Morgunblaðið - 24.11.1985, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER1985
57
var safnið vígt af forseta Islands
1983. Stefán Skarphéðinsson
sýslumaður er stjórnarformaður.
Sagði Egill að sýslumaður hefði
mikinn áhuga á safninu og væri
verið að undirbúa stækkun á því.
Egill og frændi hans, Sigmundur
Hansen, settu safnið upp með
aðstoð góðra manna og fara ekki
alveg troðnar slóðir. Bjarni Jóns-
son listmálari hefur gert teikning-
ar sem sýna hvernig viðkomandi
áhöld voru notuð og Hrafn Hafn-
fjörð hefur unnið prentverk. Er
safnið því hið aðgengilegasta.
Er þarna leitast við að sýna lífs-
baráttu þjóðarinnar frá örbyrgð
og þar til hún var farin að standa
á eigin fótum. Safnið ber merki
umhverfis síns á einu hriklegasta
byggða bóli við ysta haf, með
hamrabjörgum og sjósókn úr vík-
um og uppsátrum. Þarna er bátur
safninu er bátur sem Bergsveinn Ólafsson skipstjóri í Bjarneyjum smíðaði
1882.
Sfld landað úr Haukafellinu til frystingar hjá Pólarsíld. Morgunblaðið/Albert
Fáskrúðsfjörður:
Víkingaskipið sem smíðað var fyrir þjóðhátíðina 1974 f Vatnsfirði sómir sér nú vel við minjasafnsbygginguna, sem
Barðastrandarsýsla reisti yfir minjasafn Egils Ólafssonar.
Mikil vinna við
síldarfrystingu
Fáskrúdsfirdi, 22. nóvember.
MIKIL vinna er enn við síldar-
frystingu hjá Pólarsíld á Fá-
skrúðsfirði, en söltun síldar er
lokið fyrir nokkru. Á mánudag var
til dæmis landað hér um 1000 lest-
um af síld. I haust var saltað í um
23 þúsund tunnur af síld hjá tveim-
ur söltunarstöðvum hér á staðn-
um.
— Albert.
Troðfull búð af nýjum,
spennandi tískufatnaði!
með seglbúnaði, smíðaður af Berg-
sveini Olafssyni skipstjóra í Bjarn-
eyjum 1882, frönsku önglarnir, eða
neifin eins og þeir voru kallaðir,
sem ásamt tóginu gerðu körlunum
betur fært að sækja sjóinn eftir
að þeir fóru að fá þá í skútunum,
og pólkompás úr skipum eftir að
þeir komu til, svo eitthvað sé nefnt.
Munir sem ekki eru til lengur,
flestir voru látnir fara með skipun-
um þegar þau gengu úr sér. Mun-
irnir segja sögu sjósóknar allt frá
áraskipunum og þar til stærri
skipin voru komin til um 1940. Og
þeir gefa gestum hugmynd um
verbúðirnar og lífið í þeim þegar
róið var úr hverri vík sem lendandi
var í. Egill bendir mér á skrifpúlt
sem menn höfðu með sér í verið
og vekur athygli á því að margir
sjómennirnir notuðu tækifærið í
landlegum til að skrifa og þannig
hafi verbúðirnar m.a. verið þeim
nokkurs konar skólar.
Þarna í safninu má kynnast
vinnunni sem fram fór f baðstofun-
um um aldir og úti við til að afla
fanga handa skepnum og heimili.
Kemur m.a. við sögu bjargsigið.
Þarna má sjá hvernig hvalbeinin
voru nýtt í byggingar og bera heiti
í samræmi við það, svo sem dyra-
tré, árefti, sperrileggur, skafbein,
mari ( til að festa rúmstæðin í
verbúðunum) o.s.frv. Egill hefur
hirt þau úr hrundum húsum en
slíkt er ekki lengur að finna.
Ekki verður reynt að gefa neina
lýsingu á Minjasafni Egils ólafs-
sonar á Hnjóti, enda vart hægt í
skjótu þragði. Þangað leggja líka
margir leið sína, gestir voru um
2.000 í sumar. Rútubílar á leið út
á Látrabjarg koma við. Fólkið á
Hnjóti gætir safnsins og sýnir
það. Og Egill ólafsson hefur mik-
inn hug á að bæta við það. „Ég á
svo mikil verkefni framundan og
ætla mér að ljúka við ýmislegt og
skila þessu verkefni almennilega
af mér áður en ég er allur," segir
Egill er við göngum aftur heim í
bæ. Hann þarf að fara að flýta sér
inn á flugvöll, því daglega þarf að
taka á móti áætlunarvélinni auk
annarra bústarfa. Safnið verður
að vera alger aukaábót. Styrkur
aðeins um 20 þús. kr. fyrir að
gæta þess, og raunar ótrúlegt hvað
áunnist hefur. Þarna hefur miklu
og merku dagsverki verið skilað.
E.Pá.
Þessi mynd var tekin fyrir skömmu þegar allur kórinn æföi saman.
Nýtt úrval daglega!
Tískuverslunin X-
Laugavegi 33