Morgunblaðið - 12.11.1985, Page 2

Morgunblaðið - 12.11.1985, Page 2
2 MORGUNBLA ÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR12. NÓVEMBER1985 Landsfundur Alþýðubandalagsins: Lúðvík hlaut flest atkvæði í miðstjórn LÍJÐVÍK Jósefsson fyrrverandi ráðherra fékk flest atkvæði í miðstjórnar- kjöri á landsfundi Alþýöubandalagsins sem lauk á sunnudag. Landsfundur- inn kaus 40 miðstjórnarfulltrúa úr hópi 104 flokksmanna sem buðu sig fram. 216 gildir atkvæðaseðlar komu fram en hver landsfundarfulltrúi kaus 40 menn, þar af fengu 3 þrjú atkvæöi, 3 tvö atkvæði og 34 eitt atkvæði. Lúðvík fékk 226 atkvæði. Eftir- taldir hlutu einnig kosningu, at- kvæðatölur innan sviga: Sigríður Stefánsdóttir (212), Elsa Krist- jánsdóttir (211), Finnbogi Jónsson (200), Þuríður Pétursdóttir (196), Guðrún Hailgrímsdóttir (187), Helgi Guðmundsson (176), Kjart- an Ólafsson (173), Tryggvi Þór Aðalsteinsson (173), Arnór Péturs- son (172), Helga Sigurjónsdóttir (165), Bergljót Kristjánsdóttir (160), Grétar Þorsteinsson (160), Logi Kristjánsson (159), Þorgrím- ur Starri Björgvinsson (154), Erl- ingur Viggósson (153), Jóhann Geirdal (152), Bjarnfríður Leós- dóttir (152), Bryndís Þórhallsdótt- ir (140), Kristinn V. Jóhannsson (140), Óskar Guðmundsson (140), Fanginn er enn ófundinn Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir honum FANGINN af Litla-Hrauni, sem strauk þegar hann var í Reykjavík 31. október síðastliðinn til meðferðar hjá tannlækni, er ófundinn. Þrátt fyrir all víðtæka leit og eftirgrennsl- an hafa engar vísbendingar komið fram um hvar hann kunni að vera niðurkorainn. Lögreglan í Reykjavík lýsir því eftir honum. Fanginn heitir Garðar Garðarsson. Hann er tvítug- ur, dökkhæröur, 170 sentimetrar á hæð og með gráblá augu. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Garðars eða hvar hann dvelur nú eru vinsamlega beðnir að láta lögregluna vita. Berit Johansen (136), Haraldur Steinþórsson (135), Hallveig Thorlacius (132), Pétur Reimars- son (131), Soffía Guðmundsdóttir (131), Skúli Thoroddsen (130), Úlf- ar Þormóðsson (126), Sigurður Magnússon (124), Snorri Konráðs- son (123), ólöf Ríkharðsdóttir (121), Aðalsteinn Baldursson (120), Þór Vigfússon (117), Gunnar Gutt- ormsson (116), Lena Rist (116), Gunnlaugur Haraldsson (113), Guðjón Jónsson (111), Bergþóra Gísladóttir (101), Bryndís Sigurð- ardóttir (101) og Margrét Guð- mundsdóttir (97). Þrír karlmenn fengu fleiri at- kvæði en síðasttöldu konurnar en þær fóru inn vegna reglna sem segja að hvort kyn eigi að hafa a.m.k. 40% miðstjórnarfulltrúa. Þessir menn, Ragnar Árnason (111), Guðmundur Þ. Jónsson (109) og Guðni Jóhannesson (108), eru því fyrstu varamenn miðstjórnar- manna. Auk kjörinna fulltrúa á landsfundi eiga sæti í miðstjórn 4 fulltrúar frá hverju kjördæmi (34 fulltrúar alls), stjórn Alþýðu- bandalagsins (4), aðal- og vara- menn í framkvæmdastjórn flokks- ins (16), þingmenn flokksins (10) og 7 fulltrúar frá Æskulýðsfylk- ingunni. Miðstjórnina skipa því á annað hundrað manns. Skoöanakönnun framsóknarmanna í Arnessýslu: Mikill meirihluti vill að bandaríski herinn greiði gjald fyrir aðstöðu sína Morgunblaöið/Kjartan Aöalsteinsson Hafberg GK bjargað við bryggju á Seyðisfirði EKKI er endanlega Ijóst hvað olli því að sfldarbátnum Hafbergi GK frá Grindavík hlekktist á utan við Seyðisfjörð á fostudaginn. Báturinn var dreginn inn til Seyðisfjarðar og var rétt sokkinn við bryggjuna þar, eins og sagt var frá í frétt í laugardagsblaðinu. Sjópróf fóru fram á laugardaginn. Meðfylgjandi myndir tók í lest bátsins, eftir að tekist hafði fréttaritari Morgunblaðsins á að dæla að mestu sjó þar úr, en Seyðisfirði af björgun Hafbergs- hin er tekin af skipinu marandi ins viðbryggju áföstudagskvöld- í hálfu kafi við löndunarbryggj- ið. Myndin hér til hægri er tekin una. „Kemur mér á óvart,u segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í skoðanakönnun sem framsóknarfélögin í Árnessýslu gengust fyrir á kjördæmisþingi framsóknarmanna á Suðurlandi um síðustu helgi kvaðst 41 þingfulltrúi hlynntur því að bandaríski herinn greiddi gjald fyrir aðstöðu sína hér á landi. 23 voru því andvígir. Þrír svöruðu „bæði og“ og 5 skiluðu auðu. Þingið sátu um 100-120 manns og tóku um % þeirra þátt í könnun- inni, að sögn Guðna Ágústssonar, formanns kjördæmisráðsins. Garðar Garðarsson, refsifangi á Litla-Hrauni. Ekkert hefur spurst til hans síðan 31. október síðastliðinn, þegar hann strauk. 1 könnuninni var einnig spurt um afstöðu til varnarliðsins og ríkisstjórnarinnar. 10 þátttakenda kváðust hlynntir dvöl bandarísks herliðs á Islandi, 51 kvaðst andvíg- ur, „bæði og“ sögðu 6, og 5 skiluðu auðu. Guðni Ágústsson sagði að erfitt kynni að vera að túlka þessa niðurstöðu, því segja mætti að allir sem teldu að nauðsynlegt væri að hafa hér varnarlið gætu svarað spurningunni neitandi engu að síður. Þá var ennfremur spurt í könn- uninni: „Ertu ánægður með störf íslensku ríkisstjórnarinnar?" Já sögðu 7, nei sögðu 23 og „bæði og “sögðu 41. Þessar niðurstöður voru bornar undir Steingrím Hermannsson forsætisráðherra: „Ég er hissa á því ef menn vilja þiggja gjald af varnarliðinu fyrir það eitt að vera hér. Ég er mótfallinn því að þjóðin selji sig á þann hátt. Hins vegar vil ég að varnarliðið greiði fullt verð fyrir þá þjónustu sem það fær hérlendis. Margt af því sem þeir flytja hér inn mætti til dæmis fella undir íslensk tollalög," sagði Stein- grímur. „Að svo margir skuli vera á móti veru varnarliðsins hér kemur mér líka á óvart og það er ekki í sam- ræmi við samþykktir Framsóknar- flokksins á þessari stundu eða aðrar skoðanakannanir. Ég er undrandi á því ef framsóknarmenn vilja raska svo valdajafnvæginu í heiminum meðan mjög mikilvæg- ar umræður eru í gangi í afvopnun- armálum. Ég túlka þessa niður- stöðu frekar sem óskhyggju. Öll látum við okkur dreyma um að það komi að því fyrr eða síðar að varn- arliðið verði óþarft. Hvað varðar afstöðuna til ríkis- stjórnarinnar kemur hún mér ekkert á óvart. Ég hefði svarað „bæði og“, eins og langflestir gerðu. Það er útilokað að ailir geti verið ánægðir með öll verk ríkis- stjórna, hvort sem það er þessi eða einhver önnur. Ég gæti sjálfur nefnt ótai atriði sem ég er óánægð- ur með,“ sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra. Skipulagsstjórn ríkisins: Mælir með Stefáni Thors Yfírborðssættir í Alþýðubandalaginu: Samið um valdastöður og skiptingu framkvæmdastjórnar Skiptar skoðanir um hverjir séu sigurvegarar fundarins YFIRBORDSS/ETTIR, þar sem samið var um málamiðlun í því formi að talsmenn „lýðræðisafla" fengju í sinn hlut tvo valdapósta í flokks- stjórn Alþýðubandalagsins gegn því að gamla forystuliðið, þ.e. flokkseig- endaklíkan og verkalýösarmurinn, fengi meirihluta í framkvæmdastjórn flokksins, er helsta niðurstaða landsfundar Alþýðubandalagsins sem stóð frá sl. flmmtudegi til sunnudagskvölds. Eru því skiptar skoðanir um það hver eða hverjir séu raunverulegir sigurvegarar að afloknum landsfundi. Þeir eru þó í meirihluta í hópi viðmælenda Morgunblaðsins sem telja að „lýðra ðiskvnslóðin" hafl komið sterkari út, en flokkseigendaklíkan og verkalýðsarmurinn túlka niðurstöðurnar sér í hag. Svavar Gestsson var endur- kjörinn formaður flokksins með 88% greiddra atkvæða, Kristín Á. Olafsdóttir var kjörin vara- formaður með 68% atkvæða. Kosning í formanns- og varafor- mannsembætti var skrifleg, að tillögu stuðningsmannaklíku Svavars, sem vildi sýna fram á ótvíræðan styrk Svavars, en lítið fylgi Kristínar. Töldu stuðnings- menn Kristínar að Kristín mætti vel við una, því hún hefði fengið mun meira fylgi en stuðnings- menn Svavars hefðu gert sér vonirum. Framkvæmdastjórn flokksins var nú í fyrsta sinn kosin beinni kosningu á landsfundi, sam- kvæmt þeirri lagabreytingu sem samþykkt var á laugardagsmorg- un. Má reikna með að fulltrúar gömlu flokksforystunnar og verkalýðsarms flokksins eigi 6 menn í framkvæmdastjórn, en fulltrúar „lýðræðisaflanna" að- eins 2, þá Olaf Ragnar Grímsson, sem er formaður og össur Skarp- héðinsson, ritstjóra Þjóðviljans. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, er talinn standa fyrir utan þessi átök. Sjá í miðopnu, Innlendan vett- vang: Sögulegur landsfund- ur Alþýðubandalagsins. SKIPULAGSSTJÓRN ríkisins hefur mælt með Stefáni Thors, arkitekt, í stöðu skipulagsstjóra ríkisins. Við atkvæðagreiðslu í skipulagsstjórn hlaut Stefán fjögur atkvæði en Siguró- ur Thoroddsen, arkitekt, eitt atkvæði. Alls bárust ellefu umsóknir um stöð- una. Endanleg ákvörðun um veitingu stöðunnar er í höndum Alexanders Stefánssonar, félagsmálaráðherra, og hefur honum borist umsögn skipulagsstjórnar þar sem mælt er með Stefáni Thors. Zóphanías Páls- son, skipulagsstjóri, lætur af störf- um 1. desember næstkomandi fyrir aldurs sakir. » • 20 stiga frost í Mývatnssveit Björk, Mývatnssveit, 11. nóvember. FREKAR hefur verið kalt hér í Mývatnssveit að undanförnu og frost jafnvel nálgast 20 stig. Mjög er þó snjólétt og ágætis færi á vegum. Þá er og fært öilum bílum austur á HólsfjölL Kristján

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.