Morgunblaðið - 24.11.1985, Síða 65

Morgunblaðið - 24.11.1985, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER1985 65 Minning: Skafti Sigþórsson hljóðfœraleikari Fæddur lO.júlí 1911 Dáinn 16. nóvember 1985. Hinn 16. nóvember andaðist í Borgarspítalanum Skafti Sigþórs- son, Njálsgötu 44 hér í borg. Utför hans fer fram frá Bústaðakirkju, mánudaginn 25. nóvember kl. 3 e.h. Nú þegar vinur minn og starfs- félagi hefur lokið vegferð sinni í þessu lífi vil ég minnast hans með nokkrum skrifum. Að hann skuli nú hniginn í valinn gerir mann hljóðan og hugsi. Söknuður sækir að manni — en allar minningarnar um hann verða ljúfar. Á mig sækja spurningar — skiptir ekki allt um lit? — skiptast ekki á skin og skúr- ir? — skipta ekki dýr merkurinnar um ham? — og skiptir ekki öll náttúran um skrúð. Lítið væri í það varið, að sitja til eilífðarnóns á sömu hundaþúfunni. Svo er nú guði fyrir að þakka að við fáum að skrýðast andans skrúði þegar stundin er komin, því eitt sinn skal hver maður deyja. Gleðjumst því á stund umbreytingarinnar og biðjum blessunar nýrri vegferð eiginmanns, föður, afa, langafa, vinar og félaga. Mér fannst oft minn góði vinur Skafti vel sjáandi inn í ævintýra- og dulheima lífsins hér á jörð, enda var hann mjög listhneigður. Auk þess að hann helgaði sig tón- listinni var honum létt um að yrkja á stundum, til gamans. Vandvirkur var hann og ekkert lét hann frá sér fara nema með umhugsun. Margar hans vísur við dægurlög urðu landsþekktar, s.s. „Suður um höfin," „Jósef, Jósef,“ „Heyr mitt ljúfasta lag“ o.m.fl. Þá hafði hann næman smekk fyrir myndlist. Innrömmunarverkstæði hafði hann í hjáverkum í áraraðir. Eitt mesta yndi hans var skógræktin. Hann plantaði þúsundum trjá- plantna og varði til þess miklum fjármunum. Skafti Sigþórsson var í þennan heim borinn þ. 10. júlí 1911 í Lit- lagerði í Dalsmynni, S-Þingeyjar- sýslu (milli Skarðs og Laufáss). Faðir hans var Sigþór Jóhannsson vélagæslumaður Rafveitu Akur- eyrar. Hann fórst voveiflega er hann drukknaði við störf sín í Laxá, í nóvember 1940. Sigþór var sonur Jóhanns Bersasonar bónda í Skarði, sem var landskunnur maður á sinni tíð, vegna afls og atorku. Móðir Skafta var mild og góð bóndadóttir frá Málmey á Skagafirði, komin af bændaættum norður þar. Þrjú börn áttu þau Guðrún og Sigþór. Þóra var þeirra elst, giftist ekki. Hún lést 1977. Skafti var annar í röðinni, en yngst þeirra systkina er Vilborg. Hún býr hér í borg og lifir mann sinn, sem hún missti 1978, Þorstein Þórðarson húsgagnabólstrara. Sigþór, faðir þeirra systkina, flutti til Akureyrar árið 1920. Það ár var verið að undirbúa framkvæmdir við Rafveitu Akureyrar. Sigþór fékk þar algenga verkamanna- vinnu. Hann hafði áður farið til náms í Hólaskóla, sem einnig hef- úr orðið til þess að hann fann brúði sína í Skagafirði. í skólanum lærði hann ásamt öðru, bæði norsku og sænsku. Þetta varð til þess að hann gat nú skilið og talað við yfirmann rafframkvæmdanna, en sá var sænskur, Hr. Knut Ottested, sem síðar settist að og varð rafmagns- stjóri á Akureyri. Þetta leiddi svo til þess að Sigþór var ráðinn véla- gæslumaður rafveitunnar árið 1922. Á þessum árum reisir hann fjölskyldunni hús nokkru fyrir ofan Akureyri, ekki langt frá virkjunum Glerár. Hús sitt nefndi hann Skarð, eftir ættaróðalinu í Dalsmynni. Þetta var æskuheimili Skafta með fögru útsýni yfir fjörð- inn til Kaldbaks og Hjalteyrar. Var þá Skafti oft nefndur af strák- um niðri í bæ, „Skafti í Skarði". Sfðar fluttist fjölskyldan niður í bæinn, á Oddeyrargötuna. Það var þá sem leiðir okkar Skafta lágu saman, í fiðlutímum hjá Karli Otto Runólfssyni. Þar fengum við svo að leika síðar í Hljómsveit Akureyrar sem Karl og fleiri stofnuðu. Merkilegasta afrekið okkar þá var þegar við lékum saman II. fiðlu á hljómplötuupp- töku 1933, sem gerð var af sérfræð- ingum, með tæki og tól komnir með skipi alla leið frá Lundúnum. Þetta var platan með Karlakórn- um Geysi og Hljómsveit Akur- eyrar, sem fluttu „Förumanna- flokkar þeysa" eftir Karl og Davíð. Nú langar mig einnig að minnast á, að Skafti innritaðist í Mennta- skólann á Akureyri. Á þessum árum þurftu nemendur úr bænum að greiða 150 kr. í skólagjaid. Utanbæjarmenn munu hafa fengið frítt. Eftir veturinn fékk Skafti viðurkenningu fyrir góða náms- hæfileika og ástundun. Einnig fékk hann sínar 150 kr. endur- greiddar. Hann varð náttúrlega harla glaður við. Nú fór hann með sitt eigið fé og keypti sér fiðlu, en handa mömmu sinni keypti hann nýtt peysufatasjal. Það fór nú svo, upp frá þessu, að tónlistin tók huga hans meir og meir, þar til að því kom að hann hætti í menntaskólanum. Hann hafði áform — og fékk með samþykki og aðstoð foreldra að fara suður og innritast í Tónlistar- skólann í Reykjavík. Hann lagði nú stund á fiölunám hjá Hans Stephanek frá Vínarborg. Brátt kom að því að hann varð liðtækur í raðir tónlistarmanna, sem höfðu þá hugsjón að byggja upp tónlist- arlíf hér á íslandi, en allt var þá hér í frumbernsku í því tilliti. Skafti var trúr þessari hugsjón og má teljast einn þeirra manna sem vann ötullega að því að tónlistar- flutningur þroskaðist og dafnaði, til þess sem hann er orðinn í höfuð- borginni í dag. I»Ö4„4. R«ykiavUiurv*gi «0, simi S3MI AWkaémum C, simé Z»7«. Blómastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tll M. 22,- elnnig um helgar. Skreytlngar við öll tilefni. Gjafavörur. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir, afi og langafi, SKAFTI SIGÞÓRSSON, hljóöfæraleikari, veröur jarðsunginn frá Bústaöakirkju mánudaginn 25. þ.m. kl. 15.00. Elín Elíasdóttir. Helgi Skaftason, Sigrún Skaftadóttir, Elías Skaftason, Sigþór Skaftason, Kristín S. Saharópulos, Albert Skaftason, Hulda Hauksdóttir, Eiríkur Þorkelsson, Ásthildur Þóröardóttir, Carol Skaftason, Jaime Saharópulos, Emilía Davíösdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÓSKAR R. MAGNÚSSON, Hringbraut 90, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 26. nóvember kl. 13.30. Sigrún Ágústsdóttir, Skúli Óskarsson, Bírna Ólafsdóttir, Sigmar Óskarsson, Elísabet Snorradóttir og barnabörn. t Hugheilar þakkir til allra sem vottuöu samúö viö fráfall og heiöruöu minningu móöur minnar, GUÐBJARGAR AUDUNSDÓTTUR, Neshaga 5. Auöunn R. Guömundsson. Eftir áraraðir sem fiðluleikari tók hann upp violuleik. Á það hljóðfæri lék hann í Sinfóníu- hljómsveit íslands, en þar var hann starfsmaður frá stofnun hennar, þar til hann fyrir fáum árum lét af starfi vegna aldurs. Skafti lék jafnframt á önnur hljóð- færi s.s. trompet og saxófón. Hann var fyrr á árum í ótal hljómsveit- um á skemmtistöðum í Reykjavík og úti á landsbyggðinni. T.d. var hann eitt sinn á Siglufirði að sumri, í Hljómsveit Karls Runólfs- sonar, og varð sú hljómsveit á þeim tíma landsfræg. Karl samdi þá mörg lög sem þekkt urðu s.s. „Lág- nætti," eða „Viltu mæta mér kæra út á ströndinni í kvöld" o.m.fl. Eitt sumarið lék hann svo á Hótel Akureyri. Það var þá sem hann hitti konuefnið sitt. Það má segja að hann hafi stigið sitt mesta og besta gæfuspor í lífinu er hann gekk að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Elínu Elíasdóttur, sem er borin og barnfædd Reykjavíkur- mær. Þau gengu í hjónaband hér í Reykjavík árið 1937. Þeim varð 6 barna auðið en þau eru: Helgi tæknifr., Sigrún hjúkrunarfr., bæði búsett í Reykjavík. Elías múrari, ísafirði, Sigþór tæknifr:, Toronto, Kanada, Kristín húsfrú, Masatlan, Mexíkó og Albert iðnað- arm., Reykjavík, Barnabörnin eru orðin 15 að tölu og 3 langafabörn. Snemma eftir komuna til Reykjavíkur gerðist Skafti félagi í Félagi íslenskra hljóðfæraleikara eins og það félag nefndist þá. Var hann þar í áraraðir kjörinn stjórn- armeðlimur og gegndi öðrum trún- aðarstörfum fyrir félag sitt. Þá var hann meðlimur Lúðrasveitar Reykjavíkur um margra ára skeið. Allir þeir mörgu samstarfsmenn Skafta er ég þekki ljúka upp einum munni um hve ljúfur, gamansamur og góður félagi hann var. Vil ég fyrir þá alla þakka Skafta sam- fylgdina. Eiginkonu, skyldmenn- um og vinum, vottum við Jóhanna innilega samúð. Þorvaldur Steingrímsson „Skjótt hefur sól brugðið sumri, því séð hef ég fljúga fannhvíta svaninn úr sveitum tilsóllandafegri; sofinn er nú söngurinn ljúfi í svölum fjalldölum, grátþögull harmafugl hnípir á húsgafli hverjum." Þannig orti Jónas Hallgrímsson um skáldbróðir sinn, Bjarna Thor- arensen. Þessi orð koma mér í huga nú, þegar mætur vinur minn og starfsfélagi um tugi ára, Skapti Sigþórsson, hljóðfæraleikari, er dáinn. Mér finnst eins og dregið hafi verið fyrir sólu, því að svo kær vinur var Skapti mér. Við höfðum leikið saman á hljóðfæri í meira en 50 ár, í ýmsum hljómsveitum, en flest árin með Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Skapti var hvers manns hug- ljúfi, mér fannst hann alltaf vera eins og salt jarðar, og manni bregður eigi lítið, þegar slíkur maður er skyndilega horfinn. Skapti var ágætis hljóðfæraleik- ari og veilátinn af félögunum, en hann bjó yfir ýmsum fleiri hæfi- leikum. Mætti nefna, að hann var prýðis hagyrðingur, og mörg þekkt danslögin, sem enn eru sungin og leikin, eru með texta eftir Skapta. Nægir að nefna „Suður um höfin". Um mörg ár rak Skapti inn- römmunarverkstæði í hluta íbúð- arhúss síns að Njálsgötu 44, sam- hliða hljóðfæraleiknum, sem eins- konar aukabúgrein. Það fór sannarlega vel á með okkur Skapta, og marga áttum við ánægjustundina saman, — og“ þá var löngum hlegið hátt, hent að mörgu garnan". í frábæru Saknaðarljóði Jónas- ar Hallgrímssonar, er að finna þetta erindi, sem er eins og talað út úr hjarta mínu, þegar ég nú sakna vinar í stað: „Þaðmanégyndi öðru meira, er við Skafta skilningþreyttum, eður á vænum vinafundi góða geðspakur ágleði jók.“ Já, Skapti jók á alla gleði, og dreifði í kringum sig bjartsýni og manngæzku, hvar sem hann kom. Þannig minnist ég góðvinar míns, þegar ég sé honum nú á bak. Ég veit hann fer um nýjan veg með sömu gleði í hjarta og fyrr um. Við Hanna sendum Elínu, konu hans og fjölskyldunni innilegustu samúðarkveðjur, en það er huggun harmi gegn, að við vitum, að látinn lifir. Fari í friði kær vinur, um þá nýju heima, þar sem enn og um alla eilífð verður fiðlustrengur strokinn mjúkum boga. Sveinn Ólafsson Leiðrétting Föðurnafn Björns Ólafssonar Krithóli, sem minningargrein var birt um hér í blaðinu í gær, hefur misritast og stóð ólason. Er beðist; velvirðingar á mistökunum um leið og það er leiðrétt. t Faöirokkar, ÞORSTEINN BJARNASON frá Noöri- Miövík í Aðalvík, veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 25. nóvember kl. 10.30. Blóm og kransar afþakkaöir en þeim sem vilja minnast hans er bent á H jart avernd. Dastur hins látna. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, JÓHANNS SKAPTASONAR fyrrverandi sýslumanns Húsavík. Sigríöur Víödís Jónsdóttir, Vesturgötu 160, Akranesi. t Þökkum innilega samúö og vinarhug við andlát og útför fööur okkar, BJARNA BJARNASONAR, Hrafnistu, Reykjavík. Börn hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.