Morgunblaðið - 17.10.1985, Page 18
18
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1985
FLISAR
LEIR — MARMARI — GRANÍT
Á GÓLF — VEGGI — ÚTI — INNI
HAGSTÆTT VERÐ OG GREIÐSLUSKILMÁLAR
VERULEGUR MAGNAFSLÁTTUR
_________MIKIÐ ÚRVALÁ LAGER_____
TEIKNUM og veitum RÁÐLEGGINGAR
komið og skoðið úrvalið
VÍKURBRAUT SF.
KÁRSNESBRAUT 124, KÓP. S: 46044
SÍGILD HÖNNUN
-3 dS
Boröstofustóll án Stóll m. leöri eöa arma kr. 3.865 stgr. hrosshári kr. 9.620 stgr.
'osr l y
Boröstofustóll m. örm- um kr. 4.175 stgr. Stóll m. leöri kr. 10.700 stgr.
Legubekkur meö svörtu leöri eöa hross-
hári kr. 32.555 stgr. sem sagt
.. á óumflýjanlega
hagstæðu verði
ILJI
Bláskógar
Ármúla 8, s. 686080 - 686244.
Sambandsþing Norræna félagsins:
Sjötíu fulltrúar sóttu þingið
SAMBANDSÞING Norræna félags-
ins var haldið að Munaðarnesi í
Borgarfírði 5. og 6. október sl. en
þingin eru haldin annað hvert ár.
Sjötíu fulltrúar frá flestum félags-
deildum sóttu þingið en félagsmenn
eru 8.500.
Formaður Norræna félagsins,
dr. Gylfi Þ. Gíslason, setti þingið
og minntist Hjálmars ólafssonar,
fyrrum formanns félagsins, og
Þorvalds Þorvaldssonar, sem var
fulltrúi Vestlendinga í sambands-
stjórn þess og átti einnig sæti í
framkvæmdaráði félagsins. Einn-
ig minntist Gylfi þeirra Karls
August Fagerholm og Ragnars
Lassinantti, sem létust á árinu.
sambandsþing Norræna félags-
ins starfaði að þessu sinni eftir
nýjum lögum og þingsköpum, sem
afgreidd voru á þingi þess fyrir
tveimur árum. M.a. var í samræmi
við lögin afgreidd starfsáætlun
næsta árs og kynnt drög að nýrri
handbók fyrir félagsdeildir. Einn-
ig var sérstaklega rætt um vina-
bæjamál, ferðamál, æskulýðsmál
og fjármál, auk útgáfumála. Var
m.a. samþykkt að gera tímaritið
„Norræn jól“ að ársriti Norræna
félagsins og kemst tímaritið þar
með í hóp útbreiddustu tímarita á
íslandi með um 9.000 eintaka
upplag.
A þinginu var kosin sérstök
milliþinganefnd í æskulýðsmálum
og nefnd til þess að yfirfara
stefnuskrá Sambands norrænu fé-
laganna á Norðurlöndum, en
stefnuskrána er nú verið að endur-
skoða.
Þinginu lauk með stjórnarkjöri
til næstu tveggja ára. Formaður
var endurkjörinn. í sambands-
stjórn voru kjörin auk hans sem
aðalmenn: Guðlaugur Þorvalds-
KVIKMYNDAHÁTÍÐ kvenna hefur
undanfarna daga staðið yfír í
Stjörnubíói og lýkur á morgun, föstu-
dag.
Á hátíðinni eru alls 26 kvik-
myndir eftir íslenskar og erlendar
konur. íslensku myndirnar eru alls
tíu: Á hjara veraldar eftir Kristínu
Jóhannesdóttur; Skilaboð til
Söndru eftir Kristínu Pálsdóttur
og Guðnýju Halldórsdóttur; Sóley
eftir Rósku; No Colour Blue og Án
titils eftir Eddu Sverrisdóttur;
Items, Jarðljóð og Regnbogi eftir
Rúrí; Páfinn og svarta maddonnan
eftir Sigríði Margréti Vigfúsdóttur
og Ágirnd eftir Svölu Hannes-
dóttur og Óskar Gíslason.
Þrjár bandarískar myndir eru á
kvikmyndahátíðinni. First Comes
Courage eftir Doroothy Arzner;
Tell Me a Riddle eftir Lee Grant
og Old Enough eftir Dina og
Marisa Silver. Frá Frakklandi
koma myndirnar India Song og
Agatha eftir Marguerite Duras,
og Sans Toit ni Loi, Daguerreo-
types, Ulysse og Réponse de
Femmes eftir Agnés Varda.
son, Reykjavík, Karl Jeppesen,
Reykjavík, Þorbjörg Bjarnadóttir,
ísafirði, Árni Sigurðsson, Blöndu-
ósi, Ólafur Guðmundsson, Egils-
stöðum, og Jóna Bjarkan Garðabæ.
(Fréttaíilkynning)
Ein mynd er frá Noregi og nefn-
ist hún Forfölgelsen eftir Anja
Breiein. Tvær myndir eru frá
Venesúela, E1 Mar del Tiempo
Perdido eftir Solveig Hoogesteijn
og Por los Caminos Verdes eftir
Marilda Vera. Þá eru á hátíðinni
fjórar myndir frá V-Þýskalandi:
Dorian Gray eftir Ulrike Ottinger,
Peppermint Frieden eftir Mar-
ianne S.W. Rosenbaum og Heller
Whan og Die Zweite Erwachen der
Christa Klages eftir Margarethe
von Trotta.
(Kréttatilkynning)
Leiðrétting
í FRÉTT um fjölda þátttakenda í
getraun um lengd Álafosstrefils-
ins fengust rangar upplýsingar.
Hið rétta er að 200 tóku þátt í
getrauninni á Akureyri og 90 í
Reykjavík en ekki öfugt og leið-
réttist það hér með.
Kvikmyndahátíð kvenna
lýkur annað kvöld
VEL BÚINN TIL ALLRAR ÚTIVINNU
FINNSKIR SAMFESTINGAR
HEILFÓÐRAÐIR - HLÝIR - STERKIR - LIPRIR - LAGLEGIR
Útsölustaðir:
Ellingsen — Mikligaröur — Sport — Últíma — Útilíf — Vinnan — Sjóbúöin, Grandagaröi —
Byggingavöruverslun Sambandsins — Verslun Einars Þorgilssonar, Hafnarfirði —
Axel Sveinbjörnsson, Akranesi og kaupfélögin um land allt.