Morgunblaðið - 15.11.1985, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 15.11.1985, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR15. NÓVEMBER1985 Úlfar Linnet tekur fyrstu skóflustunguna að dagheimilinu Furuborg í gær. Morgunblaðift/Bjarni Dagheimilið Furuborg á Borgarspítalalóð: Fimm ára drengur tók fyrstu skóflustunguna ÚLFAR Linnet, 5 ára tók á miðviku- dag fyrstu skóflustunguna að nýju dagheimili á lóð Borgarspítalans í Reykjavík. Dagheimiliö hefur hlotið nafnið Furuborg — en það er byggt fyrir tilstuðlan stjórnar Borgarspítal- ans og sv. ákvörðun þess og borgar- ráðs. Reiknað er með að hönnun húss- ins ljúki í byrjun desember og þá verði öll uppsteypa hússins, fulln- aðarfrágangur að utan og innan (að innréttingum frátöldum) boðin út. Gert er ráð fyrir að byrjað verði á sökklum hússins um ára- mót og að byggingu verði að fullu lokið sumarið 1986. Áætlaður byggingarkostnaður hússins er um 13,5 milljónir króna miðað við byggingavísitölu 229 stig, en 17,1 millj. kr. ef miðað er við áætlaða meðalvísitölu næsta árs, 290 stig. Öll starfsemi hússins verður á einni hæð — um 320 fermetrar. Furuborg verður tvær dagheimil- isdeildir fyrir um 40 börn á aldrin- um 0—6 ára. Upprekstrarmál Ashreppinga og Sveinstæðinga: Tveir bændur stefna sýslumanni, fjármálaráðherra og 15 öðrum — Krefjast skaðabóta vegna niðurreksturs hrossa og að úrskurður sýslunefndar verði dæmdur ómerkur TVEIR bændur í Sveinsstaðahreppi í Austur-Húnavatnssýslu hafa höfðað mál gegn Jóni ísberg sýslumanni Húnvetninga, Þorsteini Pálssyni fjármála- ráðherra, oddvitum 6 hreppa í Húnavatnssýslum og eigendum og ábúendum 8 jarða í sýslunum vegna deilna um nýtingu sameiginlegra afréttarlanda Ás- og Sveinsstaðahrepps á Grímstungu- og Haukagilsheiðum og víðar. Bændurnir, Björn Magnússon á Hólabaki og Einar Svavarsson á Hjalla- landi, ráku hross á heiðina í sumar í trássi við bann sýslunefndar og voru hrossin rekin af heiðinni eftir skamma dvöl þar. Alls er 17 mönnum stefnt vegna málsins, sem tekið verður fyrir á skrifstofu sýslumannsins á Blönduósi á mánudag. Málið er aðallega höfðað gegn sýslumanni sem oddvita sýslunefndar og fjár- málaráðherra, en hreppunum og bændunum er stefnt sem eigend- um umræddra afréttarlanda. Hreppsnefnd Sveinsstaðahrepps höfðaði í sumar mál vegna þessara deilna, á hendur sömu mönnum að hluta, og er krafa hreppsins að ítala heiðanna verði dæmd ógild. Sýslumaður vék sæti í málinu en setudómari hefur enn ekki verið skipaður. Lögmaður Björns og Einars er Gísli Baldur Garðarsson hdl. Hann gerir eftirfarandi kröfur fyrir þeirra hönd: í fyrsta lagi að úr- skurður sýslunefndar Austur- Húnavatnssýslu frá 27. júní 1985 um nýtingu sameiginlegra beiti- landa Ás- og Sveinsstaðahrepps (þar sem skorið var úr deilumálum hreppanna um nýtingu afréttar- landanna og m.a. lagt bann við upprekstri hrossa) verði dæmdur markleysa og að engu hafandi. í öðru lagi að ríkissjóði verði dæmt að greiða skaðabætur, samtals 82.817 kr., vegna þess tjóns sem af ólögmætum niðurrekstri hrossa stefnanda hlaust. Skaðabóta- krafan er aðallega fóðrunarkostn- aður, en einnig akstur með hross. kaup við heimrekstur og akstur. I Barnastarfið í Dómkirkjunni BARNASTARFIÐ í Dómkirkjunni er hafið fyrir nokkru og fer það fram í Dómkirkjunni sjálfri og er á laugar- dagsmorgnum kl. 10.30. Sr. Agnes Sigurðardóttir æskulýðsfulltrúi Þjóð- kirkjunnar sér um barnastarfið eins og undanfarin ár. Á þessum samverustundum er mikið sungið, lesin er framhalds- saga og biblíusaga sögð. Þá fá börnin möppu, sem heitir Kirkju- bókin mín og safna þau blöðum í hana. Þetta eru glaðar og góðar stundir, sem glæða trú í hjörtum barnanna. Við í Dómkirkjunni bjóðum öll börn velkomin til okkar á þessum stundum og mikið ánægjuefni er það, þegar foreldrar koma með börnum sínum og njóta þessara stunda með þeim. Það mun bera sinn góða ávöxt, þegar tímar líða fram. - — ■- ,... _. Verið hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna. (Ftí Dómkirkjunni.) Kristniboðs- félag kvenna heldur basar Kristniboðsfélag kvenna heldur basar á morgun, laugardag, milli 14.00 og 18.00 aö Laufásvegi 13 Reykjavík. Þar verður á boðstólum úrval góðra muna, kökur og fleira. Félagið er eitt af mörgum hóp- um kristniboðsvina, sem styðja starf íslenskra kristniboða í Eþí- ópíu og Kenýa og rennur allur ágóði basarsins í sjóð Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. þriðja lagi krefjast þeir þess að fá málskostnað að fullu greiddan. Byggja þeir málshöfðun sína á því að sýslunefnd hafi ekki haft úrskurðarvald í ágreiningi innan upprekstrarfélagsins; að ítala hafi verið í gildi og sýslunefnd geti hvorki breytt úrskurði ítölunefnd- ar né skorið úr um hlutdeild ein- stakra býla í ítölu; að óheimilt sé að útiloka eina tegund búfjár frá afrétti ef ítala hefur á annað borð verið ákvörðuð; að ef ítölugerðirn- ar yrðu taldar markleysa sé það almennur bændafundur sem taki ákvörðun um gróðurverndarað- gerðir sem þessar; að ef ágreining- ur er innan sveitarstjórnar um takmörkun á upprekstri hrossa sé það afl atkvæða á almennum sveit- arfundi sem úrslitum ræður; að úrskurður sýslunefndar hafi verið markleysa þar sem nefndin hafi ekki verið bær til að kveða upp úrskurð og úrskurðurinn hafi einn- ig verið ólögmætur að efni til; að fyrirskipanir Jóns fsberg sýslu- manns um niðurrekstur hrossa hafi verið ólögmætur og að ekki megi taka hross af afrétti nema með leyfi hreppsnefndar. Veröbólgan er nú 32 % VERÐBÓLGA er nú 32% ef miðað er við hækkun framfærslu- vísitölu á síðustu þremur mánuð- um, að því er segir í fréttatilkynn- ingu frá Hagstofunni. Samkvæmt útreikningum Kauplagsnefndar á verðlagi I nóvemberbyrjun er vísitalan nú 155,32 stig, sem er 2,21% hærra en í októberbyrjun. Vísi- talan var 100 stig í febrúar 1984. Af þessari hækkun stafa 0,4% af hækkun bókaverðs og ýmiss skólakostnaðar, 0,2% af hækkun fatnaðarliðs, 0,2% af hækkun matvöruliðs og 1,2% hækkunarinnar má rekja til hækkunar ýmissa vöru- og þjónustuliða. 20% lækkun á verði kindakjöts og 28% lækk- un á eggjaverði hafði í för með sér 0,6-0,7% minni hækkun vísitölunnar en ella hefði orðið, segir í tilkynningunni. Síðan segir: „Síðastiiðna tólf mánuði hefur vísitala fram- færslukostnaðar hækkað um 38,9%. Hækkun vísitölunnar um 2,2% frá byrjun október til byrjunar nóvember svarar til 30% árshækkunar. Undan- farna þrjá mánuði hefur vísi- talan hækkað um 7,2% og jafn- gildir sú hækkun 32% á heilu ári.“ Frá jólamarkaði soroptimista, sem haldinn var f fyrra. Jólamarkaður sorop- timista í Garðaskóla JÓLAMARKAÐUR soroptimista verður haldinn nk. laugardag, 16. nóvember í Garðaskóla, Garðabæ oghefstkl. 15.00. Soroptimistahreyfingin er al- þjóðafélagsskapur kvenna og var stofnuð í Oakland í Kaliforníu 1921. Nú eru um 2.200 klúbbar starfandi í meira en 70 löndum og meðlimir eru um 75.000. Þetta eru starfsgreinaklúbbar eins og hjá Rotary. Fyrsti klúbburinn á fs- landi var stofnaður 1959. Nú eru hér starfandi 13 klúbbar. íslenskir soroptimistar hafa unnið að ýms- um sameiginlegum verkefnum og mannúðarmálum. Að auki hefur hver klúbbur sitt verkefni á heimaslóðum. Allur ágóði af jóla- markaðnum rennur til mannúðar- mála á þeim stað sem klúbbarnir starfa. Þarna verður margt á boðstólum sem tengist okkar hefð- bundna jólahaldi. Kaffisala verður einnig á staðnum. (FrétUtilkynning) Bifreiðin utan vegar eftir óhappið. Morgunblaðið/B.C. Grundarfjörður: Handleggsbrotnaði eftir bílveltu Grundarfirði, 13. nóvember. EINN maður handleggsbrotnaði, en þrír sluppu ómeiddir er bifreið flaug út af fjögurra metra háum vegkanti við Grundarfjörð um síðustu helgi. Bifreiðin kom niður að framan og kastaðist yfir sig á kaf í mýri með hjólin upp. Grunur leikur á að fjórmenningarnir hafi verið við skál, en ekki er ljóst hver þeirra ók bílnum. B.C.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.