Morgunblaðið - 17.10.1985, Side 34

Morgunblaðið - 17.10.1985, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1985 | atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Framleiðslustjóri Bifreiða- og trésmiöju Kaupfélag Skaftfellinga, Vík, óskar aö ráöa framleiöslustjóra fyrir bifreiða- og trésmiðju. Starfiö er fólgið í daglegri stjórnun og sölu- mennsku. Leitaö er aö dugmiklum, áhugasömum manni sem á gott með að umgangast og stjórna fólki. Góð almenn menntun æskileg. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Umsóknir með upplýsingum um aldur, mennt- un og fyrri störf, sendist kaupfélagsstjóra eða starfsmannastjóra Sambandsins er veita nán- ariupplýsingar. Umsóknarfrestur er til 30. þessa mánaðar. Kaupfélag Skaftfellinga Vfk, Mýrdal Hrafnista Hafnarfirði vill ráða hárskera í hlutastarf. Uppl. gefur forstöðukona í síma 54288 kl. 10.00-11.OOf.h. Afgreiðslumenn Námsgagnastofnun auglýsir eftir afgreiðslu- mönnum til starfa á bóka- og námsgagnalag- er. Einnig vantar afgreiðslumann í skólavöru- búð. Umsóknir ásamt uppl. um menntun og fyrri störf sendist Námsgagnastofnun fyrir 22. október merktar: „Umsókn". NÁMSGAGNASTOFNUN PÓSTHÓLF 5192 125 REYKJAVÍK A fgreiðsla og söludeild, pósthólf5912, 125 Reykjavík. Stærðfræðingur sækir eftir góðu starfi Ég hef cand. scient.-gráðu frá Oslóarháskóla (stærðfræði og eðlisfræði). Hef unniö hjá norsku olíufyrirtæki við tölvuforritun, hjá norsku hagstofunni við tölfræði auk kennslu- starfaáíslandi. Upplýsingar í síma 96-26136. Kristinn Guölaugsson, Hjaröarlundi 9, Akureyri. Prjónakonur Vanar prjónakonur óskast til að prjóna lopa- peysur. Kaupi vel prjónaðar lopapeysur alpahúfur og vettlinga á sama staö. Uppl. t síma 12651. Skrifstofustarf Óskum að ráöa sem fyrst ritara til að annast símavörslu, móttöku viðskiptavina, upplýs- ingamiðlun ásamt aöstoð við gjaldkera. Verslunarskólapróf með góðri tungumála- kunnáttu (enska, eitt noröurlandamál og nokkur þýskukunnátta) áskilin. Þeir sem áhuga hafa á þessu starfi sendi eigin- handarumsókn með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf í pósthólf 519, 121 Reyk javík fyrir 21. október. Smith & Norland h/f. Nóatúni4. Skemmtanastjóri Eitt vinsælasta diskótek landsins óskar eftir að ráða hugmyndaríkan.skemmtilegan og duglegan skemmtanastjóra pilt eða stúlku til starfa sem fyrst. Viðkomandi þarf að hafa gaman af að um- gangast fólk og geta unniö sjálfstætt. Hér er um að ræöa starf sem mætti hugsan- lega vinna sem hlutastarf. Þeir sem hafa áhuga eru vinsamlega beðnir að senda inn nafn, heimilisfang og símanúmer ásamt uppl. um það sem máli kann að skipta inn á augl.deild Mbl. fyrir 22. okt. merkt: „Lifandi starf — 3102“. Vantar fisk til vinnslu Vegna hráefnisskorts getum við tekið línubáta í viðskipti. Góð aðstaða í landi og úrvals ís- lenskur beitismokkur. Getum útvegað beit- ingamenn. Aflaútlit allgott og stutt á fengsæl fiskimið. Allarnánariuppl. ísíma 94-6105. Fiskiöjan Freyja hf., Suðureyri. Vefnaðarvöruverslun Óskum eftir að ráöa nú þegar starfsmenn við afgreiöslu hjá vefnaðarvöruverslun í Reykjavík. Starfssvið er, auk afgreiðslu, ráðgjöf varðandi val á vefnaöarvöru. Æskilegt er aö umsækj- endur hafi reynslu á umræddu sviði eða hafi sinnt saumaskap í heimahúsi. Vinnutími er annars vegar frá kl. 12.30-18.00 og hins vegarfrákl. 9.00-14.30. Nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00. Afleysinga- og rádningaþjónusta /MS^. Lidsauki hf. W Skólavörðustig 1a - 101 Reykjavík - Simi 621355 Endurskoðunar stofa Garðabær Við nýjan leikskóla í Garðabæ sem tekur til starfa 1. nóvember nk. eru tvær hálfar stöður lausar. Óskað er eftir fólki með fósturmenntun eða hliðstæða menntun og reynslu í uppeldi ungra barna. Umsóknum skal skilað á Félagsmálaskrifstofu í Kirkjuhvoli í síðasta lagi þann 22. okt. nk. Félagsmálaráð Garöabæjar. Sérkennari Sérkennara vantar til að aöstoða 7 ára ensku- mælandi barn við nám, kl. 09.15-11.15, mánu- daga-fimmtudaga. Viðkomandi þarf að hafa menntun á sviði sérkennslu (learning disabi- lities).Góðlauníboði. Umsækjandi skili umsókn sem greinir frá menntun og starfsreynslu til augld. Mbl. merkt: „A — 8571“ fyrir næstkomandi þriðju- dagskvöld 22. október. Kjöt og fiskur Breiðholti Óskum eftir að ráða vanan kjötiðnaðarmann strax. Upplýsingar veittar á staðnum ekki í síma. Ungan mann vantar vinnu strax. Hefur reynslu sem sölu- maður hjá stóru fyrirtæki. Góö enskukunnátta bæði í rituðu og töluðu máli. Er reglusamur og ábyggilegur. Upplýsingar í síma 35161 á daginn. Lyfsöluleyfi er forseti íslandsveitir. Lyfsöluleyfi Seyðisfjarðarumdæmis (Apótek Austurlands) er auglýst laust til umsóknar. Verðandi lyfsali skal hefja rekstur lyfjabúðar- innar l.janúar 1986. Umsóknir um ofangreint lyfsöluleyfi skulu hafa borist heilbrigöis- og tryggingamála- ráðuneytinufyrir 15. nóvembernk. Heilbrigöis- og tryggingamálaráöuneytiö, 15. október 1985. Starfskraftur óskast fyrir léttan iðni'ð. Einnig vantar sendil á sama stað. Uppl. í síma 671900 Plastos hf. og 83519 Etnahf. Tækniteiknari Starfsmaður með reynslu í bókhaldsstörfum óskast. Umsóknir með uppl. um menntun og fyrri störf sendist augl.deild Mbl. merkt: „E — 8395“. Tækniteiknari vanur arkitektateikningum óskast til starfa. Upplýsingar veittar á Teiknistofu Gunnars og Gauta, Barónsstíg 5. Skákhátíð Sparisjóðs og Skákfélags Hafnarfjarðar haldin 25.—27. október SKÁKHÁTÍÐ Sparisjóðs Hafnar- fjarðar og Skákfélags Hafnarfjarðar verður haldin 25.-27. október nk. Hátíðin hefst með því að á fostu- daginn 25. október kl. 20.00 teflir Helgi Ólafsson fjöltefli við unglinga. 16 ára og yngri. Skráning fer fram í síma 54000. Hámarksfjöldi þátttak- enda er 40. I>eir sem sigra stórmeist- arann fá trétafl að launum og þeir sem ná jafntefli fá bókagjafir. Á laugardeginum, 26. október, verða tefldar 9 umferðir undan- rása, 15 mínútna skákir. Allir skákmenn með undir 2100 Elo stig hafa þátttökurétt og verður teflt eftir Monrad kerfi. Tuttugu efstu men öðlast þátttökurétt í A flokki daginn eftir, en þeir sem verða neðan við 20. sæti tefla i B flokki. Tefldar verða þrjár umferðir fyrir hádegi kl. 10.30-12.20. Síðan þrjár umferðir kl. 13.30 til 15.10. Kl. 15.15 mun Helgi Ólafsson halda fyrirlestur, en kl. 16.15 hefst taflið að nýju og lýkur því kl. 18.00. Síðasta daginn, 27. október, verða tefldar 11 umferðir eftir Monrad kerfi. í A flokki tefla allir skákmenn með yfir 2100 stig og þeir 20 sem vinna sér þátttökurétt á laugardeginum. Fyrstu verðlaun í A flokki eru 25.000 krónur, önnur verðlaun eru 15.000 krónur og þriðju verðlaun eru 10.000 krónur. Kvennaverð- laun, öldungaverðlaun, og ungl- ingaverðlaun eru verðlaunapen- ingar. Þrír efstu í B flokki fá einn- ig verðlaunapeninga. Skákdómari mótsins verður Sigurberg H. El- entínusson, en mótið verður sett af formanni stjórnar Sparisjóðs- ins, Stefáni Jónssyni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.