Morgunblaðið - 17.10.1985, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1985
51
M ~ Al
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—11.30
FRÁ MÁNUDEGI
^ TIL FÖSTUDAGS
‘ItwtíJAinrK'an'u ir
"RHTT RÐLOSR Pl&Vlfl DRRSLIftFJftRMHlRRfiPHERRR. KVITTHNIR FYRIR RUKRFjflRVFITIM&flR SÍDU8TU DRGH-
Sverrir veltir fyrir sér, hvort ekki sé bannað með lögum að reykja í
Listasafni íslands.
Þessir hringdu .. .
Er ekki bannað
að reykja í Lista
safni fslands?
Sverrir Björnsson hringdi til að
gera athugasemd við mynd er
birtist í Morgunblaðinu fyrir
skömmu.
„Myndin fylgir frétt frá Lista-
safni íslands og sýnir hvar
starfsmenn safnsins standa yfir
listaverkum Kjarvals sem vart
verða metin til fjár. Það sem
vert er gagnrýni er að einn
mannanna er reykjandi pípu yfir
listaverkunum.
öll vitum við hverjar geta
orðið afleiðingar þess ef glóð
fellur ofan á myndirnar og ég er
undrandi á því að maður sem
hlýtur að gera sér grein fyrir
verðmæti verksins skuli ekki
gera sér grein fyrir þessari
hættu. Auk þessa er Listasafn
íslands opinber stofnun'og sam-
kvæmt reykingavarnalögunum
er bannað að reykja þar.
Til hamingju með
varðskipið Þór
Tómas Knútsson hringdi til að
óska þjóðinni allri en þó sérstak-
lega sjómönnum til hamingju
með varðskipið Þór.
„Það er skref í rétta átt að
koma á laggirnar öryggisskóla í
skipinu til að kenna þeim sem
starfa á hafi úti, hvort sem þeir
eru til þess menntaðir eða ekki,
hvernig á að vera sjómaður til
sjós. Þeir eru alltof margir
mennirnir, sem eru á sjó, en
kunna lítið til öryggisvarna og
bera sjóslysin þess glöggt vitni
að of oft hefur verið látið skeika
að sköpuðu í þeim efnum. Ég
starfaði á olíuborpðllum í Norð-
ursjó um nokkurt skeið og gekk
þar í björgunarskóla sem er for-
senda þess að fólk fái yfirleitt
að stíga fæti á borpallana. Ég
líki því ekki saman hvað var
auðveldara að vinna úti á rúmsjó
vitandi hvernig á að bregðast við
hinum ólíklegustu aðstæðum
sem geta skapast.
Kaup Slysavarnafélagsins á
varpskipinu Þór ættu að vera
hvatning til sjómanna að læra
hvernig hægt er að vera öruggur
til sjós.“
Tapaði
silfurhringum
Sigrún Birgisdóttir hringdi og
saknaði tveggja hringa í glærum
plastpoka sem hún tapaði á
Laugaveginum fyrir rúmum
tveimur vikum.
Hér er um að ræða tvo silfur-
hringa, annar er með svörtum
steini en hinn með blómaskrauti.
Þeir eru erfðagripir og Sigrúnu
því mjög kærir. Hún heitir
finnanda góðum fundarlaunum,
en hægt er að hafa samband við
Sigrúnu í síma 30205 eftir klukk-
an 4 á daginn.
Hvað er orðið af
hjálpseminni?
Maöur hringdi og var ókátur
með tillitsleysi grannans þegar
óhöpp verða.
„Þannig var að ég var á leið
til vinnu á Þórsgötunni með fullt
fangið af hljómplötum. Þegar ég
steig niður á gangstéttina fyrir
framan heimilið mitt skrikaði
mér fótur og ég skall í götuna. í
sama mund sem ég lá bjargar-
laus í götunni bar þar að bifreið
og ég vonaði að bílstjórinn hjálp-
aði mér á fætur því ég hafði
hlotið slæma byltu. Jú, ökumað-
urinn hægði ferðina en ekki til
að aðstoða mig heldur til að
horfa á þegar ég skreiddist á
fjórum fótum að tröppunum á
húsinu! Síðan ók hann í burtu.
Hvað hefur orðið af tillitssemi
fólksins? Þegar ég loks komst til
míns heima varð konan mín að
hlaupa út og tína saman plöturn-
ar sem höfðu dreifst í allar áttir.
Hún sá líka að ég hafði runnið á
bananahýði sem einhver hafði
skilið eftir á miðri gangstéttinni.
Ég vara fólk við að skilja eftir
hluti sem þessa úti á götu því
af getur hlotist stórslys og síðan
mælist ég til þess að við landann
að hann dusti rykið af hjálpsem-
inni!“
Stcfán íslandi
vantaði
Velvakandi góður.
Hjá Víkverja fyrir skömmu
var upptalning á mörgum af
okkar ágætu söngvurum og
skáldum en undrun mín var stór
að ekki var Stefán íslandi þar á
meðal. Stefán, með sinni dásam-
legu rödd. söng sig inn í hug og
hjarta þjóðarinnar og bar hróður
íslands víða. Er Stefán stóð á
tindi listar sinnar var rödd hans
ólýsanlega töfrandi eins og plöt-
ur hans vitna. Erum við svona
fljót að gleyma? VG
Varöskipiö Þór.
FIAT vamhlutir
LJÓSABÚNAÐUR:
Aöalljós, afturljós.
KUPLINGSHLUTIR:
Pressur, diskar, legur, barkar.
ROFAR.
Bakkljosarofar, bremsuljósa-
rofar, kælivifturofar, oliuþrýsti-
rofar, vatnshitarofar.
STÝRISBÚNAÐUR:
Stýrismaskínur, stýrisendar,
spindilkúlur.
BENSÍNKERFI:
Bensíndælur, bensíntankar.
MIÐSTÖÐVARMÓTORAR
VATNSDÆLUR
MÓTORPÚÐAR
HÖGGDEYFÁR
KVEIKJUKERFIÐ:
Lok, hamrar, platínur, þéttar,
háspennukefli, kerti,
kertaþræöir.
BREMSUKERFI:
Höfuödælur, hjóladælur,
viðgerðarsett, bremsuklossar,
bremsuslöngur og bremsu-
barkar.
í STARTARA:
Segulrofar, kol, fóðringar,
anker, bendixar.
í ALTERNATORA:
Kolhaldarar, kol, díóöubretti,
spennustillar.
TÍMAREIMAR
ÖXULHOSUR
GÍRKASSAPÚÐAR
DRIFSKAFTSUPPHENGJUR
HÁBERGH/F, Skeifunni 5A
Sími: 91-84788
r
MATSEÐILL VIKUNNAR
Forréttir kr. 205 -
• Spínatsalat með bacon og kjúklingalifur
• Kálfalifur með kaldri túnfisksósu
• Ferskir sveppir fylltir með sniglum í hvítlaukskrydjurtasósu
• Kryddleginn hörpuskelfiskur í sítrónulegi
• Raekjur í kryddbættri tómatsósu
• Ofnbakaður spergill í umslagi með þremur tegundum af kryddi
• Steiktur smókkfiskur í hvítvíns-limesósu
Aðalréttir
• Kálfalifur í rauðvínsediki Kr. 340 -
■ Innbakaður humar í ravioli með koníaksrjómasósu Kr. 545 -
• Opin eggjakaka að ítölskum hætti Kr. 255 -
■ Kjúklingabringa í hunangs- og sinnepssósu ' Kr. 445 —
■ Hörpuskelfiskur í basel og hneturjómasósu Kr. 385 -
• Lambasneiðar með mangó-chutneysósu Kr. 395 —
Eftirréttir___________________________________________________________
• Fersk jarðarber með heitri eggjasósu Kr. 195 -
• Djúpsteiktir eggjahvítuhnoðrarmeðferskumávöxtum
°g flórsykri Kr. 175-