Morgunblaðið - 24.11.1985, Síða 26

Morgunblaðið - 24.11.1985, Síða 26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER1985 26 — í mestu náttúruhamförum aldarinnar SPRENGIGOS í eldfjallinu Nevado del Ruiz hleypti af staö aurskriðum, sem flæddu yfir dali og byggðarlög með þeim afleiðingum að tæplega 25.000 manns fórust, þúsundir manna slösuðust og um 60.000 manns misstu heimili sín. Nevado del Ruiz hafði lítið látið á sér kræla í rúma öld þegar jarðskjálftar og smávægileg útbrot hófust í september 1984. Þá hófu eldfjallafræðingar að reikna út hvað myndi gerast ef til sprengigoss kæmi. Þeir höfðu kortlagt væntanlegan farveg aurskriðanna, en brottflutningur fólks af svæðinu hafði ekki verið skipulagður að neinu marki. Til þess gaus eldfjallið of snemma. Afstööumyndin sýnir eldfjallið og Amero, sem verst varö úti í gosinu. Bogota er höfuðborg Kólumbíu. Úr iðrum jarðar í skjóli myrkurs Klukkan var ellefu að kvöldi miðvikudagsins tólfta nóvember og flestir íbúar borgarinnar Ar- mero voru í fastasvefni þegar nátt- úruhamfarirnar hófust og varnar- leysi þeirra því meira en ella. Eldi og eimyrju tók að rigna yfir bæinn. Fljótið Lagunilla flæddi yfir bakka sína og tveggja metra háar auröld- ur flæddu eftir götunum og færðu allt í kaf. Mörghundruð borgar- búar þyrptust út á götur og reyndu að forða sér. Sumir fóru upp á hæðir og hóla yfir borði flóðöld- unnar, aðrir klifruðu upp í tré, en flestir þvældust hverjir fyrir öðr- um, misstu fótanna í flaumnum og lifðu ekki til frásagnar. Síðdegis sama dag tók aska að falla niður á borgina Armero og reykjarmökk lagði frá snævi þökt- um tindi Nevado del Ruiz. Nokkrir forsjálir íbúar forðuðu sér á braut, en allflestir vildu íbúarnir ekki yfirgefa heimili sín og akra. í út- varpinu sagði að engin ástæða væri til að óttast og margir litu ekki einu sinni upp frá vinnu sinni til fjallsins: Þarna hafði það alltaf verið nákvæmlega eins og fljótið og trén, þótt fjallið ræskti sig af ogtil. Er kvölda tók ágerðist öskufall- ið, en í útvarpinu sagði enn að engin ástæða væri til að örvænta. Og það héldu allir þar til hörmung- arnar dundu yfir. Fyrirhyggjuleysi stjórnvalda? En eftir á spurðu sig margir hvort unnt hefði verið að sjá gosið fyrir. Sérfræðingar, bæði innan Kólombíu og utan, tóku stjórnvöld á beinið fyrir fyrirhyggjuleysi. Rafael Goberna, forstöðumaður jarðeðlisfræðistofnunarinnar í Bogota, höfðuborg Kólombíu, sagði að yfirvöld hefðu verið vöruð við hinni yfirvofandi hættu og þeim ráðlagt að flytja fólk burt af hættusvæðinu þegar í september. En engar áætlanir um almanna- varnir voru lagðar fram og ef til vill má rekja það til þess að Belis- ario Betancur, forseti, var önnum kafinn við að leysa úr borgara- styrjöld og efnahagsvandamálum. Erfiðara er að útskýra aðgerðar- leysi héraðsstjórnarinnar í Ar- mero-dal. í sumar var áætlað að um 1,6 milljónir rúmmetra af vatni hefðu safnast saman fyrir aftan hinn náttúrulega varnar- garð, sem kom í veg fyrir að Lag- unilla flæddi niður hlíðar Nevado del Ruiz og yfir Armerodal. Jarð- hitinn í eldfj allinu gerði að verkum að íshettan á því bráðnaði og vatn- ið safnaðist það ört fyrir að emb- ættismenn í Armero kvöddu flokk vísindamanna til staðarins. Vís- indamennirnir ráðlögðu yfirvöld- um að grafa farveg til bráðabirgða og hleypa 1,2 milljónum rúmmetra af vatni úr uppistöðulóninu til að hindra að stíflan brysti. Þeir teikn- uðu bráðabirgðafarveginn meira að segja upp. En framkvæmdir hófust aldrei og borgarstjóri To- lima, Eduardo Alzate Garcia, sagði að þeir, sem byggju á bökkum Lagunilla, væru ekki í bráðri hættu. Aðrir sérfræðingar halda hins vegar fram að tímaskortur, en ekki viljaleysi, hafi staðið öllum viðbúnaði fyrir þrifum. Darrell Herd, bandarískur eldfjallafræð- ingur, segir að Betancur hafi sett á fót þrjár sérstakar sveitir til að fylgjast með eldfjallinu, þegar jarðhræringarnar hófust í des- ember 1984. Þessar sveitir höfðu það verkefni með höndum að koma upplýsingum til íbúa og skipu- leggja almannavarnir, ef til eld- goss kæmi. Vísindamenn frá Bandaríkjunum, Costa Rica og Ekvador settu upp jarðskjálfta- mæla og hjálpuðu kólombískum embættismönnum við að teikna kort af væntanlegum farvegi aur- skriðu og merkja inn þau svæði, sem verst yrðu úti. „Borgarstjóri Armero hafði miklar áhyggjur og óttaðist afleiðingar aurskriðu í borginni," segir Herd og bætir við að því miður hafi ekki gefist tími Leitarmaður reynir aö bjarga deyjandi konu. til að fullgera björgunaráætlanir. Það er grátlegt að tími reyndist of naumur, umheimurinn brást fljótt við þegar neyðin skall á í Kólombíu. Reagan, Bandaríkjafor- seti, sendi samúðarkveðjur og til- kynnt var í höfuðstöðvum Rauða krossins í Genf að tólf ríki hefðu látið vistir og hjálpartæki að andvirði 40 milljóna króna af hendi rakna. Þar kenndi reyndar ýmissa grasa. Drjúgar birgðir bár- ust af háhæluðum skóm og feiknin öll af franska hollustuvatninu Perrier. Torsótt björgunarstarf Menn ruku upp til handa og fóta til bjargar um allan heim, þegar fréttist af gosinu. En þrátt fyrir mikinn viðbúnað gekk björgunar- starfið hægt og bítandi. Aurskrið- urnar sópuðu burt vegum og brúm og erfitt var að flytja bæði björg- unarsveitir og birgðir til Armero. Ekki bætti veðrið úr skák. Allt lagðist á eitt, steypiregn, hávaða- rok og öskufall, til þess að kólomb- ískar þyrlur komust ekki til Ar- mero fyrr en síðdegis á fimmtu- degi. Bandaríkjamenn gátu fyrst flogið til að flytja burt slasaða á föstudegi, tveimur dögum eftir gosið. Fram að því notuðust björg- unarmenn við níu litlar þyrlur, sem aðeins gátu flutt örfáa slasaða hver, til að fljúga til og frá Ar- mero. En björgunarsveitirnar stóðu sig hetjulega, þrátt fyrir þröngan tækjakost, og björguðu mörghundruð manns frá dauða. En eftir því sem tókst að bjarga Reykur stígur upp trá tindi Nevado del Ruiz.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.