Morgunblaðið - 24.11.1985, Page 30

Morgunblaðið - 24.11.1985, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER1985 Vængjatak himbrimans Bókmenntir Sveinbjörn I Baldvinsson Jóhann Hjálmarsson: Ákvörðunarstaður myrkrið Ljóð, 65 bls. Almenna bókaféiagið — Ljóða- klúbbur Ákvörðunarstaður myrkrið er fyrsta ljóðabók Jóhanns Hjálm- arssonar síðan 1978. Sú staðreynd ein, að eitt af helstu skáldum okkar tekur til máls á ný eftir svo langa þögn, gefur þessari nýju bók mikið gildi. Það er reyndar athyglisvert að rifja upp feril Jóhanns í þessu sambandi. Hann sendi frá sér fyrstu ljóða- bók sína, „Aungull í tímann“, árið 1956, þá aðeins sautján ára gamall og vakti sú bók mikla athygli. Á árunum þar á eftir komu út þrjár bækur til viðbótar, en síðan varð fyrsta hléið á ljóðabókaútgáfu Jó- hanns. Það stóð frá 1961 til 1965, en það ár kom út bókin „Mig hefur dreymt þetta áður“ og svo „Ný lauf, nýtt myrkur* tveimur árum síðar. Svo liðu sex ár, en með bókinni „Athvarf í himingeimnum“ árið 1973, hófst nýtt og merkilegt tíma- bil í ljóðagerð Jóhanns, tímabil hins svonefnda „opna“ ljóðs. f bók- um sínum næstu árin gerði Jóhann Jóbann Hjálmarsson Hjálmarsson reyndar hljóðláta byltingu i ljóðríki fslands. Og eins og vera ber olli hún umtali og deildum. Að mínum dómi eru hinar „opnu“ ljóðbækur Jóhanns með því merkasta sem gerst hefur í íslenskri Ijóðlist á þessari öld. Þetta skeið í ljóðagerð Jóhanns náði verðugu hámarki i bókinni „Frá Umsvölum", þar sem hvers- dagslegur veruleiki tekur á sig ljóðrænar og djúpristar myndir og skýtur listrænum öngum í margar áttir. Svo kom bókin „Lífið er skáldlegt" og bætti satt að segja ekki mjög miklu við. En síðan hófst sjö ára þögn ljóðbyltingarmanns- ins. Sú þögn hefur nú verið rofin. „Ákvörðunarstaður myrkrið" er ekki „opin“ ljóðabók. öðru nær. Miðað við síðustu bækur Jóhanns er hún mjög myrk. Ekki aðeins í þeim skilningi að Ijóðin séu tor- ráðnari, heldur er bókin hreinlega full af myrkri. Titilljóðið, sem jafnframt er fyrsta ljóð bókarinn- ar, gefur tóninn. f því eru þessar línur: Veturinn er miskunnsamur því *A hann sýnir okkur hvert forinni er heitið. Frá iongunum okkar og skyldum frelsumst við hér. Stirðnuð jörðin opnust inn í dýpra myrkur. í þessu ljóðbroti er fjallað um dauðann, hið endanlega myrkur, hinn endanlega ákvörðunarstað. Dauðinn er nánast alltaf nálægur í þessari nýju bók. Manni finnst reyndar kannski nóg um á köflum. En framhjá því verður ekki litið að víða er eftirminnilega að orði komist. Það er líka svo að það er ekki alltaf þægilegt að lesa ljóð sem máli skipta. Dauðinn er auð- vitað nálægur okkur öllum. Alltaf. Og það er hollt að gera sér grein lestu þessa... C-VIMIN er C-vítamín í sykurlausum freyöitöflum sem þú kaupir meö appelsínu- eða sítrónubragði. Sláöu tvær... og fáðu þér ferskan svalandi drykk í fyrramáliö. -þú leysir bara eina C-VIMIN töflu í ísköldu vatni og færö eitt gramm af C-vítamíni, - ekkert mál! AFUTEKINU fyrir því, þótt það sé ekki notalegt. Umfjöllunin um nálægð dauðans rís hvað hæst í ljóðinu „Er dauðinn eina leiðin burt?“ en nafn þess er sótt til mexíkanska skáldsins Oct- avio Paz. í því segir m.a.: Er dauðinn eina leiðin burt? Sagan ber svip dauðans og allt það sem metir augum okkar, allt sem við snertum er dauðans. f vörðunni býr dauðinn og í dys orðanna. Vcngjatak himbrimans langt uppi á heiði segir okkur eitthvað um dauöann. Það sem öllu máli skiptir í skáld- skap, er einlægni. Það er vissulega hægt að skrifa margar bækur án þess að vera einlægur, en slíkar bækur eru ekki góðar. Þær eru hjartalausir kroppar. Jóhann Hjálmarsson hefur aldrei skort einlægni í ljóðum sínum. Það reyndi mest á það í „opnu“ bókun- um og hann brást ekki. „Ákvörðun- arstaður myrkrið" er lika einlæg bók. Hún er myrk og fremur dap- urleg en hún er fyllilega þess verð að rjúfa langa þögn. Þessi þögn var ugglaust nauð- synleg. Það var ljóst að erfitt var að komast lengra með „opna“ ljóð- formið en í „Frá Umsvölum“ og nú er hafinn nýr kafli í ljóðagerð Jóhanns. Ekki er að efa að hann verður mikilvægur líkt og hinir fyrri. Islenska hljómsveitin Tónlist Jón Ásgeirsson Tónleikar íslensku hljómsveit- arinnar voru helgaðir konum í islensku tónlistarlífi og hófust tónleikarnir á þremur sönglögum eftir Jórunni Viðar, sem flutt voru af Anders Josephsson og önnu Guðnýju Guðmundsdóttur. Lögin sem Josephsson söng voru klassík Jórunnar, Karl sat undir kletti og Til minningar um mis- heppnaðan tónsnilling og auk þess lag, sem undirritaður hefur ekki fyrr heyrt, en það er Mamma ætlar að sofna, ágæt tónsmíð. Anders Josephsson söng lögin ágætlega vel og með mjög skýrum framburði textans. Fyrsta framlag hljómsveitarinn- ar voru fimm lög fyrir kammer- sveit, eftir Karólínu Eiríksdótt- ur. Lög þessi eru öll nær þvi einrödduð í gerð og þar sem samleikur hljóðfæra kom fyrir, var það að mestu kyrrstæð liggj- andi hljóman. Það var hins vegar mjög skemmtilegt að heyra hversu svo einföld hljóman kom vel út í yfirhljómandi kirkjunni, auk þess sem verkið var vel leikið undir stjorn Jean-Pierre Jac- quillat. Anders Josephsson söng síðan einsöng í verki Mistar Þorkelsdóttur, Davið 116. Það er töluverð músík og íhugun í tón- list Mistar og á köflum töluverð reisn, sem Josephsson lagði mikla áherslu á í vönduðum söng sinum. Tónleikunum lauk með Anna Guðný Guðmundsdóttir Píanókonsert eftir Mozart og lék Anna Guðný einleikinn. Endur- óman Langholtskirkju gerir erf- itt að hlusta á hljóðfæratónlist, einkum ef tónlistin er hröð og leikin á hljómsterk hljóðfæri, eins og píanó og blásturshljóð- færi. Þessa gætti nokkuð, bæði í sönglögum Jórunnar Viðar og í Mozart-konsertinum. Anna Guðný er góður píanóleikari og nýtur skýr og lifandi ásláttur hennar sín mjög vel i glitofnum tónvef Mozarts. Hljómsveitin var ekki eins samstæð í flutningi píanókonsertsins og í fyrri verk- unum, þrátt fyrir ágæta og lif- andi stjórn Jean-Pierre Jacquill- at. Flautukvartett Tónlíst Jón Ásgeirsson SÍÐUSTU tónleikarnir að Gerðubergi voru mjög sérstæðir og satt best að segja var undirrit- aður ekki viss um að mögulegt væri að uppfæra heila tónleika, aðeins með fjórum flautum, svo að vel færi. Raunin varð þó önnur, því þessir tónleikar voru, fyrir utan góðan flutning, skemmtilegir og músikalskt uppbyggilegir. Tónleikarnir hóf- ust á stuttum „Caccia" þætti eftir Telemann. Þetta skemmtilega veiðilag hefst á sveitalýsingu „pastorale" og lýkur væntanlega á veiðiferð með yfirskriftinni „Vivace". Viðamesta verkið á efnisskránni var sá frægi flau'tu- kvartett op. 103, eftir Kuhlau, sem réðst sem flautuleikari til Kaupmannahafnar og varð síðar einn af aðaltónsmiðum Dana. Ástæðan mun hafa verið hræðsla Kuhlau við að verða kvaddur í herinn, svo að Danmörk hefur snemma verið gott skjól þeim er ekki vildu taka þátt 1 stríðsleikj- um. Hvað um það. Flautukvart- ett Kuhlau er gott verk, í raun sinfóniskt að gerð og var mjög vel leikið. Tvö síðustu verkin, frönsk verk, þar sem viðhaldið er þeirri hefð Couperin mikla, að búa til stutt smellin og leik- túlkandi tónverk. Fyrra verkið er eftir Berthomieu og á að lýsa nokkrum kattategundum og það seinna er eftir Bozza og er nefnt í efnisskrá Sumardagur til fjalla. Það var létt yfir fönsku lögunum og þar var leikið með ýmislegt fallegt fyrir flautur. Þeir sem skipa kvartettinn eru Bernhard Wilkinson, Guðrún Birgisdóttir, Kolbeinn Bjarnason og Martial Nardeau, allt frábærir flautu- leikarar. Samspilið var mjög gott og þó einstaka sinnum mætti greina persónulegan tónblæ flytjenda, var samhljómurinn einstaklega fallegur. í heild voru þetta skemmtilegir tónleikar, ef til vill einnig vegna þess að samleikur á fjórar flautur er töluvert nýnæmi fyrir hljóm- leikagesti og þá ekki siður að til er góð tónlist fyrir þessa hljóð- færaskipan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.