Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985 3 Áfram bjartviðri sunnanlands GERT ER ráð fyrir áframhaldandi norðaustanátt á landinu næstu daga með éljum fyrir norðan og austan en bjartviðri suðvestanlands. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu íslands eru litlar líkur á breytingum á veðrinu fram eftir vikunni, allt fram á föstudag, en þó mun að líkindum kólna eitthvað er líður á vikuna með 5 til 7 stiga frosti. Mikil þoka hefur verið á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga og varð meðal annars að loka Reykja- víkurflugvelli af þeim sökum um tíma. Skýringin á þokunni er sú að mjög lygnt hefur verið og tiltölu- lega heitt loft hefur haldist við jörðu vegna kaldara lofts fyrir ofan. Hljóðdeyfar settir í Flugleiða- þoturnar á næstu mánuðum — samníngurinn við flugvallaryfirvöld í NW rennur út um mánaðamótin SAMNINGUR sá sem Flugleidir gerdi við flugvallaryfirvöld í New York í byrjun þessa árs um undan- þágu til að fljúga vélum sínum til lendingar í New York þrátt fyrir að þær fullnægðu ekki reglum um háv- aðatakmarkanir, rennur úr gildi þann 30. nóvember nk. Að sögn Sigurðar Helgasonar forstjóra Flug- leiða verða hljóðdeyfar settir f þrjár DC 8 63-þotur Flugleiða á næstu mánuðum, og verður sú fyrsta tilbúin í kringum 10. desember. Kostnaður samfara því að setja hljóðdeyfa í vélarnar er í kringum 400 milljónir króna. „Hljóðdeyfarnir verða settir í hjá SAS-flugfélaginu í Stokk- hólmi,“ sagði Sigurður. „Fyrsta vélin fer þangað i desemberbyrjun, sú næsta i lok janúar og sú síðasta í febrúarlok. Við munum brúa bilið í New York-fluginu fram til 10. desember með þotu sem við höfum haft á leigu síðastliðið ár, DC 8 71, sem fullnægir hávaðakröfum. Leigusamningurinn á henni renn- ur út um miðjan desember og verður henni þá skilað," sagði Sigurður Helgason. FOTIN FRA OKKUR FALLA INN I JOLAMYNDINA ^KARNABÆR UNGLINGADEILD. Einnig Kickers-skór Austurstræti 22, simi 45800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.