Morgunblaðið - 17.10.1985, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER1985
33
Nýr fjármálaráðherra:
Tekjukerfi ríkissjóðs
þarfnast endurskoðunar
Virðisaukaskattur tekinn upp
Stefnuræðu útvarpað í dag
Formaður Sjálfstæðisflokksins fjárraálaráðherra
I.jósmyndari Mbl. (Friðþjófur) tók þessa mynd í gær, er Þorsteinn Páls-
son, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók sæti á ráðherrabekk í þinghúsinu.
Hann fer með ríkisfjármál og málefni Hagstofu íslands.
Eitt mál var á dagskrá sameinaðs
þings í gær: Tilkynning forsætisráð-
herra um breytingar á ríkisstjórn-
inni. Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, gerði Alþingi grein
fyrir breyttri skipan ríkisstjórnar
sinnar. Eins og fram hefur komið í
fréttum tekur Þorsteinn Pálsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins, við
embætti fjármálaráðherra, Albert
Guðmundsson við embætti iðnaðar-
ráðherra, Matthías Bjarnason við
embætti viðskiptaráðherra, auk
embættis samgönguráðherra, sem
hann gegnir áfram, Ragnhildur
Helgadóttir við embætti heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra og Sverrir
Hermannsson við embætti mennta-
málaráðherra. Að loknu máli forsæt-
isráðherra gerðu einstakir þingmenn
grein fyrir viðhorfum sínum til orð-
inna breytinga á ríkisstjórninni.
Stefnuræða forsætisráðherra
verður flutt í kvöld. Stefnuum-
ræðu verður útvarpað samkvæmt
þingsköpum.
Niöurskurður félagslegrar
þjónustu og kaupmáttar
SVAVAR GESTSSON, formað-
ur Alþýðubandalagsins, kvað
stjórnarbreytinguna undirstrika
áform um niðurskurð félagslegrar
þjónustu og kaupmáttar launa, en
forsendur kjarasamninga, sem
gerðir voru í vor, séu nú brostnar.
Hann kvað áform stjórnarinnar
aðför að afkomu heimila og fram-
leiðsluatvinnuvega. Framundan
væru uppboð framleiðslutækja og
íbúðarhúsnæðis. Kaupmáttur
hefði rýrnað um 25% frá 1982 á
sama tíma sem þjóðartekjur hefðu
dregizt saman um 4%.
Útlánaaukning bankanna til
verzlunar hefur aukizt frá ágúst
1983 til jafnlengdar 1985 úr 3,4
milljörðum í 8,7 milljarða, eða um
5,3 milljarða. Á sama tíma hefur
útlánaaukning til sjávarútvegs,
afurðalán meðtalin, aukizt úr 5,7
milljörðum króna í 13,6 milljarða.
Án afurðalána hafi almenn lán til
landbúnaðar aukizt um 783 m.kr.,
til sjávarútvegs unl 973 m.kr. Qg
til verzlunar um 2.300 m.kr. Fram-
leiðsluatvinnuvegirnir væru horn-
rekur í þjóðarbúskapnum.
Brezk og íslenzk stjórn-
aruppstokkun
JÓN BALDVIN HANNIBALS-
SON, formaður Alþýðuflokksins,
kvað tilkynningu forsætisráð-
herra um breytta ríkisstjórn
formsatriðið eitt. Þegar forsætis-
ráðherra stokkar upp ríkisstjórn í
Bretlandi, sagði hann efnislega, er
ráðherrum sem hafa staðið sig
miður, ýtt út, en nýir menn teknir
inn. Stólahringekjan hér sé ann-
arrar tegundar. Eða er það dómur
þingflokks sjálfstæðismanna að
Geir Hallgrímsson hafi reynst
óhæfur í ráðherrastarfi?
Jón Baldvin taldi uppstokkun
stjórnarinnar einkamál Sjálfstæð-
isflokksins. Þar hafi þeim ráð-
herranum, sem helzt mátti búast
við að sýndi flokksformanninum
trúnað og heilindi i starfi, verið
vísað út.
Vandi flokksins var ekki leystur
af flokksformanni, sagði Jón Bald-
vin, heldur fyrrverandi flokksfor-
manni, Geir Hallgrímssyni.
Hann taldi samþykkt þing-
flokksins í Stykkishólmi og stjórn-
arbreytinguna fyrst og fremst
vantraust á fráfarinn fjármála-
ráðherra. Nýr fjármálaráðherra á
hinsvegar eftir að.gera grein fyrir
því hver stefna hans er, hvað hafi
farið úrskeiðis í fjárlagagerðinni
og hvern veg eigi úr að bæta.
Jón Baldvin talaði um þjóðhags-
spá sem markleysu og veruleika-
flótta. Bullandi hallarekstur væri
í sjávarútvegi og gengið í raun
fallið.
Pólitískt alvöruleysi
GUÐMUNDUR EINARSSON,
formaður þingflokks Bandalags
jafnaðarmanna, taldi það rangt
mat hjá Svavari Gestssyni að
þessari breytingu fylgdi pólitísk
alvara. Hún væri þvert á móti
pólitískt alvöruleysi. Ekkert
marktækt hefði gerzt. Þessir
menn myndu ekki beita neinum
nýjum aðferðum. Þeir myndu
hvorki leysa vanda þjóðar né
landsbyggðar, ekki vanda aldr-
aðra, ekki vanda húsbyggenda,
ekki verðbólguvandann. Milli
þrjátíu og fjörutíu prósent verð-
bólga væri óðaverðbólga og at-
hlægi í öðrum löndum.
Eini vandinn, sem ráðherrar
losnuðu frá, væri óleystur vandi í
fyrri ráðuneytum. En hvern veg
ætlar nýr menntamálaráðherra,
spurði Guðmundur, að höfða mál,
fyrir hönd náttúrverndarráðs, á
hendur iðnaðarráðuneyti, vegna
Mývatnsmálsins? Hann taldi
Matthías Bjarnason koma út sem
sterkasta ráðherrann, haldandi
samgönguráðu ney ti nu.
Ef nauðsynlegar — hvers
vegna ekki fyrr?
KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR,
Kvennalista, kvað formann Sjálf-
stæðisflokks hafa tekið sæti í rík-
isstjórn Steingríms Hermanns-
sonar, og sveiflað samráðherrum
milli embætta. Ástæðan vefst
fyrir mönnum. Framkvæmdin var
klaufaleg. Tímasetning röng. Ef
breytingin var nauðsynleg,
KOSIÐ var í allar fastanefndir Sam-
einaðs þings, neðri deildar og efri
deildar Alþingis í fyrradag, að því
undanskildu að kosningu í fjárveit-
inganefnd Sameinaðs þings var
frestað. Ný þingsköp gera ráð fyrir 9
mönnum í fjárveitinganefnd. Vanga-
veltur munu uppi um að fjölga
nefndarmönnum í 10, svo Kvenna-
listinn fái fulltrúa í nefndinni.
Nefndaskipan verður með þess-
um hætti í Sameinuðu þingi:
Utanríkismálanefnd:
Aðalmenn:
Eyjólfur Konráð Jónsnon varaformaó-
ur, lljörleifur Guttormsson, Haraldur
Ólafsson, Ólafur G. Einarsson, Kjartan
Jóhannsson fundaskrifari, Gunnar G.
Schram, Guðrún Agnarsdóttir.
Varamenn:
Birgir fsl. Gunnarsson, Steingrímur J.
Sigfússon, Ingvar Gíslason, Eriðjón Þórð-
arson, Karl Steinar Guðnason, Pétur Sig-
urðsson, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir.
Atvinnumálanefnd:
Birgir ísl. Gunnarsson formaður, Garð-
ar Sigurðsson, Þórarinn Sigurjónsson
varaformaður, Eggert Ilaukdal, Jóhanna
Sigurðardóttir, Björn Dagbjartsson, Krist-
ín llalldórsdóttir fundaskrifari.
AILsherjarnefnd:
Pétur Sigurðsson, Guðmundur J. Guð-
mundsson, Ólafur Þ. tmrðarson formað-
ur, Eggert Haukdal varaformaður, Eiður
Guðnaso'n, Birgir fsl. Gunnarsson, Stefán
BenediktSson fundaskrifaii.
hversvegna var ekki fyrr til henn-
ar gripið? Hvað var Sjálfstæðis-
flokkurinn að gera í allt sumar?
Breytingin nú, í þá mund er þing-
störf hefjast, tefur þau, sem og
störf í ríkisstjórninni umtalsvert.
Var tilgangurinn máske sá að
samráðherrar formannsins yrðu
sömu nýgræðingarnir og hann í
sínum ráðuneytum?
Kristín taldi stjórnarbreyting-
una hafa þann kost, út á við, að
hún hefði nýjabrum í augum fólks.
Það væri oftlega reiðubúið að gefa
nýjum ríkisstjórnum tækifæri,
starfsfrið fyrst í stað. Sá væri
máske tilgangurinn, þó ekkert
hefði breytzt í raun.
Horfl bjarLsýnn fram á veginn
ÞORSTEINN PÁLSSON, for-
Félagsmálanefnd:
Gunnar G. Srhram, Stefán Valgeirsson,
Árni Johnsen, Jóhanna Sigurðardóttir,
Eriðjón Imrðarson, Kristín Kvaran, Guð-
rún Helgadóttir.
í efri deild Alþingis verður
nefndaskipan þessi:
Fjárhags- og viöskiptanefnd:
Eyjólfur Konráð Jónsson formaður,
Kagnar Arnalds, Jón Kristjánsson, Vald-
imar Indriðason, Eiður Guðnason fund-
askrifari, Egill Jónsson, -Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir.
Samgöngunefnd:
Egill Jónsson formaður, Skúli Alexand-
ersson, formaður Jón Kristjánsson, Karl
Steinar Guðnason fundaskrifari, Árni
Johnsen, Valdimar Indriðason, Kolbrún
Jónsdóttir.
Landbúnaðarnefnd:
Egill Jónsson formaður, Helgi Seljan,
Davíð Aðalsteinsson varaformaður, Þor-
valdur Garðar Kristjánsson, Kolbrún
Jónsdóltir, Eyjólfur Konráð Jónsson
fundaskrifari, Eiður Guðnason.
Sjávarútvegsnefnd:
Valdimar Indriðason formaður, Skúli
Alexandersson, Jón Kristjánsson, Karl
Steinar Guðnason fundaskrifari, Árni
Johnsen, Björn Dagbjartsson, Kolbrún
Jónsdóttir.
Iðnaðamefnd:
Imrvaldur Garðar Kristjánsson formað-
ur, Skúli Alexandersson, Davíð Aðal-
steinsson varaformaður, Egill Jónsson,
Karl Steinar Guönason fundaskrifari,
maður Sjálfstæðisflokks, gerði
fyrst grein fyrir samþykktum
miðstjórnar og þingflokks, sem
leitt hefðu til uppstokkunar á rík-
isstjórnmni og ákvarðana um
endurmat á fjárlagaforsendum,
meðal annars í ljósi breyttra ytri
aðstæðna, svo sem lækkunar
Bandaríkjadals. Sjálfstæðisflokk-
urin myndi áfram vinna, innan
ríkisstjórnarinnar, á grundvelli
fyrri stefnumörkunar og lands-
fundarsamþykkta.
Þorsteinn kvað fullyrðingar
Jóns Baldvins ganga nokkuð á ská
og skjön hvor við aðra þegar hann
héldi því annarsvegar fram, að
Geir Hallgrímsson hefði sætt van-
trausti og brottrekstri, en hins-
vegar, að hann hefði leyst vanda
Sjálfstæðisflokksins.
Björn Dngbjartsson, Stefán Benedikts-
son.
Félagsmálanefnd:
Salome Þorkclsdóttir, Helgi Seljan,
Davíð Aðalsteinsson formaður, Stefán
Benediktsson fundaskrifari, Valdimar
Indriðason varaformaður, Björn Dagbj-
artsson, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir.
Heilbrigðis- og trygginganefnd:
Salome l>orkelsdóttir varaformaður,
Helgi Seljan fundaskrifari, Davíð Aðal-
steinsson formaður, Árni Johnsen, Karl
Steinar (iuðnason, Björn Dagbjartsson,
Kolbrún Jónsdóttir.
Menntamálanefnd:
Salome Imrkelsdóttir, Kagnar Arnalds,
Haraldur Olafsson formaður, Eiður
Guðnason, Eyjólfur Konráð Jónsson, Árni
Johnsen varaformaður, Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir fundaskrifari.
Allsherjarnefnd:
Eyjólfur Konráð Jónsson, Eiður Guðna-
son, Salome Þorkelsdóttir, Stefán Bene-
diktsson fundaskrifari, Valdimar Indriða-
son varaformaður, Helgi Seljan.
í neðri deild Alþingis verður
nefndaskipun þessi:
Fjárhags- og viðskiptanefnd:
Eriðrik Sophusson varaformaður, Svav-
ar Gestsson, Páll Pétursson formaður,
Ólafur G. Einarsson, Jón Baldvin Hanni-
balsson, Halldór Blöndal, Guðmundur
Einarsson fundaskrifari.
Samgöngunefnd:
Friðjón lsirðarson varaformaður,
Steingrímur J. Sigfússon, Stefán Val-
geirsson for>naður, Eggert Haukdal,
Karvel Pálmason, Stefán Guðmundsson,
Kristín lialldórsdóttir fundaskrifari.
Landbúnaðarnefnd:
Pálml Jónsson varaformaður, Stein-
Síðan vék hann að brýnni nauð-
syn þess, m.a. vegna slæmrar
stöðu sjávarútvegsins, að ná niður
viðskiptahalla og erlendum skuld-
um. Það væri ekki sízt stefna nú-
verandi ríkisstjórnar að ná við-
skiptahallanum niður, án þess að
skerða kaupmátt frekar eða stuðla
að atvinnuleysi.
Alþýðubandalagið hafi hinsveg-
ar — sem ráðandi afl í ríkisstjórn
á sínum tíma — brugðizt við
viðskiptahalla, sem hafi verið 10%
af þjóðarframleiðslu 1982, með því
að skerða verðbætur launa um
helming í desember sama ár.
Viðbrögð til að hemja verðbólgu
— og mismunandi árangur — nú
og þá, er formaður Alþýðubanda-
lagsir.s sat á ráðherrastóli, tali og
ótvíræðu máli. Vill Alþýðubanda-
lagið máske fara gömlu leiðirnar,
sem það tróð í ríkisstjórn fram á
árið 1983, með tilurð viðskipta-
hallans, óðaverðbólgunnar og er-
lendu skuldasöfnunarinnar, sem
fyrst og fremst leiddu til kjara-
skerðingar?
Þorsteinn taldi tekjukerfi ríkis-
sjóðs þarfnast gagngerrar endur-
skoðunar. Söluskattskerfið gengi
ekki mikið lengur. Þessvegna
stæði til að taka upp virðisauka-
skatt. Tekjuskattskerfið hefði og
gengið sér til húðar. Þessvegna
væri stefnt að afnámi tekjuskatts
af almennum launatekjum.
Þorsteinn taldi og að stefna Al-
þýðuflokksins um þreföldum
eignaskatta myndi bitna á flestum
venjulegum fjölskyldum, sem ættu
t.d. eign upp á þrjár og hálfa
milljón í íbúð og bíl.
Fimmföldum eignaskatta á at-
vinnurekstri, t.d. á fyrirtækjum í
undirstöðugreinum, sem gengið
hefðu á eignir og safnað skuldum
með taprekstri, myndi í senn auka
á rekstrarerfiðleika og gera at-
vinnurekstrinum ókleift að bæta
laun og lífskjör starfsfólks síns.
Tekjuskiptingin í þjóðfélaginu
réðist í frjálsum kjarasamningum
í þjóðfélaginu.
Hann kvað nauösynlegt að tak-
ast á við margþættan vanda en
horfa jafnframt bjartsýnum aug-
um fram á vegin á vit nýrrar
framtíðar.
Síðari umferð umræðna
I síðari umferð umræðna um til-
kynningu forsætisráðherra töluðu
Hjörleifur Guttormsson (Abl.),
Kjartan Jóhansson (A) Kristín
Kvaran (BJ), Þorsteinn Pálsson
(S) og Steingrímur Hermannson
(F).
grímur J. Sigfússon fundaskrifari, Stefán
Valgeirsson formaður, Halldór Blöndal,
Kjartan Jóhannsson, Eggert Haukdal,
l>órarinn Sigurjónsson.
Sjávarútvegsnefnd:
Pétur Sigurðsson, Garðar Sigurðsson
fundaskrifari, Ingvar Gíslason, Halldór
Blöndal varaformaður, Guðmundur Ein-
arsson, Gunnar G. Schram, Stefán Guð-
mundsson formaður.
Iðnaðarnefnd:
Friðrik Sophusson, Hjörleifur Gutt-
ormsson, Ingvar Gíslason, Birgir fsl.
Gunnarsson varaformaður, Guðrún Agn-
arsdóttir fundaskrifari, Gunnar G.
Schram, Páll Pétursson formaður.
Félagsmálanefnd:
Eriðrik Sophusson formaður, Stein-
grímur J. Sigfússon, Stefán Valgeirsson
varaformaður, Halldór Blöndal, Jóhanna
Sigurðardóttir fundaskrifari, Eggert
Haukdal, Stefán Guðmundsson.
Heilbrigðis- og trygginganefnd:
Pétur Sigurðsson formaður, Guðrún
Helgadóttir, Guðmundur Bjarnason vara-
formaður, Ólafur G. Einarsson, Kjartan
Jóhannsson, Friðrik Sophusson, Guðrún
Agnarsdóttir fundaskrifari.
Menntamálanefnd:
Halldór Blöndal formaður, Hjöiieifur v -
Guttormsson, Ólafur Þ. Þórðarson vara-
formaður. Birgir ísl. Gunnarsson, Jón
Baldvin Hannibalsson fundaskrifari,
Ólafur G. Einarsson, Kristin S. Kvaran.
Allshcrjarnefnd:
Pálmi Jónsson, Guðrún Helgadóttir
fundaskrifari, Ólafur Þ. Þórðarson vara-
formaður, Friðjón Þórðarson, Guðmund-
- nr Einarsson, Gunnar G. Schram formað-
ur, Stefán Guðmundsson. -
Kosningu í fjárveitinganefnd frestað
Nefndaskipan lítt breytt