Morgunblaðið - 15.11.1985, Page 20
20
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR15. NÓVEMBER 1985
Náttúruhamfarirnar í Kólumbíu
„Armero ekki lengur m“
Bogota, 14. nóvember. AP.
„ARMERO er ekki lengur til,“ sagði starfsmaður Rauða kross-
ins, Fernando I)uque um ástandið í borginni Armero, sem er
50 km frá eldfjallinu Nevado del Ruiz. Borgin stendur á bökkum
árinnar Langunilla, sem breyttist í eöjuflaum í kjölfar gossins.
Eðjuveggur skall á borgina og lagði hana að mestu í rúst. íbúar
Armero voru 50.000.
Eduardo Alzate, fylkisstjóri
í Tolima, tjáði Belisario Betan-
cur, Kólumbíuforseta, að um
85% af Armero hefði eyðilagst
þegar eðjuflaumurinn skall
með feykikrafti á borginni.
„Kannski hafa 15.000 manns
beðið bana, kannski fleiri,"
sagði Alzate. Artemo Franco,
starfsmaður Rauða krossins,
sagði björgunarmenn óttast að
um 20.000 manns hefðu mætt
örlögum sínum í Armero.
Að sögn yfirvalda hafði
tekizt að bjarga um 10.000
manns í Armero í kvöld. Borgin
er þjónustumiðstöð fyrir kaffi-
ræktarhérað í Andesfjöllunum
og er í um 170 kílómetra norð-
vestur af Bogota. Flest hús eru
einnar hæðar og hæsta bygg-
ingin er kirkja, sem er á við
þriggja hæða hús.
Fernando Rivera, flugmaður
áburðarflugvélar, flaug yfir
svæðið sem verst varð úti og
sagði aðkomuna ófagra. „Þarna
hafa orðið óhemju miklar
hörmungar. Þorpin Santuario,
Carmelo og Pindalito eru undir
aur og margir sveitabæir með-
fram Lagunilla eru horfnir. Ég
sá fólk, sem bjargast hafði með
því að ídifra upp í tré og nokkr-
um hafði tekizt að klifra upp á
húsþök. Þá hafðist hópur fólks
við í kirkjugarði, sem var heill
þar sem sterklegir steinveggir
hans stóðu af sér beljandann.
Þessu fólki verður ekki bjarað
nema úr þyrlum."
ELDFJALLIÐ GREFUR ARMERO
Eldgosiö Í/J
bræddi • .• j . NevadodelRuiz
snjO'nn^ :>^ ^ 5200 m
AP/Símamynd
Björgunarmeitn reyna blástursaðferð á einu af fórnarlömbum eldgossins í Kólumbíu. Óttast er að tugþúsundir
manna hafi farist í náttúruhamförunum.
Fallhæðin á aurskriðunni
hefur verið geysimikil
— segir Þórir Ólafsson sem bjó í Kólumbíu um árabil
„Þetta er strjálbýlt hérað á kólumbískan mælikvaröa," sagði Þórir
Ólafsson hagfræðingur um héraðið Tolima, þar sem borgin Armero stend-
ur. Þórir nam hagfræði við háskólann í Bogota, höfuðborg Kólumbíu
og ferðaðist víða um landið á meðan hann dvaldist þar. í stuttu viðtaii
við Morgunblaðið í gær lýsti hann svæðinu, þar sem náttúruhamfarirnar
áttu sér stað.
Nevado del Ruiz:
Síðasta
stóra gosið
1595
Bogota, 14. nóvember. AP.
ELDFJALLIÐ Nevado del Ruiz
hafði verið óvirkt í heila öld er
það fór að láta á sér kræla í októ-
ber á síðasta ári. Þá hófst lítið
öskugOs og reykur og gas fylltu
loftið. Nær stöðugar hræringar
voru í fjallinu þar til um 24. októb-
er. Þá gerði hlé þar til í morgun,
þegar sprengigosið hófst.
Nevado del Ruiz er keilueld-
fjall ekki ósvipað eldfjallinu
Fuji í Japan. Jökulhetta situr á
tindi þess. Nevado del Ruiz er
nyrsta eldfjall í Andesfjöllum.
Árið 1595 kom stórt gos úr fjall-
inu og það var virkt á 17., 18.
og fyrri hluta 19. aldar. 1916
varð minni háttar gos í fjallinu.
Fjallið byrsti sig næst í október
í fyrra og nokkrir jarðskjálftar
urðu í desember. Upp frá því
hafa að meðaltali orðið 35 jarð-
skjálftar á mánuði í fjallinu.
„Eldfjallið Nevado del Ruiz
(Ruiz-jökull) er um 5200 metra
hátt. Borgin Armero er í um 50
km fjarlægð og stendur miklu
neðar, þannig að fallhæðin á
aurskriðunni hefur verið geysi-
mikil. Ekki langt frá Armero
rennur eitt stærsta fljót Kól-
umbíu, Magdalenafljótið, og
meðfram því eru margir þétt-
býliskjarnar, þannig að skriðan
gæti valdið enn hrikalegra tjóni
en orðið er, ef hún héldi áfram.
Héraðið er mikið landbúnaðar-
hérað og höfuðborg þess, Ibagué,
er þekkt fyrir árlegar landbúnað-
arsýningar sínar, þar sem eink-
um eru sýnd holdanaut. Þar að
auki er þetta mikið kaffiræktar-
hérað eins og héruðin í kring.
Þetta er mjög frjósamt og bú-
sældarlegt hérað og lífsafkoma
fólks þar því tiltölulega góð.
Efst í hlíðum fjallsins búa
indíánar og er hætt við því, að
þeir hafi orðið illa úti í aurskrið-
unni. Neðar býr fólk, sem á
uppruna sinn að rekja til hvítra
landnema og indíana. Það má
segja, að afleiðingarnar hefðu
getað orðið enn skelfilegri, ef
skriðan hefði farið niður hinum
megin, í áttina til borgarinnar
Manizales, sem er fylkishöfuð-
borg með um hálfa millj. íbúa.
Jarðhræringar eru mjög al-
gengar á þessu svæði eins og
annars staðar í Andesfjöllum.
Eldgos eru hins vegar mjög
sjaldgæf þarna. Á meðan ég var
í Bogota, varð maður oft var við
minni háttar jarðhræringar, en
árið eftir að ég fór, varð meiri
háttar jarðskjálfti I Bogota, þar
sem fjöldi fólks beið bana. Aðeins
stutt er síðan mikill jarðskjálfti
lagði borgina Popayán í rúst.
Mesti jarðskjálfti í sögu landins
átti sér þó stað í borg norðarlega
í landinu, sem heitir Cúcuta.
Hann varð um síðustu aldamót.
Þá fórust þúsundir manna.“
Þórir sagði að lokum, að á
meðan hann dvaldist í Kólumbíu,
hefði honum verið kunnugt um
að minnsta kosti tvo íslendinga,
sem bjuggu þar. Annar þeirra
var Magnús Magnússon, efna-
fræðingur og útgerðarmaður,
sem bjó í Buenaventura við
Kyrrahafsströndina. Hinn var
Gestur Stefánsson, verkfræðing-
ur. Hann bjó í Medellín, sem er
ekki langt frá eldfjallinu Nevado
del Ruiz.
Farþegaklef-
inn fylltist
af reyk
BogoU, 14. nóvember. AP.
Flugvél frá kólumbíska flugfélaginu
Avianca var á flugi í 26.000 feta hæð
8(km) í nágrenni eldfjallsins er
farþegaklefinn fylltist af reyk.
‘Við sáum ekki út úr augum og
áttuðum okku ekki á því að við
vorum inni I reykskýi frá eldgosi,"
sagði Fernando Cervera, flug-
stjóri. Flugvélin var á leið til
Bogota en var snúið til Cali.
Farþegarnir voru látnir setja á
sig súrefnisgrimur er reyk lagði
inn í klefann.
í dag var allt flug í nágrenni
eldfjallsins bannað vegna slæms
skyggnis og ösku, sem fyllir and-
rúmsloftið.
Undirbún-
ingurinn
til einskis
— segir almanna-
varnaráðunautur
Kólumbíumanna
Bogota, 14. nóvember. AP.
„GUÐ minn góður. Þetta eru sorgar-
fréttir. Við vorum að reyna aö
undirbúa Kólumbíumenn undir gos
í Nevado del Cruiz, en allt bendir
til þess að þeir hafi ekki verið undir
slíkar hamfarir búnir,“ segir dr.
Darrell Herd þegar hann fregnaði
að eldfjallið í Kólumbíu væri farið
að gjósa.
Hann er næstæðsti maður hjá
þeirri deild innan jarðvísinda-
stofnunar Bandaríkjanna, sem
sér um yfirlit yfir jarðskjálfta og
eldgos.
Herd vann að því með Kólumb-
íumönnum að skipuleggja al-
mannavarnakerfi til að bregðast
við gosi í Nevado del Cruiz. Kvaðst
Herd síðast hafa verið við eld-
fjallið í september til að gera ráð-
stafanir ef til hamfara kæmi.
Herd sagði að eldfjallið hefði
gosið sfðast 11. september. Þá
hefði öskulag sest á næsta um-
hverfi, meðal annars borgirnar
Manizales og Chinchina. Hingað
til hafi aðeins verið um ösku- og
gufugos að ræða og segir Herd
að fjallið hafi udanfarið ár ein-
faldlega verið að ræskja sig, spúa
upp gamalli ösku.