Morgunblaðið - 05.10.1985, Page 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER1985
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgenser.
Freysteinn Jótiannsson,
Magr.ús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, simi 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 35 kr. eintakiö
Launaþróun og
menntun
Launaþróun hér á landi hef-
ur lengi verið deiluefni.
Markviss launastefna hefur
naumast verið fyrir hendi.
Hvorki stéttasamtök né stjórn-
málamenn hafa tekið af skarið
í þessu efni.
Flestir gera sér grein fyrir
því að fullur jöfnuður í launum
er út í hött. Störf gera mjög
mismunandi kröfur til þeirra
er sinna þeim, bæði að því er
varðar menntun (þekkingu) og
ábyrgð. Störf hafa og mismun-
andi vægi fyrir samfélagið,
hvort heldur þau eru unnin í
undirstöðuatvinnuvegum eða
menningarlífi, í einkafyrir-
tækjum eða á vegum hins
opinbera.
Hinsvegar hefur á skort að
þau samtök og þungavigtaröfl,
sem fyrst og fremst hafa ráðið
ferð í launaþróun hér á landi,
hafi sett fram stefnumarkandi
afstöðu um „sanngjarnt"
launabil, eftir menntunarkröf-
um og vægi starfa að öðru
leyti. Þetta mikilvæga atriði
hefur nánast verið feimnismál
í launþegasamtökum.
Á 20 ára tímabili, 1963—
1983, fjölgaði störfum hérlend-
is um 70%. Á sama tíma hefur
störfum í opinberri stjórn-
sýslu, opinberri þjónustu og
peningastofnunum fjölgað um
200%. Á þessu tímabili hefur
hlutfall opinberra starfsmanna
af heildarfjölda starfandi fólks
í landinu vaxið úr 13% í 25%.
Fjórðungur vinnandi fólks
starfar innan og í jaðri ríkis-
búskaparins.
Ríkið er langstærsti vinnu-
veitandinn í landinu. Þeir sem
þar ráða ríkjum hafa því
ómæld áhrif á launaþróun.
Sama máli gegnir um stærstu
launþegasamtökin, svo sem
ASÍ og BSRB. Alþýðubanda-
lagið kom ríkulega við sögu á
báðum þessum höfuðbólum,
stjórnsýslu og stéttarfélaga, á
verðbólgutímanum, 1971—
1983, meðal annars með aðild
að ríkisstjórnum, 1971—1974
og 1978—1983. Launaþróun á
þessum tíma segir sína sögu,
bæði hjá ríkisstarfsmönnum og
í atvinnulífinu.
Kjartan Jóhannsson, alþing-
ismaður, vekur athygli á því í
blaðagrein á dögunum, að ís-
Ienzkur prófessor, sem vann —
í námsleyfi — við rannsóknir
við háskóla í Bandaríkjunm á
sl. ári, hafi sótt um „krítar-
kort“ hjá American Express.
Honum var hafnað sem „kort-
hafa“. Synjun var rökstudd
með lágum launum hans.
Hinn íslenzki prófessor sæk-
ir síðan á ný um greiðslukort,
vopnaður vottorði um, að hann
væri deildarforseti við Háskóla
íslands. Þá fékk hann loks
jákvætt svar, skilyrt þó. Há-
marksúttekt var bundin við 300
dali eða 12.000 íslenzkar krón-
ur.
Laun hér, hvaða störfum
sem sinnt er, eru verulega
lægri en í N-Ameríku og
V-Evrópu. Hér er hinsvegar
ekkert atvinnuleysi en víð-
feðmt í tilgreindum heimshlut-
um. Fyrrgreind saga um mat
American Express á greiðslu-
hæfni íslenzks prófessors hlýt-
ur engu að síður að vekja upp
spurningar um, á hvaða vogir
menntun er vegin í íslenzku
samfélagi. Menntun, þekking
og starfshæfni (starfsreynsla)
eiga að vega þungt í launamati.
Það er og afgerandi galli á
opinberu launakerfi hér, hvað
lítið svigrúm er til að meta
hæfni og trúmennsku í starfi
til launa, því vissulega hafa
einstaklingar mismunandi
starfsvægi, þó hliðstæð skóla-
ganga sé að baki. Að þessu
leyti hafa fyrirtæki og stofnan-
ir, sem eru utan ríkisbúskapar-
ins, betri stöðu. Þar af leiðir að
nokkur atgervisflótti er frá
hinu opinbera til einkafyrir-
tækja.
Þrátt fyrir framangreint
hefur opinberum starfs-
mönnum fjölgað um nálægt
200% á 20 ára tímabili, eða á
sama tima og fjölgun starfa í
landinu í heild er um 70%.
Þetta er að vísu svipuð þróun
og víða annars staðar. Þegar á
heildina og alla málavöxtu er
litið hlýtur sú spurning að leita
á hugann, hvort endurskipu-
lagning og uppstokkun í ríkis-
búskapnum geti leitt til færri
en betur launaðra ríkis-
starfsmanna — og jafnvel
lækkunar ríkisútgjalda sem
hlutfalls af þjóðartekjum, án
þess að opinber þjónusta
minnki að ráði. Hér skal ekki
alhæft í þessu efni. En viðvar-
andi aðhald er mjög mikilvægt
í rikisbúskapnum, ekki sizt frá
sjónarhorni skattgreiðenda,
það er alls almennings. Það má
ekki gleymast í þessu sam-
bandi að skattheimtan hefur
afgerandi áhrif á kjarastöðu
einstaklinga og heimila.
Menntun, þekking og starfs-
reynsla hafa, þegar alls er
gætt, megináhrif í framfara-
sókn þjóðarinnar, afkomulega
séð og menningarlega séð. Það
er því nauðsynlegt að þessi
mikilvægu atriði hafi sín áhrif
á framvindu launaþróunar í
landinu, samhliða vægi starfa
og afrakstri.
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
M§jsGsLt uÆ
307. þáttur
ég á af rímum Sigurðar Breið-
fjörðs, stendur enga, þar sem
Halldór hefur orðið enginn.
Kann vera að Halldór hafi lært
þetta úr annarri útgáfu, þar
sem vísan hefur verið eins og
hann mundi hana. Þetta er 35.
vísa úr 4. rímu Jómsvíkinga-
rímna (gagaraljóð víxlhend).
Ég er alveg á sama máli og
bréfritari um orðmyndina
svarna. Ég held hún sé þarna
orðin til úr sú (þ)arna. Eins er
athugasemd Halldórs varðandi
grein hér í blaðinu 20. sept. sl.
réttmæt. Ég myndi þó gera
lítið úr „kynvillu" höfundar,
því að þetta er svolítið flókið
mál, og það þótt leitað sé til
orðabókar Menningarsjóðs. Ef
þar er flett upp orðmyndinni
atarna, er vísað annars vegar í
ama og hins vegar í tarna. Um
orðmyndina arna segir svo:
„arna ÁFN (stundum ÓB
(eftirsett sem AO), stundum
beygt): (sv)arni — (sv)arna —
(sv)arna — (< sú arna) —
(sv)örnu (þá örnu), einnig a-
tarna tarna), þessi (sá) þarna:
maðurinn sá a., stúlkan sú a.
(svarna), fólkið það a. (a-
tarna)."
Þegar flett er upp tarna, seg-
ir:
„tarna(na) AO (það) arna: að
t. þetta: hvað er að L?, t. var
auman, þetta var slæmt, aumt.“
Sem sagt: orðasamböndin sá
þarna, sú þarna og það þarna
hafa breyst og bjagast á marg-
an hátt. Léttum svo hjalið með
vísu sem eignuð er Ara Sæ-
mundssyni (fyrri hlutinn) og
ólafi Eggert Briem (botninn).
Ari kvað og rétti Ólafi staup
af víni:
Þarna er staupið, settu sopann
senn í tanna þinna grunn.
Ólafur tæmdi staupið í ein-
um teyg og mælti síðan hik-
laust:
Tarna raupið, réttan dropann
renna fann ég inn í munn.
Ólaf Davíðsson í gamalli Eim-
reið (4. árg.), og er einmitt sett
sem „eftirmáli eða niðurlags-
orð“. Þar er vitnað í orðabók
Jóns ólafssonar, en höfundar
ekki getið. Væri mér þökk á
því, ef lesendur gætu grafið
hann upp.
*
í síðasta þætti urðu, aldrei
þessu vant í seinni tíð, tvær
vondar prentvillur. í vísu
Arngríms Brandssonar kom til
í stað vil. Fyrri hluti vísunnar
átti að vera svo:
Rædda eg lítt við reglur Eddu
ráðin mín ok kvað sem bráðast
vísur þær er vil eg ei hrósa,
verkinn sá erat mjúkr í kverkum.
í vísu úr Lilju misfórst orðið
miskunn. Síðari hluti hennar
er svo:
Hræðilega með blindri blíðu
blekkist hold í dauðans flekkun.
Hrelldr af slíku ættig aldri
ugglauss vera, þó miskunn huggi.
*
Orðið haust merkir fyrst
uppskera, síðan uppskerutími.
Á gamalli germönsku var þetta
hin skemmtilegasta orðmynd:
*harbusta. Samsvarandi orð er
í færeysku heyst, dönsku höst.
þýsku Herbst, ensku harvest. í
grisku merkir samsvarandi orð
ávöxt, og enn er þetta af sömu
rót og latneska sögnin carpere
= tína, grípa (Carpe diem
(„gríptu daginn") sögðu Róm-
verjar, þegar þeir voru að
áminna mann um að missa
ekki af tækifærinu eða nýta
tímann). í orðinu haust berum
við íslendingar fram stutt tví-
hljóð. Segja mér lærðir menn
að við séum víst eina þjóðin í
heiminum sem það kann, og
væri vert að varðveita, en taka
ekki til að segja [hust], eins og
sumir segja reyndar [ustur] eða
[glastur] fyrir austur og glæstur.
Halldór Kristjánsson frá
Kirkjubóli skrifar svo:
„Heill og sæll, Gísli.
„Það irriterar minn estet-
iska sans að horfa á hann ...,“
var haft eftir bókaverðinum.
Það er margt sem ergir og
særir viðkvæman smekk.
Ég sé í Morgunblaðinu í gær
[20. sept.] að maður er að reyna
að fyrna mál sitt. Hann reynir
að nota orðalagið a tarna en
gætir þess ekki að það á ein-
ungis við í hvorugkyni þar sem
það er dregið saman úr það
þarna. Og það er hvorugkyn.
Því er ekki hægt að segja:
Maðurinn a tarna því að orðið
maður er karlkyns. Sá sem
þannig talar er kynvilltur.
Mig minnir að í Jómsvík-
ingarímum Sigurðar Breið-
fjörðs sé vísa eitthvað á þessa
leið:
Enginn konu eiga má
eöa neina faðma snót.
Var það svona? Svei því þá.
Svarna greinin, hún er ljót.
Þetta svarna held ég að sé
dregið saman úr sú arna eða sú
þarna en ekki sé verið að segja
að umrædd grein hafi verið
svarin. Annað dæmi sem styð-
ur minn skilning held ég að
megi finna I formála þriðju
útgáfu Snótar heldur en ann-
arrar.
Vísan: Tóbakið sem tíðkar
þjóð, held ég að finnist í gam-
alli Eimreið með grein sem
ólafur Davíðsson skrifaði um
landnám og sögu tóbaksnautn-
ar á íslandi. Mig minnir að
þessi staka væri sem einskonar
eftirmáli eða niðurlagsorð. En
allt er þetta sagt eftir minni
þar sem aðrar heimildir eru
ekki við hendi.
Bestu kveðjur."
*
Enn þakka ég Halldóri
Kristjánssyni margt gott bréf-
ið. Hann er vel minnugur. Hið
eina í bréfi hans, sem ekki
kemur nákvæmlega heim við
bækurnar mínar, er upphafið
á vísunni. I þeirri útgáfu, sem
*
Tóbaksvísan er, eins og
Halídór minnti, í grein eftir
P.s. Heimilisfang umsjónar-
manns er nú Smárahlíð 7 I
Akureyri.
Sin fóníu tónleikar
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Vetrarstarf Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands hófst með
áskriftartónleikum í Há-
skólabíói, sl. fimmtudag, und-
ir stjórn Militades Caridis. Á
efnisskránni voru þrjú verk.
Fyrst sjötta sinfónía Beet-
hovens, í miðið varkonsert
fyrir fjóra tréblásara og
hljómsveit eftir Francaix og
síðast Mandaríninn maka-
lausi, eftir Bartok. Fyrsta
verkið er gamall kunningi og
hefur honum oftlega verið
misboðið, svo að jafnvel
áheyrendum hefur ofboðið.
Nú var leikur hljómsveitar-
innar í yfirmáta yfirvegaður
og sinfónían leikin á klassísk-
an máta. Eitt af meginein-
kennum klassiskrar tónlistar
er hreinleiki forms og rit-
háttar og var þessum sjónar-
Millitades Caridis
miðum haldið hátt á lofti hjá
Caridis. Slíkt jafnvægi í leik
getur átt vel við í þeirri sjöttu,
sem í heild var ágætlega flutt
af hljómsveitinni. annað verk-
ið var Fjór-konsert eftir Fran-
caix. Hann hefur tamið sér
rithátt í nýklassískum stíl og
er gamansemi og léttur, leik-
andi ritháttur hans oft við
mörk „sirkusmennskunnar".
Einleikarar voru félagarnir úr
Blásarakvintett Reykjavíkur,
Bernhard Wilkinson, Daði
Kolbeinsson, Einar Jóhannes-
son og Hafsteinn Guðmunds-
son. Þeir fjórmenningarnir
léku frísklega og vel og gáfu
verkinu gamansaman svip og
einnig svo litla viðkvæmni,
eins og í fallegum þriðja þætti
verksins, er að nokkru minnti
á dapurlegt andlit trúðsins,
sem í síðasta þættinum
breytti um svip í ærslafullan
og fjörmikinn leik. Síðasta
verkið var Mandaríninn
makalausi, sem er feikna
skemmtilegt tónverk. Hljóm-
sveitin var óvenjulega góð,
enda átti stjórnandinn i raun
einleik með hljómsveitinni.
Sannarlega kann Caridis
verkið utan að og stjórnaði
því, sem og fyrir verkunum,
blaðalaust. Stjórn var ein-
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER1985
25
Skoðanakúgun
Eiði Guðnasyni og Markúsi Erni útvarpsstjóra svarað
— eftir Óla Björn
Kárason
„Ég er andvígur því sem þú segir, en
ég mun verja upp á líf og dauða rétt
þinn til að halda því fram.“ Voiuire.
Þessa hugsun Voltaires ættu
allir frjálslyndir menn, þar á með-
al Markús Örn Antonsson, út-
varpsstjóri og Eiður Guðnason al-
þingismaður að hafa að leiðar-
ljósi. Skoðanafrelsi er einn horn-
steina lýðræðisskipulagsins.
Umburðarlyndi gagnvart and-
stæðum skoðunum hljóta stjórn-
málamenn ekki síður en þeir sem
starfa við fjölmiðla að reyna að
tileinka sér. Því miður virðast
hvorki útvarpsstjóri, Markús Örn
né Eiður Guönason, alþingismað-
ur, hafa til að bera umburðarlyndi
gagnvart þeim sem eru annars
sinnis, en þeir telja „rétt“. Það
svíður sárt að verða vitni að því að
þeir tvímenningar, sem báðir hafa
skipaö sér í raðir lýðræðissinna,
skuli nú ganga fram fyrir skjöldu
og telja nauðsynlegt að leggja
hömlur á einn helgasta rétt frjáls-
borinna manna - réttinn til að láta
skoðanir sínar í ljós og frelsi til
orðs og æðis.
ÍJtvarpsstjóri
og þingmaðurinn
í grein sem Markús Örn Ant-
onsson ritaði í Morgunblaðið mið-
vikudaginn 2. október fjallar hann
um Suður-Afriku og svokallaðan
svartan lista, en á honum eru nöfn
þeirra listamanna og íþrótta-
manna sem komið hafa fram í
Suður-Afríku. Tilefni þess að út-
varpsstjóri tekur sér penna i hönd
er grein eftir undirritaðan í Morg-
unblaðinu síðastliðinn laugardag.
Daginn eftir að grein Markúsar
Arnar birtist, er svargrein Eiðs
Guðnasonar hér í blaðinu. 1 fyrr-
nefndri grein minni nafngreindi
ég sérstaklega þá tvímenninga,
sakaði Eið um „hræsni og tví-
skinnung gagnvart Suður-Afríku
og ekki sist gagnvart þeim hug-
sjónum og hugmyndum sem liggja
að baki lýðræðinu og frelsi ein-
stakiinganna“. Þá bar ég þungar
sakir á útvarpsstjóra (og á Eið
Guðnason) fyrir það að brjóta
stjórnarskrána og útvarpslög,
þegar og ef samþykkt útvarps-
stjóra norrænna útvarpsstöðva
kemur til framkvæmda.
Hvorugur svarar ásökunum
mínum eða gagnrýni, sem þó er
kveikjan að skrifum þeirra. Þess í
stað velja þeir þann kost að skýla
sér á bakvið frekar óljósar sam-
þykktir er íslensk stjórnvöld hafa
greitt atkvæði með á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna.
Eiður Guðnason byrjar grein
sina á ásökunum: „Alltaf öðru
hverju birtast greinar í íslenskum
blöðum þar sem því er haldið
fram, beint eða óbeint, að við eig-
um ekkert að vera að skipta okkur
af eða gagnrýna ástandið i Suður-
Afríku og þær hörmungar, sem
þar eiga sér nú stað. Við eigum að
láta þetta afskiptalaust vegna
þess að ástandið sé viðlíka slæmt
annarrs staðar.“
Að segja hug sinn allan
Þessa fullyrðingu sína hirðir
þingmaöurinn ekki um að styðja
með rökum. Af hverju bendir Eið-
ur Guðnason ekki á þær greinar er
hann hefur í huga. Eiður verður
að nefna skýr dæmi um það hvað
hann hefur i huga, eða heita
ósannindamaður ella. Sé þingmað-
urinn að dylgja um afstöðu mína
og annarra er lagst hafa gegn
viðskipta- og skoðanaþvingunum,
ætti hann að búa yfir þeim
manndómi að ganga hreint til
verks og segja sinn hug allan.
Dylgjur þingmannsins lýsa best
þeim slæma málstað er hann gerir
tilraun til að verja.
Á hitt er að líta að afstaða mín
til ástandsins i Suður-Afríku og
aðskilnaðarstefnunnar kemur
þessu máli alls ekki við. Andstaða
mín gegn aðskilnaðarstefnunni
kom hins vegar skýrt fram í grein
sl. laugardag og í grein er birtist
hér í blaðinu í júlímánuði er leið,
kom greinileg andúð mín á kúgun
hvita minni hlutans á þegnum af
öðrum uppruna. Þá grein skrifaði
ég eftir að hafa verið i Suður-
Afríku og kynnt mér ástandið þar.
Kjarni málsins er hvort hér á Is-
landi eigi að ríkja skoðanafrelsi og
hvort umburðarlyndi eigi að vera
leiðarljós Islendinga í samskipt-
um þeirra sin á milli. Hugmyndir
'Sr
Óli Björn Kárason
Markúsar Arnar og Eiðs Guðna-
sonar ganga þvert á þetta.
I frétt í Morgunblaðinu 25. sept-
ember er greint frá þvi að út-
varpsstjórar á Norðurlöndum hafi
samþykkt að hafa ekki fólk, sem á
einhvern hátt er hiðhollt aðskiln-
aðarstefnunni, í sinni þjónustu.
Auk þess að ráða ekki fólk, sem er
andvígt þvi að einangra landið
menningarlega. I grein sinni segir
útvarpsstjóri, að fréttin sé út í
hött, svo og grein mína laugardag-
inn 28. september. Þegar blaða-
maður Morgunblaðsins spurði
Markús Örn í síðustu viku um
fund hans með norrænum starfs-
bræðrum, segir hann: „Það var
álit útvarpsstjóranna, að skrá sú
yfir listaménn sem nefnd hefur
verið „svarti listinn" sé óljós og
þarfnist nákvæmrar athugunar og
sé þess vegna ekki óyggjandi
heimild í þessum efnurn." I grein
sinni segir útvarpsstjóri: „Verði
niðurstaðan sú, að til sé slíkur
endurskoðaður, marktækur listi
líta útvarpsstjórarnir svo á að
norrænu útvarpsstöðvunum beri
siðferðileg skylda til að virða
hann.“ Eða með öðrum orðum,
þeir sem hafa aðrar skoðanir en
þær „einu réttu" eru gerðir rétt-
lausir og vegna þeirra ofsóttir.
Markús Örn segir að frétt Morg-
unblaðsins um samþykkt útvarps-
stjóranna sé röng. Eitt virtasta
dagblað Norðurlanda, Berlingske
Tidende, birti 1. október síðastlið-
inn samhljóða frétt og kveður
mun fastara að orði. Yfirskrift
fréttarinnar, sem er ein aðalfrétt
blaðsins á forsíðu er: „Nordiske
TV-chefer boykotter Sydafrika".
Útvarpsstjóri veröur að svara
þeirri spurningu af hverju hann er
tilbúinn að banna skemmtikröft-
um að koma fram i íslenskum
ríkisfjölmiðlum, ef þeir hafa
skemmt Suður-Afríkubúum. Af
hverju gerir Markús Örn ekki
minnstu tilraun til að vera sam-
kvæmur sjálfum sér, og bannar
fólki sem komið hefur fram í öðr-
um ríkjum er svívirða mannrétt-
indi, að koma fram? Eru mann-
réttindabrot stjórnvalda í Suður-
Afríku verri en annarra ríkja?
Hvar ætlar útvarpsstjóri að draga
mörkin?
Skoðanaofsóknir
„Svarti listinn" svokallaði, er
útbúinn af stofnun, sem heyrir
undir aðalskrifstofu Sameinuðu
þjóðanna; Centre Against Apart-
heid, en í samvinnu við apart-
heid-nefndina, sem lýtur forustu
Nígeríu, sem hefur ekki hreinan
skjöld þegar komið er að mann-
réttindum. Engar samþykktir
hafa verið gerðar um þennan lista
á vettvangi Allsherjarþingsins eða
Öryggisráðsins. Islendingar eru
því ekki bundnir að virða þennan
lista hvorki siðferðilega né laga-
lega. Það er hins vegar ekki merg-
ur málsins, heldur hitt að stofnun
á vegum Sameinuðu þjóðanna
skuli ganga fram fyrir skjöldu
með þessum hætti, vanvirða rétt
einstaklinga til sjálfstæðra skoð-
ana, og reyna að hindra frelsi
manna til orðs og æðis. Þessu
verður að mótmæla, og skiptir þá
engu hvort aðgerðir af þessu tagi
beinast gegn Suður-Afríku, Sovét-
ríkjunum eða öðrum ríkjum er
fótumtroða mannréttindi á degi
hverjum.
Einhver svartasti blettur á sögu
Bandaríkjanna, er McCarthy-
tímabilið á sjötta áratugnum.
Listamenn og hlaðamenn urðu
einkum fyrir ofsóknum. Þeir voru
útilokaðir frá vinnu vegna þess að
þeir höfðu ekki hinar „réttu" skoð-
anir - voru vinstrisinnar. I mínum
huga er enginn eðlismunur á þess-
um ofsóknum upp úr 1950 í Band-
aríkjunum og Tillögu Eiðs Guðna-
sonar annars vegar og samþykkt-
ar norrænu útvarpsstjóranna hins
vegar. Hugmyndafræðin eru sú
sama. Útvarpsstjóri kallar að-
gerðir af þessu tagi „táknrænar".
Hvorki útvarpsstjóri né Eiður
Guðnason svara þeim röksemdum
sem undirritaður setti fram í
grein þeirri er varð kveikjan að
skrifum þeirra. Þeir reyna, eins og
áður segir að skýla sér bakvið
samþykktir, sem íslensk stjórn-
völd hafa gert á alþjóða vettvangi
um Suður-Afriku. En um þær
snýst ekki málið, þó vissulega hafi
Islendingar gerst sekir um tví-
skinnung og hræsni.eins og marg-^
ar aðrar ríkisstjórnir lýðfrjálsrá
ríkja. Eiður og Markús gera sig
seka um þetta einnig.
Farið fram í lögleysu
Útvarpslög eru skýr og leggja
miklar skyldur á herðar útvarps-
ins. Ein höfuðskylda þess er að
gæta fyllstu hlutlægni gagnvart
öllum einstaklingum, félögum og
stofnunum. Komist samþykkt út-
varpsstjóranna í framkvæmd,
mun Markús Örn og útvarpsráð
fara fram í lögleysu. Hvorki út-
varpsráð né útvarpsstjófi geta^
meinað listamönnum eða öðrum
að koma fram í ríkisfjölmiðlum
vegna þess að skoðanir þeirra fara
ekki saman við það sem þessir að-
ilar telja „réttar", en því má þá
jafnframt bæta við að menn þurfa
alls ekki að láta í ljós neina skoð-
un með því að syngja, leika eða
spila fótbolta í einhveriu landi,
svo dæmi séu tekin. Islenskur
lista- eða íþróttamaður, sem kem-
ur fram í Sovétríkjunum, þarf til
að mynda ekki að hafa neina sam-
úð með ofbeldi kommúnistastjórn-
arinnar þar eða í öðrum svipuðum
löndum, þótt hann vilji syngja eða
leika fyrir almenning. Úm þetta
gætu margir Islendingar vitnað, eff
spurðir væru. Sama gildir um
Suður-Afríku.
Útvarpsstjóri gefur hins vegar í
skyn að hægt sé að beita öðrum
brögðum, þar sem ríkisútvarpið
hefur rétt „til að velja og hafna",
eins og hann orðar það. Þessi hót-
un er athyglisverð, sérstaklega
þegar haft er í huga hver hana
lætur frá sér fara.
I títtnefndri grein minni var
sagt að það samrýmdist ekki
prentfrelsisákvæðum og andas[
stjórnarskrárinnar að banna
mönnum með tilteknar skoðanir
að láta þær í Ijós i ríkisfjölmiðlum
og enn síður mönnum sem komið
hafa fram í ríkjum sem fordæmd
hafa verið fyrir stjórnarfar sitt.
Samþykktir Sameinuðu þjóðanna
um refsiaðgerðir gegn Suður-
Afriku og afstaða Islendinga
breytir þar engu. Á allsherjar-
þingi taka menn ekki ákvarðanir
um það hvort mannréttindi séu
höfð í heiðri hér á tslandi eður ei.
Svo ekki sé vikið að hinum þættin-
um, hversu ógeðfellt það er að láta
erindreka harðstjóra með blóði
drifnar hendur segja sér fyrir
verkum í þessum efnum, sem öðr-
um.
Bernhard Wilkinson, Einar Jóhannesson, Hafsteinn Guðmundsson og Daði Kolbeinsson.
staklega örugg svo að hvergi
var slegið slöku við, enda var
hljómsveitin í essinu sínu og
lék á kölfum frábærlega vel.
Militades er sannarlega góður
stjórnandi og væri vert að fá
hann til okkar. Ekki hefur
undirritaður haft tíma til að
rýna í efnisskrá Sinfóníu-
hljómsveitarinnar í vetur en
við lauslegt yfirlit er þar
margt glæsilegra listamanna,
bæði innlendir og erlendir og
flutt verða mjörg af stærri
verkum tónbókmenntanna.
Starfi hljómsveitarinnar er
skipt í þrjú svið og er þar fyrst
að nefna áskriftartónleikana
sem eru ráðgerðir sextán tals-
ins, þá fernir Helgartónleikar
og í þriðja lagi sérstakir tón-
leikar þar sem m.a. verða flutt
meiriháttar kórverk.
Líkur eru á því að starf
Sinfóníuhljómsveitar íslands
verði mjög fjölbreytilegt og
standa auk þess vonir til þess
að hlustendum gefist kostur á
að heyra fleira en það sem
Sinfónían leggur fram og
verður ekki annað sagt, að
heldur hafi veður skipast í
lofti, varðandi flutning óperu-
verka, frá því að það leið ára- L
tugur og jafnvel meir á milli
þess sem settar voru upp óper-
ur hér á landi. Nú er slíkt
ekki aðeins árlegur viðburður,
heldur eru jafnvel fluttar
margar óperur á ári. Fólk
getur svo reynt að ráða þá
skákþraut, hverjir standi þar
að tafli og í þvi sambandi má
minna á, að í raun verður
aldrei hægt að vinna þá skák,
nema að vogað sé því, að þessi
sérkennilega skák leggist nið- í
ur, eða teflendur hafi ekki
lengur neina skákmenn til að
tefla fram og til einskis að
vinna. Því er rétt að allir tefli
með gát og jafni með sér það
sem til ágreinings kann að
koma, en láti ekki „hendur
skipta"!.