Morgunblaðið - 05.10.1985, Side 32

Morgunblaðið - 05.10.1985, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER1985 + Eiginkona mín, ÁSTATHORSTENSEN, erlátin. Gunnar Reynir Sveinsson. t Elskuleg móöir okkar, tengdamóðir og ammá, ÁSGEROUR BJARNADÓTTIR, Háaleitisbraut 30, lóst í Borgarspitalanum fimmtudaginn 3. október. Bjarni Jónsson, Þuríöur Stefánsdóttir, Herdís Jónsdóttir, Stefán Ragnarsson, Snaebjörn Jónsson og barnabörn. + Móðursystir okkar, SÓLVEIG HELGA GUDMUNDSOÓTTIR, Lambastaóabraut 3, lést á Dvalar- og elliheimilinu Grund fimmtudaginn 3. okt. Jaröarför- in auglýst síöar. Gunnhildur Rögnvaldsdóttir, Esther Rögnvaldsdóttir. + Elskulegi eiginmaöur minn, faöir okkar, sonur og bróöir, MAGNÚSJÓNSSOON byggingameistari, Noröurvangi 48, Hafnarfiröi, andaöist i Borgarspítalanum miövikudaginn 2. október. Einína Einarsdóttir, Rósa Ingibjörg Jafetsdóttir og börn. Magnea Magnús- dóttir - Minning Fædd 13. nóvember 1912 Dáin 27. september 1985 Magnea Ólöf Magnúsdóttir fæddist 13. nóvember 1912. Hún var dóttir hjónanna Magnúsar Magnússonar og Margrétar Er- lendsdóttur, sem bjuggu í Trað- húsum í Höfnum. Magnús var lengi formaður á áttæringnum Evu, sem hann gerði út með Giss- uri bróður sínum og Ólafi Ketils- syni á Kalmanstjörn. Magnús var góður sjómaður og aflamaöur, dagfarsprúður maður og viðfelld- inn, enda hélst honum vel á út- róðramönnum. „Magnús siglir Evu á/og með góðu liði .. “ er fyrripartur úr gamalli vísu, sem vertíðarmenn fóru með, enda þótti þeim gott að komast í skipsrúm hjá honum. Börn þeirra hjóna voru fimm, Erlendína og Vil- hjálmur, sem búa í Höfnum, og Rannveig og Sigurður, sem bjuggu í Sandgerði, en eru nú á elliheimil- inu Garðvangi í Garði, þar sem Magnea hafði einnig verið að und- anförnu. Þeir bræður munu snemma hafa sótt sjóinn, enda heyrði það til í Höfnunum, þar sem var eitthvert besta útræði á Suðurnesjum og ágætir sjósóknar- ar, en landkostir ekki afar miklir, bústofn víða óverulegur. Magnea giftist til Keflavíkur, Hirti Gunnarssyni, og áttu þau alla tíð heima á Aðalgötu 6 þar í gamla bæjarhlutanum. Foreldrar Hjartar voru Gunnar Árnason skósmiður og kaupmaður og Hólmfríður Hjartardóttir kona hans. Gunnar rak verzlun þar í húsinu, eins og gamlir Keflvík- ingar muna. Eftir að Gunnar féll frá, var um skeið verzlunarrekstur þar. Ég var víst lítill strákur, þeg- ar Magga stóð bak við búðarborðið á Aðalgötu 6, en vel man ég eftir henni innan um þykka efnis- stranga og fleira forvitnilegt. Ég átti þá heima á hæðinni fyrir neð- an þau Hjössa. Mér fannst þau alltaf vera afskaplega vingjarnleg og skemmtileg í tali, og undir það geta áreiöanlega margir tekið, því þau hjón voru mjög vel liðin og áttu marga góða vini. Heimili þeirra á efri hæðinni var fallegt og snyrtilegt. Þangað var gaman að koma, því þeim var gestrisni ásköpuð og móttökurnar afar hlý- legar. Ég naut þess líka á stráks- árum mínum, að þau voru ákaf- lega barngóð, þó ekki yrði þeim barna auðið. Þetta kom fram í margvíslegri þolinmæði. Ég man til dæmis vel eftir mér úti í kál- garði, þar sem Magga kenndi mér allt um líf einstæðra kartöflu- mæðra, þá góðu ánamaðka og þau illu illgresi. Svo fór hún líka með mig alla leið upp í kirkjugarð, og þar urðu til ýmis umhugsunarefni. Hjössi ók lengi eigin vörubíl, en starfaði ríðan í 35 ár hjá Olíufé- laginu hf. á Keflavíkurflugvelli, traustur starfsmaður og orðlagður fyrir glettni. Hann lézt 1. sept- ember 1982, og hafði ekki gengið heill til skógar, þó hann bærist hraustlega af. Magga fékkst um nokkurt árabil við verzlunarstörf. En fyrir all- löngu tók hún að kenna vanheilsu, fyrst lömunar í handlegg, og átti hún eftir það erfitt með öll störf. Hún varð síðar fyrir meiri áföllum og var nokkur síðustu árin á sjúkrahúsum og elliheimilunum í Keflavík og síöast í Garðinum, þar sem hún andaðist 27. september síðastliðinn, tæpra sjötíu og þriggja ára að aldri. + Faöirokkar, BRAGI SIGJÓNSSON, Hjaröarhaga 42, lést i Borgarspítalanum 25. september. Jaröarförin hefur fariö f ram i kyrrþey aö ósk hins látna. Haukur Bragason, Helga Bára Bragadóttir, Sigurjón G. Bragaaon. + Útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, RANNVEIGAR PÉTURSDÓTTUR, Vallargeröi 8, fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 7. október kl. 10.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö en þeir sem vilja minnast hennar vinsamlegast láti Krabbameinsfélag islands njóta þess. Guölaugur Gislason, Kristjana Guölaugsdóttir, Vilberg Helgason, Gísli V. Guölaugsson, Björg Steinarsdóttir og barnabörn. X + Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns mins, fööur okkar, tengdafööur og afa, STEINÞÓRS CARLS ÓLAFSSONAR frá Skagaströnd Guörún Halldórsdóttir, Theodór Carl Steinþórsson, Ólöf Björg Steinþórsdóttir, Halldór Carl Steinþórsson, Harpa Haróardóttir, Kristjana Steinþórsdóttir, Indriöi H. ívarsson, Steinunn Steinþórsdóttir, Karl Rósinbergsson og barnabörn. Legsteinar granít — marmari Optó alla daga, •mnig kvöld oghetgar. flanct ö.l. Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi, símar 620809 og 72818. Guömundur Þor- láksson - Minning Guðmundur Þorláksson bóndi í Seljabrekku lést í sjúkrahúsi þ. 30. september sl. níræður að aldri. Guðmundur fæddist að Korp- úlfsstöðum í Mosfellssveit þ. 29. nóvember 1894 og ólst þar upp með foreldrum sínum. Um 1920 seldi faðir hans jörðina, en kaupandi var Einar Benediktsson skáld, og bauð hann hærra verð en bónda- sonurinn gat ráðið við. Einar seldi svo jörðina bráðlega aftur Thor Jensen sem gerði hana að stórbýli svo sem kunnugt er. Þegar Korpúlfsstaðir voru seldir fluttist Guðmundur, sem þá var kvæntur Bjarnveigu Guðjónsdótt- ur, til Reykjavíkur og starfaði þar í nokkur ár að ýmsum störfum. Árið 1927 gerðist hann bústjóri hjá Guðmundi Kr. Guðmundssyni að Minna-Mosfelli í Mosfellssveit, en árið eftir tók hann jörðina á leigu og bjó þar til ársins 1934. Það sama vor stofnaði Guð- mundur nýbýlið Jónssel sem fékk þó fljótlega nafnið Seljabrekka og hefir hann búið þar síðan eða þar til hann seldi dóttursyni sínum jörðina fyrir tveim árum. Það var mikil bjartsýni að ráð- ast í þessa nýbýlisstofnun og byggja þar allt upp frá grunni, en ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliA stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tiÞ efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu Ifnubili. þau hjónin bjuggu með fjölskyld- una í tjaldi fyrsta sumarið. Þetta tókst og byggt var ibúðarhús, fjós og hlaða ásamt fjárhúsi. Margir telja að þetta hafi verið sérstakt afrek af eignalausum manni, en Guðmundur var vel kynntur og þekkti marga ágætismenn sem studdu við bak þeirra hjóna er mest lá við. Þau Guðmundur og Bjarnveig eignuöust sex mannvænleg börn og komu þeim öllum vel til manns en þau tóku einnig fleiri börn í uppeldi því önnur sex börn fermd- ust frá heimili þeirra en það segir sína sögu um heimilisbrag á þeim bæ. Guðmundur lagði gjörva hönd á margt á sinni löngu lífsleið og var mjög félagsiyndur. Hann var eftirsóttur fundarritari á ýmsum stærri fundum svo sem í Mjólkur- félagi Reykjavíkur, Sláturfélagi Suðurlands og var hann deildar- fulltrúi í báðum þessum félögum. Þá var Guðmundur lengi mats- maður hjá Brunabótafélagi ís- lands og annaðist ýmiskonar skrif- stofustörf fyrir suma embættis- menn sveitarinnar, enda vel ritfær og listaskrifari. Þá skrifaði hann margar greinar um hin ólíkustu mál í blöð og tímarit og að hluta var hann fréttamaður ýmissa fjöl- miðla í Reykjavík. Guðmundur starfaði vel í Búnaðarfélagi Mos- fellshrepps alla tíð og var einn af stofnendum Hestamannaféiagsins Harðar i Kjósarsýslu. Hesta- mennskan var honum mikið áhugamál, og hann átti alltaf frá fyrstu tíð ágæta gæðinga. Hann var stjórnarmaður í hestamanna- félaginu um skeið og um langt árabil fundarritari Landssam- bands hestamannafélaga. Guðmundur var vel lesinn og átti feikna gott bókasafn, en stór- an hluta af því gaf hann til heimil- is aldraðra að Hlaðhömrum. Hann átti einnig gott safn blaða og tímaritá. Það var fallegt að sjá, hve Hjössi hugsaði einstaklega vel um Möggu í veikindum hennar, meðan hans naut við. Þau voru svo sam- rýnd hjón, að hlaut að vekja að- dáun, og segir nokkuö um gott eðl- isfar þeirra beggja. Magga var hávaxin kona og bar sig vel, lagleg og með fallegt yfir- bragð. Hún var vel máli farin og átti létt með að halda uppi skemmtilegum samræðum, því hún fylgdist vel með, svo lengi sem hún hafði heilsuna. Hún hafði góða hugsun til fólks og lagði þvi lið, ef hún gat orðið að gagni. Hún var framtakssöm um margt. Ætli hún hafi ekki verið ein fyrsta kon- an í Keflavík, sem ók bifreið — að minnsta kosti man ég enn, hvað ég varð undrandi. Það var alltaf mjög gaman og notalegt að fá þau Hjössa í heimsókn og endurgjalda þær heimsóknir; það voru glaðar stundir. Það er margt að þakka. Við fjöl- skyldan sendum aðstandendum hennar samúðarkveðjur. Drottinn, veit henni hina eilífu hvíld og lát hið eilífa ljós lýsa henni. Sigurður Ragnarsson Eins og að líkum lætur var oft þröngt í búi hjá þeim hjónum í Seljabrekku því mikil var upp- byggingin og hafist var handa um framkvæmdir, er hin margum- rædda kreppa stóð sem hæst. Þau létu aldrei deigan síga, voru farsæl og nægjusöm og létu ávallt gott af sér leiða sem sérstakir verndar- ar þeirra sem minna máttu sín í lífinu. Guðmundur og Bjarnveig voru vinsæl mjög í sveitinni, ávallt kát og glöð og kunnu vel að nota tak- markaðar fristundir. Býlið þeirra, Seljabrekka, stend- ur í heiðarbrún Mosfellsheiðar og þar var fremur harðbýlt enda jörð- in um 130 metra yfir sjó og gróður kom seint til á vorin. búið var fremur lítið en notadrjúgt enda var vel fyrir öllu séð, bæði mönn- um og skepnum. Guðmundur var einn af stofnendum Lionsklúbbs- ins og naut þess siðustu 2 árin að búa í húsinu sem klúbburinn gaf hreppnum, þar sem eru sex íbúðir fyrir aldraða. Vinir og kunningjar Guðmundar þakka nú á kveðjustundu sam- fylgdina við þau hjónin bæði og senda fjðlskyldu Guðmundar sam- úðarkveðjur. J.M.G.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.