Morgunblaðið - 17.10.1985, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1985
Tekur Steingrímur
við dómsmálunum?
Raddir innan Framsóknarflokks-
ins segja að Jón Helgason þurfi að
einbeita sér að landbúnaðarmálunum
ÞÆR RADDIR hafa verið uppi
innan Framsóknarflokksins síðustu
daga, að kanna beri þann möguleika
Reykjavík:
Prófkjör
22. og 23.
nóvember
Á ALMENNUM fundi í Fulltrúaráði
sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í
gærkvöldi var samþykkt samhljóða að
halda prófkjör vegna borgarstjórnar-
kosninganna á vori komanda dagana
24. og 25. nóvember næstkomandi.
Framboðsfrestur mun verða 20. til 28.
þessa mánaðar.
Prófkjörsreglur eru þannig að
þáttaka verður heimil öllum fullgild-
um meðlimum sjálfstæðisfélaga í
Reykjavík sem náð hafa 16 ára aldri
prófkjörsdagana. Einnig þeim
stuðningsmönnum Sjálfstæðis-
flokksins sem eiga munu kosninga-
rétt í Reykjavík við kosningarnar í
vor og undirrita inntökubeiðni í
sjálfstæðisfélag fyrir lok kjörfund-
ar. Þátttekendur í prófkjörinu eiga
að númera við nöfn þeirra frambjóð-
enda í prófkjörinu sem þeir vilja
styðja (8-12 nöfn). Sömu reglur gilda
um þátttöku f prófkjörinu og fyrir
síðustu borgarstjórnarkosningar en
þá áttu þátttekendur að krossa við
nöfn þeirra 8-12 manna sem þeir
vildu styðja.
að Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra yfirtaki dómsmálin
frá næstu áramótum, og hafa þær
ástæður verið gefnar fyrir þessum
hugmyndum að Jón Helgason hafi
svo mikið að gera sem landbúnaðar-
ráðherra eftir að nýju framleiðslu-
ráðslögin tóku gildi, að hann vilji
losna við dómsmálin.
„Það er rétt að það hefur komið
fram að við framkvæmd á land-
búnaðarlögunum sé það ákaflega
mikilvægt að Jón Helgason land-
búnaðarráðherra geti helgað sig
þeim málum alveg, enda veit ég
að hann hefur fullan hug á því
að geta helgað sig þeim málum
sem allra mest. Því hefur verið
minnst á það við mig, að ég yfir-
tæki dómsmálin. Ég á hins vegar
alveg nóg með mitt ráðuneyti,
efnahagsmálin og allt það starf
sem þeim fylgir, þannig að ég hef
ekki Ijáð máls á þessu,“ sagði
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, er blaðamaður
Morgunblaðsins spurði hann i
gær hvort það væri á döfinni
innan Framsóknarflokksins að
hann yfirtaki dómsmálin. For-
sætisráðherra sagði að það kæmi
ekki til greina að fjölga ráðherr-
um, þannig að skipan ráðherra-
stóla framsóknarmanna yrði
óbreytt, a.m.k. fyrst um sinn. „Ég
get ekki fullyrt neitt um óbreytt
ástand út kjörtímabilið," sagði
Steingrímur, „en það er engin
svona breyting fyrir dyrum
núna.“
Jón Helgason landbúnaðar- og
dómsmálaráðherra var spurður
um þetta mál í gær: „Ég hef nú
ekki hugleitt þetta sérstaklega,"
sagði Jón, „en vissulega er mjög
mikið að gera í landbúnaðarmál-
unum nú, og það er og hefur verið
mjög mikil vinna því samfara að
koma framleiðsluráðslögunum í
framkvæmd. Ég veit hins vegar
ekki hvað framtíðin ber í skauti
sér.“
Rainbow Hope, skip Rainbow Navigation.
Lögbann sett á útboð varnarliðsflutningaima:
Óvíst hvort úrskurð-
inum verður áfrýjað
— segir Derwinsky, ráðgjafi Shultz utanríkisráðherra
DÓMARI í Washington DC setti í fyrrakvöld lögbann á fyrirhugað útboð
bandaríska flotamálaráðuneytisins á sjóflutninga til varnarliðsins í Keflavík
á grundvelli verndarlaga frá 1904. Það þýðir að íslensku skipafélögunum
er óheimilt að bjóða í flutningana til varnarliðsins og að bandaríska skipafé-
lagið Rainbow Navigation Inc. hefur áfram forgang að þeim. Það var Rain
bow Navigation sem höfðaði málið gegn flotamálaráðuneytinu.
í úrskurði dómarans er sérstak-
lega tekið fram, að hann muni
síðar fjalla um þá fullyrðingu
lögmanna Bandaríkjastjórnar að
farmgjöld Rainbow séu of há og
að m.a. á þeirri forsendu eigi að
bjóða flutningana út. Það hefur
verið krafa íslenskra stjórnvalda,
undir forystu Geirs Hallgrímsson-
ar utanríkisráðherra, að íslensku
skipafélögin, sem önnuðust þessa
flutninga um árabil, eigi að eiga
jafnan rétt og bandarísk félög í
þessum efnum.
Geir Hallgrímsson utanríkisráð-
herra sagðist í gær hafa orðið fyrir
miklum vonbrigðum með úrskurð-
inn og það því fremur, að á þriðju-
daginn hafi George Shultz, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, sagt
sér að stjórn sín teldi sig hafa
mjög sterkan málstað og fulívissað
sig um að málið yrði leyst, svo
viðunandi væri.
Hans G. Andersen, sendiherra
Islands í Washington DC, sagði i
gær, að talsmenn utanríkisráðu-
neytisins þar vestra hefðu sagt sér
að málinu yrði áfrýjað. Aftur á
móti sagði Edward Derwinsky,
ráðgjafi Shultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, í samtali við
Villtist og ákvað
því að taka það
rólega um nóttina
— segir Sigurður Finnbogason, rjúpnaskytt-
an sem leit var hafin að við Hvalvatn í gær
„ÉG tók 45° stefnu á leið minni
til jeppans og lenti vitlausu megin
við háls þar sem ég þekkti mig
ekki. Ég taldi mig sjá Ijós bflsins,
sem reyndist vera tálsýn. Farið var
að dimma, skyggni ekkert, rigning
og rok, svo ég ákvað að taka það
rólega um nóttina, enda var ég vel
búinn og gat þessvegna legið tvær
nætur úti. Ég hallaði mér svo öðru
hverju í nótt í stuttan tíma í senn
en gekk rólega á milli. Þegar birta
fór ( morgun sá ég hvar ég var,
og taldi fljótlegast að fara niður í
Lundarreykjadal, gekk út á Uxa-
hryggjaveg og skokkaði niður að
Þverfelli," sagði Sigurður Finn-
bogason í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins í gærmorgun.
Sigurður fór til rjúpnaveiða
við Hvalvatn og Kvígindisfell
ofan við Botnsdal í Hvalfirði í
fyrradag ásamt mági sínum,
Axel Þóri Friðrikssyni. Urðu þeir
viðskila í þoku norðan í Kvígind-
isfelli um klukkan 16 um daginn,
Axel komst um klukkan 19 til
bíls þeirra sem þeir höfðu skilið
eftir við Hvalvatn en Sigurður
ekki eins og áður er getið. Ætt-
ingjar þeirra fóru að hafa
áhyggjur þegar þeir skiluðu sér
ekki heim um kvöldið og höfðu
samband við Böðvar Ásgeirsson
formann björgunarsveitarinnar
Ingólfs í Reykjavík. Ekki var
talið ráðlegt að hefja leit því
þeir félagar höfðu ekki sagt frá
því heima hjá sér hvert þeir
ætluðu á veiðar. Bróðir annars
þeirra hafði þó grun um hvert
þeir gætu hafa farið og fann
Axel í jeppanum við Hvalvatn.
Hann hafði átt von á Sigurði að
bílnum, flautaði og blikkaði ljós-
um alla nóttina og vildi ekki að
yfirgefa staðinn.
Félagar úr björgunarsveitinni
Hjálpinni á Akranesi fóru
snemma um morguninn til leitar
upp úr Botnsdal og frá Eiríks-
vatni og var annar hópurinn með
leitarhunda. Þegar fréttist að
fellið væri mjög gilskorið og
erfitt yfirferðar var ákveðið að
kalla út allar björgunarsveitir á
Suðvesturlandi. Á annað hundr-
að menn úr björgunarsveitum
Slysavarnafélags Islands, Lands-
sambandi hjálparsveita skáta og
flugbjörgunarsveitum á svæðinu
frá Selfossi að Akranesi sendu
menn upp í Hvalfjörð, hafin var
leit með einni flugvél og þyrlu
Landhelgisgæslunnar og búið að
setja upp stjórnstöð á leitar-
svæðinu þegar Sigurður kom
heill á húfi heim að Þverfelli um
klukkan 10 i morgun og lét strax
vita af sér.
Morgunbladid/RAX
Sigurður Finnbogason, í miðið, á-samt félaga sínum Axel Þóri Friðriks-
syni (til vinstri) og mági á tali við foringja björgunarsveitarmanna af
Akranesi þegar félagar hans náðu í hann að Þverfelli í gær. Rúnar
Hálfdánarson bóndi á Þverfelli stendur í bak við þá.
Kl.10.00.
Sigurður kemur
til Þverfells
Eiríks,
) vatn
Punktalínan
aýnirþáleið .- Fél rnir
sem Sigurður gekk V verða
f^JJ' /Viðskila
Kl.16.00.
Kl.19.00. Axel;
finnur jeppann
Hvalfell
Brynjar
Ragnarsson
vid.skil
^
Kvígindis
Strikalínan
sýnir þá
leið sem þeir
félagar gengu
norður fyrir
Kvígindisfell
Rjúpnaveiðitíminn hófst í
fyrradag, eins og kunnugt er.
„Þetta var létt æfing í byrjun
rjúpnaveiðitímans," sagði Böðv-
ar en sagðist jafnframt vona að
fall væri fararheill og ekki þyrfti
að koma til fleiri slíkra atvika í
haust. Sigurður er félagi í björg-
unarsveit og var hann vel búinn,
m.a. í gúmmígalla, og með átta-
vita. Hann var hins vegar hvorki
með kort né merkjablys. Sagði
Böðvar að það væri ákaflega
hættulegt þegar menn létu ekki
vita hvert þeir færu til rjúpna-
veiða, í þessu tilviki hefði bíllinn
fundist fyrir slembilukku.
Sigurður sagðist vera vel hald-
inn þegar rætt var við hann í
gærmorgun. Hann rómaði við-
tökur á Þverfelli, þar hefði hann
fengið þurr föt og morgunmat
og sfðan verið drifinn f heitt bað
og leystur út með hádegismat.
blaðamann Morgunblaðsins í gær-
kvöldi, að í ráðuneytinu yrði ekki
tekin ákvörðun um áfrýjun fyrr
en forsendur úrskurðar dómarans
lægju fyrir. „Hugur okkar stendur
til að áfrýja þessum úrskurði en
um það verður ekki tekin ákvörðun
fyrr en lögmenn okkar og flota-
málaráðuneytisins hafa farið
rækilega yfir forsendur dómar-
ans,“ sagði hann. „Við viljum vera
vissir um, að áfrýjunin verði ekki
tímasóun ein.“
Derwinsky sagði að lögbannsúr-
skurðurinn hefði ekki komið sér
sérstaklega á óvart. „Úrskurður-
inn er byggður á rúmlega 80 ára
gömlum lögum, sem ekki hefur
þurft að reyna á áður. En það er
rétt að taka fram, að það er ekki
óalgengt að undirréttir felli dóma
og úrskurði um grundvallaratriði
laga, það er svo á efri dómsstigum,
sem hægt er að fara út í hárfínar
lagatúlkanir," sagði ráðgjafi utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna.
-Sjá ennfremur um Rainbow
Navigation-málið á bls. 4.
ASÍ-fé-
lögin fá
3 % kaup-
hækkun
LAUNÞEGAR innan Alþýðusam-
bands íslands hafa fengið 3% launa-
hækkun sambærilega þeirri eins
flokks hækkun, sem fyrrverandi fjár-
málaráðherra samdi um við BSRB í
fyrri viku. Var samkomulag þar að
lútandi, milli ASÍ annars vegar og
Vinnuveitendasambands íslands,
Vinnumálasambands samvinnufé-
laganna og Meistarasambands bygg-
ingamanna hins vegar, undirritað í
gærmorgun.
í tilkynningu frá framangreind-
um aðilum segir að með hliðsjón
af nýgerðu sakomulagi fjármála-
ráðherra og BSRB um almenna 3%
hækkun launa alls þorra opinberra
starfsmanna, telji þeir óhjá-
kvæmilegt, að hliðstæð breyting
verði á kauptöxtum starfsmanna
á almennum vinnumarkaði. Því
hafi aðilar gert með sér það sam-
komulag, að frá og með 16. október
1985 hækki kauptaxtar og viðmið-
unartölur samkvæmt gildandi
kjarasamningum ofangreindra
aðila og aðildarfélaga þeirra um
3%. Sama gildi um grunntölur
afkastahvetjandi launakerfa sam-
kvæmt gildandi samningum þar
um.
Sjá viðbrögð við samningunum á
bU 32.