Morgunblaðið - 17.10.1985, Page 16

Morgunblaðið - 17.10.1985, Page 16
16____________MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1985_ Hallærisþrenningin og hennar kokkabækur eftir Ásgeir Jakobsson Það verður lítið fjallað hér um sjálfa Hallærisþrenninguna, Halldór Ásgrímsson, Jakob Jak- obsson og Kristján Ragnarsson. Fyrirsðgnin er ætluð til að minna á í upphafi máls míns, hverjir stjórni iandinu.. í Morgunblaðinu les ég 25. sept- ember, að væntanlegur viðskipta- halli verði 3,5 milljarðar. Nokkrum dögum fyrr fékk ég frétt af togaraskipstjóra, sem hafði verið langt kominn með kvóta sinn, átt eftir um 100 tonn, og var sendur á karfaskrap. Þegar hann var á leið inn úr túrnum kastaði hann af rælni fyrir þorsk og fékk 35 tonna hal, lái honum hver sem vill, að hann kastaði aftur og fékk 40 tonna hal, þá keyrði hann burt og til hafnar í ofboði, svo að hann freistaðist ekki til að kasta þriðja sinn og fara þá framúr kvótanum, „því að ég ætl- aði ekki að vera í tugthúsinu um jólin,“ eins og hann orðaði það. Er nema von það rísi á manni hárin, það er verið að leggja sölu- skatt á allan varning til að fylla fjárlagagat og það stefnir enn eitt árið í stórkostlegan viðskiptahalla og svo eru fiskiskipin, gjaldeyris- öflunartækin, bundin og sjór fullur af fiski. Milljarðana, tvo eða þrjá, sem Albert vantar gætum við gripið upp á haustdögunum, ef við nýtum fiskiflotann, í stað þess að leika okkur með hann eftir kokkabókum stofnunar, sem veit ekkert hvað hún er að gera. Ég hef sett á pappír langar roll- ur um vanþekkingu fiskifræðinga til að stjórna hagnýtum veiðum á jafn viðkvæmri fiskislóð og þeirri íslenzku, þar sem minnsta breyt- ing á lífsskilyrðum getur sett allar áætlanir úr skorðum. Þá hef ég og rakið feril Hafrannsóknar- stofnunarinnar I stórum dráttum fram til ársins sem er að líða og bæti nú við sögu þess árs, 1985, sem af er. Ársferill Hafrannsóknar Haustið 1984 komu Hafrann- sóknarmenn daprir úr leiðangri og spáðu fremur illa fyrir komandi vertíð. Svo verður það snemma á vertíð- inni 1985, að þeir róa, Hafrann- sóknarmenn, því að það mega þeir eiga, að þeir eru þrautseigustu fiskifælur sem sögur fara af, alltaf á sjó, þó aldrei fái þeir neitt. Nú brá svo við í þessum róðri, að þeir fundu mikinn fisk, og það hlaut auðvitað að vera, að það væri óvenjulegur fiskur. Þetta var „bráðþroska" fiskur, sagði Jakob, sem auðvitað var rétt hjá honum, þar sem þessi fiskur hafði ekki verið til fyrir áramótin en orðin fjögurra ára eftir þau. Ég hef nú rakið þessa sögu af bráð- þroska fiskinum áður í grein, fiski- mönnum var bannað að veiða hann, þar sem hann átti að bland- ast seinþroska fiski og þá fengist jafnþroska fiskur, en sá fiskur á að standa undir jafnstöðuafla Hafrannsóknar. Skemmst er nú af því að segja, að I vorleiðangri Hafrannsóknar var þessi bráð- þroska fiskur á bak og burt, en ekki varð séð, að hann hefði bland- ast seinþroska fiskinum, þar sem fiskgengd hafði ekki aukizt, heldur horfði nú allt dapurlega fyrir fisk- veiðum okkar um sumarið. Fyrri hluta sumars gerist það svo, að Vestfjarðamiðin fyllast af fiski. „Meiri fiskur en sjór“, sögðu fiskimenn. Þar sem þeir höfðu tekið á móti þessum fiski, þegar hann kom vestan úr hafi uppá Vestfjarðagrunnin, og þetta var bæði yngri fiskur og kom á öðrum tíma en grænlenzki hryggninga- fiskurinn, sem kemur árlega til hrygningar, þá ályktuðu fiski- menn, að þetta væri Grænlands- fiskur í ætisleit, enda fundu þeir grænlenzk merki í fiskinum. Þá kom og þessi skoðun heim og saman við fréttir frá Grænlandi, þar sem sögð var ördeyða og kennt um slæmu árferði i sjónum þar við land. Það fylgdi þessum fréttum frá Grænlandi, að fiskifræðingar þar í landi, teldu engan vafa á því, að fiskur hefði leitað af Grænlands- miðum á í slandsmið I ætisleit. Hafrannsókn hefur marglýst yfir þeirri skoðun sinni, að þorskur flakki hvorki að eða frá landinu, nema grænlenzkur þorskur til hrygningar og það tók tímann sinn fyrir fiskimenn að fá fiskifræðinga til að viðurkenna það. Togaramenn höfðu þá um árabil tekið á móti hrygningargöngu frá Grænlandi, sem kom inná Halamiðin og þeir síðan fylgt henni alla leið suður á Selvogsbanka og síðan aftur til baka að lokinni hrygningu. Á sið- ari árum hafa fiskimenn orðið meira varir við flakk á þorski, en áður var, og þá í ætisleit. Fiski- fræðingarnir neita öllum þeim sögusögnum fiskimanna, þótt eng- inn vafi leiki á um sannleiksgildi þeirra. Viðbrögð Hafrannsóknar við þeirri bláköldu staðreynd að Grænlandsfiskur væri kominn á íslandsmið í ætisleit voru hin hefðbundnu: „Getur ekki verið,“ sagði Schopka, sem fyrstur talaði, „þetta er of ungur fiskur til að geta verið kominn hingað." Það er lítið gerandi með þessi fáu merki, sem finnast," sagði ólafur Karvel, og síðastur talaði Jakob í sínum hefðbundna véfréttatón og sagði: „Þetta er alltaf að gerast með okkar fisk, að hann hnappar sig saman að sumarlagi í æti á Vest- fjarðamiðum." En hnappurinn óx og breiddist út yfir öll Vestfjarðamiðin, öll mið fyrir Norðurlandi og allt austur á Áustfjarðamið. Ekki var þetta þó allt Græn- landsfiskur, heldur var miklu meira um Islandsfiskinn en Haf- rannsókn hafði gert ráð fyrir í vorleiðangri sínum. Rúmum min- uði áður en allt fyllist af fiski er Hafrannsókn að spá tregfiski sumarlangt Eru það ekki alvit- lausir menn, sem marka spádóma þessarar stofnunar tvö ár fram i tímann, þegar að auki allur spá- dómsferill er af þessu tagi. Hvílík óskammfeilni er það ekki, að eftir þennan ársferil, kemur Hafrann- sóknarstofnun með tveggja ára spá og áætlun, aldrei staffirugri. „Ja, gamli, tad varsko torskakodinn“ Þótt það fari fyrir hjartað á Hafrannsókn, að sitja uppi með þá staðreynd, að Grænlandsfiskur leiti hingað í ætisleit, þá er hitt eins og hnífurinn í Hafrannsókn- arhjartað, að nefna, að fslenzkur þorskur flakki frá landinu og til annarra landa og þó er það ekki síður staðreynd en flakkið á Græn- landsfiskinum. fslenzkir togarar verða oft varir við íslandsfisk suður f svonefndum Rósagarði, fiskislóð sem er hluti af hryggnum milli fslands og Færeyja. Hafrannsókn hefur hundsað allt tal fiskimanna um fslandsfisk suður á þessum hrygg. Sfðla hausts 1982 var þarna suður í Rósagarðinum að veiðum Vestmannaeyjatogbátur og mok- aði upp fiski, sem hann þekkti sem fslenzkan fisk og hann var á göngu suður hrygginn og báturinn fylgdi honum eftir allt að miðlínu og þar hífði hann upp með einum 10 tonn- um í vörpunni, sem er mikill afli á togbát. Feril þessa fisks mátti rekja af Vestfjarðamiðum, þar sem lífsskil- yrðin höfðu farið versnandi seinni hluta ársins, austur með Norður- landi, suður með Austfjörðum og þarna var hann kominn að miðlínu milli fslands og Færeyja og fór yfir hana, — og það var nú það, sem Hafrannsóknarmönnum þótti ótrúlegast, þegar þeim var sögð sagan: íslenskur þorskur suður yfir miðlínu, útúr lögsögunni, nei, segið það einhverjum öðrum en okkur. Það eru 60-70 sjómílur frá mið- línu og á Fuglabanka við Færeyjar. Einum og hálfum mánuði, eftir að Vestmanneyingurinn hafði séð á eftir íslenzka fiskinum suður yfir miðlinuna, barst sú frétt frá Fær- eyjum, að það væri mokafli af fslandsfiski á Fuglabanka, en Færeyingar þekkja íslandsfisk engu sfður en við. Aldrei hefur orðið annað eins fjaðrafok í hænsnabúi, þótt þar kæmi minkur, eins og á Hafrann- sókn við fréttina um íslenzkan fisk við Færeyjar. Á samri stund voru allar símalfnur rauðar milli land- anna og Færeyingum skipað að láta ekki útúr sér aðra eins and- skotans vitleysu, og Hafrannsókn gaf hér út yfirlýsingar í blöðum sem margir minnast eflaust, um hvílík fjarstæða þetta væri. Færeyingarnir nöldruðu eitt- hvað og sögðust halda sig þekkja fslandsfisk frá sinum og hvaðan gæti þessi mikli fiskur þá verið kominn, ef ekki frá íslandi, þeir hlytu að hafa orðið þessa fisks varir f yngri árgöngum, ef hann væri af þeirra eigin miðum. En mótmæli Færeyinganna hljóðnuðu snögglega, svo snögg- lega að það vakti furðu margra fslendinga, sem þekktu Færeyinga að öðru en láta af sfnu hljóðalaust og þeir fóru að spyrja kunningja sína í Færeyjum, hvernig stæði á þessari skyndilegu þögn um fs- landsfiskinn á Fuglabanka: „Ja, gamli, tað varsko torska- kodinn." Færeyingar höfðu sem sé áttað sig á þvi, að það gæti haft áhrif á úthlutun þorskkvóta þeirra við fsland, ef þeir hefðu hátt um miklar veiðar á I slandsfiski á eigin miðum. Af þessu stafaði þögnin. Hitt efuðust þeir ekkert um, að þeir hefðu verið að veiða fslands- fisk. Það er alveg órannsakað mál, hversu oft og hversu mikið Is- landsfiskur gengur á Færeyjamið. Þetta kom aðeins upp 1983 af þvf að þaö varð mokfiskirí af fslands- fiski, sem stóð mikinn hluta vertfð- ar við Færeyjar. Fiskimenn hafa sem sagt örugga reynslu af því, að fiskur gengur í ætisleit bæði frá Grænlandi til fslands og frá fslandi til Færeyja. Hafrannsókn neitar staðfastlega hvorutveggja. Þá er það annað atriði f hegðan fisks á hrygningarslóðinni sem manni finnst að þyrfti að rann- saka, ef við hefðum til þess menn sem vildu heldur sinna rannsókn- arstörfum en stjórnunarstörfum og áætlanagerðum, sem aldrei reynist svo neitt hald f, og það er hversu mjög fiskurinn er farinn að dýpka á sér á hrygningaslóð- inni. Það má heita að hann sé horfinn af gömlu netaslóðinni grynnra og síðla vetrar eru menn farnir að elta hann útf landgrunns- kant, þar á 2-300 faðma dýpi. Samfara þessu tvennu, að það fer vaxandi að menn verði varir við fslandsfisk á leið suður Rósa- garð og f annan stað einnig varir við fisk sfðast á vertíð úti í land- grunnskanti, er sú staðreynd, að menn verða orðið mjög lítið varir við göngu hrygningafisks til baka af hrygningaslóðinni norður með Austurlandi og Vesturlandi, en hvorttveggja var í miklum mæli hér áður fyrr, Austfirðingar fengu mikil vorhlaup og fyrr er því lýst að togarar fylgdu fiskinum á baka- leið aftur vestur á Hala. Þegar nú þetta allt kemur sam- an, að við vitum að fiskur leitar frá Grænlandi í hörðum árum hingað á íslandsmið f ætisleit, og við vitum að fiskur leitar frá ís- landi og suður á bóginn í hörðum árum hér, verðum við þá ekki að kyngja þeirri staðreynd, að við vitum ekki hvað kann að gerast hér á slóðinni frá ári til árs og verðum því að lifa enn í þeirri gömlu skoðun, að taka beri fiskinn þegar hann gefst. Við getum ekk- ert annað gert, ef við ætlum að halda uppi fiskveiðum okkar. Það getur ekki orðið neitt hald f spám á fiskislóð, þar sem ógerningur er að segja fyrir frá ári til árs um hegðan fisksins. Þessi norðlæga fiskislóð okkar er svo viðkvæm fyrir smávegis breytingum á líf- skilyrðum, að jafnvel hálft hitastig til eða frá getur kollvarpað öllum áætlunum. Og það er ekki aðeins að okkur vanti þekkingu á flakki þorsks heldur vantar okkur þekkingu á því, hvenær við eigum að grisja á slóðinni og hvenær aö friða og það getur ekki aðeins kollvarpað fyrir okkur áætiun til eins árs, heldur margra ára. Hafrannsókn stefnir ífelli Fyrir tveimur árum bentu tveir ungir vatnalíffræðingar Hafrann- sóknarmönnum á það, að mæling- ar sýndu að fiskur væri farinn að léttast f árgöngum miðað við aldur og þeir spurðu hógværlega, hvort það gæti ekki verið að Hafrann- sókn væri á rangri leið í fiskvernd- arstefnu sinni. (Það athugist, að í orðinu fiskvernd felst ekki aðeins friðun fisks, heidur einnig grisj- un fisks og ráða um það aðstæður, hvort er vernd fyrir fiskinn). Nýlegt dæmi af svipuðum toga, er doktorsritgerð ungs fiskifræð- ings, sem fjallar um þá höfuðnauð- syn að menn þekki fæðuframboð á hverjum tima til að geta ákveðið af viti, hvort þörf sé friðunar eöa grisjunar. Fiskifræðingur þessi segir það sama og vatnalíffræðing- arnir, að þegar fiskur sé tekinn að léttast í árgöngum, þá eigi að herða grisjun, þar sem þetta séu ótvíræð merki þess, að of mikill fiskutsé á slóðinni. Áður hef ég f grein sagt frá skoðunum danskra, enskra og hol- lenzkra fiskifræðinga um nauðsyn þess, að grisjun sé inni f fiskvernd- ardæmum ekki síður en friðun. Svo sem allir vita lifir Hafrann- sókn algerlega i friðun þorsks og það gerir fslenzkur almenningur lika og heldur að i fiskvernd felist aðeins að veiða ekki fisk. Það heyrist ekki að það geti þurft alveg eins að vernda fisk með grisjun og auknum veiðum. Orðið vanveiði er ekki enn til í málinu um þorsk- inn né sjávarfisk almennt. Þessi þjóð lifir enn í hleypidómum frá 16du öld, þegar nokkrir línustub- bar áttu að eyða þorskstofninum. Eins og vænta mátti hertist Hafrannsókn í sinni villu við gagn- rýni, játaði þó, að fiskur væri farinn að tapa þunga, enda ekki annað hægt, Hafrannsóknarmenn höfðu sjálfir annast mælingarnar, en að snúa af stefnunni, eða endur- skoða hana, kom ekki til álita. Vér brjóstvitsmenn vitnuðum ótæpilega til áranna 1952-71, sem sönnun þess, að íslenzka fiskislóð- Ásgeir Jakobsson „Þá er það og eindregin skoðun mín, að íslenzk fiskislóð þarfnist jafnrar og góðrar grisjunar og þannig fáist af henni jafnbezti aflinn og ekki minna en 400 þúsund tonn árlega af þorski og tek ég þar mið af árun- um 1952-71 og þeirri sögulegu staðreynd, að lítil sókn leiði til of stórs þorsksstofns, sem aftur leiðir til aflaleysis og þannig auki of mikil friðun hinar náttúrlegu sveiflur, og geti jafnvel orsakað felli í þorsk- stofninum, ef Hafrann- sóknaraflinn yrði að veruleika.“ in þyrfti mikla grisjun, ef það ætti að halda á henni sæmilegum jafnaðarafla frá ári til árs. Þegar sókn aftur á móti hefur verið lítil, svo sem á fyrri öldum og fyrri hluta þessarar, hafa skipst á fiskgengdarár og ördeyðuár. Við fslendingar eigum samfelld- ari sögu af sauðkindinni en þorsk- inum og öllu sárari á fyrri tíð, þegar mikill stofn hafði alizt upp í góðærum og gerféll síðan á fyrsta harðærisári. Við verðum að sætta okkur við, að fsland er af náttúrunnar hálfu á mörkum hins byggilega heims og öll náttúruleg skilyrði standa mjög glöggt, minnsta hitabreyting getur valdið felli i skepnum, þar sem náttúran er einráð. Stórum stofni, hvort sem það er sauðfé eða þorskur, er hætt við að gerfalla, ef eitthvað harðnar á dalnum í högunum. Þessa islenzku stað- reynd viðurkennir Hafrannsókn- arstofnun ekki. Hafrannsókn stefnir að þvi að koma upp 550 þús. tonna hrygning- arstofni og 2 milljón tonna heildar þorskstofni. Hvað halda menn að annað gerðist, ef á þessum stofni skylli hart ár, nema hann gerfélli og það fengist ekki branda á fs- landsmiðum í mörg ár. Ég leyfi mér svo að spyrja í leiðinni: Hvað ætla menn að gera með þennan fisk allan eftir að við höfum dúllaö okkur svo árum skiptir i 250-300 þús. tonna þorsk- afla, fiskimennirnir löngu flúnir i land, fiskvinnslufólkið flutt úr sjávarplássunum og markaðarnir tapaðir. Stjórnmálamenn ættu að huga að þvi, þegar þeir glima við vandamál stundarinnar, að raska ekki i leiðinni þeim grundvelli sem ekki má hagga. Við búum við það í fiskveiðum okkar, að veðurfar er hér erfitt til sjósóknar, veiðislóðin hvergi vandasamari vegna þess, að fiski- slóð okkar er fjallaslóð slæm yfir- ferðar og fiskur á mikilli hreyfingu af einu miðinu á annað og um- hverfis landið og kostar mikla leit, aldrei á visan aö róa frá degi til dags. Af þessu öllu krefjast mikil

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.