Morgunblaðið - 24.11.1985, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER1985
ÞórðurJ. Magnúsr
son - Minningarorð
Kveðja frá Norræna félaginu
í Kópavogi
Á morgun verður til moldar
borinn ritari Norræna félagsins í
Kópavogi, Þórður J. Magnússon,
fyrrum verslunarmaður, sem and-
aðist á heimili sínu, Vallartröð 3
þar í bæ, 15. þ.m.
Hann hét fullu nafni Þórður
Jóhann, og fæddist á Suðureyri við
Súgandafjörð 24. september 1910.
Foreldrar hans, sem bæði voru
Önfirðingar að ætt, voru þá búsett
á Suðureyri, en fluttust aftur á
heimaslóðir þegar Þórður var
fimm ára gamall, fyrst að Selabóli
í Önundarfirði, en síðar til Flat-
eyrar, þar sem þau voru lengst af.
Móðir Þórðar var Ingibjörg Guð-
rún Guðbjartsdóttir. en faðir
Magnús Kristján Halldórsson
skipstjóri. Föður sinn missti Þórð-
ur tólf ára gamall og fór upp úr
því að Hjarðarbóli í Önundarfirði.
Var hann þar fyrst sumartíma, en
ílentist svo næstu árin á Hjarðar-
bóli hjá Guðmundi Gilssyni og
Sigríði Hagalínsdóttur, foreldrum
Gils Guðmundssonar rithöfundar.
Var eftir það mikið vinfengi með
Þórði og því fólki.
Um tvítugt settist Þórður á
skólabekk og var tvo vetur, 1931—
33, í Héraðsskólanum á Laugar-
vatni. Ungur fór hann að vinna
fyrir sér ásamt bræðrum sínum,
og lá þá leiðin á sjóinn. Sagðist
Þórður ýmist hafa verið háseti eða
vélamaður á skólaárum sínum,
fyrst á bátum og seinna á togurum,
1930—38, enda sótti hann vél-
stjóranámskeið heima á Flateyri
1935. Það haust settist hann í
Samvinnuskólann og lauk þar
prófi með ágætum árangri vorið
eftir. Þó hafði hann ekki getað
sinnt náminu óskiptur allan vetur-
inn, því að skólinn var byrjaður
fyrir nokkru þegar Þórður kom
þangað um haustið. Hann var þá
í siglingu, varð að ljúka túr áður
en hann sneri sér að fræðunum,
og segir það auðvitað sína sögu um,
hve hart var barist. Árin 1938—43
var Þórður utanbúðarmaður hjá
Kaupfélagi Önfirðinga á Flateyri
sem kallað var; þá var hann lengst
af verkstjóri við fiskverkun og
fleira. Skamma hríð var hann
kaupfélagsstjóri á Patreksfirði
lýðveldishátíðarárið, en tók svo
sama ár við starfi kaupfélags-
stjóra á Flateyri af Hirti Hjartar
og gegndi því fjögur ár. Eftir það
fluttist Þórður suður og var part
úr ári við rekstur frystihúss í
Hafnarfirði, en eftir það starfs-
maður Búvörudeildar SÍS í
Reykjavík, lengst sölustjóri, röska
þrjá áratugi, 1949—81, er hann
hætti störfum.
í janúar 1943 kvæntist Þórður
Önnu Tryggvadóttur frá Flateyri
sem lifir mann sinn. Hún fæddist
á Þingeyri, en fluttist kornung til
Flateyrar með foreldrum sínum,
Margréti Eggertsdóttur sem enn
er á lífi, ættuð frá Kleifum í Seyð-
isfirði við Djúp, og Tryggva Jóns-
syni sem kenndi sig við Fjalla-
skaga. Þegar Anna fæddist var
faðir hennar sjómaður á Þingeyri,
en bæði áður og síðar verslunar-
maður þar og á Flateyri og hjá
Tóbakseinkasölu ríkisins í Reykja-
vík eftir að þau fluttust suður.
Heimili Þórðar og Önnu hér
syðra var á Vallartröð 3 í Kópa-
vogi. Þau eignuðust einn son,
Tryggva Magnús vélaverkfræðing,
sem á eitt barn, Agnesi Þöll, sem
nú er komin hátt á þriðja ár.
í félagsmálum kom Þórður J.
Magnússon víða við, og gildir það
raunar einnig um Önnu konu hans
og er ekki neitt undrunarefni þeim
sem til þekkja. Hann sat í hrepps-
nefnd á Flateyri árin sem hann
var kaupfélagsstjóri þar, en var
jafnframt formaður sjúkrasam-
lagsstjórnarinnar um skeið og sá
um rekstur sjúkrasamlagsins.
Hann var einn af 12 stofnendum
Verkalýðsfélagsins Skjaldar á
Flateyri og í stjórn íþróttafélags-
ins Grettis og í forystu fyrir þess-
um félögum á fjórða og fimmta
áratugnum. Eftir að suður kom
varð Þórður fljótt einn þeirra sem
drjúgan hlut áttu að uppbyggingu
hrepps- og bæjarfélags í Kópavogi
og voru honum falin þar ýmis
trúnaðarstörf. Hann var t.d. for-
maður sjúkrasamlagsins þar
1952—77 og í sóknarnefnd Digra-
ness um árabil. En ekki var nóg
með það, því að auk þess tók hann
þátt í almennu félagsstarfi, m.a.
hjá samvinnumönnum. Hann sat
í stjórn og trúnaðarráði Starfs-
mannafélags SlS 1966—80 og var
annar tveggja fulltrúa starfsfólks-
ins, sem fyrstir voru kjörnir í
stjórn SÍS, sat þar tvö tímabil,
1976—80, eftir að fulltrúar sam-
vinnustarfsmanna fengu sæti í
stjórninni. Formaður Lionsklúbbs
í Kópavogi var Þórður 1975—76
og ritari í stjórn Norræna félags-
ins þar frá 1969 til dauðadags.
Jafnframt var hann annar af
endurskoðendum Norræna félags-
ins á fslandi mörg síðustu árin.
Kynni okkar Þórðar hófust 1981,
árið sem hann hætti störfum hjá
búvörudeildinni og ég var kjörinn
í stjórn Norræna félagsins í Kópa-
vogi, sem nú hefur orðið fyrir einu
áfallinu enn á skömmum tíma.
Eiginlega var það Hjálmar heitinn
ólafsson sem leiddi okkur Þórð
saman, en nú eru þeir báðir horfnir
ásamt fleirum af þeim sem félagið
stofnuðu eða voru þar framarlega
í sveit undanfarna tvo áratugi.
Við Þórður hittumst fyrst á
fundi í Norræna félaginu, og það
var líka á fundi þar sem við sáumst
i síðasta sinn tveimur dögum áður
en hann lést. Grænlendingar voru
væntanlegir í heimsókn, og við
vorum að undirbúa haustvöku sem
haldin var í síðustu viku. Við
kvöddumst hressilega, og eins og
oft áður sló Þórður á létta strengi
í sama mund og hann hélt heim
með fundargerðabókina undir
handleggnum. Að kvöldi 15. þ.m.
barst mér andlátsfregn hans, en
einmitt þann dag var hann boðinn
til hófs sem Sjúkrasamlag Kópa-
vogs hélt til þess að minnast aldar-
fjórðungs afmælis. I staðinn gekk
hann inn í fögnuð herra síns, og
nú verða aðrir að færa inn fundar-
gerðirnar.
Síðustu árin gekk hann ekki
heill til skógar. Áreiðanlega hefur
það ekki alls kostar átt við skap-
lyndi hans, þó að hann léti ekki
mikið á því bera. Mér fannst hann
of mikill snerpu- og ákafamaður
til þess að ég geti ímyndað mér,
að það hefði látið honum vel að
lifa til lengdar hálfur maður. En
hann tók áföllunum karlmannlega,
og nú er glímunni lokið. Fyrr í
haust fögnuðu vinir hans með
honum 75 ára afmæli, og nokkrum
dögum seinna vorum við saman á
sambandsþingi Norræna félagsins
í Munaðarnesi. Þá var Þórður
minn hress og kátur eins og mér
fannst standa eðli hans miklu nær
en að leggjast í sorg og sút. Fyrir
síðasta aðalfund Norræna félags-
ins í Kópavogi í haust hafði hann
orð á því við mig að hann vildi
fara að draga sig í hlé sem auðvit-
að var skiljanlegt, en ég fékk hann
til að róa eina vertíð enn. Þegar
það var ráðið var hann alveg sáttur
við þá ákvörðun, enda held ég, að
í aðra röndina hafi honum líka þótt
vænt um að þurfa ekki að slíta öll
félagsbönd í einu, og nú þykir mér
vænt um að geta litið um öxl til
þeirra daga sem við áttum saman
í haust.
Þótt kynni okkar væru ekki löng
og aldursmunurinn meiri en þrír
áratugir, held ég að mér sé óhætt
að segja að við Þórður höfum orðið
góðir vinir. í barmi hans sló heitt
hjarta, og lífsviðhorfs hans var
mér að skapi, enda lágu leiðir
okkar saman í starfi fyrir sameig-
inlegri hugsjón sem við töldum svo
sjálfsagða að vart þyrfti að ræða.
Fyrir hönd stjórnar og félaga í
Norræna félaginu í Kópavogi er
honum að leiðarlokum þakkað allt
sem hann vann því.
Margs er að minnast frá síðustu
árum, en þess umfram allt, hve
gaman var að vera með Þórði og
mannbætandi þegar fundum bar
saman, og þá kemur mér Anna
jafnan í hug um leið; það var svo
heimilislegt að vera með þeim.
Steinunn kona mín og hún telja
til skyldleika, og 1982 fórum við í
vinabæjarheimsókn til Tampere
um hásumarið. Hún varð áfangi
sem flýtti fyrir góðum og skemmti-
legum kynnum. Af þessum dögum
í Finnlandi fyrir þremur árum
leggur birtu í minningunni, enda
var þá oft glatt á hjalla, hvort sem
unglingnum var lesinn lesturinn
um uppbyggingu Kópavogs á þeim
árum sem hann var að alast upp
norður í landi eða höfð uppi gam-
anmál og setið að snæðingi á rúss-
neskum veitingastað í Helsinki.
Hér heima bar við að þau hjón
kæmu til okkar, en oftar var það
þó á hinn veginn, og aldrei hef ég
komið svo á kyrrlátt og fallegt
heimili þeirra á Vallartröð 3 að
mér hafi ekki hlýnað um hjartar-
ætur. Það lá þar í loftinu eitthvað
gott sem er auðfundið, en ekki
verður fyrirvaralaust með orðum
lýst.
Einu sinni í haust áttum við
Þórður rólega síðdegisstund þar
heima og spjölluðum um sitt af
hverju í mikilli alvöru. Þá strengdi
ég þess heit að þær skyldu verða
fleiri, en nú hefur sá tekið í taum-
ana sem mér er máttugri.
Þórður sagði mér að vestan, og
við höfðum um nóg að tala. Prest-
urinn hans þar forðum var ættað-
ur af sömu slóðum og ég og
ömmubróðir minn einn af kennur-
um hans á Laugarvatni, svo að það
fór eins og jafnan þegar íslending-
ar fara að tala hver við annan;
maður þekkir mann, og orð kvikn-
ar af orði. og svo ræddum við um
lífið og tilveruna.
Kreppan skall yfir þegar Þórður
var um tvítugt. Ekki er ég í vafa
um að hugur hans hefur þá staðið
til lengra skólanáms og meiri
menntunar og undirbúnings fyrir
lífið en tímarnir og efnin Ieyfðu
fátækum pilti að vestan þegar
sjálfur skóli lífsins heimtaði að
hann gengi undir fyrstu prófin.
En hann stóðst þau með prýði og
var svo vel af guði gerður og sá
gæfu- og bjartsýnismaður að ljósið
nægði til þess að eyða skuggunum.
Skapgerð Þórðar og viðhorf mót-
uðust af mannúð og dugnaði, og
góðvild og kímnigáfa sem hann var
svo heppinn að fá vel út vegna í
vöggugjöf gerðu honum auðvelt
samstarfið og kynnin við aðra
menn. Reynslan var mikil og
margþætt og gott fyrir þá sem
yngri voru að leita hjá honum ráða
og leiðsagnar. Mér virtist hann
vera fæddur félagshyggjumaður
og lífsreynsla hans á þeim árum
sem hugsjón samvinnu og jafnaðar
réð ferðinni í þjóðmálum hafa
fært honum heim sanninn um að
mannlegu félagi vegnaði best og
erfiðir hnútar yrðu auðleystari en
ella, ef frelsi, jafnrétti og bræðra-
lag væri haft að leiðarljósi, en
hver maður virti þó annan og legði
sitt af mörkum og fengi notið
hæfileika sinna sem einstaklingur.
Þórður vissi vel, að sjónarmið eru
mörg og ólík, og þó að hann væri
fastur fyrir þegar því var að
skipta, var hann sáttfús og hrein-
skilinn.
Kynni okkar Þórðar J. Magnús-
sonar voru stutt, en góð, og nú
sakna ég þess að samverustundirn-
ar verða ekki fleiri. Aðstandendum
hans votta ég samúð mína. Hann
vildi stefna öllu til meiri hamingju
og þroska. Slíkra er gott að
minnast og æ betra eftir því sem
árin líða.
Hjörtur Pálsson
Á morgun mánudaginn 25. nóv-
ember. verður kvaddur frá Kópa-
vogskirkju Þórður Jóhann Magn-
ússon, Vallartröð 3, Kópavogi, en
hann varð bráðkvaddur á heimili
sínu 15. þ.m. 75 ára að aldri.
Þórður Jóhann var fæddur 24.
september 1910 á Suðureyri við
Súgandafjörð. Foreldrar hans voru
Magnús Kristján Halldórsson,
skipstjóri lengst af á Flateyri og
konu hans Ingibjörgu Guðrúnu
Guðbjartsdóttur.
Þórður stundaði nám við héraðs-
skólann á Laugarvatni 1931 —
1933, og lauk Samvinnuskólaprófi
1936 eftir eins árs nám. Þórður
stundaði margháttuð störf vestra.
Hann stundaði sjómennsku á ár-
unum 1930—1938 m.a. sem vél-
stjóri en hann hafði lokið vél-
stjóranámskeiði á Flateyri 1935.
Verkstjóri var hann á Flateyri
m.a. við fiskverkun 1938—1943 og
kaupfélagsstjóri var hann fyrst á
Patreksfirði 1944 og síðan á Flat-
eyri 1944—1948. Lengst starfaði
hann þó sem starfsmaður búvöru-
deildar sambandsins í Reykjavik
eða frá 1949 til 1981 lengst af sem
sölustjóri.
Þórður Jóhann var mikill félags-
málamaður og áhugamaður um
allt er höfðaði til almeningsheilla.
Fyrir vestan var hann í stjórn
íþróttafélagsins Grettis og Verka-
lýðsfélagsins Skjaldar um ára-
tugaskeið. Hann sat í hreppsnefnd
Flateyrarhrepps 1946—1948 og var
formaður og annaðist rekstur
sjúkrasamlags Flateyrar á sama
tíma.
Það var í kringum 1960 sem ég
kynntist Þórði Jóhanni Magnús-
syni og þau kynni hafa staðið æ
síðan. Atvikin höguðu því svo til
+
Maðurinn minn, faöir og afi,
ÞÓRDUR JÓHANN MAGNÚSSON
fré Flateyri,
Vallartröö 3,
Kópavogi,
veröur jarösunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 25. nóvember
kl. 13.30.
Anna Tryggvadóttir,
Tryggvi Magnús Þóröarson,
Agnes Þöll Tryggvadóttir.
t
Elsku sonur okkar og bróöir,
FINNUR KRISTJÁN HALLDÓRSSON
Borgarvegi 32, Njarövík,
verður jarösunginn frá Ytri-Njarövíkurkirkju þriöjudaginn 26. nóv-
emberkl. 13.30.
Jenný Jónsdóttir, Halldór Arason,
systkini og aörir aöstandendur.
að við urðum nágrannar í Kópa-
vogi og leiðir okkar lágu saman á
mörgum sviðum. Við störfuðum
saman í stjórn Sjúkrasamlags
Kópavogs um árabil. Þar var Þórð-
ur formaður 1952—1977. Unnum
við saman margháttuð störf á
vegum Norræna félagsins í Kópa-
vogi, en þar var Þórður Jóhann í
stjórn Norræna félagsins allar
götur frá árinu 1969, og síðar var
hann félagskjörinn endurskoðandi
Norræna félagsins á íslandi. Þórð-
ur Jóhann var meðal elstu félaga
í Lionsklúbbi Kópavogs og áttum
við þar ánægjuleg samskipti yfir
tvo áratugi.
Hann gegndi mörgum trúnaðar-
störfum í þágu Lionsklúbbsins og
var m.a. formaður hans 1975—
1976. Hann lét sér mjög annt um
Lionsklúbbinn og gerði sér far um
að gera veg hans sem mestan í
þágu góðra málefna. Eins og af
framanrituðu er ljóst kom Þórður
víða við á félagsmálasviðinu og lét
sér fátt mannlegt óviðkomandi.
Þórður var ákaflega hreinskipt-
inn maður í öllum þeim störfum
sem ég hafði af honum kynni.
Hann var sérsaklega fljótur að
aðskilja aukaatriði frá aðalatrið-
um og af því leiddi að hann var
mjög eftirsóttur til starfa þar sem
slikir hæfileikar nutu sín best.
Hann hafði ríkt skopskyn o gnaut
sín vel í góðra vina hópi. Hinsvegar
vissi ég ekki til þess að hann ætti
sér óvildarmenn. Hann vann störf
sín af stakri samviskusemi og
framgangur þeirra mála sem hann
fylgdi eftir voru honum ofar í huga
heldur en verkalaunin. Hann átti
það til að vera gagnrýnin á menn
og málefni en lét viðkomandi njóta
sannmælis.
Þórður Jóhann var litríkur per-
sónuleiki, hann var vel lesinn og
margfróður. Enda greindur vel og
fjölmenntaður. Hann var góður
hagyrðingur þótt hann flíkaði því
ekki. Hann var trúmaður og var
um árabil í sóknarnefnd Digra-
ness. Þórður lætur eftir sig eigin-
konu önnu Tryggvadóttur frá
Flateyri er hann kvæntist 1943 og
áttu þau einn son, Tryggva Magn-
ús, vélaverkfræðing, sem fæddist
1956.
Þórðar Jóhanns er sárt saknað
af öllum sem þekktu hann náið og
vil ég þakka honum samfylgdina
um leið og votta ástvinum hans
öllum, dýpstu samúð.
Að leiðarlokum læt ég fylgja
þetta ljóð sem hann sendi mér
fyrir nokkrum dögum með passíu-
sálrnum Séra Hallgríms sem hann
færði mér í afmælisgjöf.
I þrjú hundruð ár hafa þessi ljóð
þurrkað út tár hjá okkar þjóð.
Áfram þau munu um aldir enn
auðveldast sefa hrellda menn.
Þ.J.M.
Gunnar R. Magnússon.
Deyr fé, deyja frændr,
deyr sjálfr it sama,
en orðstír deyr aldregi,
hveim sér góðan getr.
Hann Þórður Magnússon er dá-
inn, þannig hljómuðu tíðindin síð-
astliðinn föstudag.
Hann Dúddi frændi, sem var svo
hress fyrir svo stuttu þrátt fyrir
sjötíu og fimm árin, sem hann var
nýbúinn að fylla. Það var erfitt
fyrir jafn mikinn athafnamann
eins og hann var alla tíð, að þurfa
að hætta að vinna fullan vinnudag,
og þegar heilsunni fór að hraka
átti hann erfitt, því orka hugans
hafði ekki dvínað.
Hann var ætíð hress og kátur,
hrókur alls fagnaðar í hvert sinn
sem hann og fjölskylda hans kom
vestur á Flateyri, eða þegar við
komum í Kópavog á Vallartröðina.
Með þessum fátæklegu línum
langar okkur að þakka honum
samfylgdina gegnum árin og við-
kynningu í þeim höfðingja, vin og
frænda, sem við áttum í honum.
Það er erfitt að trúa því að við
eigum ekki eftir að hittast aftur
hér á jörðu, en vegir Guðs eru
órannsakanlegir.
Elsku Anna og Tryggvi Magnús,
megi minningin um góðan eigin-
mann og föður hjálpa ykkur að
sigrast á hinni djúpu sorg.
Fjölskyldurnar Grundarstíg 2,
Flateyri.