Morgunblaðið - 24.11.1985, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 24.11.1985, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER1985 >■ Þýddisögu um tyrkneskan stigamann úr frummálinu MEMED MJÓI heitir skáldsaga sem um þess- ar mundir kemur út hjá Máli og menningu. Höf- undur hennar er Tyrk- inn Yashar Kemal, sem er einn kunnasti núlif- andi skáldsagnahöfund- ur Tyrkja. Sagan hefur verid þýdd á fjölda tungumála, en hún kemur nú út í íslenskri þýdingu Þórhildar Ólafs- dóttur, lektors í frönsku við Háskóla Islands. Hún þýddi bókina úr frummálinu. Þórhildur var um árabil búsett í Frakklandi og kynntist þar eiginmanni sínum, Necmi Ergiin, sem er Tyrki. Ég held að það sé óhætt að segja að án hjálpar eiginmanns mins hefði þessi þýðing ekki orðið að veru- leika. Ég er alveg sjálfmenntuð í tyrknesku, hef aldrei sótt neina tíma í henni í skóla. Ég umgekkst mikið Tyrki eftir að ég kynntist manninum mínum og fékk þá mikinn áhuga á málinu og fór fljótt að skilja dálítið. Svo hef ég bætt við kunnáttu mína svona smátt og smátt, mest hef ég sjálf- sagt lært á að þýða þessa bók,“ segir Þórhildur fyrst þegar hún er spurð um þýðinguna og þekk- ingu sína á þessu tungumáli sem er alls óskylt íslensku. Þórhildur segist halda að þetta sé fyrsta skáldsagan sem þýdd hefur verið beint úr tyrknesku yfir á íslensku. Blótsyrðin erfið í þýðingu „Ég hafði að sjálfsögðu til hlið- sjónar bæði enska og franska þýð- ingu á bókinni. Það er oft lærdóms- ríkt að sjá hvernig aðrir þýðendur leysa þau vandamál sem koma upp i svona þýðingum. Tyrkneskan er mjög rökrétt í allri uppbyggingu og þvi lítið um undantekningar frá reglum. Það er áreiðanlega ekkert erfiðara að þýða hana yfir á íslensku en mörg önnur mál. Én það voru nokkur atriði sem vöfðust fyrir mér og sem dæmi má taka blótsyrði, sem nokkuð er af í bók- inni. Tyrknesk blótsyrði eiga sér ekki hliðstæðu í íslensku. Þau eru hugsuð á allt annan hátt og ekki alltaf auðvelt að finna réttu orðin, þó íslenskan þyki auðug af blóts- yrðum. Yashar Kemal notar mikið talmál, og þá sérstaklega talmál eins og það er til sveita. Ég hef í þessu sambandi stuðst við orðabók Þórhildur Ólafsdóttir Morgunbladið/FriÖþjófur sem gefin hefur verið út í Tyrk- landi yfir orðaforða Yashar Ke- mal. I henni eru tekin fyrir bæði sérstök orðatiltæki og orð sem eru ekki almenningi kunn,“ segir Þór- hildur. Hún hefur unnið að þýðing- unni undanfarið eitt og hálft ár. Bókin er um 400 blaðsíður að stærð. „Ég kynntist verkum Yashar Kemal fyrst í París árið 1975. Okkur var þá boðið á frumsýningu á sænsk-tyrkneskri kvikmynd sem gerð var eftir smásögu hans, Barn- ið. Kemal var sjálfur viðstaddur frumsýninguna, og á eftir var svo sýnd heimildarmynd um hann og verk hans. Ég varð ákaflega hrifin af því sem ég sá og náði mér strax í þær bækur sem voru fáanlegar eftir hann,“ segir Þórhildur. Hún hefur einnig þýtt áðurnefnda smá- sögu Kemals, Barnið, og birtist hún í þriðja hefti tímarits Máls og menningar á síðasta ári ásamt viðtali við höfundinn. Það birtist í franska bókmenntatimaritinu Magazine littéraire í desember 1982. Munnmælasögur og Ijóð Yashar Kemal fæddist í litlu þorpi í Suður-Tyrklandi árið 1923. „Hann heyrdi og lærði mikið af munnmælasög um ogljóðum ogiærði mjöghreina tyrknesku, sem var frábrugðin því máli sem þá var talað í borgum landsins. “ „Það má því segja að hann hafi fæðst með lýðveldinu í landinu, en Tyrkland var gert að lýðveldi það ár. Kemal ólst upp í þessu sveita- Rætt við Þórhildi Ólafsdóttur um þýðingu hennará skáldsögunni Memed mjói þorpi og það er einmitt sá bak- grunnur sem skapar sérstöðu hans meðal núlifandi tyrkneskra rit- höfunda. Hann heyrði og lærði mikið af munnmælasögum og ljóð- um og lærði mjög hreina tyrkn- esku, sem var frábrugðin því máli sem þá var talað í borgum lands- ins. Það hafði orðið fyrir miklum áhrifum frá arabísku, einkum mál yfirstéttarinnar. Skólaganga hans var ekki löng og hann hefur sjálfur sagt að hann hafi fyrst og fremst sest á skólabekk til að geta skráð allar munnmælasögurnar og ljóðin sem hann kunni. Á yngri árum sínum var Yashar Kemal um skeið almenningsskrif- ari í borginni Adana, en það starf fólst í því að skrifa bréf fyrir fólk sem var ólæst og óskrifandi, gegn þóknun. Þarna kynntist hann fjölda manns, vandamálum þeirra og öðrum einkahögum. Hann skrif- aði jafnt ástarbréf sem beiðnir og kvartanir til yfirvalda og það er alveg ljóst að þarna safnaði hann miklu efni og reynslu. Það er því engin tilviljun að í bókinni Memed mjói koma einmitt við sögu tveir almenningsskrifarar," segir Þór- hildur. Hún segist halda að al- menningsskrifarar séu enn við lýði í smærri borgum Tyrklands, og hafi þeir gjarnan aðsetur sitt á útimörkuðum. Memed mjói orðinn þjóðsagnapersóna Memed mjói er fyrsta skáldsaga Yashar Kemal, en hún birtist fyrst 1955 sem framhaldssaga í dagblaði í Istanbul. Þar starfaði Kemal sem blaðamaður eftir að hann fluttist til borgarinnar upp úr 1950. „Sem blaðamaður varð hann fljótt kunn- ur fyrir viðtöl sín við sveitafólk, en hann ferðaðist mikið á þessum árum og naut góðs af þekkingu sinni á lífinu til sveita. Það var áberandi hversu borgarfólkið varð undrandi er það las um sveitafólk- Stílhreint og vandað sófasett Verð: 3 + 2 + 1=67.640.- 3 + 1 + 1=62.230.- Sendum myndir og áklæöisprufur hvert á landsemer Húsgagnasýning í dag kl. 2—5. BORG/ÍR- Hr.yfilshúsinu á horni Gr*n»- J. / tizzzr'ub'mut" rlUS(fOCfrl Gerrix-hleðslugler, milliveggirinni.skjól- veggirúti. Söluumboð SIGMA h.f. Síðumúla 4, sími 34770 og 686433. Full búð af glæsilegum fatnaöi Hagstætt verd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.