Morgunblaðið - 17.10.1985, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1985
45
PATRIZIA
VON BRANDERSTEIN
Hlaut viðurkenningu fyrir
vinnuna við Amadeus
Hversvegna skyldi John
Travolta hafa verið í hvítu
þegar hann lék í „Saturday Night
Fever“? Af hverju voru speglar
í kringum Mozart í Amadeus ...?
Jú því Patrizia von Branden-
stein ákvað að það skyldi vera
svoleiðis. Hún hefur nú um ára-
raðir unnið við leikmyndagerð
og vann til viðurkenningar fyrir
vinnu sína við Amadeus.
Nýjasta viðfangsefni hennar
er í mynd Spielbergs „The Money
Pit“. Hún hefur fengist við mis-
munandi myndir um árin, en
telur að verkefnið að enduskapa
Vínarborg frá 18. öld í Amadeusi
hafi verið hvað mest heillandi.
Þegar hún vann við leikmynd-
ina í þeirri mynd eyddi hún m.a.
níu mánuðum í Tékkóslóvakþi á
75 mismunandi stöðum og vann
að 20 mismunandi „senurn".
Patricia er á fertugsaldri, varð
snemma móðir og býr í í Connec-
ticut með manni sínum Stuart
Wurtzel.
Erfingi
krúnunnar
Það er strax farið að þjálfa
Willem Alexander prins í
hlutverk Hollandskonungs, en það
fellur í hans skaut að taka við
krúnunni þegar móðir hans lætur
af völdum seinna meir.
Drengurinn varð 18 ára sl.
sumar og fór þá strax að gegna
störfum innan þingsins.
Drottningin Beatrix og prins Claus
ásamt drengjunum sínum þremur.
Johan Frisco, Constantijn og Willem
Alexander. _
Konungshjónin í Hollandi sem búa
í Haag.
COSPER
Y z Z^~
International Hotel and
Tourism Training Institutes Ltd.
Vellaunuð framtíðarstörf
hvar sem er í heiminum!
Okkar næsta 3ja ára nám í hótelstjórn-
un hefst mánudaginn 17. febrúar 1986 í
Weggis, Sviss. Kennsla fer fram á
ensku. Bæklingur fyrirliggjandi í neö-
angreindu heimilisfangi:
International Hotel and Tourism Training,
Institute Ltd., P.O. Box 95,
4006 Basel/Switzerland.
Sími: (061) 423094
-X!
íí£STÍI»!
Rceðtð við
okkur um
raf-
mófora
Þegar þig vantar
rafmótor þá erum
við til staðar. Við
bjóðum nánast allar
stærðir rafmótora
frá EOF í Danmörku.
Kynnið ykkur verðið
áður en kaupin eru
geró.
HEÐINN
SELJAVEGI 2, SÍMI 24260
— Brostu!