Morgunblaðið - 12.11.1985, Síða 20

Morgunblaðið - 12.11.1985, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR12. NÓVEMBER1985 i i i i i t Athöfnin í kirkjunni. Fáni og heiðursvörður frímúrara. Jr félagsheimilinu. Úr erfi- drykkju. Borið í kirkjugarð. Borið úr kirkju. Fáni sjómannafélagsins í baksýn. •tf* Ú\tför Einars Guðfinnssonar Útför Einars Guðfinnssonar var gerð frá Hólskirkju laugardaginn 9. nóvember í stilltu veðri og fjalla- björtu. Bolvíkingar fjölmenntu við útförina svo og menn úr öðrum stöð- um mörgum. Kirkjan var þéttsetin, einnig félagsheimili staðarins en þar var hægt að hlusta á kirkjuathöfnina. Sóknarpresturinn, séra Jón Ragnars- son, jarðsöng. Kirkjukór bæjarins söng, á orgelið lék Sigrfður Norð- kvist og séra Gunnar Björnsson, fyrrum sóknarprestur í Bolungavík, lékáselló. Fjölmargar kveðjur bárust frá fjarstöddum ættingjum, félaga- samtökum, Bolvíkingum og bisk- upi íslands. Úr kirkju báru barnabörn hins látna, átta piltar, sem báru allir nafn hans. Synir og tengdasynir báru í kirkjugarð. Erfidrykkja var í matsal frysti- hússins og þangað fjölmenntu Bolvíkingar og þar var margur sem átti ljósar minningar um ævi Einars og saknaði mikils manns og vinar í stað. Útför Einars Guðfinnssonar var virðuleg en látlaus í anda þess, sem jarðsettur var. Lokaorð séra Jóns voru þessi: „Að Einari Guðfinnssyni gengn- um má telja kaflaskil í sögu Bol- ungavíkur og reyndar íslenzkri athafnasögu. Hann tók sér stöðu hér í þessari vík og hann stóð, þótt ólög brytu á honum og hann kynni að hafa átt auðveldari leik annars staðar. Margir eiga honum skuld að gjalda. Bolvíkingar gjalda hana bezt heiðursborgara sínum með því að minnast í verkum framtíðar- innar þess áræðis, kjarks, stað- festu, seiglu og ráðdeildar, sem einkenndi Einar alla tíð. Einar er allur, en verkinu sem hann hóf er ekki lokið og lifandi starf í at- hafnabæ er einn verðugasti minni- svarði, sem reistur verður Einari Guðfinnssyni, er fyrir sextíu og einu ári lenti báti bjartsýni sinnar við bláar malir og brattan kamb. Við biðjum Drottin Guð að blessa minningu hans, eins og hann blessaði ævi hans og starf.“ Miðaldasöngvar Tónlist Jón Ásgeirsson Jean Belliard er frábær hátenor söngvari sem í verkefnavali hefur sérhæft sig í flutningi söngtónlistar frá miðöldum. Á tónleikum, er hann hélt á vegum Tónlistarfélags Krist- kirkju og Alliance Francaise, sl. fimmtudag, flutti hann söngva frá tímabilinu 9. öld til fjórtándu aldar. Fyrsti hluti tónleikanna var helgaóur kirkjulegri tónlist eóa svonefndum gregorsöng og segir í efnisskrá „í hefðbundnum stil mióaldakirkju- söngvara". Þarna mun nokkuð vera ofgert, því lítið er vitað með vissu um söngmáta þann, sem tíðkaður var á þessu tímabili og mjög mun hafa verið mismunandi eftir löndum. Til eru heimildir um deilur á milli franskra söngmanna og ítalskra, er að mestu gengu út á að sanna að franskir kirkjusöngvar ofgerðu lög- unum með alls kyns skrauti og jafn- vel óþægilega miklum „raddtitr- ingi“, sem sagður var spilla og vera til skemmda á „Cantus planus". Karlamagnús keisari, sem Leo III páfi krýndi á jólanótt árið 800, þurfti að setja niður slíkar deilur og til að kenna Frökkum að syngja rétt fékk hann ítalska söngkenn- ara sem höfðu aðsetur í Mets og Soissons. Það skal tekið fram, að þrátt fyrir að söngmáti Belliards hafi verið „heitur“, var flutningur hans samt ekta „cantus planus". Annað atriði söngskrár voru trúbadorasöngvar og tilgreindir höfundar eins og Guiraud de Bornelh, Bertrant de Born, Jaufré Rudel, Bernhard de Ventadour og Marcabru. Þetta tímabil stóð í tvö hundruð ár en niðurlag þess var stríð það er háð var gegn svo- nefndum Albinesum, sem sakaðir voru um villutrú. Meðal frægustu trúbadoranna var Vilhjálmur hertogi af Akvitaníu, en upphaf trúveranna í Norður-Frakklandi hefst með brúðkaupi Elenóru, dóttur Vilhjálms, og Loðvíks VII er síðar varð konungur. Elenóra þessi var verndari trúbadoranna og tók með frá Suður-Frakklandi Bernard af Ventadour. Aftur kemur þessi Elinora við sögu er hún giftist Hinrik II Bretakon- ungi. I fylgdarliði hennar var ennþá Bernhard af Ventadour. Sonur Elenóru og Hinriks, Rík- harður ljónshjarta, varð einna frægastur allra trúvera. Belliard söng eitt lag eftir Ríkharð ljóns- hjarta, án þess að geta þess í efnisskrá, en það var lag, sem talið er að Ríkharður hafi samið er hann var fangi í Austurríki (Jan nuns hons pris). Eftir að hafa flutt nokkur lög eftir trúverana á Norð- ur-Frakklandi, söng Belliard, það sem í efnisskrá kallast „gamlir franskir harmsöngvar". Það verð- ur að teljast heldur vafasöm sagn- fræði að flokka Guillaume de Machaut með norður-frönskum umferðarsöngvurum, þó hann hefði, í þjónustu Jóhanns af Lux- emburg, ferðast um Austur- Evrópu og samið veraldlega söngva, sem enn í dag þykja falleg- ar tónsmíðar og byggja auðvitað á margra alda hefð Frakka í söngvasmíði. Belliard er góður söngvari en i heild voru tónleik- arnir með því sniði, sem meir er í ætt við fyrirlestur. Það getur verið að erlendum mönnum þyki íslendingum nauðsyn, að þeir séu upplýstir um mikilvæg sannindi en þá hefði verið viðeigandi að fyrirlesturinn hefði verið umsagð- ur á íslensku og í raun sjálfsögð kurteisi gagnvart almennum hlustendum tónlistar. Rétt hefði hins vegar verið að tilkynna, að um væri að ræða fyrirlestur á frönsku, þar sem fluttir væru einnig nokkrir franskir söngvar frá miðöldum. Góð og greinileg efnisskrá gerir óþarft að flytjend- ur séu að basla í að kynna efnis- skrána og slíkt mas á milli laga, er í flestum tilfellum skemmd á stemmningunni, sem ná má á tón- leikum, þar sem orð og skýringar verða óskáldleg andstæða fagurr- ar listar. M MH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.