Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR12. NÓVEMBER1985 Afmæliskveðja Þórður Kristjáns *son kennari Sjötugur er í dag Þórður Kristj- ánsson kennari, en hann fæddist á Suðureyri í Súgandafirði 12. nóv- ember árið 1915. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður H. Jóhannes- dóttir og Kristján A. Kristjánsson og ólst Þórður upp í stórum systk- inahópi á Suðureyri. Eftir nám við Kennaraskólann í Reykjavík réðst Þórður kennari að Barnaskólanum á Hellissandi ">-og starfaði þar í þrjú ár, en stund- aði síðan nám við kennaraháskól- ann i Kaupmannahöfn veturinn 1949—50 og kynnti sér að því loknu kristindómsfræðslu í Noregi um skeið. Heimkominn kenndi Þórður svo við Laugarnesskólann í all- mörg ár og einkum kristinfræði. Var hann mörgum betur tygjaður til þess, bæði sakir undirbúnings sins, er ekki síður einlægrar sann- færingar um gildi þeirrar fræðslu og naut þess ekki síður er hann gegndi störfum námsstjóra i krist- infræði. Síðustu áratugina hefur Þórður starfað á Fræðsluskrif- stofu Reykjavíkur við fjölþætt umsjónar- og eftirlitsstörf. — ' Þeir eru ófáir sem kynnst hafa Þórði í starfi, nemendur bæði og starfsfélagar og margan vininn á hann í þeim hópi. Og þó fundum okkar hafi ekki borið saman fyrr en fyrir fimm árum rúmum, þekkti ég nokkuð til hans, bæði vegna aðildar hans að útgáfu ágætra kennslubóka í kristnum fræðum og einkum af hlýlegum ummælum fyrrum sóknarbarna minna á Hellissandi. Því þó langt væri um liðið síðan Þórður kenndi þar, er aa-ég starfaði vestra, voru störf hans mörgum minnisstæð og ekki að- eins natni hans, alúð og hæfileikar við kennslu, heldur elja hans og fórnfýsi á tíma sinn við félagsstörf utan skólatímans með börnunum og í þágu þeirra. Og er ég kom haustið 1980 til starfa í Áspresta- kaili, þar sem Þórður var safnað- arfulltrúi og sóknarnefndarfor- maður, lærðist mér fljótt hvað það var, sem gerði þennan hógværa og lítilláta dreng svo hugstæðan þeim, sem átt hafa samleið með honum. Eitt er góðvildin og hýrgan og jákvæðar undirtektir, sem allt- af er að mæta þar sem hann er og annað, að ekki þurfa kynnin að verða náin til að auðfundið sé, að mikil hlýja er á bak við brosið og drengskapur og góðfýsi, það svo, að oft hefur mér virzt líkt og hann kunni vart að veita sér aðra gleði meiri en að liðsinna öðrum og telur ekki eftir sér sporin, tilkvaddur eða ótilkvaddur til þess. Og þó hefur honum sjaldnast verið verkefna vant, því mönnum hefur verið gjarnt að kveðja hann til trúnaðarstarfa í félagslífi, svo sem í þágu stéttar hans á árum fyrr og óspar reyndist hann á krafta sína í félagsstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og seint verða taldar vinnustundir hans í nefnd- um á vegum sóknar hans og kirkju. Og ekki valdist hann til þeirra starfa af því að hann sé framur eða framgjarn, heldur hinu, að það er svo tryggt, að hverju máli er vel borgið, sem honum er trúað fyrir. Um langt árabil var Þórður formaður sóknarnefndar Áskirkju og er safnaðarfulltrúi og með- hjálpari sóknarinnar. Sem for- maður sóknarnefndar skilaði hann miklu þrekvirki af hollri hendi, sem var forganga um byggingu kirkjunnar og að búa hana til vígslu. Það voru að vonum margir, sem þar komu við sögu, en fullyrða má að hlutur Þórðar sé einna veigamestur í því, hve giftusam- lega tókst til um að efna til fram- kvæmda við örðugasta og dýrasta áfanga byggingarinnar og leiða þær til lykta. Þar naut þess hve málefni kirkju Krists eru honum hjartfólgin og hann heilshugar I þeirri köllun sinni að leggja henni allt það lið, sem hann má, hvar sem hann er kvaddur til þjónustu og svo hins, hve lagið honum er að fá aðra til liðveizlu og samhæfa krafta ólíkustu aðila. Hann getur vissuiega verið þéttur fyrir líktog ýmsir Vestfirðingar, sé því að skipta, en einkar hent að bregðast af lipurð og léttleika við þeim vandkvæðum, sem upp koma, ávallt jákvæður og tillögugóður, gátsamur um smátt og stórt og raunhollur í öllu samstarfi og sér- lega ósínkur á tíma sinn og krafta. Fyrir það starf allt vil ég þakka fyrir hönd okkar samstarfsfólks hans og sóknarbarna I Áspresta- kalli og ennfremur hans ágætu eiginkonu, Ásdísi Vilhelmsdóttur, svo samstiga sem þau hjónin hafa verið í starfi sínu fyrir kirkjuna og hún heilshugar bakhjarl í hví- vetna. Og við það vil ég bæta persónulegu þakklæti fyrir ómet- Hljómplötur ■. % Árni Johnsen Tabu, hið forboðna, heitir nýleg plata Harðar Torfasonar, en öll lög og textar á plötunni eru eftir Hörð. Platan stendur fyllilega undir nafni, því efni hennar er einhverskonar martröð þar sem ekki sér út úr myrkviði frum- skógarins. Einn texti plötunnar heitir Martröð og hefði það heiti átt vel við plötuna, slík er þján- ingin, slíkt er rótleysið sem reynt er að upphefja til hins daglega lífs eins og allt sé eðlilegt, en þó menn reyni eðlilega að lifa af þá eru takmörk fyrir öllu. Hörður hefur gefið út plötur anlegan stuðning og uppörfun í starfi og vináttu heila. Ég veit að mörgum fleirum en mér væri hugleikið að vitja elsku- legs heimilis þeirra í dag og sam- fagna þeim og einkadóttur þeirra, Valgerði og njóta gestrisni þeirra. En við kveðjur verður að sitja, því þau eru að heiman. En þær kveðjur eru hlýjar og þeim fylgja innilegar hamingjuóskir og bæn um blessun Guðs og nú ætíð. Árni Bergur Sigurbjörnsson þar sem hann hefur sannað að hann er góður vísnasöngvari og mörg laga hans eru mjög falleg. Sem visnasöngvari fékkst hann yfirleitt við ljóð góðskáldanna og hann túlkaði þau á persónu- legan og eftirminnilegan hátt, en á plötunni Tabu er eins og örvæntingin ráði ferðinni í einu og öllu og Hörður gengur út úr hlutverki vísnasöngvarans á þessari plötu inn í eitthvert hlut- verk sem ég kann ekki skil á, en minnir þó á leikhús undirheim- anna þar sem menn njóta þess að strjá salti í sárin. Því miður er ekki margt gott um þessa plötu að segja, upptaka og hljóðblöndun er loðin, gítar Harðar er týndur, áttleysa miðað við það sem af Herði var að vænta. m jrl fofrifr 3 Áskriftcirsíminn er 83033 Tabu, martröð raöauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsjngar | kennsla Vegna mikillar fyrirspurnar verður haldiö 5 vikna námskeiö í íslensku fyrir útlendinga, sem hefst í þessari viku. Kenndar veröa 2 x 2kennslust.áviku. Námskeiösgjalderkr. 1.200,- Námsflokkar Reykjavíkur, Miðbæjarskólanum, s. 12992-14106. Ólafsfirðingar Sameiginlegur aðalfundur sjálfstæðisfélaganna i Ólafsfiröi veröur haldinn i hótelinu fimmtudaginn 14. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. önnurmál. Stjórnir félaganna. Spekingar spjalla Miövlkudagskvöldiö 13. nóvember kl. 20.30 mun skólanefnd Heim- dallar standa fyrir rabbfundi um stjórnmál. Gestir fundarins veröa Vilhjálmur Egllsson, Sigurbjörn Magnússon, Óli Björn Kárason og Þór Sigfússon. Kaffiveitingar Nefndin. Kópavogur — spilakvöld Spilakvöld sjáltstæöisfélaganna í Kópavogi veröur þriöjudaginn 12. nóvember kl. 21.00 stundvíslega í Sjálfstæöishúsinu, Hamraborg 1. Góö kvöld- og heildarverölaun. Mætum öll. Stjórnin. Suðurland Aöalfundur kjördæmisráös Sjálfstæöis- flokksins i suöurlandskjördæmi veröur hald- inn í hótel Ljósbrá, Hverageröi, laugardag- inn 16.nóvembernk.kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Sveitastjórnamál. Kynning á lagafrumvarpi og breytingatillögum. Framsögumaður: Jón Gauti Jónsson, bæjarstjóri. Umræöur: Undirbúningur sveitastjórnakosninga 1986. Framsögumenn: Kjartan Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Sjálfstæöisflokksins, Sigurö- ur Einarsson útgeröarmaöur Vestmannaeyjum, Haukur Gislason, Ijós- myndari Selfossi. Kaffihlé. Fundurinn opnaöur fyrir gesti. Landsmálin: Ávarp þingmanna: Þorsteinn Pálsson formaöur Sjálfstæöisflokksins, Árni Johnsen, Eggert Haukdal. Almennar umræöur: Afgreiösla stjórnmálaályktunar. Umræöur. Önnur mál. Sameiginlegt boröhald. Miöaö er viö aö makar kjördæmisráösfulltrúa komi meö þeim og verö- ur skiþulögö skoöunarferö um Hverageröi meöan fyrri hluti fundarins stenduryfir. Stjórn kjördæmisráós. Keflavík Sjálfstæðiskvenna- félagið Sókn Aöalfundur veröur haldinn í Sjálfstæöiskvennafélaginu Sókn mánudag- inn 18. nóvember nk. kl. 20.30 í Sjálfstæölshúsinu Hafnargötu 46. Dagskrá: 1. Ávarþ formanns. 2. Venjuleg aöalfundarstörf. 3. Önnurmál. Fundarstjóri: Þorbjörg Guönadóttir. Félagskonur f jölmenniö. Stjórnin. Kvöldverðarfundur með útvarpsstjóra Þriöjudagskvöldiö 12. nóv. nk. verður haldinn aö Hótel Esju, 2. hæö, kvöldveröar- fundur meö Markúsi Erni Antonssyni, út- varpsstjóra. Hefst fundurinn kl. 19.00 í Þerneyjarsalnum. Alllr ungir sjálfstaaöls- menn eru velkomnir. Matur og kaffi kr. 370. Heimdaliur. Njarðvíkingar — viðtalstímar Fulltrúar sjálfstæö- ismanna í bæjar- stjórn veröa með vlótalstíma í Sjálf- stæöishúsinu Njarö- vík, laugardaginn 16. nóvember frá kl. 14.00-16.00. Til viö- tals veröa bæjarfull- trúarnir Ingólfur Báröarson og Sveinn R. Eiriksson. Bæjarbúar eru hvattir til aó líta viö og ræóa viö bæjarfulltrúana um bæjarmál. Sjalfstæóistólögin i Njaróvik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.