Morgunblaðið - 24.11.1985, Side 43

Morgunblaðið - 24.11.1985, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER1985 43 Þrjár nýjar „Rauð- ar ástarsögur“ BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá hefur gefið út þrjár nýjar bækur í bóka- flokknum Rauðu ástarsögurnar: „Hálfsysturnar" eftir Else-Marie Nohr, „Láttu hjartad ráða“ eftir Erik Nerlöe og „Sara“ eftir Evu Steen. Alls hafa þá komið úr þrjátíu bækur í bókaflokknum Rauðu ástarsögurnar, og allar hafa þær orðið vinsælar. f frétt frá útgefanda segir m.a.: „Hálfsysturnar" segir frá Evu, sem er á leið að dánarbeði föður síns, þegar hún hittir litla telpu eina síns liðs, sem hafði strokið af barnaheimili. Eva ákveður að hjálpa henni, en með því leggur hún sjálfa sig í lífshættu. Faðir litlu stúlkunnar er eftirlýstur af lögreglunni og svífst einskis. Örlög Evu og telpunnar eru samtvinnuð frá þeirra fyrsta fundi. hann er sonur eins morðingja manns hennar. En þessi maður getur hjálpað henni að komast í gegnum víglínu konungssinna. Sara er ákveðin í að hefna manns síns og endurheimta barn sitt, en í ringulreið byltingarinnar á ýmis- !egt eftir að gerast, sem ekki var fyrirséð! Skúli Jensson þýddi „Hálfsyst- urnar" og „Láttu hjartað ráða“, en „Sara“ var þýdd af Sverri Haralds- syni. „Barátta ástarinnar“ Ný bók eftir Erling Poulsen HÖRPUÚTGÁFAN á Akranesi hefur sent frá sér nýja bók eftir danska rithöfundinn Erling Poulscn. Bókin heitir „Barátta ástarinnar“ og er 10. bókin í bókaflokknum „Rauðu ástar- sögurnar“. f frétt útgefanda segir: „Bettína, eiginkona Árna Brams læknis, var þekkt og í miklu áliti vegna starfa sinna að líknarmál- um. Flesta daga var hún önnum kafin við góðgerðarsafnanir og nefndarstörf. Hins vegar vanrækti hún eiginmann sinn og litla dóttur þeirra. Þrátt fyrir öryggi í hjónaband- inu gat hún ekki slitið sambandi við fyrrverandi unnusta sinn, Lennart Sommer fjöllistamann, með vafasama fortíð og fangelsis- vist. Hann var fyrsta ástin hennar. Það vakti að vonum undrun og vonbrigði þegar hún neitaði að hjálpa varnarlausri 10 ára telpu, sem Árni kom með heim eina nótt- ina. Hún sýndi barninu fullkomið hatur.“ Bókin er 183 bls. Skúli Jensson þýddi. ERUNO POULSEN BARÁTTA ÁSTARINNAR „Láttu hjartað ráða“ fjallar um Torsten og Maríönnu. Torsten var leyndardómsfullur um nafn sitt og uppruna, og það var Maríanna einnig. Það var leikur þeirra — í kjánaskap þeirra og kátínu æsk- unnar. En sá dagur kom, að Mar- íanna skildi snögglega að áhyggju- laus leikurinn var allt í einu orðinn örlagarík alvara, og að Torsten hefði ef til vill svikið hana og væri í rauninni hættulegasti óvin- ur hennar og sjúks föður hennar. Og samt var Maríanna trú björtum draumi sínum — draumnum um hina miklu ást. „Sara“ segir frá ungri konu, en konungssinnarnir drápu eigin- mann hennar, þegar hún var barnshafandi, og síðan stálu þeir barni hennar. Þrátt fyrir það bjargar hún lífi konungssinna, sem er á flótta, og kemst að því að Matrelðslu- „Matreiðslubók- in mín og Mikka“ f nýrri útgáfu „Matreiðslubókin raín og Mikka“, er komin út í nýrri útgáfu, en þessi matreiðslubók handa börnum hefur verið ófáanleg um nokkurt skeið. í frétt frá útgefanda segir m.a.: Hér er að finna skemmtilegar og auðveldar mataruppskriftir fyrir stelpur og stráka, svo sem þessar: Bláberjaterta Jóakims frænda — Súkkulaðibúðingur ugl- unnar — Bananasheikið hans Grana — Hókus, pókus kjúklingur — Pönnukökurnar hans Mikka Músar — Hamborgararnir hans Andrésar Andar — Plútó pylsur — Litlu pizzubrauðin Grislingsins — og fjölmargir aðrir skemmtilegir réttir. Bókin er 80 blaðsíður í stóru broti og öll litprentuð. Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir húsmæðra- kennari þýddi, staðfærði og próf- aði réttina, en útgefandi er Set- berg. fjölmiðli íramtíðarinnar IslensKa útvarpsíélagið hf. er almenningshlutafélag með yfir 300 hluthafa. Markmið félagsins er að standa að útvarpsrekstri, jafnt hljóðvarps sem sjónvarps. Steínt er að því að hefja hljóðvarpsútsend- ingar strax d vormdnuðum 1986 að fengnu leyíi út- varpsréttarnefndar. íbúar d öllu Suðvesturlandi munu nd útsendingum íslenska út- varpsíélagsins. Nú hyggst íslenska út- ▼arpsfélagið auka hlutaíé sitt um 10 milljónir króna. Með því verður hlutaíé íé- lagsins 15 milljónir króna. Við bjóðum þér hlut í félag- inu. Þannig verður þú þátt- takandi í byltingu fjölmiðl- unar á íslandi. Hlutur þinn rœðst af því hversu mikið þú vilt og getur lagt fram. Hlutabréfin eru gefin út 1 stœrðum 1000, 10.000 og 100.000 krónur. Eitt atkvœði fylgir hverjum 1000 króna hlut. Hœgt er að greiða hlutaféð með 6 mánaða skuldabréfi. Um leið og þú leggur þitt af mörkum tryggir þú arðsemi peninga þinna. í rekstraráœtlun íslenska út- varpsfélagsins* er gert ráð íyrir 22,24% arðsemi hluta- íjár. Þetta þýðir með öðmm orðum það að fjárfesting þín gœti skilað 22,24% ávöxtun umfram verðbólgu á fyrsta ári! * Rekstraráœtlunin er unnin aí Endurskoðunarmiðstöðinni hl. - N. Manscher. FJÁRFESTINGARFÉLAG tSLANDSHF Halnarstrcetl 7 - 101 Rvlk. s 28566 og 28466 Fjáríesting þín í Í.Ú. er líka frádráttarbœr frá skattskyldum tekjum* Hún skilar því arði strax. Einstaklingur getur dregið allt að 25.000 krónum frá skattskyldum tekjum. Hjón mega draga allt að 50.000 krónum frá tekjum sínum. * * • sbr. 1. no. 9/1984 og samþykktir Ríkisskattstjóra. ** Þessar tölur giltu árið 1984. Ekki er ólíklegt að þcer hœkki um u.þ.b. 30% á þessu ári. Bréfin em seld hjá Fjár- festingaríélagi íslands hí. Haínarstrœti 7. Sölutími er írá 14. nóvember - 31. desember 1985. Allar nánari upplýsingar um þetta útboð fást hjá Fjáríestingaríélagi Islands. ÍO milljón króna hlutaíjárútboö <

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.