Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.11.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR12. NÓVEMBER1985 41 kærleikur þarna á milli, og veit ég að Hanna saknaði þeirra alla tíð eftir að þau féllu frá. Eftir að Hanna giftist helgaði hún heimilinu og fjölskyldu sinni alla sína lífskrafta, en þau hjón áttu því láni að fagna að eignast einn son barna, en hann er Jón Pétursson, nú búsettur á Selfossi og starfar hann sem tæknimaður við Sjúkrahús Suðurlands. Þó að veraldleg efnishyggja vægi aldrei hátt á skálunum hjá Hönnu, þá var hún heimskona, bæði í orði og í æði, og alltaf var jafn notalegt að koma heim á Vatnsstíg, borða góðan mat, sem hún var snillingur í að framreiða, og ræða við hana um heimsmál, menn og málefni, eða tískufyrir- brigðin í þjóðlífinu í dag, aldrei komum við að tómum kofa hjá henni, hún fylgdist vel með öllu og hafði sínar ákveðnu skoðanir um hlutina. Spilamennska var eitt af hennar áhugamálum og spilaði hún brids allt fram í andlátið, en hún var virkur þátttakandi í kvennadeild Bridsfélags Reykja- víkur um margra áratuga skeið, og var hún kjörin heiðursfélagi deildarinnar á áttræðisafmæli sínu 1984. Það væri ekki í hennar anda að vera með lof um hana, eða hennar lífsferil, hún var sátt við dauðann og þakklát fyrir langa og góða ævi. En það er skarð fyrir skyldi, nú þegar hún er horfin af okkar sjónarsviði, og við lítum heim að Vatnsstíg og horfum á Skugga- prýði eins og húsið var kallað, næstum tómt, eftir að hafa hýst sömu fjölskyldu í hart nær áttatíu ár. Áður en ég lýk þessum fátæk- legu kveðjuorðum, langar okkur, litlu fjölskylduna hennar, að senda eftirlifandi systrum hennar, þeim Ástu og Þóru, þakklæti fyrir allt, sem þær voru henni, og þá sérstak- lega þá ummönnun er þær sýndu henni nú í veikindum hennar. Læknum, hjúkrunarfólki og öðru starfsfólki á deild 3b Landakots- spítala, sendum við alúðarþakkir fyrir góða hjúkrun og hlýlegt við- mót. Kveðjustundin er komin og við þökkum hreinskiptinni og elsku- legri konu fölskvalausa vináttu og tryggð við okkur alla tíð, og biðjum við henni guðsblessunar í nýjum heimkynnum. Farþúífriði, friðurguðsþigblessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuð Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Tengdadóttir og barnabörn Áfengisvarnanefndir á Snæfellsnesi: Þakkir til dómsmálaráðherra fyrir að koma í veg fyrir sölu á bjórlíki Stykkishólmi, 15. október. AÐALFUNDUR áfengisvarnanefnda í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu var haldinn í safnaðarheimilinu í Olafsvík, laugardaginn 12. október sl. Á fundinum mættu auk heima- manna frá Áfengisvarnaráði þeir Árni Einarsson og Guðni Björnsson. Fluttu þeir erindi um ástand áfengis- og vímuefnamála á landinu og þróun þeirra undanfarin ár. En þessi mál eru orðin hverjum hugsandi íslend- ing áhyggjuefni og hversu alltaf sígur hér á ógæfuhliðina og hversu fáir rísa þarna til varnar ágætu þjóð- félagi, en það er eins og stjórnvöld séu dofin fyrir þessari þróun en greiða möglunarlaust afleiðingarnar svo hundruðum milljóna skiptir, vit- andi að ef þessir fjármunir sem eytt er í þessi niðurdrepandi efni, kæmu heilbrigði og þroska til góða, var engin ástæða til að óttast skuldasöfn- un ríkissjóðs og við gætum ekið slétta vegi um land allt án þess að taka lán. Svona einfalt er þetta og hugsandi mönnum ráðgáta, hvers vegna ekki er stöðvað þetta áfengis- flóð með öllu mögulegu móti. En haldið er áfram að koma sem flestum stöðum fyrir sem veita áfengi og afleiðingarnar láta ekki á sér standa. Menn sá svo sem þeir uppskera. Á Blómastofa Fnðfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öli kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar viö öll tilefni. Gjafavörur. + SIGMUNDUR GRÉTAR SIGMUNDSSON verkstjóri, Spóahólum 12, veröur jarösunginn fimmtudaginn 14. nóvember 1985. Athöfnin fer fram frá Bústaöarkirkju kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afbeöin, en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á líknarstof nanir. Valgeröur Björgvinsdóttir, Sigmundur Sigmundsson, Lilja Sigmundsdóttir, Rúnar Sígurjónsson. t Þökkum innilega samúö og vináttu viö andlat og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR SÚSÖNNU ELÍASDÓTTUR, Vesturgötu 51b. Birgir Þorvaldsson, Erla Þorvaldsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö og viröingu viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, ÞURÍDAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Túngötu 16, Keflavfk, Guörún Kristinsdóttir, Magni Sigurhansson, Margeir Elentfnusson, Þórdfs Guöjónsdóttir og barnabörn. fundinum voru samþykktar eftirfar- andi tillögur: „Félag áfengisvarnanefnda Snæfellsness- og Hnappadalssýslu færir dómsmálaráðherra þakkir fyrir framtak hans í að afnema sölu á svokölluðu bjórlíki, sem selt hefur verið á svonefndum bjórstof- um víða um land. Jafnframt hvetur félagið aðra ráðherra til að fara að fordæmi dómsmálaráðherra að brjóta upp staðnaðar drykkjuvenjur og bjóða óáfenga drykki í stað áfengra í samkvæmum sínum. Framboð óáfengra drykkja hefur aldreið verið jafnfjölbreytt og nú. Félag áfengisvarnanefnda í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu vekur athygli á að röksemdir veit- ingamanna fyrir vínveitingaleyfi hafa breyst á undanförnum árum. Áður voru rökin þau að koma til móts við þarfir erlendra ferða- manna um létt vín með mat. Nú eru rökin í æ vaxandi mæli þau að sala áfengis sé nauðsynlegur þáttur til að veitingarekstur úti á landsbyggðinni fái borið sig. Það er ástæða til að almenningur staldri við þessa breytingu. Sér- staklega þegar svo virðist sem lögbrot af ýmsu tagi aukist í kjöl- far opnun nýrra veitingastaða. Hvetur félagið ennfremur öll menningar- og líknarfélög til að hefja skelegga baráttu mót þeim vanda sem er samfara áfengis- neyslu. Félag áfengisvarnanefnda í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu skorar á fjármálaráðherra að afnema bjórsölu þá í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli sem þar hefir átt sér stað um nokkurra ára bil. Þessi bjórsala er ólögleg og ógnun við heilbrigt þjóðlíf." Margir tóku til máls og í sama streng. I stjórn félagsins voru kosnir: Guðmundur Ágústsson, sóknarprestur í Ólafsvík, formað- ur Árni Helgason og Stefán Jó- hann Sigurðsson. f varastjórn: Herdís Hervinsdóttir, Guðni Sum- arliðason og Páll Cesilsson. Fund- urinn var mjög gagnlegur og áhrifaríkur. Árni. Legsteinar Ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiöjan Helluhrauni 14 sími 54034 222 Hafnarfjöröur. FIMMTUDAGS- OG SUNNUDAGSKVÖLD VEITINGAHUS AMTMANNSSTÍG 1 RF.YKJAVÍK SÍMI 91-13303 essemm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.