Morgunblaðið - 12.11.1985, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 12.11.1985, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR12. NÓVEMBER1985 5 Morgunblaði&/Jón Pálsson er skráður 12.1. ’84 og austurs- fatið var hvergi að finna. Þá reyndist enginn neyðarsendir í bátnum. Jú, okkur var vitanlega orðið mjög kalt í bátnum," sögðu þeir félagar. - Var björgunarvonin nokkuð á undanhaldi? „Nei, þótt búnaður bátsins ylli okkur vonbrigðum, héldum við alltaf voninni. í bátnum reyndust einungis 4 flugeldar og við höfð- um aðeins notað tvo þegar björg- unarmenn okkar á Sveinborgu frá Siglufirði frelsuðu okkur úr prísundinni. Þá höfðum við verið 9 tíma í björgunarbátnum. Jú, það er nánast ólýsanleg tilfinning sem gagntók okkur þegar við urðum björgunarmannanna varir. Þegar flugvélin sveimaði yfir okkur fundum við varla lengur fyrir kulda. Nú er okkur efst í huga þakklæti til björgunarmanna okkar, íslensku sjómannanna, sem leituðu okkar og alveg sér- staklega viljum við þakka áhöfn- inni á Sveinborgu fyrir góða aðhlynningu, hressingu og fatnað. Við þökkum skipstjóranum og þó ekki síður matsveininum, sem býr til einstakt hnossgæti," sögðu þeir félagar að lokum. Olafur Rona í höfninni í Seyðisfirði fyrr í þessu ári. Hoffell, Snæfugl og Sveinborg, sem öll áttu um 21 til 26 mílna siglingu að gúmmíbjörgunarbátn- um, héldu í áttina til björgunar- bátsins til þess að komast hjá því að fínkemba þyrfti svæðið í myrkri. Flugvél Landhelgisgæsl- unnar, TF-Sýn, sveimaði yfir björgunarbátnum þar til Snæfugl- inn og síðan Sveinborgin, sem var á leið í land, komu að björgunar- bátnum og tók mennina um borð kl. 17:19 og hélt með þá til lands. Anne-Sophie Mutter leikur með Sinfóníu- hljómsveit íslands NÆSTU áskriftartónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands, sem eru hinir fjórðu á þessu starfsári verða í Háskólabíói nk. fimmtudag og hefjast kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir, Karólínu Eiríks- dóttur, Johannes Brahms og Igor Stravinsky. Einleikari á tónleikun- um er Anne-Sophie Mutter. í frétt frá Sinfóníuhljómsveit íslands segir um einleikarann: Hún var undrabarn í fiðluleik og er í dag talin einn af þremur bestu fiðluleikurum sem nú eru uppi. Sellóleikarinn kunni Rostropovich hefur sagt um þessa ungu listakonu að hún hafi skapað nýjan mælikvarða sem fiðluleikari. Fimm ára gömul hóf hún tónlistarnám og sjö ára gömul hlaut hún 1. verð- laun í tónlistarkeppni æskunnar í V-Þýskalandi. Fjórum árum síðar hlaut hún enn 1. verðlaun í sömu keppni, og þá fyrir að leika fjórhent með bróður sínum á píanó. Árið 1977, þá aðeins 13 ára gömul, lék hún í fyrsta sinn einleik með Fílharmóníuhljóm- sveit Vínarborgar í Salzburg undir stjórn Herberts von Karajan. Eftir þessa frumraun hennar sagði von Karajan: „Mesta undrabarn tónlistarinnar frá því Menuhin var í æsku.“ Síðan hefur hún farið sigurför um allan heiminn og leikið í stærstu og virtustu tónlistar- höllum veraldar við fádæma hrifningu áheyrenda. Hvar sem hún fer hlaða gagnrýnendur hana lofi fyrir fágæta hæfileika. Anne-Sophie Mutter hefur leikið inn á fjölda hljómplötur fyrir Deutsche Gramniophone, m.a. Brahms-konsertinn og „Árstíðirnar" eftir Vivaldi undir stjórn Herberts von Karajan." Laugardaginn 16. nóv. kl. 2.30 verða aðrir Stjörnutónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar á þessu starfsári. Á efnisskránni Anne-Sophie Mutter er „Lundúnasinfónían" nr. 104 eftir Haydn og „Árstíðirnar" eftir Vivaldi. Einleikari er Anne-Sophie Mutter en tónleik- arnir eru haldnir í samvinnu við Tónlistarfélagið í Reykjavík. Stjórnandi á tónleikunum 14. og 16. nóv. er aðalstjórnandi Sin- fóníuhljómsveitarinnar, Jean Pierre Jacquillat. Nýr bónus- samningur EKKERT varð úr boðun bónusverk- falls verkalýðsfélagsins Einingar í Eyjafirði í gær, því samningar tókust milli samninganefndar Einingar og atvinnurekenda nyrðra um hálftíuleyt- ið á sunnudagskvöldið. Fram til þess tíma var útlit fyrir að bónusverkfall yrði boðað í gær, þannig að það kæmi til framkvæmda næsta mánudag. Samningarnir voru kynntir á nokkrum vinnustöðum í gær og verða kynntir á fleiri stöðum í dag. Af hálfu samningsaðila verður ekkert sagt um efni þeirra fyrr en þeirri kynningu er lokið, að sögn Jóns Helgasonar, formanns Eining- ar. Jón sagðist „að sjálfsögðu" ekki vera ánægður með samninginn en hann væri þó spor í rétta átt. „Það var mér ljóst strax í upphafi, að það yrði erfitt að gera viðunandi samn- ing vegna þess fordæmis, sem gefið var með samningi Verkamanna- sambandsins og Vinnuveitendasam- bandsins í sumar," sagði hann. Meginkrafa Einingar í viðræðun- um var að sérstakt 40 króna álag yrði greitt á hverja klukkustund - þannig að hlutur fastakaupsins yrði meiri en ákvæðisvinnunnar. Sam- kvæmt upplýsingum blaðsins náði þessi krafa fram að ganga að nokkru leyti. Styðjum Júlíus tíl áframhaldandi starfa fyrir Reykvíkinga Við, sem studdum Júlíus Hafstein í síðasta prófkjöri fyrir fjórum árum, endurnýjum nú þann stuðning með mikilli ánœgju. Reynslan hefur svo sannarlega sýnt, að okkar maður uppfyllti allar þœr vonir sem við bundum við hann. Júlíus Hafstein er mikilvœgur styrkur sam- hentum borgarstjórnarmeirihluta Sjálfstœðis flokksins Júlíus í öruggt sæti Prófkjör Sjátfstœðisflokksins 24. og 25 nóv. 1985 - Stuðningsmenn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.