Morgunblaðið - 24.11.1985, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER1985
Upphaf erlendra sam-
skipta í vélsleðaakstri:
Þremur vél-
sleðaeig-
endum boðið
til Banda-
ríkjanna
ÞREMUR félögum úr vélsleda-
klúbbnum Meiði hefur verið boðið
til Bandaríkjanna, til þriggja vikna
dvalar á vegum samtaka vélhjóla-
eigenda í Wisconsinríki. í ráði er
að bjóða aftur hingað til lands félög-
um úr samtökunum vestra, en þetta
munu vera fyrstu samskipti vél-
hjólaeigenda hér á landi og í Banda-
rkjunum á þessu sviði.
Ingólfur Guðlaugsson, sem
unnið hefur að því að koma þess-
um samskiptum á, sagði að þeir
félagar myndu fara utan í byrjun
janúar og dvelja i fjallakofum í
Norðurskógum, en þar hafa
samtök vélhjólaeigenda komið
sér upp vélsleðabrautum, sem eru
um 32 þúsund kílómetrar að
lengd. Sagði Ingólfur að aðstaða
þarna væri öll önnur en íslend-
ingar ættu að venjast enda al-
gengt að fjölskyldur dveldu þarna
í leyfum við vélsleðaakstur.
Ingólfur kvaðst hafa rekist á
auglýsingu í bandarísku vélsleða-
tímariti þar sem leitað var eftir
samskiptum við aðrar þjóðir á
þessu sviði, og hefði það verið
upphafið að því að þessi sam-
skipti íslendinga og Bandaríkja-
manna komust á. Sagði Ingólfur
að unnið væri að víðtækari sam-
vinnu á þessu sviði við samtök
vélsleðaeigenda í öðrum ríkjum
Bandaríkjanna.
INNLENT
Hress hópur skömmu eftir komuna til íslands. CJ. Carlos situr fyrir miðju, Evelyn Ford stendur þriðja frá vinstri. Henni á hægri hönd er einn vinnings-
hafanna, Nick Loizides. Lengst til hægri er Jónatan Garðarsson hjá Steinum hf„ næstur er Carl Collins, einn vinningshafanna, þá blaðamaðurinn Mark
Webster og næstur þriðji vinningshafinn, Chris Doggett. MorgunblaðiS/RAX
„Varð mér útium landakort
til að sjá hvar í sland væri“
Breskir sigurvegarar í spurningakeppni um ísland hér á landi um helgina
„ÞAÐ FYRSTA sem mér dettur í hug er Mezzoforte... heitir hverir og
fiskur... hvað það á alltaf að vera kalt hérna hjá ykkur...“ Hópur frá
Bretlandi kom hingað til lands í fyrrakvöld á vegum Steina hf„ Hollywood
og Flugleiða — og þannig voru svörin við spurningu blaðamanns um hvað
þeim kæmi fyrst í hug þegar ísland væri nefnt.
Þrír sigurvegarar í spurninga-
keppni um ísland í tónlistarritinu
„Blues & Soul“, gestir þeirra,
plötusnúðurinn C.J. Carlos, blaða-
maðurinn Mark Webster frá
„Blues & Soul“ og Evelyn Ford,
einkaritari Steinars Berg, for-
stjóra Steinar Records (UK) Ltd.,
dvelja hér um helgina. Eins og
Morgunblaðið sagði frá á föstu-
daginn gengust Steinar fyrir
spurningakeppni í samvinnu við
Hollywood og Flugleiðir og sigur-
vegararnir þrír hlutu þessa helg-
arferð í vinning. „Dans-helgi á
fslandi" mætti kalla ferðina, en
hugmyndin er fyrst og fremst að
kynna skemmtanalíf borgarinnar
og C.J. Carlos verður einmitt í
diskótekinu í Hollywood um helg-
ina.
Carl Collins, Nick Loizides og
Chris Doggett eru nöfn sigurveg-
aranna þriggja.
„Mér finnst þetta mjög góð
hugmynd hjá íslensku fyrirtækj-
unum — hún gæti orðið til þess
að kynna ísland rækilega á Bret-
landi. Ef ekki væri fyrir þessa
ferð vissi ég ekki hvar ísland
væri í heiminum," sagði einn
þeirra. „Ég verð að viðurkenna
að þegar mér var sagt að ég hefði
hreppt ferð hingað til lands í
vinning varð ég mér úti um landa-
kort til að komast að því hvar
ísland væri í heiminum! Ég vissi
reyndar að það væri einhvers
staðar í norðri," sagði annar. Sá
þriðji sagðist muna eftir íslandi
— „þegar köldu vindarnir fóru að
blása hjá okkur í haust þá sýndi
veðurfræðingurinn okkur ísland
á kortinu ...“
Bretarnir hrifust að sögn af
íslandi og fslendingum þann
stutta tíma sem þeir höfðu dvalið
hér er blaðamaður hitti þá að
máli. Það kom þeim mjög á óvart
hve veðrið var gott við komuna
til fslands — „fjarri því sem
maður hafði gert sér í hugarlund.
Það var eins gott að maður fór
ekki að fata sig upp, byrgja sig
upp af lopapeysum og öðrum
vetrarfatnaði," sagði einn þeirra.
Blaðamaðurinn Mark Webster
sagðist myndu skrifa grein um
ferðina í blað sitt, um skemmt-
analífið í Reykjavík og annað sem
honum fyndist áhugavert auk
þess sem hann myndi eiga viðtal
við meðlimi Mezzoforte — en
Bretarnir töluðu mikið um hve
hljómsveitin væri góð — „frábær-
ir hljóðfæraleikarar, strákarnir,"
sögðu þeir. Þeir töluðu um hve
snyrtilegt hér virtist vera, rólegt
og notalegt. „Ekki sama örtröðin
alls staðar og í London.“
Plötusnúðurinn C.J. Carlos
sagðist hafa heyrt að íslendingar
væru mjög tillitssamir við menn
í sinni starfsstétt og vonaðist eftir
góðum undirtektum. „Ég leik
mest soul- og jazz-músík og vona
að það hljóti góðar undirtektir
hér; óskaðu mér alls hins besta.
Ég vona bara að það verði ekki
baulað á mig... Mér er sagt að
þið fylgist mjög vel með í tónlist-
arheiminum þannig að ég hræðist
ekkert."
Athyglisverð nýjung á Akranesi:
Hannaði tölvustýrða snittvél
til framleiðslu á rörbútum
Akranesi, 22. nóvember.
ÞRÁINN Sigurðsson vélstjórí og kennari við Fjölbrautaskólann á Akra-
nesi hefur hafið framleiðslu á snittuðum rörbútum sem notaðir eru við
pípulagnir. Ekki nóg með það, hann hefur einnig smíðað sjálfur alsjálf-
virka tölvustýrða vél til framleiðslunnar.
Þráinn Sigurðsson við vélina, sem hann hefur hannað.
Ég heimsótti Þráin og fékk að
fylgjast með framleiðslunni og
spyrja hann nokkurra spurninga
um þetta fyrirtæki hans sem
hann nefnir Skertækni.
Hver er aðdragandinn að þessari
framleiðslu þinni?
— Það var nú fyrst og fremst
innflutningurinn á þessari vöru.
Mér fannst ótækt að mikið af
þessum hlutum skuli hafa verið
flutt inn til landsins þegar til-
tölulega auðvelt á að vera að
framleiða þetta hér heima. Það
er nú aðdragandinn að þessu hjá
mér.
Og þú smíðaðir vélina sjálfur.
Hvers vegna?
— Ég kannaði fyrst hvað svona
vélar kostuðu og komst að því
að þær voru óheyrilega dýrar,
þannig að ég ákvað að reyna við
þetta sjálfur. Ég hafði reyndar
aldrei séð vél sem gerir þessa
hluti, svo hún er alfarið mín eigin
hugmynd.
Og hvernig vinnur vélin?
— Ég kaupi 6 m löng rör og
saga þau niður í búta 3 og upp
í 10 cm langa. Til þess verks
nota ég sjálfvirka sög sem ég
keypti tilbúna. Eftir að rörin
hafa verið bútuð, fara bútarnir
í snittvélina sem snittar þá
samtímis í báða enda og skilar
þeim fullunnum frá sér. Vélin
getur framleitt 300 búta á
klukkustund og ég er fullviss um
að ég get annað öllum innan-
landsmarkaðinum fyrir rörbúta.
Tegundirnar, sem framleiddar
eru, eru um 90 talsins en misjafnt
er hve mikil þörf er fyrir einstak-
ar stærðir. Þráinn segir að mest
fari af hálftommunni. Það tekur
tíma að komast á markaðinn en
í dag legg ég mest upp úr því að
treysta hann.
Hvernig hafa viðtökurnar verið?
— Ég þarf ekkert að kvarta í
þeim efnum, þetta tekur allt sinn
tíma en því er ekki að neita að
í byrjun eru kaupmenn dálítið
varkárir. Það hefur verið þannig
á liðnum árum að einstaklingar
hafa verið að framleiða svona
búta í venjulegum snittvélum og
þess vegna eru kaupmenn á varð-
bergi, þar sem þessir menn hafa
ekki getað annað þörfinni þegar
á reyndi. Þráinn selur fram-
leiðsluna eingöngu í verslanir og
hefur sett hana í smekklegar
umbúðir.
Hvernig hefur gengið að fjár-
magna þetta ævintýrí?
—Ég veit nú ekki nákvæmlega
um kostnaðinn en þó er víst að
hann er miklu minni en ef ég
hefði kevpt þær vélar sem mér
buðust. Eg hef notið góðs stuðn-
ings t.d. Iðnlánasjóðs og Iðn-
tæknistofnunar sem hafa verið
mjög jákvæð gagnvart þessu og
sýnt málinu bæði áhuga og skiln-
ing.
Hvernig leggst svo framhaldið í
þig?
—Bara vel. Það er að vísu
nokkuð þungt að komast inn á
markaðinn þar sem öll sala bygg-
ist mikið á auglýsingum og til
þeirra þarf mikið fjármagn ef
vel á að vera. Það eykur kannski
bjartsýni mína að ég get boðið
mjög samkeppnisfært verð.
Þess má að lokum geta að Þrá-
inn hefur orðið var við mikinn
áhuga hjá tæknimenntuðum
mönnum fyrir þessari nýju vél.
M.a. kom Jón Gunnlaugsson vél-
tæknifræðingur forstjóri Iðn-
tækni hf. til mín fyrir skömmu
og sagði að þetta væri með at-
hyglisverðustu nýjungum sem
fram hefðu komið að undan-
förnu. Svona viðbrögð örva mann
mikið og maður fyllist stolti yfir
því að hafa gert eitthvað sem
máli skiptir, sagði Þráinn Sig-
urðsson að lokum. JG