Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR12. NÓVEMBER1985 19 Níelsar Hafstein, að Jón Gunnar hafi einnig fengið styrk frá menntamálaráðuneytinu. Hér var ég enganveginn að agnúast yfir því, að styrkir væru veittir, heldur kom mér það undarlega fyrir sjón- ir, að fulltrúi frá Listasafni ís- lands skyldi ekki gefinn kostur á styrk til jafns við Nýlistasafnið, úr því að farið var að veita styrki á annað borð. Enginn var þannig i staðnum til að gæta réttar æðstu stofnunar myndlistar á íslandi, sem þó virðist ekki hafa verið vanþörf á. Þá ligg- ur það í hlutarins eðli, að þegar Nýlistasafninu nægði ekki sitt rými, heldur yfirtók einnig mikið gólfrými, þar sem verk Listasafns Islands voru staðsett, er hlutur þeirra orðinn meiri að fyrirferð. Þá er það alrangt og grófar dylgjur frá hálfu Níelsar Hafstein, að ég sjái ástæðu til að veitast að Nýlistasafninu „trekk í trekk" í Morgunblaðinu. Starfsemi þess er þó ekki hafin yfir gagnrýni frekar en annarra safna né sýningarsala hér í borg. Mjög orkar það tvímælis, að enginn aðili hafi lagt jafn mikið af mörkum undanfarin ár við að kynna góða myndlist heima og erlendis og Nýlistasafnið, svo sem Níels Hafstein álítur og vildi endi- lega koma að. Ýmsir meðlimir þess hafa aftur á móti ótvírætt vinning- inn í því efni að kynna sjálfa sig vel og dyggilega og sést ekki fyrir í ákafanum, svo sem fram kemur. Njóti þeir þess vel... — Svo vel þekki ég Nýlistasafn- ið og starfsemi þess, að ég þarf varla að bæta miklu við vitneskju mína — ég veit jafnvel öllu meira en Níels Hafstein rennur í grun. En það er annað mál og ekki til umræðu hér og ei heldur sú tegund listsagnfræði, sem stunduð er í þeim herbúðum. Vel ég því að setja punktinn hér við. Örn og Örlygur. jr Islenskir sögustaðir 2. bindi ÚT ER KOMIÐ hjá bókaforlaginu Erni og Örlygi annað bindi ritverks- ins „íslenskir sögustaðir“ eftir Krist- ian Kálund, í þýðingu dr. Haralds Matthíassonar á Laugarvatni. Fjallar bókin um sögustaði í Vestfirðinga- fjórðungi. Fyrsta bindi ritverksins kom út á siðasta ári og fjallaði um sögu- staði í Sunnlendingafjórðungi. í frétt frá Erni og Örlygi segir að ritverkið „íslenskir sögustaðir" sé eitthundrað ára höfuðheimild um íslenska sögustaði sem enn sé f fullu gildi og sífellt sé leitað til. Því sé mikill fengur að fá verkið í vandaðri íslenskri þýðingu. „íslenskir sögustaðir - Vestfirð- ingafjórðungur" er 221 bls. að stærð. Bókin er unnin í prent- smiðjunni Odda hf. og kápu hann- aði Sigurþór Jakobsson. Það er helst að megi brosa að stælingum á gamalkunnum kvikmynda- senum í Á letigarðinum. Þessi á að vera úr Jailhouse Roek. Á garðinn með þá! Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson BÍÓHÖLLIN: Á LETIGARÐIN- UM — Doin’ Time ★ Framleiðendur Bruce Mallen og George Mendeluk. Handrit Fran- elle Silver, Ron Zwang og Lee Caruso. Tónlist Charles Fox. Kvik- myndataka Ronald V. Garcia. Leik- stjóri George Mendeluk. Aðalhlut- verk Jeff Altman, Coleen Camp, Richard Mulligan og John Vernon. Bandari.sk frá Warner Bros, frum- sýnd 1985. Svo er að sjá að Mendeluk og félagar hafi helst verið að remb- ast við að gera stælingu á Plice Academy nú skyldi aðeins farið inn fyrir múrarana. Því miður fara velflestar tilraunir þeirra til að vera sniðugir svo flatn- eskjulega forgörðum að áhorf- endur ná rétt að brosa útí annað þegar best lætur. Það er ekki boðlegt þegar farsi á að vera á bakkanum. Richard Mulligan fær lítið annað gert en að setja sig í gamalkunnar fávitastellingar, fetta sig og bretta í anda Löð- urs. Það er helst að sá gamli skúrkur John Vernon reyni að hressa uppá selskapinn. Það á að setja aðstandendur svona lé- legra mynda á bak við lás og slá, alla með tölu! .i^Ltvinnurekstrartrygging Almennra sem á einfaldan og aðgengilegan hátt, þannig ad kynnt var-faprfl sl. hefur þegar sannad gikii sitt. auðvelt er aö hafa heildar yfirsýn yfir Það sýnir reynslan. vátryggingar fyrirtækisins. Þetta er vátrygging sem miðar að markvissari og Atvinnurekstrartrygging Almennra er hagkvænv raunhæfari vátryggingarvemd fynrtækja en aður trygging og iðgjöldin hagstæð. hefur þekkst. __________ ________________ VESTFIRfMPKiA fJÓRÐUTiGUR Bókarkápa íslenskra sögustaða sem nú er komin út hjá Erni og Örlygi. Atvinnurekstrartrygging Almennra sameinar í eina þær vátryggingar sem fyrirtækinu eru nauðsynlegar. Atvinnurekstrartrygging Almennra er sett fram Atvinnurekstrartrygging Almennra - ein vátrygging með ótal möguleikum - leysir aðrar af hólmi. Nýttu þér reynslu okkar í þágu fyrirtækis þíns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.