Morgunblaðið - 24.11.1985, Síða 68

Morgunblaðið - 24.11.1985, Síða 68
ffgunMiiMfe r& _ _iiglýsinga- síminn er 2 24 80 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Söluturn f Reykjavík: .X-3B Ræninginn ógnaði afgreiðslustúlku með gosflösku LÖGREGLAN leiUði í gær og fyrri- nótt ungs manns, sem rendi söluturn í Reykjavík í fyrrakvöld og ógnadi afgreióslustúlku þar meó flösku. Það var um ellefuleytið á föstu- dag9kvöldið, að maðurinn kom inn í sðluturninn Ciro á Bergstaða- stræti og heimtaði peninga. Hann greip til gosflösku, sem þar var, og ógnaði afgreiðslustúlkunni. Síðan fór hann í peningakassann og rótaði þar til sin fimm hundruð eitt hundrað króna seðlum, samtals um níu þúsund krónum. Síðan hvarf hann upp Njarðargöt- una en stúlkan hringdi þegar i lögreglu. Afgreiðslustúlkan gat gefið lög- reglu greinargóða lýsingu á ræn- ingjanum, sem var með sár á vanga, og átti hún síðdegis í gær að leita myndar af honum í mynda- safni Rannsóknarlögreglu rikisins. Hún telur vist að hann hafi verið ódrukkinn en líklegast undir áhrif- um einhverra eitur- eða fíkniefna. Þorlákshöfn: Meitillinn kaupir ís í Reykjavík — þótt ísverksmiðja sé á staðnum AFKASTAMIKIL ísverksmiðja var formlega tekin í notkun í Þorláks- höfn á laugardag eftir að hafa verió keyró í einn mánuó. Hluthafar eru um 50 þar í be og á Eyrarbakka og Stokkseyri. Öll helztu fiskvinnslu- fyrirteki staðanna nema Meitillinn, sem kaupir ís aó mestu í Reykjavík og ekur honum á bflum til Þorláks- hafnar. Hafsteinn Ásgeirsson, einn stjórnarmanna ísfélags Þorláks- hafnar, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að verksmiðjan afkastaði um 60 lestum af ís á sólarhring Ókeypis í strætó um jólin STJÓRN Stretisvagna Reykja- víkur befur ákveóið aó veróa vió tilmelum borgarstjóra um að ókeypis verói í stretó í borginni um jólin. Gildir þetta í fimm daga um átíðarnar, frá og með sunnu- deginum 22. desember og til og með fimmtudeginum 26. des- ember, sem er annar dagur jóla. SVR færði farþegum sínum samskonar jólagjöf ( fyrra. Sigurjón Fjeldsted, formaður stjórnar SVR, sagði í gær að .væntanlega gæti það orðið siður í borginni, að ókeypis yrði í strætóumjól. og geymsla væri fyrir 500 lestir. Hún gæti því annað ísþörf allra fyrirtækjanna á staðnum undir eðlilegum kringumstæðum. Því kæmi sér það á óvart, að stjórn- endur Meitilsins kysu heldur að aka hundruðum lesta af ís frá Reykjavík með ærnum tilkostnaði, aksturinn kostaði í flestum tilfell- um meira en ísinn. Hafsteinn sagði, að ísleysi á staðnum hefði lengi verið mikið vandamál og því væri þessi verk- smiðja kærkomin. Hún kostaði fullgerð um 25 milljónir króna, en ætti að geta skilað talsverðri gæðaaukningu afla vegna aukinn- ar ísingar og þannig borgað sig upp á skömmum tíma. Verksmiðj- an hefði verið keyrð til reynslu í um einn mánuð og gengið mjög vel. Ljóst væri, að hún hefði bjarg- að miklu á yfirstandandi síldveið- um og þannig þegar sannað ágæti sitt. Morgunbladið/Arnór Leóurblakan er lítil eins og sjá má af samanburói vió eldspýtustokkinn Leðurblakan í Garðinum: Hefur komið með skipi eða hrakist fyrir vindi LEÐURBLAKAN, sem rólaói sér í gardínustöng í húsi í Garði á föstu- dagskvöldið og sagt var frá í blaðinu í ger, er ekki fyrsta kvikindió sinnar tegundar sem hingaó hrekst Fyrir um tveimur árum fundust átta nýdauóar leóurblökur í lest skips í Reykjavíkurböfn. Höfðu þer líklega flekst um borð í erlendri höfn og ekki lifaö af sjóferðina, aó sögn Ævars Petersen dýrafreóings hjá Náttúrufreóistofnun fslands. Ævar sagði að á undanförnum áratugum hefði oft orðið vart við leðurblökur hér á landi og að þær hefðu borist bæði frá Norður- Ameríku og Evrópu. Hann taldi mögulegt að leðurblakan í Garð- inum hefði borist hingað með skipi eða jafnvel hrakist með veðri og vindum, eins og mein- dýraeyðirinn á Suðurnesjum lét sér detta í hug. Um áratugur er liðinn síðan lifandi leðurblaka fannst síðast hér á landi - en nær útilokað er að slíkar skepnur geti lifað hér á landi og síst að vetrar- lagi, enda lifa þær einkum á skor- dýrum, sem þær veiða á flugi. Leðurblökur, sem hingað ber- ast, eru litlar - búkurinn á að giska þumlungur á lengd - og meinlausar. Hjá Náttúrufræði- stofnun er til ein uppsett leður- blaka en auk þess nokkrar í spritti. Innbrot í söluvagn í Lækjargötu BROTIST var inn í söluvagn í Lækjargötu, gegnt Iönaóarbankan- um, aðfaranótt laugardags. Brotið var gat aftan á vagninn þar sem farið var inn. 3-4000 krón- um í skiptimynt var stolið. „Það er greinilegt að svo svangur maður hefur verið á ferð að hann gat ekki beðið morguns til að fá sér að borða, því nokkrar kínarúllur sem ég sel þarna hurfu einnig," sagði Bogi Jónsson, eigandi vagns- ins, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagðist þurfa að taka vagn- inn burt um tíma til viðgerða. Fyrirspurn frá Bretum um kaup á steinull Steinullarverksmiójunni á Sauðár- króki hefur borist fyrirspurn frá aóilum í Bretlandi um hugsanleg kaup á steinull frá verksmiöjunni. Að sögn Árna Guðmundssonar, stjórnarformanns Steinullarverk- smiðjunnar, er framkvæmdastjóri verksmiðjunnar, Þorsteinn Þor- steinsson, nú í Bretlandi til við- ræðna við hina bresku aðila vegna þessa máls. Árni sagði að fyrir- spurn hefði borist um sérstaka tegund af þungri steinull, sem hentar vel í framleiðslu hjá verk- smiðjunni á Sauðárkróki, en of snemmt væri að segja til um, hversu umfangsmikil viðskipti hér yrði um að ræða, ef samningar tækjust. Árni Guðmundsson sagði að framleiðsla verksmiðjunnar hefði gengið vel undanfarna daga, síðan hún fór aftur í gang eftir bilun í bræðsluofni. Sagði Árni að auka- vaktir hefðu verið settar á nú um helgina til að vinna upp það fram- leiðslutap sem varð vegna bilunar- innar. Litlar líkur á samningum SÍS og fslenska skipafélagsins hf.: Útvegsbankinn óskar eftir viðræðum við Eimskip á ný ALLT benti til þess um hádegisbil í gær að viðræðum milli Hafskips og íslenska skipafélagsins annars vegar og Skipadeildar SÍS hinsveg- ar, um sameiningu fyrirtækjanna, væri lokið, a.m.k. um sinn. Útvegs- banki íslands hefur óskað eftir því við Eimskipafélag íslands að viðræður um kaup Eimskips á íslandssiglingum Hafskips verði teknar upp á nýjan leik, og sagöi Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafé- lags íslands, í gær að þessi ósk bankans yrði til skoðunar hjá stjórn Eimskipafélagsins eftir helgi. Viðmælendur Morgunblaðsins í fær töldu að viðræður á milli slenska skipafélagsins, Hafskips og SÍS væru á enda, þótt reynt yrði að halda þeim eitthvað áfram, en það töldu þeir einungis vera til málamynda. Auk þess sem hörð andstaða kaupfélagsstjór- anna hefði áhrif á endalok við- ræðnanna, hefði það haft áhrif að ákveðin forystuöfl innan Saih- bandsins gætu ekki komið auga á ágæti þess að stuðla að „heil- brigðri samkeppni" í islenskum kaupskiparekstri, með því að reyna að efla Skipadeild Sam- bandsins og fá til liðs aðila úr einkaframtaksgeira efnahagslífs- ms. „Það kom fram mjög hörð andstaða við samstarf við Haf- skip á fundi kaupfélagsstjóranna í gær, og það ásamt öðru, bindur náttúrlega hendur okkar stjórn- armanna á Sambandsstjórnar- fundi í dag,“ sagði ólafur Sverris- son, kaupfélagsstjóri i Borgarnesi og varaformaður Sambands- stjórnar, í gær. ólafur benti samt sem áður á að málið væri i hönd- um Sambandsstjórnar, og þar yrði úrskurðað í málinu. Hann sagðist viss um að annaðhvort yrði þessu máli lokið af hálfu Sambandsins á fundinum, eða að því yrði frestað um sinn. „Við höfum óskað eftir því við Eimskipafélag íslands að viðræð- ur félagsins og Útvegsbankans um málefni Hafskips verði teknar upp á nýjan leik,“ sagði Lárus Jónsson, bankastjóri Útvegs- banka íslands. Hann sagði að einungis bæri að líta á bréf bank- ans sem yfirlýsingu bankans um það að hann vi'di ræða þessi mál áfram við Eimskip. „Við höfum móttekið bréf Út- vegsbankans, og þessi ósk hans mun verða til umfjöllunar hjá stjórnendum félagsins nú eftír helgi," sagði Hörður Sigurgests- son, forstjóri Eimskipafélags ís- lands. „Við erum reiðubúnir til þess að ræða við Útvegsbankann á nýjan leik,“ sagði Hörður, „en það hefur engin afstaða verið tekin til þess á hvaða grundvelli þær viðræður verða." 4l

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.