Morgunblaðið - 15.11.1985, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR15. NÓVEMBER1985
Verðandi fiskiðnaðarmenn
á námskeiði í síldarsöltun
MorgunblaSií/Theodór
Pétur Þorvaldsson, Reykjavík, (Lv.) og Birgir Örn Birgisson, Borgarnesi,
við lok skákar þeirrar, sem Birgir Öm vann.
Borgarnes:
Stefán Þormar sigraði
í Grohe-skákmótinu
Borgarnesi, 12. nóvember.
NÁMSKEIÐI í sfldarsöltun á vegum
Fiskvinnsluskólans í Hafnarfírði er
nú nýlokið, en slíkt námskeið er
haldið á hverju hausti í samráði við
Ríkismat sjávarafurða og sfldarút-
vegsnefnd, fyrir þá nemendur Fisk-
vinnsluskólans sem eru að Ijúka
námi.
Fiskvinnsluskólinn hefur ekki
yfir eigin húsnæði að ráða sem
hentar til verklegrar kennslu og
því var námskeiðið haldið í Fisk-
verkunarstöð Hafnfirðinga. Þeir
Lárus Björnsson og Birgir Finns-
son, kennarar við Fiskvinnsluskól-
ann, hafa stjórnað námskeiðum i
síldarsöltun þau sl. fimm ár sem
þau hafa verið haldin. Sögðu þeir
í samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins, að þátttakendur í ný-
loknu námskeiði hefðu verið alls
19 talsins og útskrifuðust þeir sem
fiskiðnaðarmenn um næstu jól.
Námskeiðið, sem stóð yfir í tíu
daga, skiptist í bóklegt og verklegt
nám. Kennt var hvernig ber að
verka og salta síld, og fulltrúi síld-
arútvegsnefndar sýndi nemendum
hvernig sildin er fitumæld. Sögðu
þeir Lárus og Birgir að nemendur
Fiskvinnsluskólans væru á öllum
aldri, alls staðar að af landinu, og
hefðu flestir unnið i frystihúsum
um árabil.
Þess má að lokum geta að nám
við Fiskvinnsluskólann tekur tvö
ár og eru 20 nýir nemendur teknir
inn í skólann á ári hverju.
HIÐ árlega Grohe-skákmót var hald-
ió í Hótel Borgarnesi, sunnudaginn
10. nóvember. Alls tóku 36 manns
þátt í mótinu. Tefldar voru 11 um-
ferðir og var umhugsunartími 15
mínútur á skák fyrir hvorn kepp-
anda.
í fyrsta sæti varð Stefán Þorm-
ar, Reykjavík, með 9% vinning, í
öðru sæti varð Gísli Gunnlaugs-
son, Búðardal, með 8% vinning,
og í 3.-4. sæti með 8 vinninga
urðu Birgir Örn Birgisson, Borgar-
nesi og Gunnlaugur Sigurbjörns-
son, Akranesi. Einnig voru veitt
sérstök unglingaverðlaun. Þar var
Birgir Örn Birgisson í 1. sæti með
8 vinninga og Jón Þór Ólafsson,
Hvanneyri, í 2. sæti með 6V4 vinn-
ing. Kvennaverðlaun hlaut Guð-
björg Jóhannsdóttir frá Jörva í
Kolbeinsstaðahreppi en hún hlaut
5V4 vinning.
Þýsk-íslenska verslunarfélagið
gaf bæði bikar og verðlaunapen-
inga í mótinu. Er þetta í 5. skipti
sem Grohe-skákmótið er haldið i
Borgarnesi. Skákdeild UMF
Skallagríms sá um stjórnun og
skipulag mótsins.
- TKÞ.
Forstöðumaður
Greiningar- og
ráðgjafarstöðvar
Félagsmálaráðherra hefur skip-
að Stefán Hreiðarson lækni sem
forstöðumann Greiningar- og ráð-
gjafarstöðvar ríksins. Umsóknar-
frestur var til 21. september sl. og
voru umsækjendur auk Stefáns
Evald Sæmundsen sálfræðingur
og Tryggvi Sigurðsson, sálfræðing-
ur.
Stefán Hreiðarsson tekur við
starfinu frá og með 1. janúar nk.
Nemendur Fiskvinnsluskólans við sfldarsöltun.
$SZ***81«
Morgunblaftið/Bjarni
Er áttavillt kona í útvarpsráði?
— eftir Guðrúnu
Pétursdóttur
Útvarpsráð baðst nýlega af-
sökunar á ummælum um ólaf
Thors sem lögð voru í munn
verkakonu í útvarpsleikriti Leik-
listarskólans. Undrar fáa sem
heyrt hafa orðbragðið að afsök-
unarbeiðnin er afdráttarlaus.
Hitt er furðulegt, að af öllum
fulltrúum flokkanna í útvarps-
ráði var einn sem ekki sá ástæðu
til að biðjast afsökunar, og sá
er fulltrúi kvennalistans, Ingi-
björg Hafstað. Verður ekki ann-
að skilið af skýringu Ingibjargar
í NT (2. nóvember ’85) en að hún
telji það bera vott um alþýðleika
manns að þukla upp undir pils
kvenna meðan hann tekur þær
tali, og sé það líklegt til að auka
vinsældir hans. Ekki veit eg
hvaða alþýðu Ingibjörg á við. Sú
alþýða sem eg þekki myndi kalla
svona hegðun örgustu rudda-
mennsku, — og hélt eg að
kvennalistinn tæki undir það.
Ekki er svo að sjá. Ef þögn
flokkssystra hennar er sama og
samþykki, hefur merkileg hugar-
farsbreyting átt sér stað í þess-
um flokki á stuttum tíma. Hins-
vegar má vera að þær þegi vegna
þess hvernig Ingibjörg kynnir
málið. Hún segir i NT að um sé
að ræða alþekktar sögur af ólafi
um að „hann hafi klipið konur
og migið með verkaköllum". í
leikritinu er mun grófar til orða
tekið. Þar er um klám að ræða
og orðbragðið fádæma sóðalegt,
svo að eitthvað virðist óskhyggj-
an hafa vélað skynfæri Ingi-
bjargar meðan hún hlustaði á
textann. Væri fróðlegt að vita
hvort þessi unga stjórnmálakona
verður oft fyrir svona göldrum.
Eða talar hún gegn betri vitund?
Þótt mér sé málið skylt og eg
nenni ekki að taka því þegjandi
að afi minn sé rægður, veit eg
að það er óþarfi að ræða fárán-
leika þeirrar mannlýsingar sem
í leikritinu er gefin við þá sem
þekktu Ólaf eða voru samtíma-
menn hans. Hinsvegar vaxa nú
upp kynslóðir sem ekki þekktu
hann og eiga þess einn kost að
mynda sér skoðun á grundvelli
þeirra lýsinga sem þær fá. Þar
tel eg að alvara málsins liggi.
Rangfærslur eru sögufölsun og
verða ekki afsakaðar með því að
tilgangurinn helgi meðalið. Póli-
tísk barátta á að fara fram á
málefnalegum grundvelli en ekki
með persónuníði. Eg held að
fulltrúi kvennalistans hafi misst
áttanna þegar hún slóst f för
með Ólafi Hauki Símonarsyni út
í foraðið til þess að koma höggi
á pólitískan andstæðing.
Ingibjörg klykkir út með því
að lýsa áhyggjum sínum yfir
því, hvaða afleiðingar þetta mál
kunni að hafa fyrir flutning leik-
rita Leiklistarskólans f framtfð-
inni. Þykir mér það langsóttur
barlómur og sé ekki hvað hann
kemur málinu við. Margt af því
ferskasta í íslenskri leiklist síð-
ustu ára hefur komið frá Leik-
listarskólanum, og það væri
undarlegt ef hann yrði látinn
gjalda þessara mistaka síðar.
Hinsvegar þykir mér yfirlýs-
ing forráðamanna Leiklistar-
skólans hálfvolg. Þar er harmað
að skólinn „hafi átt þátt í að
valda sárindum". Þau eru auka-
atriði í þessu máli. Það sem
Leiklistarskólanum ber að
harma, er að hafa lagst svo lágt
að bera út upploginn óhróður um
nafngreindan mann.
í NT segir Ingibjörg Hafstað
mál þetta allt hið fyndnasta. Eg
fellst á, að þáttur hennar í því
sem fulltrúa kvennalistans í út-
varpsráði er hlægilegur.
Höfundur er lífeðlisfræóingur og
starfar í Osló.
KREÐITKORTSF
Nýtt úttektartím,
INN4R-A!
bll hefst
Síðasti greiðsludagur yfir-
standandi uttektartimabils er
2p^M2.
m m
WSBmSm.
Andrews hitablásarar
fyrirgaseðaolíu
eru fáanlegir í fjölmörgum
stærðum og gerðum
,s»
I -;4*l
<2
H /
Algengustu gerðireru nú fyriHiggjandi
Skeljungsbúðin
SíÖumúla33
símar 81722 og 38125