Morgunblaðið - 12.11.1985, Side 46

Morgunblaðið - 12.11.1985, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR12. NÓVEMBER1985 ,, þ>etta er í &ick*sta s'inn sem -tek mbr suma.r£rí. " ós/er... .. .að gera ekki grín að smekk hans. TM Rag U.S. Pat. Oft.-all rights resarvad ®1985 Los Angeles Times Syndicate Meira hárvatn? Ég hlusta ekki á neitt kjaftædi. HÖGNI HREKKVlSI ,lítur t>r pyeie av hööm; sla 0OLTANN FYRIK. VILLA." Bréfritari telur sig muna það rétt að Hafskip hafi á sínum tíma verið sett á laggirnar til höfuðs Eimskip. Fjallað verði um málið á Aiþingi Sem gamall meðeigandi óska- barnsins vil ég vekja máls á því hverju það sæti, sem blöðin segja okkur, að einn af ríkis- bönkunum, Útvegsbankinn, sér hart keyrður um þessar mundir vegna viðskipta sinna við Haf- skip. Bankinn er sagður þrýsta á að Eimskip, óskabarn þjóðar- innar, hlaupi undir bagga með bankanum og bjargi honum út úr ógöngunum með því að kaupa trúlega fyrir margar milljónir, úthafsflutningadeild Hafskips. Ég tel mig muna það rétt að Hafskip hafi á sínum tíma verið sett á laggirnar til höfuðs Eim- skip. Eg hef verið að bíða eftir því að einhver alþingismanna gerði viðskipti þessa banka að þing- máli. Bankamálaráðherra yrði vinsamlegast beðinn að gera glögga grein fyrir viðskiptum bankans við Hafskips-útgerð- ina. Það er ekkert smámál þegar svo er komið fyrir þessum banka eins og lýst hefur verið. Það er í allra þágu að viðskipti Haf- skips og Útvegsbankans verði gerð heyrin kunn, ekki með einhverjum samtölum fjöl- miðlafólks heldur með skýrslu ráðherraá Alþingi. Hluthafí í Eimskip. Þessir hringdu . . Smekkleysa í blaðinu V.G. hringdi: „Óhræsið" — Einar upp til fjalla. Þetta ljóð Jónasar Hallgríms- sonar kom mér í hug þegar sjón- varpið sýndi fádæma smekkleysu með sýningu á ketti og rjúpu er hann hafði drepið. Þá vildi DV ekki vera eftirbátur sjónvarpsins í fréttaflutningi og sýndi mynd af eiganda kattarins, köttinn og dauðu rjúpuna. Miskunnsemi virðist svo sannarlega ekki höfða til fjölmiðlanna. Góö blaðagrein Ragnheiður hringdi: Mig langar til að koma á fram- færi þakklæti mínu til Rósu Sveinbjarnardóttur skúringar- konu, fyrir grein sem hún skrif- aði í Morgunblaðið miðvikudag- inn 6. nóvember sl. og bar yfir- skriftina „Teymdu, ég skal berja“. Grein þessi er sú besta eftir konu sem birst hefur opin- berlega á liðnum kvennaáratug. „Trúarjátningin“ eftir Friðrik Iæsandi hringdi: í Velvakanda sl. föstudag er spurt að því eftir hvern sálmur- inn „Trúarjátningin" er. Hann er eftir Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM. Sálminn er að finna í bókinni „Sálmar, kvæði, söngvar" eftir Friðrik sem út kom árið 1968. Fæst bókin á skrifstofum KFUM að Amt- mannsstíg 2 b, eftir því sem ég best veit. Víkverji skrifar á hafa Alþýðubandalagið og Kvennalistinn lokið sér af í landsfundahaldi og virðast for- ystumenn beggja harla ánægðir með niðurstöðurnar. Svavar Gestsson var endurkjörinn og fékk sér við hlið nýja konu, svona rétt til þess að koma ferskleika á ásjónu flokksins. Á þessum landsfundi kom Lúð- vík Jósepsson allt í einu fram í dagsljósið. Hann hefur ekki sést lengi eða að hafi heyrzt til hans. Það má segjá að þrátt fyrir allt hafi ákveðinn ferskleiki komið fram er Lúðvík kvaddi sér hljóðs og sáu menn þá hið gamla Al- þýðubandalag, sem eitt sinn mátti sín í íslenzkum stjórnmálum. Nú- verandi forystumenn eru alls ekki eins snjaliir og af þeim fer allt annar bragur — það er eins og þeir séu miklu fremur staðnaðir í einhverjum innantómum slagorð- um, sem fæstir vita hvað þýða. Kannski er þar aðalvandi Alþýðu- bandalagsins í dag. XXX Hið umfangsmikla okurmál hefur vakið athygli og hefur rannsóknarlögreglustjóri sagt að oft hafi reynzt erfiðara að sanna sekt í slíku máli. Það er vel og er nauðsynlegt að stöðva starfsemi sem þessa. En hvað sýnir slík okurlánastarfsemi og það að hún skuli viðgangast í íslenzku þjóð- félagi? Svo umfangsmikil okurlána- starfsemi sýnir, að bankakerfi landsmanna er auðvitað sprungið. Bankarnir í landinu anna engan veginn þeirri eftirspurn, sem er eftir lausu fjármagni. Menn hafa um það rætt, hvort opna beri fyrir erlendum bönkum á íslandi, leyfa þeim að starfa hérlendis við hlið íslenzkra banka. Okurlánamálið er vissulega vatn á myllu þeirra, sem leyfa vilja erlendum bönkum að starfa á íslandi. xxx Nú eru jólin að nálgast. Þegar menn fyrst taka eftir því á haustin, eru það kaupmennirnir í Reykjavík, sem minna mann á nálægð jólanna. Sú verzlun, sem jafnan er fyrst til er Rammagerðin í Hafnarstræti, sem stillir út jóla- sveinum strax hinn 1. nóvember börnum borgarinnar til ómældrar ánægju. Nú um helgina birtist á baksíðu B-blaðs Morgunblaðsins stór auglýsing frá Nesco, þar sem fyrirtækið tilkynnir jólatilboð sín. Hið sama gerðist í sjónvarpinu. Jólasveinn með heyrnartæki, skáktölvur og sitthvað fleira lýsti því, hve mikil vildarkjör væru á þeim hlutum, sem boðnir væru með þessu tilboði. Það er ekki svo að Víkverji sé að amast við þessum auglýsingum, en spurningin er þó samt, hvort jólasveinar þessir séu ekki svolítið of snemma á ferðinni. Að fornu trúðu menn því að jólasveinarnir kæmu til byggða níu nóttum fyrir jól. Þetta virðist því vera allt með fyrra fallinu. XXX að er með eindæmum, hvað veðurguðirnir hafa verið góðir Reykvíkingum á þessu ári. Til borgarinnar berast fréttir af fólki, sem þarf að moka sig út úr húsum sínum hér rétt fyrir austan, svo mikið er fannfergið. Hins vegar hefur ekki snjóað svo að heitið geti í Reykjavík frá því snemma á árinu. Þetta er mjög óvenjulegt og hlýur að hafa komið borgarstjórn Reykjavíkur afskaplega vel, því að vart hefur þurft að moka nokkurn snjó af götum borgarinnar. XXX Nú hafa íslenzk stjórnvöld undirritað með öðrum stjórn- völdum á Norðurlöndum, samning um sjónvarpsgervihnött, Telex, sem skjóta á upp á himinhvolfið og taka í notkun eftir rúm tvö ár. Þar með verður sjónvarpsleg ein- angrun íslands rofin og Islending- ar komast í enn meiri nálægð við hin Norðurlöndin en verið hefur. Ástæða er til þess að fagna þessu, enda má gera ráð fyrir því að þess sé nú mjög skammt að bíða að unnt sé að horfa á fleiri sjón- varpsútsendingar hér á landi en íslenzka sjónvarpið. Það verður gaman að sjá hvernig íslendingar standa sig í samkeppni við þessar erlendu stöðvar — og svo má kannski búast við að fjölgun inn- lendra stöðva verði einhver eftir áramótin, þegar einokun ríkisins á því að senda út hljóð og mynd á öldum ljósvakans verður rofin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.