Morgunblaðið - 24.11.1985, Page 58

Morgunblaðið - 24.11.1985, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER1985 ÞIMGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Framleiðni á ís- landi helmingi minni en í Bandaríkjunum Þjóöarátak um aö auka framleiöni íslenzkra atvinnuvega „Við þær aðstæður, sem nú ríkja í íslenzku efnahagshTi, er brýn nauð- syn á að koma að nýju á hagvexti. Verður að leita ýmissa leiða í því efni, m.a. með áframhaldandi upp- byggingu stóriðju og stuðningi við nýjar atvinnugreinar, sem nú eru á tilraunastigi. Sá kostur, sem ef til vill er þó nærtækastur og gæti fyrst skilað árangri er að auka framleiðni í starfandi fyrirtækjum og stuðla þannig að bættri samkeppnisstöðu og arðbærari rekstri fyrirtækjanna. Þetta er, ef grannt er skoðað, eitt brýnasta verkefnið í íslenzku atvinnulífi nú og undirstaða þess að hægt sé að bæta lífskjör í landinu, ef á heildina er litið, og bæta úr þeim samdrætti sem orðið hefur á síðustu árum. Hér er lagt til að stjórnvöld hrindi af stað átaki í þessu efni í samvinnu við heildarsamtök vinnumarkaðar- ins.“ Þannig hljóðar upphaf greinar- gerðar með tillögu til þingsálykt- unar um átak til að auka fram- leiðni íslenzkra atvinnuvega. Flutningsmenn eru Gunnar G. Schram (S), Guðmundur J. Guð- mundsson (Abl.), Karl Steinar Guðnason (A), Pétur Sigurðsson (S) og Stefán Guðmundsson (F). Samvinna viö heildarsamtök Megingrein tillögunnar hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að leita eftir samvinnu við heildarsamtök vinnumarkað- arins um að hrinda af stað átaki til að auka framleiðni íslenzkra atvinnuvega með eftirfarandi markmið að leiðarljósi: 1) að leggja grundvöll að end- urnýjuðum hagvexti og þar með stuðla að jafnvægi í efnahagsmál- um; 2) að skapa forsendur fyrir þjóð- arsamstöðu um að auka það sem til skipta er í þjóðfélaginu og deila þeim ávinningi af réttsýni; 3) að efna til þríhliða samvinnu ríkisvalds, launþega og atvinnu- rekenda um að bæta efnahag þjóð- arinnar og innleiða ný vinnubrögð í samskiptum aðila á vinnumark- aðinum; 4) að kynna þjóðinni grundvall- aratriði framleiðslunnar og skapa skilning á nauðsyn aðlögunar að síbreytilegum samkeppnisaðstæð- um fyrir íslenzkt atvinnulíf." Stjórnskipuð níu manna nefnd skal stýra framkvæmd átaksins. Nefndina skipi þrír fulltrúar ríkis- valds, þrír fulltrúar VSÍ og þrír fulltrúar ASÍ. Forsætisráðherra skipi formann nefndarinnar. Framleiðniátakið verði „unnið í tengslum við Iðntæknistofnun Is- lands og jafnframt tengt öðrum tilraunastofnunum atvinnuveg- anna. Þjóðhagsstofnun verði falið að fylgjast með þróun framleiðni í atvinnuvegunum samhliða átak- inu. Framleiðni fremur lág Flutningsmenn leggja áherzlu á, að auk efnahagslegs ávinnings, sem fengist með aukinni fram- leiðni, gæti samátak sem þetta stuðlað að „bættum samskiptum aðila vinnumarkaðarins og stjórn- valda". í greinargerð segir orðrétt: „A það hefur margsinnis verið bent að framleiðni í íslenzku at- vinnulífi er fremur lág í saman- burði við það sem annars staðar gerist og skal gerð nokkur grein fyrir því. Framleiðni er skilgreind sem magn eða verðmæti framleiðslu að tiltölu við magn eða verðmæti þeirra framleiðsluþátta eða að- fanga sem notuð eru við fram- leiðsluna. Framleiðnistig er mælikvarði á nýtingu allra framleiðsluþáttanna og er skilgreint sem framleiðslu- magn deilt með aðföngum, en með aðföngum er átt við einn eða fleiri af framleiðsluþáttunum, vinnuafl, fjármagn, hráefni, orku o.s.frv. Þannig má til dæmis auka fram- leiðni með því að bæta hráefnis- nýtingu eða með því að nýta fjár- magn á arðbærari hátt en áður var gert. Framleiðni vinnuaflsins er framleiðslumagn deilt með fjölda starfsmanna. Það er sá mælikvarði á framleiðni sem algengastur er.“ í greinargerð segir að framleiðni sé svipuð á íslandi og í Bretlandi, en framleiðni í þessum löndum er helmingi minni en framleiðni í Bandaríkjunum (sjá meðfylgjandi töflu um framleiðni ellefu ríkja árið 1976). Framleiðniþróun hefur 200 '■ 180 160 -f- 140 120 -- 100 4- 80 60 -f- 40 -- 20 -- Mynd 1. Framleiðnistig 12 þjóða árið 1976 Framleiðnistig fsland Bret- land Ítalía Nor- ejfur Japan fin"' f-Þýska- land land Frakk- Dan- land mörk Sví- þjóð Kanada Banda- ríkin Skíðaútbúnaður á börn og unglinga Blizzard skíöi stærðir 80-90 cm 100—120 cm. 130—150 cm. 160—175cm. kr.2.170 kr. 2.560 kr.3.210 kr. 3.650 «4 Nordica skíðaskór Look skíðabindingar barnabindingar LOOk 09 kr. 1.590 Unglingabindingar Look19 kr. 2.100 Nj 160 stærðir35—41 kr. 3.380 , ■i w\ utiuf Glæsibæ, sími 82922. JL-fesid af meginþorra þjóöarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.