Morgunblaðið - 15.11.1985, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 15.11.1985, Qupperneq 23
Sameinuðu þjóðimar: MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR15. NÓVEMBER1985 23 Erlendur her verði á brott frá Afganistan Sameinuðu þjóðunum, 14. nóvember. AP. ALLSHERJARÞING Sameinuðu þjódanna krafðist þess í gær, aö erlendur her yrði kvaddur á brott frá Afganistan. Var ályktun þess efnis samþykkt með 122 atkvæðum gegn 19. Þetta er sjötta árið í röð, sem slík ályktun er samþykkt, en aldrei fyrr hafa jafnmargir fulltrúar léð kröfunni atkvæði sitt Enda þótt Sovétríkin hafi ekki verið nefnd sérstaklega á nafn í ályktuninni, sagði pakistanski fulltrúinn, Shah Nawaz, sem kynnti tillöguna, að hið mikla fylgi sem hún hlaut í atkvæðagreiðsl- unni, myndi „styrkja stöðu“ Ron- alds Reagans Bandaríkjaforseta á fundi hans með Mikhail Gorbachev leiðtoga Sovétríkjanna í Genf í næstu viku. „Jafnvel hin minnsta fylgis- aukning við ályktunina hefði sýnt og sannað, að almenningsálitinu hefur ekki verið ofboðið, þótt til- lagan hafi verið borin fram og samþykkt sex ár í röð,“ sagði Nawaz. Afganistan er eitt þeirra fimm ófriðarsvæða sem Reagan forseti nefndi í ávarpi sínu hjá Sameinuðu þjóðunum 24. október sl. og kvaðst ætla að færa í tal á fundinum með Gorbachev. Kasparov og nýtt einvígi í Belgrad og Moskvu, 13. nóvember. AP. KASPAROV og Karpov munu tefla nýtt einvígi um heimsmeistaratitilinn í skák í febrúar næstkomandi, að sögn Florenco Campomanesar, for- seta FIDE, alþjóðaskáksambands- ins. Að hans sögn mun einvígið hefjast 10. febrúar og því Ijúka 21. aprfl og hefur mögulegum móts- höldurum víða um heim þegar verið gerð grein fyrir þessu. Fregnir frá Moskvu herma hins vegar að Karpov hafi sagt í viðtali við fréttamann að hann væri ekki búinn að gera upp hug sinn um það, hvort hann notfærði sér möguieika sinn á öðru einvigi um heimsmeistaratitilinn. Kasparov segist vera tilbúinn til þátttöku í öðru einvígi, þótt hann sjái engan tilgang með því. Hann segist ekki efast um að Karpov sé næstbesti Filippseyjar: Forsetakosn- ingum frestað Manila, Filippseyjum, 14. nóvember. AP. FORSETAKOSNINGUM sem fyrir- hugaðar voru 17. janúar næstkom- andi, hefur verið frestað um óákveð- inn tíma. Var það ákveðið á sameig- inlegum fundi stjórnar og stjórnar- andstöðu. Ekki tókst samkomulag um nýja dagsetningu kosningana, en menn eru almennt sammála um að þær verði ekki síðar en í fyrstu viku febrúarmánaðar. Kosningarnar verða bæði um forseta- og varafor- setaembættið í Fillipseyjum, en engin gegnir varaforsetaembætt- inu nú. Karpov tefla febrúar skákmaður í heiminum í dag og þeir muni því að öllu óbreyttu hittast á nýjan leik við skákborðið að ári. Karpov er nú á leið til Lucerne i Sviss, þar sem hann mun taka þátt í alþjóðlegu skákmóti. Hann segir að þó hann sé þreyttur eftir einvígið, telji hann að best sé að komast yfir tapið með þáttöku í skákmóti, í stað þess að loka sig inni og grufla yfir glötuðum tæki- færum í einvíginu við Kasparov. Hann sagði að Kasparov hefði tekið framförum frá fyrra einvígi þeirra, en honum hefði að sama skapi hrakað. Bretland: Kona deyr af matareitrun London, 14. nóvember. AP. ÖLDRUÐ kona lést vegna matar- eitrunar, sem hún fékk er hún borðaði mat sem á boðstólum var um borð í flugvél, sem flutti hana heim úr sumarleyfi í Portúgal. Konan var ein 44 farþega sem fengu matareitrun af neyslu sítrónubúðings, sem fram- reiddur var sem eftirréttur um borð í fjórum flugvélum breska flugfélagsins, British Airtours. Búðingurinn var búinn til m.a. úr eggjum og rjóma, en egg og rjómi eru algengar or- sakir matareitrunar í Portúgal. Breska flugfélagið segir sönn- unargögnin ófullnægjandi og ber þvi við að konan kunni að hafa fengið matareitrunina vegna einhvers sem hún borð- aði áður en hún steig upp í flugvélina. Grænland: Lagasetning bindur endi á kjaradeilur Kaupmannahofn, 14. nóvember. Frá NíIh Jörgen Bniun, fréttaritara Morgunblnósins. DANSKA þjóóþingió mun á morgun afgreiða lög, sem binda endi á kjara- deilur þeirra Dana, sem vinna á vegum hins opinbera í Grænlandi. Þar eiga í hlut kennarar, lögfræðingar og viðskiptafræðingar, vélstjórar og fleirí starfsstéttir. Viðkomandi stéttarfélög hafa farið fram á miklar launahækkan- ir, en lagasetningin hefur í för með sér, að þau verða að gera sér að góðu 6% hækkun og afnám vísitölubindingar launa frá og með næstu áramótum. Er þetta sama hækkun og grænlensk verkalýðs- félög sömdu um nýlega. Þegar lagafrumvarpið var lagt fram á þriðjudag, héldu kennarar mótmælafundi í skólunum í stað þess að sinna kennslu. Stéttarfélög annarra launþega, sem í hlut eiga, hafa lýst yfir á undanförnum dögum, að þau muni ráða félögum sínum frá að þiggja störf á Græn- landi. Astæðuna segja þau hátt vöruverð, háa húsaleigu og háa skattaprósentu. Þetta þrennt geri það m.a. að verkum, að hlutaðeig- andi launþegar séu mun lakar settir en starfsbræður þeirra i Danmörku. OPMUNAR.-HATIO í kvöld, föstudaginn 15. nóvember, kl. 21.30 verður „Neðri deild" Valhallar vígð með viðhöfn eftir stórfelldar breytingar á salarkynnum. („Neðri deildin" hét áður kjallari Valhallar). v; ; " Á þessari opnunarhátíð verða sérstakir gestir þeir HeimdeUingar sem nú prýða framboðslista í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins til borgar- stj órnarkosninga. Sverrir Stormsker, listamaður, flytur frum- samið efni við eigin undirleik. Að sjálfsögðu verður boðið upp á óáfengan kokkteil við opnunina ásamt öðrum léttum veitingum. í kokkteilnum, sem kallaður hefur verið „Bláa Lónið", er m.a. að finna Trópí, Sprite, grenadine og bláan matarlit. Allir ungir sjálfstæðismenn og aðrir velunnarar félagsins eru velkomnir. ■Hbimdallur Iht—j ER EINHVERJUM Sterkbyggðir rafmagnsofnar til notkunar f t.d. skipum, bílskúrum og útihúsum. Stærð 575-1150 W. Geislaofn til notkunar í iðnaðarhúsnæði samhliða almennri upphitun. Stærð 4.5 kw. Flytjanlegur hitablásari með rofab. — stillanlegu loftmagni. Stærð 9 kw. Hitablásari með innb. rofabúnaði fyrir fasta staðsetningu og einnig flytjanlegur. Stærð 3-5 og 9kw. Hitablásari fyrir alhliða notkun án rofabúnaðar, ekki flytjanlegur. Stærð 5-30 kw. „Thermozone" hitablásarar sem hindra kælingu, dragsúg og raka, fyrir ofan dyr eða afgreiðsluop. Vifta til notkunar í iðnað- arhúsnæði sem dreifir heitu lofti niður á við. Stórkostlegur sparnað- ur í upphitun. Orkunotk- un120W. .JTRÖNNING sími 84000

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.