Morgunblaðið - 24.11.1985, Síða 32
Þrír norskir hjúkrunarfræðingar í störfum á Borgarspítalanum:
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER1985
Ahöld illa nýtt, pantað og keypt án tillits til hvað til er fyrir, sjaldnast spurt hvað hlutirnir kosta
Morgunblaðið/Fridþjófur
Hjúkrunarfræðingarnir á
heimili sínu í Reykjavík,
talið frá vinstri: Astrid,
Bente og Anna Greta.
„Útlendingahersveitin bara öll
mætt,“ sögðu tveir læknanemar
glettnislega, er blaðamaður tróð
sér inn í starfsmannalyftu á
Borgarspítalanum ásamt norsku
hjúkrunarkonunum þremur, en
ferðinni var heitið á efri hæðir í
leit að aðsetri til viðtals.
Hjúkrunarkonurnar eru Anna
Greta Blaa, Astrid M. Borgen og
Bente I. Tettum. Tvær þeirra eru
frá nágrannabæjum Oslóarborgar
en Anna Greta frá Fredrikstad.
Þær hafa starfað á
Borgarspítalanum í átta mánuði,
tvær þeirra verða fram í
marzmánuð á næsta ári, en Anna
Greta hættir um næstu
mánaðamót, þar sem hún treystir
sér ekki til að vera í heilt ár, eins
og hún ætlaði sér. Ástæðan?
„Launin, ég hef ekki efni á þessu
lengur," sagði hún.
Sýnum litla samstöðu,
látum vita af þessu
í Noregi.
Það lá fyrst fyrir að spyrja
hvernig á veru þeirra hérlendis
stæði. Þær sögðu að auglýst hefði
verið í norskum
hjúkrunartímaritum eftir
hjúkrunarfólki til starfa á íslandi
og ástæðan sögð skortur á
hjúkrunarfólki. „Við byrjuðum á
að spyrjast fyrir um laun og þegar
við fengum svörin datt okkur ekki
annað í hug, en að þarna væri
einhver tölvan að gera okkur
grikk," og þær skellihlógu við
tilhugsunina. „Við trúðum því
hreint ekki að launin væru svona
lág og það er líklega ástæðan fyrir
því að við komum hingað á
endanum. Við biðum áfram réttra
upplýsinga um launin og
Viðtal/ Fríða Proppé
Ef marka má orðtakið, að glöggt sé gests augað, þá er enginn skortur
á hjúkrunarfólki á íslandi, en laun þess eru hreint hlægilega lág og því
fæst hjúkrunarfólk ekki til starfa í fagi sínu. Vinnuálag á starfsfólki
sjúkrahúsanna er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Þá er lítil
forsjá í meðferð fjármuna á íslenskum sjúkrahúsum. Sjaldnast er spurt
hvað hlutirnir kosta, áhöld eru illa nýtt og yfirleitt er keypt og pantað
án nokkurs tillits til hvað til er fyrir. Þetta kemur fram í viðtali við
þrjár norskar hjúkrunarkonur, sem starfað hafa á Borgarspítalanum í
Reykjavík undanfarna átta mánuði og er viðmiðun þeirra norsk
sjúkrahús. Þær sjá einnig ýmislegt hérlendis sem þær telja að fari betur
en í þeirra heimalandi og telja þar fyrst til óþvingaðra viðmót fólks á
íslenskum sjúkrahúsum, jafnt starfsfólks og sjúklinga, ennfremur sé
„stress“ minna hérlendis.
öryggisástæðum. Hérna erum við
með margar aukavaktir inni í
þessum útreikningum," sagði
Anna Greta. Hún sagði ennfremur:
„Við erum sem sagt búnar að
komast að því, að á fslandi er alls
enginn skortur á hjúkrunarfólki.
Það vill bara enginn vinna fulla
vinnu á þessu kaupi. Mjög margt
hjúkrunarfólk vinnur til dæmis í
hlutavinnu hér á spítalanum og
tekur síðan aukavaktir. Með því
vinnur það kannski miklu meira
en fulla vinnu, en þannig er hægt
að ná hærri launum. Við sýnum
áreiðanlega litla samstöðu með
íslenskum stéttarsystrum og
bræðrum með því að koma hingað
í vinnu, því launin verða varla
hækkuð á meðan hægt er að fá
aðkomufólk til að leysa vandann."
Þær stöllur sögðust mundu
upplýsa þetta mál í sínu
stéttarfélagi í Noregi, þegar heim
kæmi.
Fá aðeins heimþrá
á útborgunardögum.
Laun hjúkrunarfólks í Noregi
sögðu þær aðspurðar vera góð
miðað við það sem almennt gerðist
og að þau hefðu hækkað
umtalsvert á síðustu tíu árum, en
það byggðist fyrst og fremst á
þeirri staðreynd, að hjúkrunarfólk
hefði mjög sterk
hagsmunasamtök. Ábyrgð
hjúkrunarfólks virtist þeim enda
meiri í Noregi, t.d. væri stjórnun
hverrar spítaladeildar alfarið í
höndum hjúkrunardeildarstjóra
og sæi hjúkrunarfólk ætíð um
inntöku og skráningu nýrra
sjúklinga.
— En þarf þá ekki meira til
hnífs og skeiðar í Noregi en hér á
íslandi? Getur skýringa verið að
leita í því?
„Nei, ef eitthvað er þá má gera
betri kaup á matvælum í Noregi,
þá á ég við í stórmörkuðum. Hvað
varðar fatnað og aðrar nauðsynjar
ævintýraþráin, löngunin að
kynnast einhverju nýju og nýju
fólki náði tökum á okkur. Þess
vegna komum við, þó svo í ljós
kæmi að launin væru engin
tölvuvitleysa." Þær stöllur lögðu á
borðið útreikninga, sem sýndu
fram á, að þrátt fyrir að fullt tillit
sé tekið til skattagreiðslna, eru
laun hjúkrunarfólks í Noregi
tvöföld á við launin hér á íslandi
- og þar að auki er vinnan mun
meiri hérlendis, sögðu þær. „í
Noregi er það brot á lögum að
vinna meira en 36 til 38
klukkustundir á viku og er það
fyrst og fremst af
Á Borgarspítalanum
Bente lengst til vinstri starfar á
lyfjadeild, Astrid á skurðdeild
og Anna Greta, lengst til hægri
á hjartadeild.
MorKunblaðiö/Árni Sæberjf
Lítil forsjá í meðferð
fjármuna, þó allir
kvarti yfir peningaleysi