Morgunblaðið - 24.11.1985, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER1985
33
I
þá er sumt dýrara þar en sumt
hér, en húsnæði, símakostnaður
og því um líkt er mjög svipað,"
svaraði Astrid.
Þeim stöllum var tíðrætt um
vinnuálag íslendinga og sögðust
þær varla skilja hvernig fólk
kæmist af og héldi því góða
lunderni, sem þær sögðu einkenna
viðmót fólks á íslenskum spítölum.
„Þetta er ekkert annað en vinna
og aftur vinna. Starfsfólkið hérna
er samt furðulega afslappað og það
er miklu meira stress á norskum
spítölum. Einu skiptin sem ég fæ
heimþrá er á útborgunardögum.
Það hlýtur að vera niðurdrepandi
og lítið hvetjandi að búa við þessi
lélegu kjör. Ég held að fólki leggi
sig ekki eins fram og þegar það
býr við eðlileg kjör. Þá er ekki
hægt að gera neinar áætlanir eða
safna fyrir neinu. Þetta snýst helst
upp í einhverja vitleysu. Við förum
kannski út að borða eða skemmta
okkur á útborgunardegi, þegar við
sjáum ekkert út úr því hvernig við
eigum að lifa fram á næsta
útborgunardag." sagði Bente.
— En gætu lág laun falist í
„Vandinn er ekki
skortur á
hjúkrunarfólld
heldur hlægilega
lág laun, þannig aö
þaö fæst ekki tíl
starfa“
þeirri staðreynd að hjúkrunarfólk
er að stærstum hluta kvenfólk,
eins og haldið hefur verið fram?
Þær sögðu það ekki afsaka
mismuninn á laununum hér og í
Noregi, því þar væru konur einnig
í miklum meirihluta. Þó svo
karlmenn séu fjölmennari þar í
hjúkrunarstétt þá sé skýringin
einfaldlega sú að norskt þjóðfélag
er stærra en íslenskt.
Allt pantað og keypt
án tillits til
hvað til er fyrir.
Við ræddum rekstur sjúkrahúsa
í Noregi, eins og þær þekkja til,
og hér á íslandi. Þær sögðu m.a.,
að eitt vekti sérstaka athygli
þeirra, en það væri fjármálahliðin.
Það væri furðulegt að horfa upp á
ýmsa þætti í rekstrinum á sama
tíma og allir væru sí og æ að
kvarta yfir peningaleysi og slæmri
efnahagsstöðu íslensks þjóðfélags.
Hérna virtust samt fæstir huga
að kostnaðarþættinum. Ef læknir
segði til dæmis að nota ætti
smyrsli ákveðinnar tegundar væri
það pantað og keypt, þó svo sams
konar smyrsli væri til annarrar
tegundar. Hið sama væri að segja
um lyf og velflest virtist þeim
einnotað, þ.e. hent eftir eina
notkun. Astrid sagði reyndar, að
hún minntist þess að ástandið
hefði verið svipað í Noregi þegar
hún hóf störf sem hjúkrunarkona
árið 1979, en í dag væru þar allir
mjög vel upplýstir um
kostnaðarhliðina og verðskrár
lægju alls staðar frammi, enda
fylgdust þeir sem rækju
spítaladeildir með
kostnaðarhliðinni frá degi til dags.
„Okkur er gert að skyldu heima
að velja ódýrustu leið í pöntunum
og innkaupum, án þess þó að það
komi niður á gæðum,“ sagði hún
„en hérna virðist þetta mjög lítið
tekið inn í dæmið, þó svo verðskrár
lyfja liggi frammi." Þær nefndu
ennfremur sem dæmi, að
hjúkrunarfólki í Noregi hefði fyrir
nokkru verið gerð grein fyrir því
hvað það kostar að skipta um og
þvo rúmfatnað af einu sjúkrarúmi.
Þetta hefðu verið gifurlega háar
tölur og í framhaldi af því verið
gætt meiri hagsýni í umbúnaði.
Hérlendis mætti áreiðanlega
einnig spara hvað þetta varðar.
Mjög mismunandi væri eftir
sjúklingum og sjúkdómi hvers og
eins hversu oft þyrfti að skipta um
rúmfatnað. Þær tóku skýrt fram,
að það sem þeim fyndist á skorta
hérlendis miðað við í Noregi væri
alls ekki íslensku hjúkrunarfólki
að kenna, heldur þeim sem ábyrgð
bera á fjármálalegu hlið
rekstrarins.
Þolinmæði starfsfólks
og umburdarlyndi
sjúklinga einstakt
— En vistin á íslandi að öðru
leyti? Þær voru sammála um, að
ævintýraþránni hefði verið svalað
og þær færu heim betur að sér um
margt. Sérstaklega líkaði þeim vel
kynnin við Islendinga. „Það er
hreint og beint ótrúlegt hversu
okkur er sýnd mikil þolinmæði og
umburðarlyndið er einstakt," sagði
ein þeirra. „Ég er viss um að
íslendingur hefði ekki fengið sömu
móttökur í Noregi. Stressið er þar
miklu meira og allt ópersónulegra.
Þá eru alltaf allir reiðubúnir að
gera sitt besta og koma til móts
við okkur og ég man eftir einum
sjúklingi sem ég fór með bakka til
og reyndi og útskýrði fyrir honum,
á minni íslensku, að bakkann setti
ég á borðið til nota, ef hann þyrfti
að kasta upp. Hann hefur líklega
ekki skilið nógu vel íslenskuna
mína og haldið að ég væri að biðja
hann að kasta upp, liklega til að
fá sýnishorn. Hann gerði sér lítið
fyrir, tróð fingrum lengst niður í
kok og sýnishorn hefði ég getað
fengið, ef það hefði verið ætlunin,"
sagði Anna Greta.
Aökomufólk getur
seint komið algjörlega
í staö ykkar fólks
Astrid og Bente sögðu í
framhaldi af sögu önnu, að þeim
hefði reynst mjög erfitt að læra
íslenskuna. „Beygingarnar
þvælast alltaf fyrir mér,“ sagði
Bente. „Helgi verður til dæmis að
kvenmanni, þ.e. Helga, ef á að
sækja hann eða fara með hann og
þetta hefur stundum ruglað mig
kyrfilega í ríminu. Astrid sagðist
hafa lagt sig virkilega fram um
að læra íslenskuna, en
atburðurinn, sem hún segir hér
frá á eftir, hefði orðið til þess að
hún væri orðin svo til vonlaus um
að ná betri árangri: „Ég var að
sinna sjúklingi, alúðiegri konu, og
lagði mig virkilega fram um að
tala mína beztu íslenzku. Þegar ég
kvaddi hana sagði hún hrifin: /
„Veistu, ég hefði aldrei trúað því
að norska og íslenska væru svona
lík. Ég skyldi bara hérumbil allt
sem þú sagðir." og ég sem hafði
verið að tala íslensku allan
tímann." Þær sögðu þessa
málaerfiðleika hafa gert þeim
erfiðara fyrir en ella að sinna þeim
þætti hjúkrunar sem snýr að
fræðslu, en mikið væri nú lagt upp
úr því að upplýsa sjúklinga vel um
allt sem lyti að sjúkdómum,
meðferð og hjúkrun. Því væri enn
mikilvægara fyrir íslensk
heilbrigðisyfirvöld að fá sitt eigið
fólk til starfa, aðkomufólk gæti
seint komið algjörlega í þess stað.
Auk þessa hafa þær stöllur
kynnst landi og þjóð nokkuð.
Sögðust þær hafa átt mjög gott
sumarfrí - í frábæru veðri - og
ferðast norður á land, til
Vestmannaeyja og víðar og höfðu
á orði að heimsókn á Þingvöll hefði
gefið þeim eitthvað að segja frá
heima. Sundlaugarnar á
höfuðborgarsvæðinu sögðu þær
stórkostlegar og skemmtanalif
ágætt. Aðspurðar, hvort þær gætu
hugsað sér að koma á ný, þó síðar
verði, sögðu þær íslandsferð
vissulega koma til greina. „En
aðeins þá sem ferðamenn, ekki til
að vinna," sagði ein þeirra, „nema
launin hækki verulega", og hinar
tóku undir.
I'
■MHHMMPi
mmm
í dag, sunnudag, verðum við með sérstaka fiskhátíð frá kl. 13-18
í Vörumarkaðnum, Eiðistorgi 11, Seltjamamesi. í átján
metra (18 m) löngu kæliborði bjóðum við upp á meira af
ferskum fiski en þú hefur séð áður - og tilbúnum fiskréttum.
Með nútímalegum matreiðsluaðferðum er fiskmeti aftur að
verða sjálfsagður og vinsæll heimilismatur. Komdu og
kynntu þér fiskborðið okkar, góðan og ferskan fisk
og létta rétti, tilbúna í ofninn eða a pönnuna.
s
KS VÖRUMARKAÐURINN
iiu!i EIDISTORGI11 SÍMI: 622200