Morgunblaðið - 24.11.1985, Page 9

Morgunblaðið - 24.11.1985, Page 9
3861 H38MaVðH >2 HUOACIÍJVÍWI3 ,GIGAJSWJOHOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER1985 9 HUGVEKJA Hin dýrlega ummyndun — eftir séra HEIMI STEINSSON Réttlœti Guðs felst öðru fremur í því, að hann réttir hlut hinna smáu. Þjóð- félag, sem annars vegargefur athafna- mönnum tœkifœri til að afla verðmæta og hins vegar skilar sömu verðmœtum til þeirra, er minna mega sín, endurspegl- ar Guðs ríki og þar með þá helgun og ummyndun, sem öllum kristnum mönn- um er œtluð um síðir. „Guð, sem staðfestir leyndardóm trúarinnar fyrir dýrlega ummynd- un þíns elskaða sonar Veit af náð þinni, að vér megum verða samarf- ar ríkis hans og hluttakendur í dýrð hans.“ Þessi bænarorð er að finna í Handbók íslenzku kirkjunnar. Þau eru flutt á síðasta sunnudag eftir Þrenningarhátíð. Sá dagur er nú runninn. Þannig kveðjum við kirkjuárið. Guðspjall síðasta sunnudags kirkjuársins greinir frá ummynd- uninni á fjallinu: Kristur birtist í himneskri dýrð, og er hann þó enn þessa heims. Guðspjallið er hríf- andi útlegging á öðrum ummælum Drottins: „Ég er í föðurnum og faðirinn í mér.“ Þeim orðum fylgja enn önnur, er frelsarinn beinir til lærisveinanna: „Verið í mér, þá verð ég í yður.“ Sú ummyndun, sú himneska dýrð, sem frelsarinn opinberar, hún er einnig ætluð þér og mér, þessa heims eigi síður en annars. Þetta er kirkjunni ljóst, og því biður hún með ofanrituðum orðum. Þessi hinn efsti Drottinsdagur er hámark og lokaþáttur, en jafn- framt upphaf nýs lífs: Mönnum er bent á þá dýrð, sem Guð um síðir ætlar öllum þeim er lifa í leyndar- dómi trúarinnar á skaparann, endurlausnarann og andann helga. Bæn kirkjunnar í dag endurómar orð frelsarans á krossinum: „Það er fullkomnað." Guðs ríki er innra með yður En hluttaka í dýrð Drottins á sér aðra mynd. Kirkjan biður einn- ig fyrir börnum sínum, að þau megi verða „samarfar ríkis“ Guðs. Hér er orðfærið nærgöngulla. Við eigum þess von að verða arf- takar Guðs ríkis. Hugtök á borð við „ummyndun" og „dýrð“ eru okkur að jafnaði torráðin. En „Guðs ríki“ ber svo hátt í kenningu Jesú frá Nazaret, að um það gjör- um við okkur gleggri hugmyndir. Allt að einu er einnig það Guðs rflci, sem Jesús boðar, ýmiss konar álitum undirorpið. Það er í senn „í nánd“ og ókomið. Öllum er boðin hlutdeild í því, en engum er það fengið til eignar og ábúðar. í skím- inni tekur Guð sérhvem mann „í ríki síns elskaða sonar“. En jafn- framt erum við án afláts hvött til að leita þessa ríkis. Á yfirstandandi ári urðu sunnu- dagar eftir Þrenningarhátíð 25 talsins. í guðspjalli 25. sunnudags er að finna þau orð, sem hér voru höfð að millifyrirsögn. Þau um- mæli eru hluti lítið eitt lengri ræðu. Þar segir Jesús: „Guðs ríki kemur ekki þannig, að á því beri. Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það; því að Guðs ríki er innra með yður.“ Guðs ríki er þannig leyndardóm- ur engu síður en dýrð Drottins og ummyndun. Það kemur ekki til manna með brauki og bramli. Enginn mun geta bent á það og eignað sjálfum sér eða öðrum ávexti þess. Guðs ríki er með nokkrum hætti falið, „innra með yður“ eða jafnvel mitt á meðal okkar. Það er mér ámóta nákomið og lífið í brjósti mínu ellegar sú hugbót, sem ég hef af innilegustu samskiptum við ástvin eða náunga. En ég sé það ekki og fæ ekki þreif- að á þvi. Tákn Guðs ríkis Eigi að síður er tákn hins leynd- ardómsfulla Guðs ríkis víða að finna í mannheimi. Við, sem í dag biðjum Guð að gjöra okkur erf- ingja ríkisins, eigum þess kost að ígrunda þau tákn og bregða þeim á loft. Sjálfum er okkur raunar ætlað að vera „tákn“ með tilvist okkar einni saman. Kristnir menn eru til þess kallaðir að vera sendi- herrar Guðs ríkis í mannheimi. Tákn Guðs ríkis eru að sínu leyti leyndardómsfull, iðulega hulin að baki andstæðu sinni. Eigi að síður er unnt að nefna nokkur efni, er varða grundvallarafstöðu og innri hneigð, en vitna hið ytra um nær- veru Guðs ríkis og þar með um helgun mannlífsins, ummyndun þess til dýrðar. Þriggja slíkra tákna skal getið. Tilbeiösla Söfnuður trúaðra manna, saman kominn til helgrar þjónustu, hefur verið nefndur „lifandi líkami Krists á jörðu“. Það er ekki of- mælt. Tilbeiðsla er lykill himnarík- is. í tilbeiðslunni ummyndast kristinn söfnuður til dýrðar Guðs. Guðsþjónustan er aflstöð helgunar. Hér skiptir ekki máli, hvar kristnir söfnuðir mæla sér mót eða hvert er atferli þeirra í einstökum greinum. Hugarástand tilbeiðsl- unnar varðar öllu: Þú víkur um set í auðmýkt, iðrun og lofgjörð. Krist- ur kemur í þinn stað, sezt í sæti þitt, leikur hlutverk þitt fyrir þig um stund. Reikul sjálfsmynd þín þokar fyrir algjörri ásjónu hans. Slflct hugarástand er einnig auðræktað í einrúmi. Þú, sem ekki færð fylgt fötum ellegar yfirgefið herbergi þitt, minnstu þess, að Kristur er einnig þar inni hjá þér, þegar þú tilbiður hann. Sama máli gegnir um þig, sem dvelur á heið- um uppi eða á hafi úti. Enda ert 'þú hluti safnaðarins, ef þú hefur hug á þeirri hlutdeild, þótt þú ekki komist til kirkju. Þú ert meðlimur í því samfélagi heilagra, sem spannar himin og jörð. Þetta er ekki nýlunda. Kirkjan hefur á öllum öldum lagt megin- I áherzlu á tilbeiðsluna. Til eru I menn, sem daglega verja nokkrum I klukkustundum í það að tilbiðja Guð. Aðrir endurtaka stutta bæn í hljóði linnulaust frá morgni til kvölds, en sinna öðrum störfum af trúmennsku samtímis. Iðkunin sjálf ræður hér úrslitum. Tilbeiðsla er íþrótt, sem unnt er að ástunda eða afrækja, rétt eins og líkamsæf- ingar. Sá sem æfir íþrótt tilbeiðsl- unnar, lifir í Guðs ríki, ummynd- ast, helgast, meðan iðkunin fer fram. Jafnvægi Guð er einn og óumbreytanlegur. Ríki hans einkennist af jafnvægi. Hvarvetna þar sem jafnvægis gætir á jörðu, hefur tákn Guðs ríkis verið reist. Þetta á við um heimili og einka- líf, en einnig um mannfélagið i heild, stjóm þess og samskipti einstaklinganna. Arfleifð krist- innar þjóðmenningar er lýsandi dæmi um jafnvægi Guðs ríkis. Sú arfleifð er í öndverðu sprottin af orði hins óhaggaða Guðs sjálfs. Síðan hafa menn meðtekið hana í tilbeiðslu öld af öld. Arfleifðin hefur hreinsazt af sviptivindum tízku og skyndiláta, en íklæðzt skrúða hins varanlega. Hér er því um mikinn sjóð að sýsla. Tákn Guðs ríkis stendur mitt á meðal okkar innan stokks og utan, i innileika fjölskyldulífs og félagsþroska þjóðarheildar, en einnig í máli og myndum, tónum og töfrabirtu þeirrar menningar, sem við heitast unnum. Jafnrétti Guð Heilagrar ritningar er rétt- látur. Réttlæti er eitt af táknum Guðs ríkis. I ýmsu tilliti hefur þetta tákn risið hærra um Vesturlönd síðustu aldar en jafnvel nokkru sinni fyrr í sögu kristninnar. Þannig hefur hugtakið Jafnrétti" þróazt á marga vegu og e.tv. aldrei notið betri byrjar er nú. Jafnrétti kynja og landshluta, stétta og starfshópa, jafnrétti í samskiptum þjóða og kynþátta, öll eru þessi efni til aukinnar umræðu. Jafnrétti birtist m.a. í athafna- frelsi, þar sem allir menn fá að njóta hæfileika sinna innan þess ramma, sem lög heimila. Atferli framkvæmdamannsins, sem ávaxtar þjóðarauð, er skilgetið afkvæmi jafnréttis. Hverjum og einum heimilast að freista gæfunn- ar án tillits til ættar og uppruna, stjórnmálaskoðana eða lífsvið- horfa. Hið síðast greinda á þó því að- eins skylt við Guðs ríki, að tryggt sé, að ávöxtur athafnaseminnar skili sér jafnt til allra þjóðfélags- þegna. Þar víkur sögunni á ný til þess jafnvægis, er að framan getur. Tákn Guðs ríkis birtist e.t.v. hvergi S jafn ljóslifandi og í viðleitni stjórn- valda til að efla fullkominn jöfnuð manna á meðal. Réttlæti Guðs felst öðru fremur í því, að hann réttir hlut hinna smáu. Þjóðfélag, sem annars vegar gefur athafnamönnum tækifæri til að afla verðmæta og hins vegar skilar sömu verðmætum til þeirra, er minna mega sín, endurspeglar Guðs ríki og þar með þá helgun og ummyndun, sem öllum kristn- um mönnum er ætluð um síðir. NiÖurlagsorð Þau tákn, sem hér hafa verið gjörð að umtalsefni, eru einungis „tákn“. Guðs ríki er ekki „full- komnað" á jörðu og verður ekki, meðan veröld stendur i núverandi mynd. \ En í síðustu viku kirkjuársins höfum við leyfi til að gleðjast við einmitt þessi „tákn“, — tilbeiðsl- una, sem er svar mannsins við því jafnvægi, er einkennir óhaggaðan Guð, og jafnréttið sem óhjákvæmi- lega sprettur af einlægri tilbeiðslu. Samtímis bíðum við þess í örugg- um huga, að Kristur bindi endi á heimsrásina og stofnsetji ríki sitt að fullu á himni og jörðu, helgi alla menn og ummyndi þá til sinnar dýrðar. SÖLUGENGI VERÐBRÉFA 25. NÓV. 1985 Spariskútoinl, happdiatöslón og rerðbrst Sðlugxgl Avöxturv Dagaf)öidi Ár-ftofckur pr.kr.100 arkrafa tN Inni.d. 1871-1 23.7824K) Innlv ISaöiab. 15.09.85 1972-1 22.556,95 8,60% 60 d. 1972-2 17.859,41 8,60% 290 d. 1973-1 13.091,73 8,60% 290 d. 1973-2 12.500,50 6,60% 60 d. 1974-1 7.833,41 8*0% 290 4 1975-1 8621,48 8,60% 45 d. 1975-2 4.897,37 8,80% 604 1976-1 4.389,03 8.60% 105 4 1976-2 3.644,79 8,60% 604 1977-1 3.136,09 8,60% 120 4 1977-2 2.605,31 Innfv. ( Saöiab. 10.09.85 1978-1 2.126,45 8,60% 120 4 1978-2 1 684.34 Inntv i Seöiab 10.09.85 1978-1 1.464,39 8,80% 90 4 1979-2 1.065,03 Inniv I Saöiab. 15.09.85 190O-1 968,94 8,60% 140 4 1960-2 768,42 Inniv t S«öiab. 25.10.85 1981-1 667,01 8,60% 60 4 1961-2 484,55 8,60% 320 4 1962-1 459,84 8,60% 96 d. 1962-2 332,09 Inniv. i Saölab 1.10.85 1963-1 267,16 8,60% 96 d. 1963-2 168,57 8,60% 336 4 1964-1 163,73 8,60% 1 Ar 66 4 1964-2 154,47 8,60% 1 Ar 285 4 1964-3 149,03 8,60% 1 Ar 347 4 1965-1 133,85 8,60% 2 Ar 454 1975-G 4.034,91 8,60% 84 197641 3.647,02 8.60% 125 4 19784 2.806,56 *80% 1 Ar 5 d. 1977-J 2.493,12 8,60% 1 Ar 126 4 1961-1FL 533,62 8,60% 156 4 1965-1IB 89.31 11,00% 10 Ar, 1 afb. á Arl 1965-2» 92,32 10,00% 5 Ar, 1 afb. A Arl 1966-3» 89,61 10,00% 5 Ar, 1 afb A Ati Veðskuldabrél - reiðtiyggð 2«fb íárl 1 Ar 2Ar 3Ar 4Ar 5 Ar 6 Ar 7Ar 8 Ar 9ér 10 Ar Sðtugangi m.v. mtom. Avöxtunar- Veðskuldabiéí - óftiðtiyggð 1 Ar 2Ar 3Ar 4 Ar 5Ar 8ðlugonglm.v. K]axobiéí Qvngl pr. 22f11 - 1X0 Söiuvwd 6.700 67.000 Eigendui íjármagns, eftirspyrjendur íjármagns! Við getum aðstoðað þig, hvort sem þú ert að leita eftir góðri ávöxtun á spariíé þínu - eða þú ert í fjármagnsleit. Við bjóðum upp á „klceðskerasaumaðar" lausnir sem henta óskum þínum. Veróbréfamarkaðu r Fjárfestingarfélagsins Hafnarstræti 7, 28566 Stofnaðili að Verðbréfaþingi Islands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.