Morgunblaðið - 17.10.1985, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1985
37
Hvar
er
vélin?
Það var snemma á liðnu vori að
ágætur kunningi og vinur sem um
árabil hafði leigt rúmgott herbergi
í risi í fjölbýlishúsi í vesturbænum
ákvað að stefna að því að eignast
eigið húsnæði. Hann er rétt rúm-
legá fimmtugur og hefur unnið
alla almenna verkamannavinnu
frá unglingsárum og lengi verið á
vélskóflum, jarðýtum og öðrum
þungavinnuvélum og hann hefur
unnið sig í álit eins og sagt er um
góða og duglega starfsmenn.
Eins og gengur og gerist nú á
tímum lenti hann í skilnaði fyrir
nokkrum árum og þegar lögfræð-
ingar og skiptaráðandi höfðu gert
upp búið þá stóð hann uppi næst-
um eignalaus maður, en nóg um
það. Hann ákvað að þrauka. Hann
leigði húsnæði fyrst um sinn eða
þar til hann hafði efni á því að
kaupa sér íbúð og sá draumur
rættist á liðnu vori. Hann keypti
tveggja herbergja íbúð á annarri
hæð í nýju steinhúsi í miðborg
Reykjavíkur. Þegar hann flutti inn
í júnímánuði síðastliðnum bauð
hann nokkrum vinum og kunningj-
um að lfta inn og í tilefni dagsins
bauð hann uppá rjómatertu og
súkkulaði og það var kveikt á
kertum. Ég var einn boðsgesta en
hafði ekki tök á að mæta. Síðan
hefur lengi staðið til að ég liti inn
og skoðaði nýju íbúðina hans Sigga
og oft hef ég komið að lokuðum
dyrum og skýringin er sú að hann
hefur síðustu mánuði verið að
vinna þetta tólf til fjórtán tíma á
dag, sjö daga vikunnar og ekki
tekið sér frí um helgar, þar sem
fyrstu afborganir af íbúðinni eru
stórar og erfiðar og hann hefur
ákveðið að taka engin lán. Hann
ætlar að fjármagna kaupin af eigin
fjármunum. Hann hefur orðið að
taka alla þá yfirvinnu og nætur-
vinnu sem hann hefur átt kost á.
Hann hefur sem sagt ekki verið
heima við síðustu mánuði nema
að nóttu til, komið einhvern tím-
ann eftir miðnætti og farið að
heiman til vinnu um sjöleyti að
morgni. Hann stendur sig eins og
hetja, hann er að eignast íbúðina
án þess að taka nokkur lán.
Fimmtudaginn 3. október síðast-
liðinn hringdi hann heim til mín
klukkan hálfníu að kvöldi. Hann
spurði hvort ég vildi koma í heim-
sókn og skoða íbúðina. Ég ákvað
að þiggja boðið og rölti yfir til
hans en á milli heimila okkar er
um það bil tíu mínútna gangur.
Þegar ég var kominn að gatnamót-
um Snorrabrautar og Grettisgötu
var orðið verulega skuggsýnt en
tilsýndar sá ég hvar maður stóð
SVIPMYNDIR UR BORGINNI/Ólafur Ormsson
ofar við gatnamót Grettisgötu og
Barónsstígs, uppáklæddur með
einhverja hluti í sitt hvorri hendi.
í fyrstu hélt ég að þarna væri
lögregluþjónn með tvær hvítar
kylfur í hendi að stjórna umferð-
inni, en þegar betur var að gáð þá
kom í ljós að þarna stóð maðurinn,
sem ég var að heimsækja, hann
stóð þarna með tvo hvíta inn-
kaupapoka í hendi, fulla af sælgæti
oggosi.
— Komdu blessaður, vinur. Ég
var að versla, sagði hann og við
tókumst í hendur og héldum síðan
beinustu leið að heimili hans og
hann talaði mikið um það hvað
hann væri þurfandi fyrir að kynn-
ast góðri konu til að annast sig í
ellinni. Það voru rigningarskúrir í
borginni og þegar við vorum
komnir að heimili hans í nýju
steinhúsi var utanyfirfatnaðurinn
orðinn gegnblautur og settur á
snaga í forstofugangi. Hann bauð
mér til stofu og ég var ekki fyrr
sestur í djúpan og þægilegan stól
en hann hellti innihaldi pokanna,
súkkulaðikexi, konfekti og popp-
korni á stofuborðið:
— Gjörðu svo vel. Því miður er
enginn tími til að búa til tertur
og ég á engan mat í ísskápnum.
Við búum svona þessir einhleypu
menn, sem erum að vinna alla
daga fram á nætur.
Ég þakka gott boð og kvað al-
gjöran óþarfa að hafa mikið fyrir
veitingum og sagðist ekki þiggja
kaffi og því síður sterkari drykki.
Þegar við höfðum hámað í okkur
súkkulaðikexið og konfektið og
drukkið öl, sýndi hann mér íbúð-
ina, flísalagt baðherbergi, nýtísku
eldhús og tvö herbergi, svefnher-
bergi og stofu og var greinilega
stoltur og það má hann vera. í
íbúðinni er enginn íburður en öllu
Kaupfélag Suðurnesja:
Verzlun opnuð í Vogunum
KAUPFÉLAG Suðurnesja hefur nýlega opnað verslun að Vogagerði
8, Vogum. Verslunin verður opin frá 9 til 18, frá mánudegi til
föstudags og á milli 10 og 12 á laugardögum. Verslunin er alhliða
'matvöruverslun.
Deildarstjóri verslunarinnar er Skjöldur Þorláksson. Hann sagði
í samtali við fréttaritara Mbl. að verð í versluninni væri sambæri-
legt við það sem væri í verslunum K.S. ! Keflavík. Þá sagði hann
að reynt yrði að halda uppi eins mikilli þjónustu og þeir gætu án
þess að hallarekstur verði á deildinni.
Á meðfylgjandi mynd er Skjöldur Þorláksson deildarstjóri ásamt
starfsstúlkum, Selmu Jónsdóttur og Þórdísi Símonardóttur.
E.G.
komið fyrir á smekklegan hátt og
svo mikill þrifnaður að hefði mátt
leita með stækkunargleri að ryk-
korni. Siggi fór á kostum, flutti
magnað erindi um vandamál hús-
byggjenda og svo ræddi hann um
kjaramál af þekkingu og heimtaði
hærra kaup fyrir yerkafólk. Hann
spjallaði um aðbúnað á vinnustöð-
um og þannig liðu um það bil
tuttugu mínútur. Hann lagðist
endilangur uppí sófa og ég gekk
um íbúðina og virti fyrir mér ljós-
myndir á veggjum og allt í einu
var Siggi farinn að hrjóta. Ég
settist í stól í stofunni, fletti dag-
blaði um stund í von um að hann
myndi nú brátt vakna og við gæt-
um þá spjallað um lífið og tilver-
una, um ranglæti í þjóðfélaginu
og þetta eilífa basl að koma sér
upp eigin húsnæði. Þegar hann
bærði ekki á sér eftir um það bil
hálftíma þegar klukkan í ibúðinni
sló níu högg, gekk ég yfir til hans
og hnippti í hann. Hann vaknaði
snögglega og spurði:
— Hvarervélin?
— Hvaðavél?
— Vélskóflan? Payloaderinn?
— Það er engin vélskófla hér,
Siggi minn.
— Hvar er ég? Er ekki kominn
kaffitími? Erum við ekki í nætur-
vinnu?
— Þúertheimahjáþér.
— Æ, fyrirgefðu. Hvað má
bjóða þér? Fáðu þér meira af
sælgætinu.
Siggi sagði síðan nokkra brand-
ara af vinnustað þar til hann var
aftur farinn að hrjóta skömmu
síðar og klukkan ekki orðin hálftíu
á fimmtudagskvöldi. Hann svaf í
um það bil korter eða þar til sím-
inn hringdi. Þá var hann beðinn
um að koma á vinnustað, það var
eitthvert verkefni framundan með
vélskófluna. Rétt áður en við skild-
um á heimili hans sagði hann mér
að hann hefði ekki getað horft á
Dallasþættina í sjónvarpinu síðan
í vor og yfirleitt ekki getað fylgst
með sjónvarpinu.
— Veistu það? Ég hef varla
horft á sjónvarpið síðan í vor. Ég
hef þó stundum heyrt hádegis-
fréttirnar í útvarpinu.
Já, það þarf mikið að leggja á
sig til að eignast eigið húsnæði,
kannski að það sé þess virði...
BORGAR SIG
BOS hugbúnaöur
er ekki háður einni tölvutegund, heldur gengur á
margar tölvutegundir þ.m.t. IBM XT/AT, DEC MICRO PDP-11, STRIDE,
ISLAND XT/AT og ADVANCE.
BOS hugbúnaður
er fjölnotenda með allt að 20 skjái eða einnotenda
með möguleika á aö vinna í 4 kerfum samtímis.
BOS hugbúnaður
gerir kleift að byrja smátt og stækka stig af stigi.
BOS hugbúnaður
er margreyndur og í stöðugri sókn.
c
Kerfin, sem boðið er upp á eru m.a.:
Fjárhagsbókhald, viðskiptamannabókhald, sölu- og pantanakerfi,
birgðabókhald og birgðastýring, greiðslubókhald, launabókhald,
verkbókhald, tollskýrslu- og verðútreikningar, uppgjörskerfi og tíma-
bókhald fyrir endurskoðendur, framleiðslustýring, ritvinnsla, gagna-
grunnur, skýrslugerð, áætlanagerð ásamt tugum sérhannaðra forrita.
o
Söluaðilar BOS hugbúnaöar
Gísh J. Johnsen hf., Skrifstofuvélar hf., Aco hf., Kristján Skagfjörð hf.,
Hugur sf., Almenna kerfisfræðistofan, Tölvutækni sf. Akureyri.
hTí Töluumiðstöðin hf
1 I ! f Höföabakka 9 — Sími 685933
<
< -