, enda eru Grænfriðungar afar fjölmennir hér í landi. Fólkið, sem hringir hingað, er misjafnlega reitt, sumir hóta öllu illu - þó ekki ofbeldi - en flestir nefna að ef við ekki hættum við hvalveiðarnar þá munum vjð hafa verra af á við- skiptasviðinu." Hörður sagði að tilraunir starfs- manna sendiráðsins til að útskýra sjónarmið íslenskra stjórnvalda i þessu máli hefðu reynst árangurs- lausar. „Það er enginn áhugi á að hlusta á rök okkar,“ sagði hann. Það er heldur ekki vænlegt að fara í rökræður við þetta fólk, því hvalveiðar eru ljóslega mikið hita- og tilfinningamál," sagði hann. „Eg efast um að hér í landi sé að finna einn einasta stuðningsmann þessara veiða okkar.“ til Afríku Fáeinir Islendingar með forstigseinkenni alnæmis STAÐFEST hefur veriö ad fáeinir íslendingar séu haldnir íorstigseinkennum hins illræmda sjúkdóms alnæmis eða ónæmistæringar. Einkennin eru eitlastækkanir, hitavella, niðurgangur, þreyta og slen. Áður hefur verið upplýst að ónæmistæringarveiran hafi fundist í blóði nokkurra Islend- inga, án þess að einkenni sjúkdómsins kæmu fram. Þetta kom fram í samtali við smitsjúkdómalæknana Sigurð Guð- mundsson og Harald Briem á Borgarspítalanum. Að sögn Sigurðar Guðmundsson- ar er venjan að skipa sjúkdóms- gangi ónæmistæringar í fjögur stig. Fyrsta stigið er þegar mótefni gegn veirunni myndast í blóði, sem er vísbending um að smit hafi átt sér fitað, án þess að nokkurra sjúk- ~dómseinkenna verði vart. Álitið er að um 70% þeirra sem smitast og mynda mótefni sýni aldrei nokkur merki þess að vera með ónæmistær- ingu, en þó geta sumir þeirra a.m.k. verið smitberar. Á öðru stigi, sem er sjaldgæft að sögn Sigurðar, veikjast einstakling- l^r tímabundið af hálsbólgu og sýna merki um eitlastækkanir, en batnar síðan algerlega að því er virðist. Á þriðja stigi koma hins vegar fram hin svokölluðu forstigsein- kenni, sem áður var lýst. Sagði Sigurður það mat sérfræðinga að á milli 15 og 20% þeirra sem smitast af veirunni fengju þessi þriðja stigs einkenni. Hins vegar er talið að 30% þeirra, sem taka sjúkdóminn á þessu stigi, veikist af honum á fjórða og alvarlegasta stigi, rétt- nefndri ónæmistæringu, sem dreg- ur 80% sjúklinga til dauða á innan við tveimur árum. Á því stigi tekur fólk sýkingar, sem eru mjög fátíðar meðal fólks með eðlilegt ónæmis- kerfi, auk þess sem tvær tegundir krabbameins herja á þessa sjúkl- inga, húðkrabbamein, sem oft fer í innri líffæri, og eitlakrabbamein, sem stundum á upptök sín í heila. Enginn íslendingur hefur sýnt þess merki að vera með ónæmistæringu á þessu fjórða stigi. í öllum heiminum er nú vitað með vissu um 15 þúsund manns sem hafa ónæmistæringu á hæsta stigi, þar af eru 13 þúsund í Bandaríkjun- um og 600-800 í Evrópu. Aðeins í þremur Evrópulöndum hefur ekk- ert tilfelli réttnefndrar ónæmis- tæringar fundist, í Póllandi, Tékkó- slóvakíu og á íslandi. Að sögn Haralds Briem er nú verið að leggja síðustu hönd á inn- réttingu sérstakrar rannsóknar- stofu á Borgarspítalanum, til rann- sókna á blóðsýnum einstaklinga sem bera ónæmistæringarveiruna. Hins vegar er ekki enn farið að taka upp mótefnamælingar hér á landi, og hafa Svíar annast þær fyrir spítalana hér undanfarið. Haraldur sagði að það væri mjög brýnt að taka upp mótefnamæling- ar á íslandi, og væri unnið að undirbúningi þess á vegum Rann- sóknarstofu Háskólans í veiru- fræði. Haraldur sagði þó, að yrði slík aðstaða ekki sett upp fljótlega, byggist hann við að byrjað yrði á mótefnamælingum við nýju rann- sóknarstofuna í Borgarspítalanum. HELMINGNUM af þeim fötum sem safnað var á dögunum á vegum Rauða kross fslands var skipað út í gær. Alls fara nú um 44 tonn af fatnaði með leigu- skipi Sambandsins til Dan- merkur þar sem fötin verða flokkuð nánar. Síðar verða þau send til Afríku þar sem þau verða notuð í hjálpar- starfi Rauða krossins. Svip- að magn verður síðar sent utan. Myndin er tekin við Sundahöfn í gær er starfsmenn RKÍ komu með fatnað til að setja i gáma. Kartöfluuppskeran 14—15 þúsund tonn ÚTLIT er fyrir að kartöfluuppskera landsmanna í haust sé um 70% af uppskeru síöasta árs, eöa 14—15 þúsund tonn. Samkvæmt því veröa íslenskar kartöflur á boröum lands- manna vel fram á vorið. Uppskeran er nokkuð mismun- andi eftir landshlutum. Sam- kvæmt upplýsingum Agnars Guðnasonar yfirmatsmanns garðávaxta var uppskeran góð í Þykkvabæ og annars staðar á Suðurlandi, litlu minni en í fyrra. Aftur á móti er uppskeran í Eyja- firði og Öræfasveit aðeins um helmingur þess sem var í fyrra og á Austurlandi aðeins þriðjungur af síðasta árs uppskeru, en þá var reyndar metuppskera á kartöflum á landinu. Sjá „Kartöfluuppskeran um 70% af uppskeru síöasta árs“ á bls. 36.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.