Morgunblaðið - 12.11.1985, Síða 1

Morgunblaðið - 12.11.1985, Síða 1
64SÍÐUR B STOFNAÐ1913 256. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 12. NOVEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Stjórn Suður-Afríku: Hyggst reka erlenda verkamenn úr landi ef atvinnuleysi eykst Jóhannesarborg, 11. nóvember. AP. RÍKISSTJÓRN Suður-Afríku hefur lýst yfir því að ekkert sé hæft í fréttum viðskiptablaðsins Business Day þess efnis að svart- ir verkamenn af erlendum upp- runa verði sendir úr landi. Pietie du Plessis, atvinnumálaráð- herra, sagði í dag að þó gæti verið að til slíkra aðgerða yrði gripið í framtíðinni vegna við- skiptabanns og minnkandi fjár- festingar erlendra aðilja í Suður- Afríku. Farþegaflugvél rænt í Úganda — 44 farþegar innanborðs Kampala, Úganda, 11. nóvember. AP. SKÆRULIÐAR rændu í dag flugvél með 44 farþegum og fjögurra manna áhöfn innanbords og flugu vélinni til landsvæðis, sem er undir yfirráðum skæruliða, í suðvesturhluta Úganda. Stjórnvöld í (Jganda halda því fram að uppreisnarmenn í and- spyrnuhernum (NRA) hafi rænt vélinni og segja að um hryðjuverk sé að ræða. Talsmaður andspyrnu- hersins hefur neitað þessum ásök- unum, en viðurkennir þó að vélinni hafi verið lent á flugvelli, sem er á valdi andspyrnuhersins, og skjólshúsi skotið yfir flugræningj- ann. Abraham Valigo, forsætisráð- herra, kvaðst hafa lista yfir far- þega undir höndum og væri ekki ljóst hver hefði rænt vélinni. Ymislegt bendir þó til þess að herforingi úr Úgandaher hafi tekið farþegavélina á sitt vald og hélt talsmaður andspyrnuhersins því fram. Herforingi þessi gegndi herþjónustu í valdatíð Idis Amin og flúði í síðustu viku úr fangelsi skammt fyrir utan Kampala og var hann á farþegalistanum. Fjórir Vestur-Þjóðverjar voru um borð í vélinni og sagði sendi- herra Vestur-Þýskalands í Úganda að vonir stæðu til að málið yrði leyst á morgun, þriðjudag. Flugmaðurinn í vélinni hafði talstöðvarsamband við flugturn- inn í Entebbe í gær, sunnudag, og sagði að maður ógnaði sér með byssu og vildi neyða sig til lending- ar. Meira hefur ekki heyrst frá flugmanninum. Aftur á móti var staðfest að vélin hefði lent. Stjórnvöld neita að kenna and- spyrnuhernum um, en í útvarpi ríkisins sagði í leiðara að skærulið- arnir hefðu verið þarna að verki og kæmí það sér mjög illa fyrir þá þar sem stjórnin hefði lagt mikið erfiði á sig til að komast að samkomulagi við talsmenn hans. í blaðinu Business Day sagði að stjórnin ætlaði að vísa þúsund- um erlendra verkamanna í Suð- ur-Afríku til síns heima og lýst var yfir því að slíkar aðgerðir Jöðruðu við brjálsemi og væru aðeins til að vekja óánægju vest- rænna ríkisstjórna". Petui sagði að hvorki væri ráð- gert að senda svarta verkamenn úr landi, né vilji til þess fyrir hendi: „Aftur á móti hefur stjórn- in lagt drög að áætlun til að flytja erlenda verkamenn til heima- landa sinna, ef refsiaðgerðir gegn Suður-Afríky verða til þess að atvinnuleysi færist í aukana. „Stjórnin á ekki annars kost en að láta suður-afrísku þjóðina ganga fyrir í störf.“ Hann bætti við að þessi leið yrði ekki farin tii að hefna fyrir refsiaðgerðir gegn Suður-Afríku, eins og gefið var í skyn í Business Day, heldur eingöngu til að gæta hagsmuna þjóðarinnar. Botha, forseti, hefur undan- farna mánuði margoft lýst yfir því að fari svo að aðgerðir er- lendra þjóða gegn Suður-Afríku verði til þess að bæta á atvinnu- leysið í landinu hafi þjóðin for- gang um alla atvinnu. Víða um landið kom til óeirða í gær og í dag, en ekki hefur spurst að neinn hafi sakað. AP/Símamynd Karl Bretaprins flytur ávarp í listasafni í Washington og má ráda af látbragði prinsins að ekki vill hann að lafði Díana falli í skuggann. Karl og Díana í Washington Washington, 11. nóvember. AP. EFTIR ys og þys þrjá daga í Washington lauk heimsókn lafði Díönu og Karls Bretaprins með heimsókn í kirkjugarð, þar sem hvfla stríðshetjur, og kveðjuhófi í „National Gallery of Art“. Díana og Nancy Reagan hitt- ust í dag og ræddu við eiturlyfja- sjúklinga, sem nú eru í endur- hæfingu, á meðan Karl ræddi við lögfræðinga, þ.á.m. Warren Burger, forseta hæstaréttar, um stjórnarskrá Bandaríkjanna, á bókasafni þingsins. Þau halda á morgun, þriðju- dag, til Palm Beach í Florída. Verður þeim þar haldið hóf og ætla Karl og Díana að fylgjast með leik í póló. Taka Vestur-Þjóðverjar þátt í geimvarnaáætlun? Hamborg, 11. nóvember. AP. í VESTUR-þýska dagblaðinu Bild var í dag greint frá því að Vestur-Þjóðverjar hefðu ákveðið að taka þátt í geimvarnaáætlun Bandaríkjamanna. í blaðinu sagði að Manfred Arekstur yfir New York ('liffsidc P*rk, New Jersej, 11. nóvember. AP. FLUGMENN einkaþotu og lít- illar flugvélar, sem rákust saman yfir úthverfum New York borgar á sunnudagskvöld, vissu af hætt- unni áður en áreksturinn varð og höfðu samband við flugturn nokkrum mínútum áður. Eftir áreksturinn hröpuðu flugvélarnar niður í íbúðahverfi og kveiktu í fimm íbúðarhúsum með þeim afleiðingum að fimm manns að minnsta kosti létu lífið. Óttast var að tíu fjölskyidur hefðu lok- ast inni, en sá ótti reyndist ástæðulaus. AP/Símamynd Flakið úr annarri vélinni hafnaði í almenningsgarði í New Jersey. Talið er að flugmenn beggja vélanna hafi látið lífið sam- stundis og að engir farþegar hafi verið með þeim. Sjónar- vottur lýsti slysinu þannig að litla flugvélin hafi flogið á undan en þotan dregið ört á hana uns þær rákust saman. Wörner, varnarmálaráðherra, myndi skrifa Caspar Wein- berger, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, bréf síðar í þessum mánuði og tilkynna þátttöku Þjóðverja í áætlun Bandaríkjamanna um að koma fyrir eldflaugavarnakerfi úti í geimnum. Friedhelm Ost, talsmaður vestur-þýsku ríkisstjórnarinn- ar, sagði í dag að ákvörðun um þetta hefði ekki verið tekin. „Þetta eru aðeins getgátur, eins og flestar aðrar blaða- fregnir um geimvarnaáætlun- ina til þessa." í fréttinni stóð að Wörner myndi senda bréf sitt eftir fund Reagans og Gorbachevs í Genf 19. og 20. nóvember. Sagði ennfremur að í bréfinu yrði undirstrikað að geim- varnakerfið yrði aðeins notað til varnar og í þágu almennra borgara og farið fram á að rannsóknum á þessu sviði yrði haldið leyndum. Færeyjar: Opinberir starfs- menn í verkfalli kaupmannahbfn, 11. nóvember. AP. SENDINGAR útvarps og sjón- varps, sem og flest önnur opin- ber þjónusta í Færeyjum lagðist niður í dag þegar starfsmenn ríkis og bæja fóru í verkfall í das. Akveðið var að fara í verk- fall er sýnt þótti að samkomu- lag næðist ekki í deilu stéttar- félags opinberra starfsmanna oglandstjórnarinnar. Styrinn hófst þegar landstjórnin lét reka leiðtoga stéttarfélagsins frá störfum hjá pósti og síma í Færeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.