Morgunblaðið - 17.10.1985, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1985
Útgefandi ilribifrUÞ hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 400 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö.
Fjárlagafrumvarpið
og launamaðurinn
„Fjárlagafrumvarp það, sem
nú er lagt fram, einkennist af
áframhaldandi viðleitni ríkis-
stjórnarinnar til að draga úr
þenslu í þjóðarbúskapnum og
sporna gegn viðskiptahalla og
verðbólgu, ná jafnvægi í fjár-
málum ríkisins og hamla gegn
vexti opinberra umsvifa".
Þannig hefst greinargerð,
sem fylgir frumvarpi til fjár-
laga fyrir komandi ár, er lagt
var fram á Alþingi í fyrradag.
Það er til fyrirmyndar að með
fjálagafrumvarpinu fylgir
frumvarp til lánsfjárlaga og
þjóðhagsáætlun fyrir árið 1986,
svo betri heildarmynd gefst af
stöðu ríkisbúskaparins og
stefnumótun varðandi hann, en
á þetta hefur oftar en ekki
skort.
Fjárlagafrumvarp það, sem
nú kemur til kasta fjárveit-
inganefndar og þings, hefur
hinsvegar þá sérstöðu, að báðir
stjórnarflokkarnir telja brýna
þörf á enn frekari niðurskurði
ríkisútgjalda en þar er að
finna. Frumvarpið gerir engu
að síður ráð fyrir allnokkru að-
haldi í ríkisbúskapnum:
• I fyrsta lagi eru erlendum
lántökum sett þau takmörk, að
nýjar lántökur opinberra aðila
fari ekki fram úr afborgunum
af eldri lánum. Leiguna eftir
hið erlenda fjármagn á að
borga af ríkissjóðstekjum, en
ekki með aukningu erlendra
skulda, eins og títt var á fyrri
óreiðuárum.
• í annan stað gerir frumvarp-
ið ráð fyrir því að jöfnuður
verði í rekstri ríkissjóðs, eða
því sem næst, 1986. Hinsvegar
stefnir í verulegan ríkissjóðs-
halla í ár.
• í þriðja lagi er stefnt að því
að umsvif ríkissjóðs verði ívið
minni 1986 en 1985 sem hlutfall
af þjóðarframleiðslu, 27,6% í
stað 27,9%. Þetta þýðir í stuttu
máli að vöxtur ríkisútgjalda er
stöðvaður.
Frumvarpið er byggt á
ákveðnum forsendum um
þróun launa, verðlags og geng-
is, sem fram koma í þjóðhagsá-
ætlun fyrir komandi ár. Hvort
þær forsendur standast, sem
Þjóðhagsstofnun gefur sér um
framvindu þessa undirstöðu-
þátta fjárlagagerðar, skal
ósagt látið. En þar eru vissu-
lega nokkrir óvissuþættir.
Tekjuhlið frumvarpsins ger-
ir ráð fyrir nokkurri lækkun
tekjuskatts, þó minni en fyrri
áætlanir gerðu ráð fyrir, og
umfangsmiklum breytingum á
sviði tollamála. Stefnt er að
samræmingu og lækkun tolla.
Til þess að mæta tekjutapi af
þessum sökum og ná rekstrar-
jöfnuði ríkissjóðs gerir frum-
varpið hinsvegar ráð fyrir
tekjuaukningu (skattahækkun)
á öðrum sviðum, þ.e. „útvíkkun
vörugjaldsstofns", hærra sölu-
gjaldi og hækkun á gjaldskrá
ýmissa þjónustuliða. Þá er
fyrirhugað að Seðlabankinn
skili ríkissjóði hluta af hagn-
aði, sem er nýlunda.
Ráðgerður tekjuauki ríkis-
sjóðs, samkvæmt frumvarpinu,
sem fram kemur í hærri
neyzlusköttum og gengur út í
verðlag, mælist misjafnlega
fyrir í röðum stjórnarliða, þó
menn hallist yfirhöfuð að
nauðsyn þess að ná rekstrar-
legu jafnvægi í ríkisbúskapn-
um. Þessi viðbrögð komu meðal
annars fram á miðstjórnar—
og þingflokksfundi Sjálfstæðis-
flokksins fyrir skemmstu, en í
kjölfar ályktana, sem þar vóru
gerðar, var efnt til uppstokk-
unar í stjórninni.
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins og nýr
fjármálaráðherra, komst svo
að orði á Varðarfundi á dögun-
um:
„Aðeins með einurð og festu
tekst okkur að vinna okkur út
úr þeim efnahagserfiðleikum,
sem við okkur blasa, en nú er
ekki lengur hægt að láta að-
haldið bitna á launamönnum.
Við verðum að færa aðhaldið
frá hinum almenna launþega
til ríkisins. Með þessu er ég
ekki að segja að gefa megi laus-
an tauminn í kjarasamningum,
en ekki verður lengur hægt að
leggja aðhaldið á launamenn.
Þeir bera nógu þungar byrðar
nú þegar“.
Frekari niðurskurður ríkis-
útgjalda verður ekki auðunn-
inn. í fyrsta lagi hefur á næst-
liðnum tveimur árum verið all-
nokkuð þrengt bæði að fram-
kvæmdum og ýmsum rekstrar-
þáttum í ríkisbúskapnum. í
annan stað sýnir löng reynsla
að ráðgerð útgjöld fjárlaga-
frumvarps hækka, oft töluvert,
en lækka ekki í meðferð fjár-
veitinganefndar og þingmanna.
í þriðja lagi hefur ströng að-
haldsstefna í ríkisbúskap Vest-
urlanda næstliðin nokkur ár
ekki náð mikið lengra en að
stöðva vöxt ríkisútgjalda. Um-
talsverður niðurskurður er
óvíða borðleggjandi staðreynd.
Engu að síður er aukin við-
leitni í þessa átt óhjákvæmileg.
Við getum ekki horft fram hjá
efnahagslegum staðreyndum í
þjóðarbúskapnum. Ríkisbú-
skapurinn verður, að sínum
hluta, að axla þær þreningar,
sem við höfum ratað í. „Launa-
menn bera nógu þungur byrðar
þegar", eins og formaður Sjálf-
stæðisflokksins komst réttilega
að orði.
Guðmundur Daníelsson við bunka af handritum sínum og prófórkum sem Guðmundur við hluta verka sinna á sýn
nær upp í loft á sýningunni í Bæjar- og héraðsbókasafninu. Undirstaðan er
blaðið Suðurland innbundið en Guðmundur ritstýrði því í mörg ár.
„Var ekki ljóst að ég væri bi
útskrifa svo þykkan bunka s
Staldrað við á sýningu á verkum Guðmundai
Selfossi, 14. október.
UNDANFARNA daga hefur staðið yfir
sýning í Bæjar- og héraðsbókasafninu
á Selfossi á verkum Guðmundar
Daníelssonar rithöfundar. Sýning
þessi var sett upp Guðmundi til heiðurs
í tilefni 75 ára afmæiis hans 4. október
sl. _
Á sýningunni eru allar þær bækur
og þýðingar sem komið hafa út eftir
Guðmund utan ein þýdd bók sem týnd-
ist í Þýskalandi. Þar eru einnig skrifuð
og vélrituð handrit að verkum Guð-
mundar og er það dálaglegur bunki
sem nær frá gólfi og upp í loft bóka-
safnsins.
Margir hafa lagt leið sína í bóka-
safnið og virt fyrir sér sýninguna
og undrar marga hversu umfangs-
mikil hún er og handritabunkinn
vekur athygli. Guðmundur var þar
á ferð sl. laugardag og skyggndist
ofan í einn handritakassann svona
til að vita hvort hann hefði gert
miklar leiðréttingar og endurbætur
frá fyrsta handriti.
„Þegar ég sá handritahraukinn
varð ég alveg hissa því mér var ekki
ljóst að ég væri búinn að útskrifa
svo þykkan bunka af pappír," sagði
Guðmundur þegar hann var spurður
um sýninguna.
„Sú saga sem maður er að semja
hverju sinni verður manni hugstæð-
ust,“ sagði Guðmundur þegar talið
barst að því hvaða bók væri honum
eftirminnilegust. „Hinar víkja og
verða fjarlægar og loks getur maður
lesið þær eins og þær séu eftir ein-
hvern annan og þá er það sem höf-
undur getur orðið dómbær á söguna
frá sínum sjónarhóli á þeim tíma
sem hann les söguna. Annars verða
menn kannski aldrei dómbærir. Það
er ekki hægt að leggja tommustokk
á listina. Gildi andlegra verka er
ekki mælanlegt. Menn verða að
byggja á eigin smekk sem er per-
sónulegur. Eg verð alltaf að hafa
þennan fyrirvara þegar ég dæmi
listir. Það sem eiginlega er erfiðast
Borgarnes:
Fjörutíu þátttakendur í
orkusparnaðarsýningu
að byrjað var á að nota olíu til
húshitunar hefði verð á olíu lengi
verið viðráðanlegt, en það væri
liðin tíð. Sagði Sverrir að lengi vel
hefði það verið ríkjandi viðhorf
hjá stjórnvöldum, að innlenda
orku væri hægt að beisla „án
keypis", „eins og Jón Indíafari átti
til að orða það“. Því hefði verið
ráðist I stórframkvæmdir á orku-
sviðinu, kæmu flestar þessara
stórframkvæmda okkur til góða,
ef ekki, þá a.m.k. afkomendum
okkar. En það hefði verið farið of
geyst og því hvíldi nú fjármagns-
kostnaður af þessum orkufram-
kvæmdum með ofurþunga á fjár-
málakerfi okkar. Þá sagði Sverrir:
„Ég finn til þess nú, þegar verklok
verða, um sinn að minnsta kosti,
að mér hefur skilað hægar og
skemmra fram á veg, en ég hefði
kosið. Kvaðst Sverrir hafa viljað
— Sverrir Hermannsson lauk störfum sínum aö
orkumálum „að sinni“ með opnun sýningarinnar
Borgarnesi, 15. október.
LAUGARDAGINN 12. október opnaði Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra
sýningu um orkusparnað í grunnskólanum í Borgarnesi. Þátttakendur í
þessari sýningu eru um 40 fyrirtæki,
að af landinu.
Orkusparnaðarátak er sérstakt
verkefni sem iðnaðarráðherra og
félagsmálaráðherra standa að í
sameiningu. Verkefnið beinist að
upplýsingastarfi, efldri tækni-
þjónustu og lánafyrirgreiðslu við
eigendur íbúðarhúsa á dýrum
orkusvæðum. Starfsemin nær til
þeirra þátta sem snerta hagkvæma
nýtingu og orkusparnað í íbúðar-
húsnæði eins og t.d. einangrun,
fjölföldun glers og breytingar á
hitakerfum.
í opnunarræðu sinni sagði
Sverrir Hermannsson iðnaðarráð-
einstaklingar og stofnanir víðsvegar
herra að hann hefði hlaupið í
skarðið fyrir Alexander Stefáns-
son félagsmálaráðherra, sem ekki
hefði getað komið. Kvaðst Sverrir
hafa „gripið tækifærið" til þess að
fá með opnun sýningarinnar „að
ljúka sínum verkum á þessum
vettvangi að sinni“. Sagði Sverrir
að sér hefði fljótlega orðið ljóst,
er hann fór að vinna að orkumál-
unum, „að ástæða væri til að taka
til hendi í orkusparnaðarskyni".
Rakti Sverrir hvaða orkugjafa
íslendingar hefðu notast við í
gegnum árin og sagði síðan að eftir