Morgunblaðið - 17.10.1985, Side 39
39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1985
Minning:
Ólöf Diðriksdóttir
Fædd 5. mars 1897
Dáin 9. október 1985
I dag fer fram útför frá Bú-
staðakirkju Ólafar Diðriksdóttur,
Gautlandi 11, Reykjavík. Hún lést
í Borgarspítalanum 9. október sl.
88 ára að aldri.
Ólöf var fædd að Vatnsholti í
Grímsnesi 5. mars 1897, dóttir
hjónanna Ólafar Eyjólfsdóttur og
Diðriks Stefánssonar. Þar ólst
hún upp, en flyst með foreldrum
sínum ung stúlka að Bakkár-
holtsparti í Ölfusi, þar bjuggu þau
Ólöf og Diðrik aðeins fá ár, en
fluttu síðan til Reykjavíkur.
En í Ólfusinu kynntist Ólöf
mannsefninu sínu, Þorleifi
Eyjólfssyni frá Bakkárholti. Þau
giftust 1923 og stofnuðu heimili í
Reykjavík.
Ekki voru efnin mikil hjá ungu
hjónunum, erfiðir tímar og at-
vinnuleysi. Þorleifur var þó svo
lánsamur að hafa vinnu og með
sparsemi og útsjónarsemi þeirra
beggja tókst þeim að komast
sæmilega af með stækkandi
barnahóp. Þau eignuðust 6 börn,
eina telpu misstu þau nokkurra
daga gamla, hin komust til full-
orðins ára.
Til að drýgja tekjurnar fór ólöf
oft í fiskvinnu á þessum árum,
einnig vann hún ýmiss önnur
störf, þegar hún gat komið því við,
og var til þess tekið hve dugleg
hún var. Þegar börnin fóru að
stálpast keyptu þau sér ibúð á
Baldursgötu 19.
Þar var gott að koma, og gesta-
gangur oft mikill, þvf þau áttu
mikið af frændfólki og vinum, sem
komu oft til að gista ef því var að
skipta. Við systkinin á Búrfelli
Fæddur 10. nóvember 1905
Dáinn 8. nóvember 1985
Nú er komið að þeim tímamótum
í lífi fjölskyldunnar, að afi Elías
er ekki lengur okkar á meðal. Við
vorum reyndar búin að vita lengi,
að við því mætti alltaf búast, að
afi félli frá. Engu að síður kom
fréttin um andlát hans okkur
systrunum á óvart. Við höfðum
einmitt verið að ræða það nokkr-
um dögum áður, hvað afi væri
hress og virtist heilsast betur. En
það er eins og segir, að undir það
síðasta er oft eins og fólki öðlist
nýr og óútskýranlegur kraftur, og
finnist það jafnvel heilt heilsu að
nýju. Afi var búinn að vera veikur
í mörg ár, og alltaf öðru hvoru á
Vífilsstöðum, vegna lungnasjúk-
dómsins. Þó hafði hann ekki lagst
inn núna lengi.
Gestur Elías, fæddist 10. nóv-
ember 1905 í Reykjavík. Foreldrar
hans voru Guðrún Guðmundsdótt-
ir og Jón Gestsson.sjómaður. Þau
voru bæði fædd í Árnessýslu, en
bjuggu allan sinn búskap í Reykja-
vík. Hann átti tvö systkini, Egil,
sem látinn er fyrir nokkrum árum,
og Guðmundu sem er á lífi. Elías
fór 14 ára til sjós í Reykjavík og
var sjómennska hans atvinna æ
síðan. Lengst var hann á togurun-
um Snorra Goða og Geir. Eftir að
honum var ráðlagt af lækni að
breyta um vinnu fór hann á varð-
skipin, og tók þá þátt í seinna
þorskastríði. Á varðskipunum er
hann þar til hann lætur smíða sér
eigin bát, Jón Gestsson GK 341.
Það var árið 1962. Hann var þá á
Þingeyri á sumrin og fiskaði á
bátnum, en vann hjá Rikisskip á
veturna, m.a. á Herjólfi, en það
var á því skipi, sem hann endaði
sinn sjómannsferil. Það var í flutn-
ingunum varðandi Vestmanna-
eyjagosið, sem hann varð fyrir því
óhappi að fótbrotna og upp úr því
hófust hans veikindi. Eftir sex
vikna legu í g'fsi kom fyrsta kraos-
nutum gestrisni þeirra og um-
hyggju í ríkum mæli.
Haustið 1953 urðu þau fyrir
þeirri miklu sorg að missa tvo syni
sína í sjóinn, elsta soninn Eyjólf
þrítugan að aldri, frá eiginkonu,
Ingibjörgu Ingólfsdóttur, og
þremur ungum dætrum, og Ólaf,
22 ára, ókvæntan i foreldrahúsum.
Þetta voru efnismenn sem mikil
eftirsjá var að. Þeir bræður höfðu
farið á litlum báti út á Sundin, en
áttu ekki afturkvæmt. Þetta haust
lést einnig systir Ólafar, Gróa,
mikil ágætiskona. Þær systur
höfðu alltaf verið mjög samrýmd-
ar, svo þetta var líka mikill missir.
En fjölskyldan var samhent og
ekki var látið hugfallast. Hygg ég
að einlæg trú á góðan Guð hafi
þarna orðið til mikillar hjálpar
sem oftar.
Ólöf fór nú að vinna úti allan
daginn, en Þorleifur gat ekki
stundað vinnu lengur sökum
heilsubrests, en þegar hann hafði
heilsu til hugsaði hann um heimil-
ið og fórst það vel úr hendi.
Er Þórólfur yngsti sonur þeirra
keypti sér íbúð í Gautlandi, fluttu
þau með honum þangað og héldu
saman heimili en Þórólfur er
ókvæntur. Þorleifur lést árið 1973
eftir langvarandi veikindi.
Þau tvö börn þeirra Ólafar og
Þorleifs, sem enn eru ónefnd, eru
Eyrún sem gift er Gísla Guð-
mundssyni, þau eiga fimm börn,
og Sverrir, hann er kvæntur Guð-
rúnu Guðjónsdóttir, þau eiga tvo
syni.
ólöf átti góða elli, hun var
heilsuhraust, og börnin og tengda-
börnin báru hana á höndum sér,
svo einstakt má teljast. Hún virt-
ist vera miðpunkturinn í lífi
æðakastið, og náði hann sér aldrei
að fullu eftir það. Alltaf hafði
hann eftirlifandi konu sína, Krist-
ínu Jónsdóttur sér við hlið, sem
annaðist hann dyggilega. Aldrei
vék hún frá honum af ótta við að
eitthvað kæmi nú fyrir afa á
meðan hún væri fjarverandi. Þar
átti afi ómetanlegan lífsfélaga,
sem við vitum að hann lærði að
meta með árunum.
Það er vafalaust margt í sam-
skiptum eldra fólks, sem þreytt
hefur ævina saman staðfast í
þeirri trú, að fórnarlund við guð
og menn sé æðst dyggða, sem við
yngH mættum gefa gaum að. Þessi
kynslóð, sem lifði ótrúlegar tækni-
framfarir og tvær heimsstyrjaldir,
steypti sökklana undir það líf sem
við nú byggjum á þessu landi. Við
getum vafalaust engan veginn gert
okkur grein fyrir hvílíka staðfestu,
útsjónasemi og þrautseigju hefur
þurft til að lifa af og byggja upp
á þessum árum þ.e. á árum þessar-
ar kynslóðar, sem nú jafnt og þétt
er að kveðja þetta jarðlíf og landið
okkar. Landið sitt. Ekkert er fjær
þessu fólki, en bera rýrð á landið,
gagn þess og gæði. Nú eru aðrir
tímar, og ekki endilega neitt auð-
veldara að lifa. Heyrist oft barlóm-
ur og enginn segir að fólk þurfi
ekki að vinna og það jafnvel tölu-
vert mikið til að endar nái saman.
Engu að síður eru tækifærin fleiri,
og tækni betri en var og ætti því
lífshlaupið að vera eitthvað auð-
veldara. En kröfurnar aukast, og
oft eru athugasemdir „gamla
fólksins", hvað varðar heimtu-
frekju og kröfuhörku unga fólks-
ins, skiljanlegar.
Eg held við ættum að gefa okkur
meiri tíma fyrir þetta fólk, sem
bjó okkur grunninn, og lifði fyrir
okkur í ellinni. Við vitum að tím-
arnir eru breyttir, og mennirnir
líka, engu að síður er enginn vafi
á því, að þau hafa ýmislegt að segja
okkur, ef við eingöngu gefum brot
af oVVt dtrrmæt.a" tfma til að
þeirra, sem allt snerist um, ekki af
kvöð, heldur af því hve góð og
skemmtileg hún var, það var svo
gaman að vera nálægt henni. Hún
var með afbrigðum dugleg og
þrekmikil kona, glaðlynd og hjálp-
söm, mátti ekkert aumt sjá án
þess að rétta hjálparhönd. Á
seinni árum ferðaðist hún heil-
mikið um landið og var Þórólfur
óþreytandi að keyra hana hvert
sem hún óskaði sér að fara, þau
fóru hringveginn að ég held oftar
en einu sinni, með miklum útúr-
krókum, en ólöfu fannst mjög
gaman að sjá staði sem hún hafði
heyrt eða lesið um. Á hverju
sumri fóru þau í veiðiferð norður í
land. Var ólöf áhugasöm um
vciðiskapinn, og veiddi oft vel.
Síðast í sumar fóru þau mæðg-
inin norður á Kópasker til að
heimsækja dótturdóttur ólafar,
sem þar býr. Einnig heimsóttu
þau frændfólk í Bárðardal og á
Siglufirði.
Af systkinunum frá Vatnsholti
hlusta. Tímanum sem við teljum
okkur aldrei hafa nóg af, er víst
oftar eytt til einskis nýtra hluta.
Við söknum gamla fólksins þegar
það er farið og sjáum eftir að hafa
ekki gefið því meiri tíma.
Afi átti það til að vera harðorður
í garð manna og málefna. Hann
tók oftar en ekki einarða afstöðu
til hlutanna. Til heilsubrests síns
hin síðari ár tók hann líka einarða
afstöðu. Hann kvartaði aldrei.
Það hafði einnig borið á góma
okkar systra, hve þó mun jákvæð-
ara viðhorf og sátt var ríkjandi í
viðhorfum afa, bara síðustu mán-
uði. Við trúm því, að hann hafi
kvatt lífið hér í eins mikilli sátt
og lifandi manneskju er unnt.
Einn hinna föstu punkta í lífinu
er horfinn. Manneskja, sem við
höfum deilt með, hefur kvatt. Við
geymum minninguna um afa
saman, og hvert fyrir sig.
Fyrir hönd ömmu Kristínar,
viljum við þakka öllum þeim sem
hafa stutt hana nú sem áður og
þau hjónin meðan afi lifði.
Sérstakar þakkir til starfsfólk á
Vífilsstöðum og Jóns Steindórson-
ar og Guðnýjar og einnig til annars
skyldfólks og vina.
Sigrún Valgeirsdóttir,
Kristín Valgeirsdóttir,
Sólveic Valpeirsdóttir.
Gestur Elías
Jónsson - Minning
er nú aðeins Hjörleifur á lífi. Hin-
ir bræðurnir voru Stefán á
Minni-Borg, Páll og Halldór á
Búrfelli og Eyjólfur sem lést ung-
ur.
Ég sendi fjölskyldunni innilegar
samúðarkveðjur og kveð þessa
elskulegu frænku með þakklátum
huga.
Ingunn Pálsdóttir
Hún amma er dáin. Hún lést í
Borgarspítalanum 9. þ.m. Okkar
langar að minnast hennar í fáein-
um orðum og þakka henni allt það
sem hún var okkur. Ekki er hægt
að minnast ömmu án þess að
mynd afa komi í hugann svo sam-
ofinn hann er minningum okkar,
en við áttum góða að þar sem þau
voru þegar við ungar að árum
misstum föður okkar. ófáar voru
heimsóknir okkar til ömmu og afa
á Baldursgötu og síðar í Gautland.
Alltaf var jafn vel tekið á móti
okkur, allt það besta tínt fram til
að gefa okkur eins og öllum sem
þangað komu. Og svo þegar við
fórum vorum við nestaðar annað-
hvort með sokkum, vettlingum og
öðrum prjónaflíkum sem amma
hafði prjónað eða þá að aur voru
stungið í lófa. Sérstaklega var
okkur minnisstæð jóiaboðin hjá
þeim, þegar við máttum borða
eins mikið og okkur lysti af app-
elsínum, eplum og öðru góðgæti
(en þá voru ávextir aðeins til um
jólaleytið). Og þegar öll ílát höfðu
verið tæmd, dró amma fram stig-
ann sem lá upp á háaloft og fór
upp til þess að sækja meira. Já,
þannig var amma, gestrisni henn-
ar °K gjafmildi var einstök, enda
alla tíð mjög gestkvæmt á heimili
hennar.
Ávallt var amma ljúf og létt í
lund en hún gat verið ákveðin ef
því var að skipta og sagði sínar
meiningar hispurslaust. Mest dáð-
umst við að dugnaði hennar og
ósérhlífni en henni féll ekki verk
úr hendi allt fram undir það síð-
asta.
Árin liðu, við eignuðumst okkar
heimili og börn og heimsóknir
urðu ekki eins tíðar og áður en
alltaf var það langömmubörnun-
um tilhlökkun að fara til ömmu.
Enn voru móttökurnar þær sömu.
Ótal minningar sækja á hugann
en þar sem þetta áttu aðeins að
vera fáein kveðjuorð látum við hér
staðar numið. Við þökkum henni
alla þá ást og umhyggju sem hún
alla tíð sýndi okkur og fjölskyld-
um okkar. Öll munum við sakna
hennar. Við biðjum guð að blessa
minningu hennar.
Sonardætur
Kúldshús
Morgunblaðið/Árni
Stykkishólmur:
Gömul hús lagfærð
Slvkkishólmi, 7. október.
ALLTAF er verið að fegra og gera
við gömlu húsin í Stykkishólmi. „í
þeim hópi er Kúldshús sem á sér
merka sögu.
Það var upphaflega byggt í
r latey af sr. Eiríki Kúld, en þegar
hann varð prestur að Helgafelli-
flutti hann það að Þingvöllum í
Helgafellssveit þar sem forðum
var háð Þórsnesþing. Nokkru síðar
flutti hann það í Stykkishólm og
má um það lesa í endurminningum
ólínar Andrésdóttur en hann var
fóstri hennar. Er það góð frásögn.
Fjöldi manns hefir búið í þessu
húsi eftir Eirík, en hann lést árið
1894. Kona hans var Þuríður
Sveinbjarnardóttir sem mikið orð
fór af á meðan hún stýrði búi hans.
Kúldshús hefir ekki breytt um svip
síðan það var fyrst byggt í Flatey
fyrir meira en 100 árum.
Annað gamalt hús í Stykkis-
hólmi, sem var mjög illa farið, en
nú er verið að gera við og mála,
en hús sem frú Möller lét reisa á
sínum tíma eftir að hún missti
mann sinn Möller apótekara, sem
hér rak Stykkishólmsapótek um
langan tíma. Þetta þótti vegleg
bygging á sínum tíma og nú á sem
sagt að sýna því sóma. Árni
Húsið. sem frú Möller lét reisa.